Þjóðviljinn - 20.12.1988, Blaðsíða 4
Ritstjóri
Staöa ritstjóra viö Orðabók Árnanefndar í Kaup-
mannahöfn (Den arnamagnæanske kommissi-
ons ordbog) er laus til umsóknar. Staöan veröur
veitt frá 1. júlí 1989 eða sem fyrst eftir þann tíma.
Staöan er veitt til þriggja ára fyrst um sinn, en
síðan getur orðið um fasta stööu aö ræöa.
Ritstjórn orðabókarinnar ritstýrir henni og semur
hana sameiginlega. Starfiö felst í því aö semja
orðabókargreinar á grundvelli greiningar og túlk-
unar á norrænum heimildartextum. Krafist er ítar-
legrar þekkingar á norrænu máli (forníslensku og
fornnorsku) og bókmenntum. Viö mat á umsókn-
um verður þar aö auki tekið tillit til kunnáttu um-
sækjenda í orðabókarvinnu, nútímaíslensku og
dönsku, sem er aðalskýringamál oröabókarinn-
ar.
Nánari upplýsingar um stööu þessa veitir Eva
Rode oröabókarritstjóri í síma 90/45/1542211
(biöja um:2167).
Launakjör fara eftir samningi danska fjármála-
ráöuneytisins og stéttarfélags Dansk magister-
forening.
Árnanefnd skipar sérstaka dómnefnd sérfræö-
inga til aö meta umsóknir. Umsækiendur fá
heildarniðurstöður nefndarinnar. Árnanefnd
skipar síðan í starfiö, bæöi í bráð og til frambúðar,
ef um fastráðningu veröur að ræöa.
Ritverk þau og gögn sem umsækjendur vilja fá
metin, skulu send Árnanefnd í þremur eintökum,
eftir því sem kostur er.
Umsóknir skulu sendar til Árnanefndar, nánar
tiltekið: Den arnamagnæanske kommissions for-
mand, rektor for Kobenhavns universitet, Frue
Plads, 1168 Kobenhavn. K.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 1989, kl. 10.00
SWEÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
Á NORÐURLANDI EYSTRA
Laust er til umsóknar starf viö ráögjafardeild
Svæöisstjórnar á skrifstofu hennar á Akureyri.
- Starfið felst einkum í ráðgjöf við fatlaða og
aðstandendur þeirra í samvinnu viö aöra
starfsmenn ráðgjafardeildar.
- Umsækjandi hafi menntun á uppeldis-,
sálar- eða félagssviði og reynslu af starfi
meö fötluðum.
- Umsóknarfrestur er til 31. des. n.k.
Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu svæð-
isstjórnar, Pósthólf 557, 602 Akureyri.
Nánari upplýsingar um stöðu þessaveitirSigrún
Sveinbjörnsdóttir sálfræðingur, í síma 96-
26960 f.h. alla virka daga.
Framkvæmdastjóri
Eiginkona mín og móðir okkar
Sigríður Kjartansdóttir
Engjahjalla 19, Kóp.
lést sunnudaginn 18. des.
Tryggvl Benedlktsson
og börn
Útför Kristjáns Elíassonar frá Elliða, Staðarsveit, Kleppsvegi 6, Reykjavík
ferfram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. desember kl. 13.30.
Guðný Jónsdóttir
Edda Sigurðardóttir Guðný Einarsdóttir
Elías Kristjánsson Bára Bjarnadóttir
Hörður Krlstjánsson og barnabörn Ester Valtýsdóttir
FRETTIR
Sjávarútvegur
Miljarðar á miljarða ofan
Sjávarfréttir: Sjávarútvegur í samkeppnislöndum íslendinga ríkis-
styrktur með miljörðum. Styrkir EB nema 40 miljörðum á 5 árum, 4
miljarðar í ár í Noregi, 8 miljarðar í Kanada og 1,35 miljarða í
Fœreyjum. Hérlendis aðeins gengisfellingar og verðbætur á frystan
fisk
Evrópubandalagið ver rúmlega
40 miljörðum króna til styrkt-
ar sjávarútvegi innan bandalags-
ins á 5 ára timabili og aðildar-
löndin leggja annað eins á móti. I
Noregi nema rfkisstyrkirnir 4
mijjörðum f ár, Færeyingar
borga 1, 35 miljarð til verðbóta á
fisk og Kanadamenn 8 miljarða
til smábátasjómanna í formi at-
vinnuleysisbóta.
Þetta kemur fram í úttekt Sjáv-
arfrétta um nkisstyrki til sjávarú-
tvegs í samkeppnislöndum ís-
lendinga sem birt er í síðasta tölu-
blaði.
Samkvæmt úttektinni er aðalá-
stæðan fyrir því að þessi
nágranna- og samkeppnislönd
okkar sjá sér- fært að færa fé frá
öðrum atvinnugreinum til síns
sjávarútvegs, til að halda uppi
byggð í afskekktum stöðum, sú
að sjávarútvegurinn sé svo lítið
brot af þjóðarbúskap viðkom-
andi landa. Á síðasta ári nam
hann í Kanada aðeins 2,2% af
heildarvöruútflutningi, 4,7% í
Danmörku, 6,5% í Noregi en
hvorki meira né minna en 78%
hér á landi. Sjávarfréttir komast
að þeirri niðurstöðu að þar liggi
aðstöðumunurinn. „Það verður
ekki borgað með aðalmjólkur-
kúnni“.
Hérlendis hefur verið bent á að
gengisfellingar fyrir fiskvinnsl-
una séu ríkisstyrkir fyrir sum fyr-
irtæki og aðgerðir núverandi
rikisstjómar að borga 800 miljón-
ir króna sem verðbætur á frystan
fisk einnig. í því skyni var tekið
erlent lán í gegnum Verðjöfnun-
arsjóð fiskiðnaðarins og á síðasta
Sjómannasambandsþingi lýsti
sjávarútvegsráðherra því yfir að
lánið mundi falla á ríkissjóð en
ekki fiskvinnsluna.
Að sögn Benedikt Valssonar
hagfræðings hjá Þjóðhagsstofnun
veikja þessir ríkisstyrkir til sjáv-
arútvegs í nágrannalöndunum
samkeppnisstöðu okkar á er-
lendum mörkuðum til skamms
tíma. Til lengri tfma séu styrkirn-
ir okkur aftur á móti í hag.
Ástæðan: Sjálfsbjargarhvöt ríkis-
styrktra fyrirtækja dofnar og
hætta er á að rekstur slíkra fyrir-
tækja drabbist niður af sömu á-
stæðu.
-grh
Afmœlisrit B.í.
Búnaðarsamtökin 150 ára
Tveggja binda verk með hundruðum mynda
r
Ut er komijö ó vegum Búnað-
arfélags Islands veglegt af-
mælisrit í tilefni 150 ára afmælis
félagsins, sem var á sfðasta ári.
Þetta er þvínær 1100 bls. verk í
tveimur bindum með um 900
myndum. Ritið er að mestu samið
af starfsmönnum félagsins og rita
t.d. ráðunautarnir hver um sína
búgrein og sitt fagsvið.
Fyrri hluti bókarinnar er al-
menn saga búnaðarsamtaka og
búnaðarframfara á íslandi. Auk
jjess er rakin saga afurðasölumál-
anna á fyrri hluta aldarinnar og
aðdragandinn að stofnun Stéttar-
sambands bænda og Framleiðslu-
ráðs, saga landgræðslumála,
rannsókna- og tilraunastarfsemi í
landbúnaði og þróun landbúnað-
arlöggjafarinnar.
í síðari hlutanum er fjallað um
leiðbeiningaþjónustuna og aðra
fræðslu- og útgáfustarfsemi. Þá
er og rakin húsbyggingarsaga fé-
lagsins.
f ritnefnd eru Hjörtur E. Þór-
arinsson formaður Búnaðarfé-
lags fslands, Jónas Jónsson, bún-
aðarmálastjóri og Ólafur E. Stef-
ánsson, ráðunautur. Páll Lýðs-
son bóndi og sagnfræðingur í
Litlu-Sandvík, var ritnefnd til
ráðuneytis og las öll handrit. Júlí-
us J. Daníelsson ritstjóri safnaði
myndum og hafði umsjón með
ýmsum skrám.
-mhg
Upplestur
ÞjóðskáM á snældum
5 klukkutíma efni á 4 snœldum með upplestri
8 þjóðskálda
Mýverið gaf hljómplötuútgáfan
Taktur hf. út upplestur 8
þjóðskálda á snældum sem taka
alls um 5 klukkustundir í flutn-
ingi á 4 snældum. Þær eru pakk-
aðir inn í sérstakt hulstur er svip-
ar til bókar að stærð.
Hér um að ræða upptökur sem
komu út á hljómplötum frá Fálk-
anum og SG. útgáfunni á ýmsum
tímum, flestar á 5. og 6. áratugn-
um. Skáldin sem lesa og verkin
eru sem hér segir: Halldór Lax-
ness, þáttur úr Brekkukotsann-
áli, Gunnar Gunnarsson, Leikur
að stráum og Skip heiðríkjunnar,
Tómas Guðmundsson les 9 ljóð,
Jón Helgason 11 Ijóð, Þórbergur
Þórðarsson les úr Islenskum aðli,
Sálminum um blómið auk fjölda
annarra verka, Davíð Stefánsson
með 9 ljóð, Sigurður Nordal les
þátt úr Ferðin sem aldrei var farin
og Steinn Steinarr les 4 ljóð.
-grh
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN