Þjóðviljinn - 10.12.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.12.1988, Blaðsíða 8
ERLENDAR FRETTIR 4 Vígbúnaðarmál 93 Betur má ef duga skal" Gorbatsjovvirðisthafaknésettherforingjasína. NatóliðarogKínverjar fagna niðurskurði sovéthers en vilja meira Ekki er ofsögum sagt aft' ræða Míkhaíls Sergejevítsj Gorbat- sjovs, forseta Sovétríkjanna, fyrir Ailsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi vakið viðbrögð. Einkum þó burðarás hennar, kafiinn um fækkun sovéskra her- manna að einum tíunda hluta. Vopn, vopn og vígamenn Það er almannarómur að so- véski herinn sé skipaður rúmum 5 miljónum manna. Gorbatsjov hyggst, sem fyrr er getið, veita 500 þúsund mönnum lausn frá herþjónustu á næstu tveim árum án þess að nýliðar verði kvaddir í herinn til þess að fylla skarðið. Tíundi hluti þessarar hálfu miljónar, 50 þúsund hermenn, verður kvaddur heim úr austur- evrópskum bandalagsríkjum So- vétmanna, Austur-Þýskalandi, Tékkóslóvakíu og Ungverja- landi. Þaðan verða ennfremur fluttir heim 10.000 skriðdrekar (sex skriðdrekafylki), 800 orrust- uþotur og 8.500 fallstykki og eld- flaugaskotpallar. Ef marka má upplýsingar frá Nató hefur Varsjárbandalagið að öllu samanlögðu umráð yfir 51.000 skriðdrekum, þar af eru 37.000 eign sovéska hersins. Sjálfir segjast Natóliðar ekki eiga nema 16.424 skriðdreka. Af þeim séu 1.800 bandarískir. Gorbatsjov staðhæfði í ræðu sinni að sovéskar hersveitir sem áfram yrðu í bandalagsríkjunum yrðu endurskipulagðar frá grunni. Hafist yrði handa við það tafarlaust og því lokið árið 1991. „Hlutverk hersveitanna verður allt annað þá en nú er: þegar stórt skarð hefur verið höggvið í skrið- drekafylkingu þeirra hafa þær klárlega eingöngu varnarhlut- verki að gegna." Fréttaskýr- endur eru á einu máli um að Gor- batsjov hafi þurft að heyja hat- ramma orrustu við íhaldsófl í hernum um þetta mál. Fleira hangi á spýtu forsetans en fækk- un hermanna að tíundahluta og það viti herforingjarnir manna best. Málið snúist umfram annað um það hverjir skuli móta hernaðar- og varnarstefnu So- vétríkjanna, herinn sjálfur eða forystumenn.flokks og ríkis. I sumar lét Eduard Shevardna- dze utanríkisráðherra svo um- mælt á fundi með sovéskum send- iráðsmönnum að her landsins hefði „vígvæðst um of' á áttunda áratugnum. Orsök þessa hefði verið sú að þáverandi leiðtogi landsins, Leoníd Brezhnev, lét herforingjunum eftir að móta hernaðarstefnu ríkisins og gaf þeim nær frjálsar hendur um víg- væðingu. Afleiðingin var skelfileg og Gorbatsjov hefur átt annríkt frá því hann var kjörinn aðalritari við að moka flór herforingjanna. Það voru jafnt hernaðarleg sem pólitísk mistök að framleiða SS- 20 kjarnflaugarnar meðaldrægu og beina þeim að Vestur-Evrópu. Herforingjarnir sáu ekki fyrir og/ eða skeyttu ekki hætishót um pól- itískar afleiðingar þessa frum- hlaups síns. Gorbatsjov leiðrétti þetta dýrkeypta glappaskot með samningi við Rónald Reagan um að koma öllum meðaldrægum kjarnflaugum fyrir kattarnef. Það voru mistök að láta so- véskan her hlutast til um afgönsk innanríkismál. Enn kærði her- stjórnin sig kollótta um viðbrögð þjóða heims. Mikið af starfsorku forsetans hefur farið í bollalegg- ingar um það hvernig greiða megi úr þeirri flækju og sér enn ekki fyrir endann á því máli. Það sætir því síst furðu að aðal- ritarinn skuli hafa lagt ofurkapp á að ná yfirstjórn hernaðar- og varnarmála úr höndum hinna ævintýragjörnu en misvitru her- foringja sinna. ÖUum er enn í fersku minni þegar barnungur vesturþýskur „flugás" rauf so- véska lofthelgi í fyrra og lenti rellu sinni á Rauða torginu. Gor- batsjov sætti færi, dró þáverandi varnarmálaráðherra, Sergej Sók- ólov, til ábyrgðar og rak hann úr embætti. Eftirmann Sókólovs sótti leiðtoginn austur yfir freðmýrar Síberíu. Dímítrí Jasov var lítt þekktur hershöfðingi en hafði vakið eftirtekt Gorbatsjovs fyrir hreinskílni í svörum og sannsógli. Þeir kváðu hafa hist að máli í fyrstu yfirreið Gorbatsjovs um hið víðfeðma ríki sitt, skömmu eftir að hann varð kjörinn aðalrit- ari. Því snart hreinskilni Jasovs leiðtogann að þá var enn lenska þar eystra að mæla það eitt sem æðstu menn vildu heyra. Jasov reyndist Gorbatsjov að sögn hinn besti drengur en samt sem áður er óvíst nema hann verði látinn feta í fótspor Sergejs herráðsforseta Akhromejevs og víkja úr embætti. Ýmsir herma Skriðdrekar og aftur skriðdrekar. að leiðtoginn hafi falið honum það vandaverk að endurskipu- leggja sovéska herinn og breyta honum úr árásarher í varnarher. Hafi reynst honum ofviða að hnika því grettistaki. Aðrir segja að Gorbatsjov hyggist skipa mann utan hersins í embætti varnarmálaráðherra. Enn aðrir, þar á meðal Gennadí Gerasímov, formælandi utanríkisráðuneytis- ins, þvertaka fyrir að Jasov sé á förum. Betur má ef duga skal Boðskapur Gorbatsjovs um fækkun hermanna sinna um 500 þúsund án nokkurra skilyrða hef- ur f allið í f r jóa jörð um allan heim og vakið fögnuð þjóðhöfðingja. Nýlokið er tveggja daga fundi utanríkisráðherra Natóríkja í Brússel. Þar var tíðindum þess- um fagnað ákaflega en þó lögð áhersla á að þetta væri aðeins skref í rétta átt: jafnræðis með herjum Varsjárbandalags og Atl- antshafsbandalags. Natóliðar hafa löngum setið undir því ámæli að þeir láti Gor- batsjov skjóta sér ref fyrir rass. Þeir séu ekki fyrr búnir að sjóða saman svar við einhverju tilboða hans þegar hann komi þeim í, opna skjöldu með nýjum til- lögum eða yfirlýsingum. Því höfðu þeir hraðar hendur nú og sömdu tillögur um enn frekari fækkun skriðdreka en ræða sovétleiðtogans í New York gerir ráð fyrir. Nató er náttúrlega og verður Nató og því þarf engum að koma á óvart að tilboð þetta sé hagstætt því en að sama skapi óhagstætt Varsjárbandalaginu, sé skriðdrekaeign talin af hinu góða. Hugmyndin er sú að saman- lagður skriðdrekafjöldi hernað- arblokkanna verði 40 þúsund, 20 þúsund austan og 20 þúsund vest- an járntjalds. Ekkert ríki geti átt fleiri en 12.000 eitt og sér. Ef tölur Nató sjálfs um skriðdreka- eigu eiga við rök að styðjast þá þýða tillögur þessar að Varsjár- bandalagið leggi 30.000 skrið- dreka fyrir róða, þar af Sovét- menn 25 þúsund en ekki aðeins 10 þúsund einsog Gorbatsjov hefur í hyggju. Hinsvegar þyrfti að smíða tæplega 4 þúsund skrið- dreka fyrir vopnabúr Nató. Vér fögnum allir Kínverskir ráðamenn eru glað- ir og veldur því ekki síst sú staðr- eynd að þorri sovéskra hermanna í grannríkinu Mongólíu verður kvaddur heim og látinn fá nýjan starfa. Málsvari utanríkisráðu- neytisins í Peking, Lí Zhaosjíng, kvað ákvörðun Sovétmanna tví- mælalaust vera „jákvætt skref'. Séndiráðsmenn í Kína telja brotthvarf setuliðsins í Mongólíu verða til þess að greiða götu að sáttum ráðamanna í Moskvu og Peking. Hans-Dietrich Genscher, ut- anríkisráðherra Vestur-Þýska- lands, sagðist fullviss um að ákvörðun Sovétmanna um að fækka hermönnum sínum um 500.000 væri upphafið að „nýjum kafla í sögu afvopnunarmála". Gorbatsjov hefði nú viðurkennt yfirburði Sovétmanna yfir Nató- ríkin í hefðbundnum vígbúnaði og því yrði nú að hamra járnið meðan heitt væri og semja um enn meiri niðurskurð. Margrét Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, kvað ákvörðun Gorbatsjovs um niður- skurð hefðbundins herafla Sovét- manna vera í sasmræmi við stefnu ríkisstjórnar sinnar og því með miklum ágætum. ítalskur kollega hennar, Ciri- aco de Mita, gladdist einnig. „Þetta er afar skynsamleg ákvörðun og í samræmi við það sem hinir bestu menn höfðu bent á að væri nauðsynlegt." Francois Mitterrand Frakk- landsforseti sagði hið nýja af- vopnunarfrumkvæði Sovét- manna boða gott fyrir samskipti austurs og vesturs. Hann hefði „mikinn áhuga á þessu frum- kvæði" sem væri lóð á vogaskálar „friðar og valdajafnvægis". -ks. ÞRIAR FALLEGAR SOGUBÆKUR FYRIR BORNIN BLESSUÐ JOLIN Eínstaklega falleg og vönduð bók með sögum um jólaundirbúning, tilhlökkun, jólahald og fleira sem tengist jólunum. í bókinni eru ennfremur fjölmargar jólavisur, leikir og skemmtanir. Bók' sem iðar af sannkallaðri jólagleði. Stefán Júlíusson þýddi, valdi og endursagði efnið. TVAR HEIÐU-BÆKUR Bækurnar um Heiðu eru líklega með þekktustu barnasögum, sem komið hafa út. Bækurnar tvær sem hér um ræðir heita HEIÐA FER AD HEIMAN og HEIÐ A HEIMSÆKIR AFA og eru þær endursagðar ágóðu máli með skýru letri. Fallegar, litprentaðar bækur í þýðingu Óskars Ingimarssonar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.