Þjóðviljinn - 20.12.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.12.1988, Blaðsíða 11
Nýjar bækur — Nýjar bækur Eg vil að lífið sé svona... Hafliði Vilhelmsson: Gleymdu aldrei að ég elska þig. HlöOugil 1988. Bleik bókarkápa og þetta heiti skáldsögu: „Gleymdu aldrei að ég elska þig“ - hvaða boðum er verið að koma til hugsanlegra les- enda? Það er ekki gott að vita. Nema hvað: þótt sumt í þessari skáldsögu Hafliða Vilhemssonar fari nálægt reyfaranum, þá er engu að síður talsverður metnað- ur í þessu verki og það verður ekki gleypt í einum bita. Metnaður segi ég og geri strax fyrirvara um málfar. Hafliði skrifar blátt áfram líflega, honum dettur margt í hug, hann forðast klisjur allvel - án þess þó að for- skrúfast í tilgerð. En hann ratar alltof oft í allskonar ógöngur: það er talað um að „herma einhvem kennarann“ ( hvers vegna ekki herma eftir kennara?) um að „engum nemanda var treyst á hljóðfæri" ( hvers vegna ekki treyst fyrir hljóðfæri?) eitthvað er „ekki góðkennt á himnum“, einhver er að „látast sem ekkert væri“. Sögumaðurer íslendingur í Svíþjóð, en við getum varla sætt okkur við annað eins og þetta vegna þess að verið sé að lýsa manni sem farinn er að ryðga í íslensku. íslendingurinn ungi fer að vinna á hæli fyrir þroskahefta og geðveika unglinga. Sjálfur stend- ur hann nær vistmönnum en hann væri fús til að viðurkenna - há- skalega ör í skapi og haldinn mam'skri þörf fyrir trú - ekki bara á guð og endurholdgun heldur og á þau örlög sem muni leiða hann á fund þeirrar konu sem hann hefur elskað í fyrri lífum. Sús- anna, þýsk stúlka, sem vinnur með honum á hælinu, sýnist passa vel í hlutverk hinnar eilífu ástar, en vei - hún á sér leyndar- mál sem treður sér milli hans og sæludraumsins og verður mikil prófraun á trú hans og lífsgetu. Sú spenna sem heldur lesanda við efnið er þá ekki síst tengd því, hvort vonbrigðin leggja Islend- inginn að velii, kannski drepa þau hann, kannski er Súsanna í lífsháska, kannski stígur hann skrefið til skjólstæðinga sinna til fulls? Hafliði Vilhelmsson hefur reist í kringum sögumann trúverðugt persónusafn. Einstaklingamir eiga sér rödd og sérkenni - hund- inginn Henrik og útópistinn Jó- hannes meðal gæslumanna, Sven hinn ástfangni og listfengi og Adam hinn gírugi meðal sjúkl- inganna, svo dæmi séu nefnd. Um leið er því haganlega fyrir komið í sögunni að persónumar em með nokkmm hætti mögu- leikar sögumannsins sjálfs. Sven er eins og ég, hugsar hann „ef ekki væm allar þessar hömlur (C o * Bí cq * <T‘ > ÁRNI BERGMANN skynsemi og þroska“. Vegna þess að hann „kann ekki þá list að þykjast“.Og sama má segja um þann gráðuga og slóttuga Adam „hann er okkar mannlegastur... en kann ekki að breiða yfir bresti sína“. Sjálfur hrekst sögumaður á Hafliði Vilhelmsson. milli þeirrar þolinmæði og kær- leika sem tekur vistmennina eins og þeir em (eins og Jóhannes reynir) og svo grimmdar og hörku við þá af því tagi sem Hinr- ik lætur oftast uppi. Og þær sveiflur em svo tengdar við það blátt áfram, hve háður sögumað- ur er ástinni og hugmyndum sín- um um hana - gangi honum allt í haginn er hann ljúfur við skjól- stæðinga sína, ef ekki nær grimmdin yfirhöndinni. Það stækkar einnig ástarsög- una hve rækilega hún tengist við þörf unga mannsins fyrir eitthvað áreiðanlegt sem gröf og dauði breyta engu um: „Ég sendi bæn mína til himins, trúði því að ég tryði því að ef ég trúi ekki verði allt tómt, bara myrkur, eyðimörk sem mundi gleypa mig og tor- tíma“. Höfundur fer laglega með einmitt þetta gamla og nýja stef: menn smíða sér trú úr því sem þeir telja sér lífsnauðsyn : „Ég vil að lífið sé svona... Ég heimta það, annars er allt tilgangslaust“, segir piltur á einum stað. Árni Bergmann Fagur heimur á heljarþröm Mark Carradine. Lifrfki náttúrunnar. Skjaidborg 1988 Þessi er sett saman í syrpum um dýr, stór og smá, og er hver syrpa um sitt vistsvæðið: regnskóga eða eyðimerkur, höf eða strendur. Maður getur litið á hana sem einskonar hliðstæðu við sjón- varpsþætti sem hver um sig fjall- aði um eitt vistsvæði með völdum dæmum og ætti bókin síðan að festa í sessi þann fróðleik sem í þáttunum var. í bókinni er margur fróðleikur um ísbimi og firðrildi og vísunda og froska og myndakosturinn er stórglæsilegur. Um leið er farið með vissan boðskap, áminningu um það, að heimurinn er fagur en feikna brothættur. öll vistsvæði eru í einhverri hættu, þau „minnka“ hvert með sínum hætti nema þá eyðimerkumar. Höf- undur hefur þann háska sem náttúmnni stafar af mönnum jafnan í huga - hvort sem væri í inngangsköflum hverrar syrpu eða þá í upplýsingum um tegund- ir sem em í útrýnmingarhættu, eða hafa aðeins rétt við með sér- stökum friðunarráðstöfnunum áður en það yrði um seinan. Við emm minntir á eyðingu skóga, uppblástur, mengun, ofveiði, freka uppþurrkun mýrlendis. Við eyjaskeggjar emm minntir á það sérstaklega að lífriki eyja hefur víða verið í alveg sérstökum háska vegna þess að tegundir höfðu ekki yfir nauðsynlegum vömum að ráða þegar mennimir mfu einangmn eyjar. Og við emm líka minntir á ótrúlega seiglu lífsins - þrátt fyrir allt - eins og hún birtist bæði í þolgæði eyðmerkurlífsins og svo því undarlega dýralífi sem þrifst í borgum og úthverfum þeirra. Það verður því ekki annað sagt en þessi fallega bók falli mætavel að þörfum okkar tíma, þegar enginn getur snúið rassi í hin grænu málin. Kannski hefur eng- NATTURUNNAR IORMÁU: SIR DAVID A'ITENBOROÚC in áróðursherferð heppnast eins vel og sú sem hefur smeygt inn í hugskot fólks nokkurri vitneskju um þann háska sem að lífríkinu steðjar. Svo er eftir að vita hvort það tekst að fá menn til að gera eitthvað úr þeirri vitneskju. Ami Bergmann Þröstur Elliðason Laxveiðibökin Hann er á! Komin er út hjá Bókaútgáf- unni Strengir bókin Hann er á! Höfundur og jafnframt útgefaridi er Þröstur Elliðason fiskeldis- fræðingur. Bókin hefur að geyma meðal annars fróðleik og frásagnir af 8 landsþekktum veiðiám, og viðtö! við veiðimenn sem gjörþekkja þessar ár. Þeir eru: Skúli Skarp- héðinsson veiðivörður í Leirvogsá, Árni Baldursson einn leigutaka Laxár í Kjós, Ingvi Hrafn Jónsson fyrrum fréttastjóri Sjónvarpsins ræðir um Langá á Mýrum, Torfi Ásgeirsson rifjar upp veiðina sumarið 1988 í Haukadalsá, Björn Ólafsson skólastjóri í Hafnarfirði segir frá viðureign við stórlaxa í Laxá í Dölum, Sigurður Finnsson út- gerðarmaður, Lýður Björnsson forstjóri og Þröstur sonur hans segja frá eftirminnilegum atvik- um frá Víðidalsá, Brynjólfur Markússon einn leigutaka Vatns- dalsár segir frá veiðinni þar í sumar, Orri Vigfússon formaður Laxárfélagsins og Völundur Hermóðsson Álftanesi í Aðaldal rifja upp veiðina í sumar í Laxá í Aðaldal. Þá eru í bókinni veiði- sögur og stuttar frásagnir veiði- manna víða að. Að lokum eru viðtöl við 4 stangveiðimenn sem allir hafa sína sögu að segja og er reynsla þeirra að mörgu leyti ólík. Hann er á! er bók sem er prýdd fjölda ljósmynda af slóðum veiði- manna og margar þeirra litprent- aðar. Bókaútgáfan Strengir gefa jafnframt út innrammaðar veiði- myndir í lit sem teknar voru á nýliðnu sumri. Þær verða vænt- anlega til sölu í sportvöruverslun- um og e.t.v. víðar. LITIRPiIR ÞÍHIR « lÚUnrt ó<3 fátdá Metsöltihokiri Xolor Mo BcmitifuF Að velja sér liti Metsölubókin „Color Me Be- autiful" eftir Carole Jackson er komin út á íslensku hjá Hörpu- útgáfunni. Hún hefur verið gefin út víða um heim og selt í yfir fjór- um miljónum eintaka. Enska út- gáfa bókarinnar hefur verið not- uð á námskeiðum hér á landi. Bókin fjallar um litgreiningu og gefur hagnýt ráð um litaval á fötum og farða. Öll eigum við okkar sérstöku liti sem kenndir eru við árstíðirnar. Unnt er að spara sér umtalsverðar fjárhæðir í fatakaupum með því að tileinka sér þær leiðir sem kynntar eru í bókinni. Bókin er prýdd fjölda litmynda og sýnir með töflum og teikning- um hvernig haga megi klæðnaði og fylgihlutum á ýmsa vegu þann- ig að litir fari vel saman. Bókin er 153 bls. í stóru broti. Umsjón með íslenskri útgáfu: Unnur Arngrímsdóttir. Þýðing Ásthildur G. Steinsen. Mídas konungur í nýjum búningi Bókaútgáfan Björk hefur ný- lega sent frá sér barnabókina: Mídas konungur er með asna- eyru, eftir danska rithöfundinn Jens Sigsgaard. Sagan um Mídas konung og asnaeyrun hans er æva gamalt og víðfrægt austurlenskt ævintýri, sem sagt hefur verið á ýmsa vegu. Höfundur bókarinn- ar Jes Sigsgaard kemur hér með nýja útgáfu af asnaeyrum Mídas- ar konungs. Glæsilegar myndir eru á hverri blaðsíðu eftir hinn snjalla danska teiknara - Jon Ranheimsæter. Gefa þær frásögninni mikið gildi og skýra mjög vel atburði þá, sem ævintýrið greinir frá. Danski rithöfundurinn Jens Sigsgaard hefur samið fjölda bóka, einkum fyrir börn og ung- linga. Nokkrar þeirra hafa komið út á íslensku. Þeirra kunnust er Palli var einn í heiminum, sem hefur verið gefin út á 37 tungu- málum í miljónum eintaka. Mídas konungur er með asna- eyru, kom fyrst út 1985 og hefur síðan verið þýdd á nokkur tungu- mál. Vilbergur Júlíusson fyrrv. skólastjóri þýddi bókina á ís- lensku. Á ferö og flugi í frásögur færandi heitir bók eftir Richard Ryel sem Skjald- borg gefur út. Höfundur bókar- innar kemur víða við á ferðum sínum um fjarlæg lönd og vekur jafnframt athygli á ýmsum á- hugaverðum efnum sem honum eru ofarlega í huga. Hann tekur lesandann með sér í ferð til Eg- yptalandsogMarocco. Hagvanur er hann í borginni við Eyrarsund. Það er sannarlega margt í frá- sögur færandi úr lífi þessa íslend- ings og heimsborgara sem dvalist hefur erlendis um áratuga skeið. Bókin í frásögur færandi er 182 blaðsíður og prýdd litmyndum. Á sl. ári sendi Richard Ryel frá sér fyrstu bók sína, Kveðja frá Akur- eyri. Fyrstu leyni- lögreglu- strákarnir Komin er út í flokknum MM UNG hjá Máli og menningu bók- in Emil og leynilögreglustrákarn- ir eftir Erich Kastner. Emil fer í fyrsta skipti einn til borgarinnar með lest en á leiðinni stelur grunsamlegur náungi af honum peningum sem hann á að færa ömmu sinni. Emil ákveður að leysa sjálfur úr málinu en fær til þess óvænta hjálp frá nokkrum strákum. Æsilegur eltingaleikur hefst og strákarnir eru ákveðnir í því að láta þrjótinn ekki sleppa. Erich Kastner, þýskur verð- launa- og metsöluhöfundur, skrifaði þessa fyrstu leynilög- reglusögu fyrir börn árið 1928 og hefur hún síðan verið lesin víða um heim við miklar vinsældir. Haraldur Jóhannsson þýddi sög- una árið 1948 og kemur hún nú út í annað sinn. Bókin er 127 blað- síður, og gefin út bæði innbundin og sem kilja. Ragnheiður Gests- dóttir gerði kápumynd. Heimur dýranna Bókaútgáfan Setberg hefur sent frá sér bókina: Lifandi heimur dýranna í þýðingu Óskars SETBERG Ingimarssonar. Þeir staðir eru fáir í veröldinni sem ekki er ein- hver dýr að finna. Þau eru að heita má hvarvetna - jafnt á há- fjöllum sem í regin djúpi sjávar, í nístandi kulda Suðurskautslands- ins og undir brennheitri sól í Saharaauðninni. Hvernig líta þau út? Hvað er svo sérstakt við þau? Hvar í veröldinni eiga þau heima? Svör við þessum spurn- ingum og mörgum fleiri er að finna í þessari bók. Textinn er fjörlegur og fræð- andi og þar við bætast glæsilegar litmyndir í hundraða tali og skýr og greinargóð kort fyrir lönd og álfur. Bók fyrir 7-13 ára. Þri&Judagur 20. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.