Þjóðviljinn - 20.12.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.12.1988, Blaðsíða 6
þjÓÐVILJINN Malgagr, sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðasta mark Alberts Albert Guðmundsson hefur tilkynnt utanríkisráðherra að hann þekkist boð hans um að gegna sendiherrastöðu í París, og ætlar Albert að taka við nýju starfi fljótlega uppúr áramótum. Þarmeð er genginn af sviðinu einn þeirra manna sem helst hafa sett mark á íslensk stjórnmál í tvo áratugi. Hann yfirgefur völiinn nokkuð móður en ósár. Það er umdeilanleg ákvörðun hjá utanríkisráðherra að bjóða Albert stöðuna í París. Þótt enginn mótmæli því að stjórnmálareynsla geti komið sér vel í utanríkisþjónustunni er það undarleg siðvenja að hver stjórnmálahöfðinginn eftir annan skuli setjast í sæti sendiherra að loknum pólitískum ferli. Þetta hefur tíðkast í þeim mæli að gárungarnir kalla íslensku diplómasíuna stundum Dvalarheimili aldraðra stjórnmálamanna. Hinu neitar enginn að kynni Alberts í Frakklandi og frægð hans þar geti komið honum vel. Og það getur ekki verið ókostur að hafa reynslu Alberts Guðmundssonar í stjórnmálum og viðskiptum þegar sýnt er að sendiráðið á Boulevard Haussmann eykst mjög að mikilvægi næstu ár, bæði vegna þess að viðskiptatengsl ís- lands og Frakklands verða sífellt meiri og af því að stjórnvöld í París hafa geysimikil áhrif á þróunina innan Evrópubandalagsins. Það hefur alltaf staðið gustur af Albert Guðmundssyni. Hann óx af sjálfum sér í pólitík og hefur haft um sig þrautþjálfaða sveit persónulegra stuðningsmanna. Á henni þurfti sá maðursvo sann- arlega að halda sem fékk pólitískt uppeldi sitt hjá Jónasi frá Hriflu en valdi sér Sjálfstæðisflokkinn að vettvangi, og varð þar að kljást við hið gróna valdakerfi ættanna sem eiga ísland, - og hafa ekki verið á þeim buxunum að afhenda Albert Guðmundssyni eða öðrum hlutabréf í þeirri eign. Albert hefur haft á sér ákveðinn pólitískan svip, sem stundum er kallaður popúlismi, og byggir á breiðum alþýðlegum stuðningi við tiltölulega einfalda pólitíska stefnuskrá. Sennilega er einn kunnasti popúlisti síðari tíma einmitt Frakklandsforsetinn Charles de Gaulle. Popúlískar hreyfingar eiga stundum samleið með vinstri- hreyfingunni gegn ríkjandi valdahópum. Albert hefur þannig stað- ið með vinstriflokkum í ýmsum velferðarmálum, til dæmis í borgar- stjórn Reykjavíkur, og allir vita að heildsalinn með stóra vindilinn á sér marga góða vini í alþýðustétt, ekki síst meðal þeirra sem helst eiga undir högg að sækja. Popúlistar eiga það líka til að halla sér að hálffasískum vinnu- brögðum í stjórnmálum, og tilhlaup að slíku höfum við líka séð á ferli Alberts Guðmundssonar, til dæmis í BSRB-verkfallinu 1984, þegar honum var um megn að skilja aðstæður og tilfinningar þess fólks sem hann átti að semja við sem fjármálaráðherra. Albert hefur átt sínar glæstu stundir í pólitík, og hann hefur líka átt slæma leikkafla, til dæmis í Hafskipsmálinu, þar sem hann fékk á sig blett sem ekki hefur gengið vel að þvo af. Ef til vill verður hans þó þegar frá líður minnst fyrir það einkum að hafa átt stóran hlut að afdrifaríkum breytingum í íslenskum stjórnmálum. Viðskipti Alberts við valdaklíkurnar í Sjálfstæðis- flokknum urðu til þess að sá flokkur missti yfirburðastöðu sína í samfélaginu, og gengur erfiðlega að klóra í bakkann. Um leið varð til annað stjórnmálaafl sem fóstrar með sér ýmsar varhugaverðar hægrihugmyndir, en hefur þó með ýmsum hætti sýnt að borgara- leg öfl geta talað öðruvísi tungumál en þeir í Valhöllu. Auðvitað er pólitík á bakvið tilboð utanríkisráðherra og játun Alberts. Það er ólíklegt að þetta mál út af fyrir sig verði til þess að ríkisstjórnin breytist, en hinsvegar líklegt að Borgaraflokkur bregð- ist við með því að huga alvarlega að málefnalegum stuðningi viö stjórnina. Líkur aukast á að nýju flokkarnir tveir taki þátt í þeirri þingræðislegu tilraun sem síðasta stjórnarmyndun hratt af stað, og taki þarmeð upp önnur vinnubrögð í pólitík en þriðji stjórnar- andstöðuflokkurinn, - sá sem einmitt hefur verið heillum horfinn alltfrá brottför Alberts. Eldri kynslóð knattspyrnuáhugamanna í Evrópu minnist enn markanna sem Albert Guðmundsson skoraði á fimmta og sjötta áratugnum með Arsenal, Glasgow Rangers, Nancy, Racing Club de Paris, Nice og A.C. Milan, sum þeirra viðstöðulaust á lofti. Albert hefur líka skorað mörg mörk í pólitíkinni hér heima síðustu áratugina. Áhorfendur eru ekki ennþá búnir að ná andanum eftir síðasta mark Alberts Guðmundssonar núna um helgina, en það væri dæmigert fyrir hann að það gjörbreytti gangi leiksins. -m I KLIPPT QG SKORIÐ Þökk sé félaga Stalín fyrir hamingjusama bemsku okkar. Sovéska málfrelsið Þiö ráðiö hvort þið trúið því, en nú um stundir eru sovésk blöð með þeim merkilegustu og fróð- legustu í heimi. Þetta stafar af því að þessi blöð hafa fengið mjög stóran skammt af málfrelsi eftir langvarandi og ótrúlega smásmugulegt eftirlit með hverju orði. Því eru nú so- véskir fjölmiðlamenn og grein- ahöfundar eins og glaðir kálfar á vori, og það gefur greinum þeirra sérstakan þokka að þeir trúa enn af einlægni á mátt hins prentaða orðs til góðra hluta. Þeir voru búnir að læra sína lexíu um það, að það er hægt að þegja hluti í hel. Þeir eiga svo eftir að komast að hinni hlið málfrelsisvandans, þeirri sem við þekkjum svo vel á Vesturlöndum: að það er hægt að kjafta öll mál í hel líka. Telpan í fangi Stalíns Blöðin birta líka „örlagaþætti“ í stórum stfl sem fá íslenskar lífsreynslusögur mjög til að fölna. Skoðum til dæmis fallegu mynd sem hér fylgir. Hún er tekin árið 1936 af lítilli stúilku frá Búrjatmongólíu (sem er austar- lega í Síbiríu). Stúlkan heitir Gela (Engelsína) Markizova. Hún er sjálf búrjati og bjó hjá móður sinni sem var við nám í læknaskóla í Moskvu. Faðir hennar, Ardan Markizov, bylt- ingarhetja og borgarastríðs- kappi, kom þá með sendinefnd frá Búrjatmongólíu til Moskvu og tóku Stah'n og nokkrir aðrir háttsettir menn á móti henni. Gela litla fékk að fara með til Stalíns eftir að hafa nauðað mikið á föður sínum, og þegar þangað kom tók hún það upp hjá sjálfri sér að grípa blómvönd af borði og færa leiðtoganum. Og ljósmynd- arar smelltu af þeim mynd. Daginn eftir kom mynd af þeim Gelu og Stalín á forsíðu allra blaða. Og eftir þetta var látið með telpuna eins og hún hefði skautað einsömul á Norðurpólinn: á leiðinni heim til Búrjatmongólíu voru haldnir fundir henni til heiðurs á helstu jámbrautarstöðvum. Öll böm sáröfunduðu þessa snotm telpu sem hafði fengið að koma í fang Stalíns. Stalín sendi henni að gjöf gullúr með áletrun og grammi- fón. Og myndin af þeim var birt í ótal bókum og á óteljandi plaköt- um sem venjulega var á prentuð svofelld orðsending frá sovéskum bömum: „Þökk sé félaga Stalín fyrir hamingjusama bemsku okkar.“ Beiskur veruleiki En hvemig var þá hin ham- ingjusama bemska Gelu Markiz- ovu? í stuttu máli þessi: Ári síðar, á því Stalíns ári 1937, var faðir hennar, Ardan, sem var annar ritari Kommúnistaflokksins í Búrjatmongólíu, handtekinn. Hann var í snatri ákærður (sak- laus vitanlega) fyrir „undirbún- ing að banatilræði við félaga Stal- íns“ og skotinn skömmu síðar. Allir hættu að umgangast fjöl- skylduna af ótta við tengsli við eiginkonu og dóttur „óvinar þjóðarinnar". Móðir Gelu var handtekin og dó í fangabúðum. Sjálf var hún bamung send í út- legð til Kasakstan, þar sem hún „reyndi hungur og kulda og yfir- gang eftirlitsmanna Stalíns“ eins og segir í blaðinu Sovétskaja kúltúra. Henni tókst samt að lifa af með hjálp góðra manna af ýmsum þjóðemum sem einnig höfðu lent í kvöm hreinsananna - og eftir lát Stalins tókst henni að komast í háskóla og læra kínv- ersku. Hún býr nú í Moskvu. Þegar stúlkan hafði verið send til Kazakstan reyndi hún að bjarga föður sínum (sem hún vissi ekki að hafði þegar verið tekinn af lífi) með því að skrifa Stalín bréf. Óg minnti hann á blómin og myndimar. En „besti vinur bam- anna“ svaraði aldrei. „Efasemdarmenn og vælukjóar“ Menn skulu samt ekki halda að Stalín eigi sér enga málsvara í So- vétríkjunum. Einn þeirra sem á hann trúir hefur einmitt kært blaðið Sovétskaja kúltura fyrir æmmeiðingar um látinn mann, m.ö.o. Stalín, og hafa þau réttar- höld vakið mikla athygli. Og suður í Grúsíu leggja menn enn leið sína til Gúrams Kakhidze, fimmtugs hafnarverkamanns í Batúmi, sem hefur um 35 ára skeið safnað öllu mögulegu sem tengist við Stalín. Myndum, bókum, skjölum, pípu leiðtogans hefur hann meira að segja komist yfir sem og eina sýnishomið sem til er af vasaklútum með mynd Stalíns, sem einhverjir skamm- sýnir menn vildu framleiða í til- efni sjötugsafmælis hans (Stalín bannaði þá vitleysu). Og í gesta- bók þessa sérstæða safns, sem er heima hjá Gúram Khakhize, hef- ur einn gestur skrifað nýlega: „Safn Kakhidzes hjálpar okkur til að höndla fullan sögulegan sannleika, sem okkar áróðurs- menn skortir svo mjög nú til dags. Þetta skiptir miklu máli nú þegar efasemdarmenn og vælu- kjóar, beinir og óbeinir afkom- endur þeirra stétta sem Byltingin sigraði, reyna að nota efnahags- örðugleika samtímans til að grafa undan trausti fjöldans á hinni miklu sögulegu fortíð, á kenn- ingu og framkvæmd Leninismans sem Stah'n varði af meiri stað- festu en nokkur annar.“ Gesturinn er reyndar sú fræga kona Nína Andrejeva sem fyrir nokkrum mánuðum birti grein til vamar Stalín karli í blaðinu So- vétskaja Rossíja. Glasnostið hef- ur náttúrlega þessa hlið líka. Og pólitísk trúarþörf (sem nærist vit- anlega á grónum hagsmuna- tengslum) mun lengi við lýði, svo mikið er víst. ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn:DagurÞorleifsson,GuðmundurRúnarHeiðarsson, HeimirMár Pétursson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (Umsjónarm. Nýs Helgarb.), SævarGuðbjörnsson, ÞorfinnurOmarsson(íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Jim Smart, Þorfinnur Ómarsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ.Pétursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bil8tjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Utbreiðslu-ogafgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Utkeyrsla, afgrelðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 20. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.