Þjóðviljinn - 20.12.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.12.1988, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 20. desember 1988 272. tðlublað 53. árgangur Borgaraflokkurinn Ekki kosið fyrr en í haust Júlíus Sólnes verðandiformaður:Kosningarnú vœru glaprœðifyrirþjóðina. Albert segir af sér formennsku á nœstu dögum. Ekki samstaða um Inga Björn sem varaformann „Ég held nú þrátt fyrir allt að hugmyndir margra flokkanna séu áþekkar okkar í þvf efni, að það sé ekki tímabært að fara f kosn- ingar a.m.k ekki í vor. Þeir flokk- ar sem taia af ábyrgð segja sem svo, að efnahagsástandið sé það erfitt og að það taki það langan tfma að fá þessar efnahagsað- gerðir til að virka, að ef rokið væri í kosningar t.d. núna í mars þá vseri þetta allt unnið fyrir gýg. Þannig að ef hugsað er um hag þjóðarinnar, þá hugsa ég að flest- ir ef ekki allir flokkar séu sam- mála um að forðast beri kosning- ar þangað til að einhverju lagi er búið að koma á efnahagsmálin og ég held að það verði ekki búið að gera neina bragarbót á þvi fyrr en í fyrsta lagi um mitt sumar. Þann- ig að eg held að það væri mesta glapræði fyrir þjóðfélagið í heild að fá á sig kosningar strax," sagði Júlíus Sólnes, verðandi formaður Borgaraflokkins í samtali við Þjóðviljann f gær. „Það eru engir tveir einstak- lingar eins, þannig að auðvitað hlýtur flokksstjórnin að verða eitthvað öðruvísi í mínum hönd- um en Alberts. En við sjáum enga ástæðu til að gera neinar veigamiklar breytingar á steftiu flokksins í stærstu atríðum og við munum, að ég held, leitast við að halda merki Alberts á lofti, en það hefur verið að hugsa um hag beirra sem minna mega sín en jafnframt að stuðla að frjálsræði í verslun og viðskiptum," sagði Júlíus. Að sögn Júlíusar hefur Albert Guðmundsson lagt áherslu á að breytingin á forystu Borgara- flokksins gangi fyrír sig mjög fljótt. Væri hugmynd Alberts sú að aðalstjórn verði kölluð saman öðru hvoru megin við jólin, þar sem Albert segði formlega af sér formennsku og Júlíus taki við. ÓIi Þ. Guðbjörnsson verður for- maður þingflokksins og síðan þyrfti að láta aðalstjórn og þing- flokk kjósa sameiginlega nýjan varaformann, en Albert Guð- mundsson mun hafa lagt til að Ingi Björn sonur hans fái það embætti. Af orðum Júlíusar er hins vegar ljóst að sú skipan mun ekki ganga sjálfkrafa fyrir sig, enda munu vera mjög deildar meiningar innan flokksins um ágæti þeirrar hugmyndar. -phh Þau voru oröin óþreyjufull krakkarnir á Dyngjuborg í gær, enda voru þau búin aö syngja flest jólalögin tvisvar þegar að hinir langþráðu jólasveinar birtust loksins á leikvellinum. Þau sem spenntust voru þustu út í frostið á blankskónum til að lóðsa þá Hurðaskelli og Stúf inn í hús, þar sem hringdansinum um jólatréð var haldið áfram af krafti sem aldrei fyrr. Sem sönnum jólasveinum sæmir útdeildu þessir tveir síðan smágjöfum til bamanna, sem nú þurfa aðeins að þreyja þrjá dagana til fram að jólum. Mynd Jim Smart Alþingi Þingmenn Sjálfstæðisflokksins halda uppi málþófi í báðum deildum þingsins þessa dagana, Halldór Blöndal narri í efri deild og Þorsteinn Páisson sér um þófið í neðrí deild. Líkurnar á að stjórnin nái fjáröflunarfrum- vörpum sfnum í gegnum þingið hafa hins vegar aukist síðustu daga, og virðist fátt standa í veg- inum annað en málþóf Sjálfstæð- isflokksins. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra hefur í viðræðum Bóksala Leifssaga á uppleið Bók Garðars Sverrissonar um Leif heitinn Muller, Býr fslend- ingur hér?, er í öðru sæti á bók- sölulista Þjóðviljans í dag og hef- ur skotið aftur fyrir sig tíu sölu- bókum miðað við lista Þjóðvilj- ans fyrir réttri viku, Bókin um Vigdísi forseta er greinilega söluhæsta bókin þetta haustið, í efsta sæti hjá öllum bóksölum. Bækur þeirra Andrésar Ind- riðasonar og Eðvarðs Ingólfs- sonar eru efstar á lista um barna- og unglingabækur. Sjá síðu 2 við stjórnarandstöðuflokkana viðrað breytingatillögur á frum- vörpum stjórnarinnar um vöru- gjald og tekju- og eignarskatt. Ljóst er að hugmynd hans um 0,3-0,5% hækkun tekjuskatts umfram 2% nær ekki fram að ganga vegna andstöðu Alþýðu- flokksins. Þessi viðbótarhækkun er hugsuð til hækkunar persónu- frádráttar og barnabóta. Breytingarhugmyndir fjár- málaráðherrans á vörugjalds- frumvarpinu falla sennilega í betri jarðveg hjá stjórnarflokk- unum, en tekjuskattshugmynd- irnar milda hugsanlega afstöðu Kvennalistans og Borgaraflokks- ins til frumvarpsins. Tillögurnar gera ráð fyir 10% vörugjaldi sem leggist á fleiri vöruflokka en fyrir- hugað var. Núverandi vörugjald er 14%. Ef þetta nær fram að ganga myndu heimilistæki eins og frystikistur lækka í verði frá því sem nú er. Ólafur leggur einnig til að sérstakt 15% gjald verði lagt á gosdrykki, sælgæti og fleiri sætar vörur, ofan á 10% vörugjald. Bráðabirgðalögin eiga líklega eftir að taka enn ftekari breyting- um en verið hefur. Frumvarpið er nú í fyrstu umræðu í neðri deild en mun væntanlega koma í bréyttum búningi til annarar um- ræðu úr fjárhags- og viðskipta- nefnd. Útlit var fyrir að annarri umræðu lyki í gærkveldi, og frumvarpið komi til þriðju um- ræðu í dag. Forsendur fjárlagafrumvarps- ins hafa breyst mikið síðan frum- varpið var lagt fram og höggvið hefur verið í fjáröflunarfrum- vörpin. Áform um 1,2 miljarða tekjuafgang eru því að öllum lík- indum úr sögunni og tekjuaf- gangur fjárlaga í mesta lagi nokk- ur hundmð miljónir króna. -hmp Sjálfstæöismenn með malþóf Ekkert samkomulag umþingstörf. Breytingatillögur fjármálaráðherraátekjuskatts- frumvarpi mœta andstöðu Alþýðuflokks. Tekjuafgangurinn að hverfa 4 dagar til jóla Níundi var Bjúgnakrœkir, brögðóttur og snar. Svo segir í jólasveinavísu Jó- hannesar, en þessa mynd af honum Bjúgnakræki með pok- ann sinn, teiknaði hún Guðrún Dalía Salómonsdóttlr, 7 ára, Rauðarárstíg 36 í Reykjavík. Bjúgnakrækir kemur í heim- sókn í Þjóðminjasafnið kl. 11 í dag og þangað koma líka krakkar af leikskólanum í Álftaborg sem ætla að syngja nokkur jólalog.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.