Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 8
SJÁVARÚTVEGSBLAÐ Rúnar Marvinsson matargerðarmaðurW Til skamms tíma voru íslend- ingar afar íhaldssamir í neyslu fisks. í tísku að bjóða við- skiptavinum innlendum sem erlendum uppá fiskmeti. Að reka veitingastað er eins og að láta nauðga sér daglega. Fer sjaldan saman að vera góðurog vinsæll. Lífsbaráttan fer harðnandi á kostnað kær- leikans Þrátt fyrir að ýsa sé enn vinsælasti matfiskur íslend- inga hefur viðhorfið til fisk- neyslu breyst mjög mikið á þessum áratug. Mun meira úrval er í söluborðum fisk- búða en áður var og eins hafa komið til sögunnar matsölu- staðir sem sérhæfa sig í mat- reiðslu fisks. Engu að síður eimir enn eftir af því viðhorfi að ekkert sé að hafa í matinn fáist ekki ýsa. Landskunn er sú saga af viðskiptavininum sem kom inn í fiskbúð sem hafði tugi gómsætra fiskrétta í borðinu. Vinurinn bað um ýsu í soðið en aldrei þessu vant fékkst hún ekki. „Það er bara ekkert til,“ sagði þá vinurinn snúðugt og rauk á dyr. Þessi kúnni er ekkert eins- dæmi og að sögn fisksala má bóka með töluverðum líkum að viðkomandi hefði keypt eitthvað af réttunum á borðinu til viðbótar við ýsuna ef hún hefði verið til. Þrátt fyrir þessa sögu úr dagsins önn hjá fisksölum er annað upþ á tengingnum þegar íslendingar gera sér dagamun eða vilja gera gott við erlenda sem innlenda við- skiptavini. í dag er lenska að fara á matsölustaði sem bjóða uppá fjölbreytta fiskrétti að hætti hússins. Veitinga- húsiö við Tjörnina Einn af þeim er Veitingahúsið við Tjörnina sem hefur verið star- fræktur í 2 ár við góðan orðstír af þeim hjónum Rúnari Mar- vinssyni matargerðarmanni og Sigríði Auðunsdóttur. Óhætt er að fullyrða að Rúnar hafi ekki verið við eina fjölina felldur í gegnum árin og hefur hann kom- ið víða við frá því hann sleit barnsskónum í Sandgerði hér um árið. í fjölda ára stundaði hann sjó- inn ýmist á vertíðarbátum, togur- um og millilandaskipum. Þekkt- astur er hann þó fyrir kunnáttu sína í eldhúsinu og þá í matreiðslu fiskrétta eftir eigin höfði. Grunn- inn að vinsældum sínum lagði hann í byrjun þessa áratugar þeg- ar hann ásamt félögum sínum rak veitingastaðinn að Búðum á Snæ- fellsnesi. Sjávarútvegsblaði Þjóðviljans þótti vel við hæfi að heimsækja Rúnar einn morguninn og spjalla við hann um daginn og veginn en þó aðallega um fisk og um þær breytingar sem orðið hafa í við- horfum íslendinga til fiskneyslu. Ennfremur hvernig það er að reka veitingastað í dag þegar allt virðist stefna niðurávið og þjóð- arbúið aldrei nær gjaldþroti en einmitt um þessar mundir ef marka má orð þess stjórnmála- manns sem samkvæmt skoðana- könnunum er sá vinsælasti hér- lendis. Breyttar neysluvenjur Til skamms tíma var ýsan svo til eini matfiskurinn á borðum landsmanna en á þessum áratug hefur það verið að breytast og fleiri fisktegundir farnar að sjást á matseðlinum. Ýmsir hafa velt fyrir sér ástæðunni fýrir vinsæld- um ýsunnar í gegnum tíðina. Rúnar Marvinsson telur það vera af rótgróinni íhaldsemi en aðrir vilja meina að svarti skrattablett- urinn á ýsunni hafi löngum átt sinn þátt í vinsældum hennar í hugum íslendinga, enda talsvert blendnir í trúnni. Að sögn Rúnars hefur það valdið undrun erlendra ferða- manna sem hingað koma hversu lítið framboð er af þorski á mat- sölustöðum með tilliti til þess hversu hlutur hans er stór í út- fluttum sjávarafurðum. En þetta er að breytast og nú er það í tísku að prófa sem flestar fisktegundir og tók þess að gæta í einhverjum mæli í byrjun þessa áratugar. Fjölbreyttur matseöill Þó svo að aðaláherslan sé lögð á fiskrétti hjá þeim Rúnari og Sig- ríði er alltaf einn kjötréttur á helgarmatseðlinum en auk þess er þar að finna sérstaka rétti fyrir grænmetisætur. Ástæðan fyrir því er að sögn Rúnars að stór hópur fólks neytir eingöngu grænmetis og full þörf á að það fái eitthvað fyrir sig þegar það gerir sér dagamun á veitingahúsi. Til að koma til móts við þessa gesti matbýr Rúnar heita grænmetis- rétti sem hann segir vera sára- einfalt ss. baunabuff. Sigríður kona Rúnars er grænmetisæta og það hafa verið ófá skiptin sem þau hafa komið inn á veitingastaði þar sem enga slíka rétti var að fá. Er skemmst frá því að segja að grænmetisrétt- ir Rúnars hafa fengið góðar við- tökur enda ólíku saman að jafna: matreiddu grænmeti eftir kúnst- arinnar reglum eða hefðbundn- um salatbar. ' Rúnar segist minnast þess þeg- ar hann fór að hafa sósur með fiskinum hvað fólk varð undr- andi. Þangað til hafði það verið lenska frá dönskum sið að hafa sósur eingöngu með kjötréttum en alls ekki með fiski. Eins og venjulega tók það ákveðinn tíma fyrir kúnnann að venjast því að hafa sósu með fisknum en eftir smá aðlögunartíma þykir það í dag sjálfsagður hlutur í stað þess að dengja á hann bræddri tólg eða smjöri. Áhersla á ferskan fisk Aðspurður segir Rúnar að til þess að hægt sé að matreiða góm- sæta fiskrétti þurfi hráefnið að vera ferskt. Til að komast hönd- um yfir það fer hann suður með sjó þegar landróðrabátarnir koma að landi, enda þekkir hann persónulega marga sjómenn þar, gamla skóla- og vinnufélaga. Þá er hann einnig með góð sambönd vestur á Snæfellsnesi frá fyrri tíð þegar hann var þar sjómaður á vertíðarbátum. Rúnar segir viðhorfið til hrá- efnisins hafi breyst mjög mikið til batnaðar frá því hann var á sjón- um fyrir tveimur áratugum eða svo. Þá var fiskinum nánast hent í lestina og eingöngu hugsað um tonnin en ekki gæðin, enda af nógu að taka fyrir daga kvótans. í dag hugsa menn mun meira um gæðin og vanda sig með allan frá- gang. Fiskurinn er núna settur í plastkassa eða kör og verður æ sjaldgæfara að aflanum sé keyrt um langan veg í einni kös á vöru- bílspalli. Ekki aftur á sjóinn - Ég mundi nú ekki hvetja unga menn til að fara á sjóinn núna nema þeir hafa geysilegan áhuga á starfinu. Engu að síður var tíminn á sjónum ágætur, en persónulega vil ég ekki fara þang- að aftur. - Þetta er allt öðruvísi í dag en það var þegar ég var að alast upp í Sandgerði. Þá var ekki um annað að ræða en að fara á sjóinn nema viðkomandi væri því meiri náms- maður. í dag bjóðast ungu fólki fjölbreyttari atvinnumöguleikar fyrir utan að fara í skóla sem virð- ist vera vinsælt meðal þeirra sem vita ekki upp hár hvað þeir ætla að taka sér fyrir í framtíðinni. Fyrir mig og aðra í Sandgerði lá beinast við að ráða sig á bát, sem máttum ekkert vera að því að læra. - Ég fékk mína eldskírn í mats- eldinni á sjónum þegar ég var skikkaður í kokkinn sem var mið- ur vinsælt. í þá daga var lfka talað um að í áhöfn báts væru 5 auk kokksins. Hann var talinn sér og svo geta menn dregið sínar álykt- anir af því. Þá sem nú voru sjó- menn kröfuharðir á kostinn og ég man eftir því að, að máltíð lok- inni var spurt hvort ekki væri eitthvað til að drekka til að skola niður þessu óbragði! Aðbúnaðurinn var Iíka ekki svipur hjá sjón um borð í þessum vertíðarbátum fyrir 20 árum eins og hann er í dag á þeim flestum. Eldamennskan fór fram í lúkarn- um á einni kabyssu og til hliðar voru kojurnar. Oft á tíðum var andrúmsloftið ekki uppá marga fiska eða þannig og ekkert skrítið að menn yrðu sjóveikir undir slíkum kringumstæðum. Núna „AÐSÝNASIG OG SJÁ AÐRA“ í myrkri og misjöfnum veðrum vetrarmánaðanna er góður ijósabúnaður mikiivægt öryggistæki. Fullkominn ijósabúnaður tryggir ökumanni gott útsýni og eykur þanng öryggi hans og annarra vegfarenda. Mörgum bileigendum þykir einnig til bóta að Ijóskerin prýði útlit bllsins RING aukaljóskerin skila þessu tvíþætta hlutverki vel. Þau eru með sterkum haiogen perum sem lýsa betur en hefðbundnar glóþráðaperur. RING aukaljóskerin fást i mörgum stærðum og gerðum, bæði með gulu og hvítu gleri og leiðbeiningar á íslensku tryggja auðvelda ásetningu. Þeir bíiaeigendur, sem kjósa öryggi samfara góðu útliti, ættu að koma við á næstu bensinstöð Skeljungs og kynna sér nánar kosti RING aukaljóskeranna. E Q. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.