Þjóðviljinn - 10.12.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.12.1988, Blaðsíða 7
BÆKUR Flett upp um Reykjavík Páll Lfndal Reykjavík. Sögustaður við sund Þriðja bindi. Örn og Örlygur 1988 Þegar Bríet Bjarnhéðinsdóttir tók sæti í bæjarstjórn 1908 lagði hún til að veitt yrði fé til að kenna stúlkum sund rétt eins og piltum. Þá á gamall og reyndur bæjar- fulltrúi að hafa sagt: „Vel byrjar það. Var svosem ekki við öðru að búast. Ég tel hyggilegast að stemma á að ósi strax. Hér á ekki að líðast heimtufrekja." Þessi skrýtla, sem hljómar einkar skemmtilega á kvenfrels- istíð, er í grein úr síðasta bindi ÁRNI BERGMANN hins stór uppflettirits um Reykja- vík sem Örn og Örlygur hefur nú út komið. Þessi bók er gerð eftir þeirri formúlu sem hér skal lýst: Raðað er eftir stafrófsröð lengri og skemmri greinargerðum um einstakar götur, hús, náttúru og stofnanir Reykjavíkur. Sé gata komin nokkuð til ára er farið hús úr húsi og sagt frá merkis- mönnum sem þar bjuggu og atvikum sem við hús tengjast. Þegar skrifað er í þessu bindi um t.d. Tjörnina eða Viðey, þá kem- ur vitanlega saman fróðleikur úr mörgum áttum. Og kannski brot úr minningum merkra manna eða kveðskapur - eins og þegar ort er um húsið í Viðey: Kakalóna kappar brúka Kátir öllum stofum í Upp úr þeim skal œtið rjúka So enginn fái grand af því. Með fylgir og ýmislegur fróð- leikur sem getur verið yndislega ónauðsynlegur við fyrstu sýn, eins og svo margt annað í ís- lenskri menningu Af sjálfu leiðir að það er ekki auðhlaupið að því að gagnrýna slíka bók fyrir t.d. ónákvæmni eða fyrir það hvað vanta kunni í hana: slfkt rit er opið að því leyti til, að það mætti lengja það út í óendanleikann. En nú skal því haldið fram að það sé skemmti- lega nytsamlegt til síns brúks: þess brúks sem helgast af vilja ,;; í.!.!¦¦! í REYKJAVIK '¦.'¦¦.¦.¦¦:... ¦ okkar til að vita fleira en færra um okkar næsta umhverfi. Ekki síst vegna þess hve mikill og ríku- legur myndakostur bókarinnar er og velkominn á þeim tíma, þegar hver ljósmynd sem orðin er tutt- ugu ára - hvað þá eldri - fær auð- veldlega yfir sig birtu sögulegrar fjarlægðar. Get ég klifið fjöin I Irwiíi- ¦iiirlifi 1. lnL L ¦iiin:lt- . . _ _ 7 Undir augliti klukkunnar. ^^- Lífssaga Christophers Nolans. Þýðandi Garðar Baldvinsson. fsafold 1988. „Get ég klifið fjöll sem gerð eru af manna höndum?" Það er Joseph Meehan sem spyr sjálfan sig að þessu, eða réttara sagt Christopher Nolan, írskur dreng- ur fjölfatlaður, sem tekur sér nafn Josephs, þegar hann lýsir baráttu sinni við að komast upp úr þeirri líkkistu sem líkami hans hafði sett hann í. Þessi bók segir mjög merkilega sögu. Christopher Nolan var fæddur fjölfatlaður - hreyfihaml- aður, spastískur, mállaus. Dæmdur til hjólastóls og einangr- unar. Ef hann hefði ekki átt móð- ur sem skildi snemma að hann bjó yfir góðri greind, ef fjöl- skyldan hefði ekki sameinast um að tala við hann og sýna honum alla hluti, láta hann fylgjast með. Ef ekki hefði tekist ( m.a með lyfjagjöf) að ná þeim tökum á höfuðhreyfingum drengsins að hann gat slegið á ritvél. Ef hann hefði ekki fengið inngöngu í skóla þar sem „á móti hverjum skíthæl voru tólf réttlátir". Og síðast en ekki síst: ef hann sjálfur hefði ekki átt þær gáfur sem úr eymd hans og fágætri innkomu á leiksvið lífsins smíðuðu skáid- skap: Christopher Nolan hefur hlotið drjúga viðurkenningu fyrir ljóð sín og svo fyrir þá sjálfsævi- söguskáldsögu sem nú er komin út hjá ísafold. Christopher Nolan segir sögu sína af yfirburðum sem um margt eru heillandi. Hann forðast þær klisjur sem helst liggja í leyni fyrir honum og með því móti getur hann gert okkur, þessi heilbrigðu, að þátttakendum í baráttunni, án þess að við séum gripin vandræðalegri sektar- kennd yfir því að vera þolanlega af guði gerð. Hann getur reiðst guði og mönnum (t.d. þeim am- ríska blaðamanni sem lét að því liggja að hann hefði látið aðra skrifa fyrir sig verðlaunakvæði), en hann á sér einhvern innri styrk og sérstæða gamansemi sem duga honum til að yfirstíga þessa reiði. Hann veit vel að hann hefur unn- ið afrek, en hann ofmetnast ekki, því hann veit vel að hann er lán- samur í óláninu, kannski forrétt- indamaður meðal þeirra sem eru öllu sviptir. Eða eins og hann segir í eftirminnilegum kafla: „Hugsaðu um þá sem fóru á undan - voru þeir bráðgáfaðir? Voru þeir látnir dúsa í einhverri kytru, óhreinir, vanræktir og litn- ir óhýru auga? Fékk föl húð þeirra nokkurn tíma lit af sólinni? Sáu þeir nokkurn tíma nætur- himininn? Hefur góðvild nokkru sinni fengið þá til að fella tár? Hefur nokkru sinni verið tekið um kreppta hnefa þeirra og þeir opnaðir varlega svo að vatn fengi að leika um visnaða fingur þeirra? Hafa þeir fundið óstyrk- an hjartsláttinn í köldum, slím- ugum froski?..." Christopher Nolan er metnað- armikið skáld, á því er enginn vafi. Hann forðast hið auðvelda í frásögn sinni, í stíl sínum, eins og vorkunnsemi þeirra sem ekki geta tekið honum einsog hann er Christopher Nolan í mannlegum hvunndagslegum samskiptum. Maður skynjar á bak við stílræn umbrot hans stolt- an metnað hins fatlaða sem vill ekki biðja um neinn afslátt sér til handa. Þýðandinn, Garðar Bald- vinsson, viðurkennir að það hafi verið feiknalega erfitt að þýða þennan texta, svp hlaðinn sem hann er af sjaldhafnarorðum og frumlegum tengslum. Og það kemur vissulega oftar en skyldi fyrir að þýðandinn hefur lent í ógöngum sem lesandinn veit svo fekkert hvað hann á að gera við (dæmi : „Digurbarkaleg dirfska í Trinity College stríddi Joseph, gelti asnalegan andlitssvip hans, háværan óhaminn ropann og op- inskátt en fræðilega muldrað fleiður hans."). Og ekki fer hjá því að slíkar uppákomur trufli ánægjuna af þessari merku bók og því sem Garðar hefur skilað skynsamlega og af þrótti. Árni Bergmann Án þess að sjá Steinar Jóhannsson Lýsingarháttur nútíðar Skákprent 1988 Kunningi minn setti einu sinni fram þá kenningu að fyrstu bækur höfunda væru nánast undantekningarlaust misvitur- legar ástarjátningar til helstu áhrifavalda á skáldskap þeirra. Þetta er ágæt kenning - og sjálf- sagt stal kunningi minn henni ein- hvers staðar - og að vissu marki gengur hún alveg upp. Sárafáir höfundar ná að slá á eigin strengi í fyrstu bókum sínum; oftast má heyra þar bergmál annarra skálda. Um þetta er ekki nema gott eitt að segja, tíminn sker svo úr um það hvort viðkomandi ný- græðingur haslar sér eigin völl eða verður leiguliði alltaf uppfrá því. Þessi kenning nær vitanlega ekki til þeirra nýliða sem nær ein- vörðungu hafa lesið ljóð eftir sjálfa sig. Steinar Jóhannsson sagði frá því í viðtali um daginn að Bob Dylan og Ari Gísli Braga- son væru helstu fyrirmyndir hans, en að auki hefði hann lesið eitt ljóð Sigfúsar Daðasonar, Það hæfir manni ágætlega að deyja, sér til mikillar ánægju. Þeir Bob og Ari Gísli eru alls góðs maklegir en nokkur fleiri skáld mætti ungur höfundur samt lesa sér til gagns og gamans. Til að mynda Sigfús Daðason um- fram þetta eina ljóð. Hér er þess að gæta að Steinar Jóhannsson hefur greinilega mikla unun af því að setja saman ljóð og í sjálfu sér engin ástæða til að raska þeirri ánægju með því að neyða hann til að lesa nokkur vel valin skáld. Nema þá helst hann ætli sér að fá sæti á skáldabekk. Það er skemmst frá því að segja að af um þrjátíu ljóðum í bókinni eru sárafá sem eitthvað er varið í; og af þeim verður ekki dæmt um hvort Steinar Jóhannsson er upp- vaxandi skáld. Mestanpart er skáldskapurinn rislítill og tíð- indaleysið er allsráðandi. Höf- undur festir á blað hugdettur sínar og það sem fyrir augu ber á stjákli sínu um tilveruna. Segja má að hann sé barn síns tíma og umhverfis, tækni og tæki af ýmsu tagi eru þrálát minni; þyrlur, kvikmyndavélar, sjónvarp, skurðgröfur, símastaurar og há- hýsi. Ekki vefur Steinar þó neina þræði saman í eitt haldreipi; al- gleymi í anda Dylans og Ara Gísla ræðuf ríkjum. Lýsingar- háttur nútíðar er þetta þó von- andi ekki: Snjóbjartur dagur / inni í stofu er englasöngur/ í sjón- varpssal / Fullorðna fólkið er snortið / börnin pirruð / / Ég sit afsíðis án þess að sjá / en heyri / stari í gólfið þar sem ég sé / sjálfan mig berfættan nema við jörðu / Hugsa um dökku hliðar / þessa lífs/ Einhvers staðar / einhvern tíma / verður einhverju að breyta. Flest ljóð Steinars eru skrá- setning á lífinu, eins og iðkuð er í menntaskólablöðum; og sannast sagna eiga þau lítið erindi á bók. Sumt er haganlega gert: Eins og HRAFN JOKULSSON hermaður/ treð ég gresjurnar/ undir járnhælum/ Eins og inn- brotsþjófur/ ryðst ég inn í ber- skjaldaða/ veröld vopnaður rýt- ingi/ Ég er hetja/ í nótt kramdi ég blóm. Steinar Jóhannsson hefur næg- an tíma ef hann langar að verða skáld. Tímann er hægt að nota til að verða sér úti um yrkisefni. Hugsa. Og kannski líta í bók við og við. Steinar er greinilega kom- inn á bragð Sigfúsar Daðasonar, og seint verður það ofmælt sem Sigfús kvað eitt sinn: „Orð eru dýr". !.}vi:::\ 'Yi-i. fiióívNSííi'iN N_$S8NGARVlOfcfc H.ÓLA\.\LLAi;ARÍ>l I gamla kirkjugaröinum Mál og menning hefur gefið út bókina Minningarmörk í Hóla- vallagarði eftir Björn Th. Björns- son. I bókinni er fjallað um leg- steina, steinhögg og tákn í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu, auk þess sem Björn segir margar sögur af fólkinu sem minningar- mörkin eru tileinkuð. Hólavallagarður var tekinn í notkun þann 23. nóvember 1838 og á því 150 ára afmæli um þessar mundir. í bókinni rekur Björn Th. Björnsson sögu garðsins allt frá því Lorentz Angel von Krie- ger stiftamtmaður hóf baráttu sína fyrir því að Reykvíkingar yrðu framvegis jarðaðir í helgum reit í Hólavallatúni. Hann segir jafnframt frá fólkinu sem þarna hvílir, allt frá Guðrúnu Odds- dóttur sem þar var jörðuð fyrst og varð því „vökumaður" garðsins, yfir Sigurð Breiðfjörð skáld, Jón Sigurðsson forseta, Sveinbjörn Egilsson rektor og til Steinunnar Sveinsdóttur sakakonu frá Sjö- undá, svo nokkrir séu nefndir. Höfundur fjallar ítarlega um hin fjölskrúðugu minningarmörk sem í garðinum eru og höfunda þeirra sem þekktir eru. Hann rekur þróun steinsmíða og leg- steinagerðar hér á landi, ræðir þau tákn sem notuð eru og þær vísbendingar um tíðarandann hverju sinni sem minningarmörk- in eru. í ljós kemur að kirkju- garðuririn er einstakt safn mannamynda og stórmerkileg heimild um handverk og almenna menningarsögu. Á þriðja hundrað ljósmynda eru í bókinni, og hefur Pjetur Þ. Maack tekið þær. Þær sýna bæði minningarmörkin í heild sinni og mikilvæga hluta úr þeim. Þá er í bókinni kort af garðinum sem auðveldar fólki að finna þá leg- steina sem fjallað er um, svo og sýnishorn sneiðmynda af þeim bergtegundum sem mest hafa verið notaðar við steinhöggið. Loks er nafnaskrá og skrá um leg- staði á sjötta hundrað nafnkenndra manna. Minningarmörk í Hólavalla- garði er 278 bls. að stærð, í stóru broti. Laugardagur 10. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.