Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.02.1989, Blaðsíða 10
Eins og kunnugt er ríkir almenn verðstöövun í landinu, þó með þeirri undantekningu að hækkanir vegna kostnaðarhækkana erlendis eru heimilar með sérstöku leyfi Verðlagsstofnun- ar. Einnig ef hækkanir verða á fiski á fiskmörkuðum. Þegar tíðindamenn Sjávarútvegsblaðsins voru í heimsókn í Veitingahúsinu við Tjörnina kom starfsmaður Verðlagsstofnunar í venjubundið eftirlit til að kanna verðlagið. Sigríður Auðunsdóttir leiddi starfsmann Verðlagsstofnunar í allan sannleika um verðlagið á matseðlinum og voru engar athugasemdir gerðar við það. (Mynd: ÞÓM.) CONRAD 900 M PLASTBÁTAR Örfáir af þessum frábæru bátum verða til afhendingar fyrir vorið ef pantað er strax. Ótrúlega hagstætt verð. Bátur í Reykjavík. Fleiri gerðir og stærðir fáanlegar. íspóllj Upplýsingar f síma 91-73512. pósthólf 8851, 128 Reykjavík. MERiNO-ULL FYRIRALLA FJÖLSKYLDUNA HVERS VEGNA ER NÁTTÚRULÆKNINGABÚÐIN AÐ FLYTJA INN ULLARVÖRUR? Er íslenska ullin ekki nógu góð? Jú íslenska ullin er frábær, en hún hefur einn ókost fyrir okkur sem erum að veslast upp í siðmenningunni. Hún er í grófara lagi og við sem erum með áróður uppl um það aö allir eigi aö vernda húðina og líkamann fyrir kulda heyrum þau svör að hún stingi. Viö í Náttúrulækningabúðinni höfum þá skoðun aö allir þeir sem unna — útiveru skuli eiga góð uliarnærföt. Því viljum við bjóða landsmönnum öllum, kornabörnum, börnum og fólki á öllum aldri, ullarnærföt úr merinoull sem er fíngerðari og mýkri en nokkur önnur fjárull. Merinouii fyrir: Ungbarnið í kerru og vagni, barnið í leik og útiveru, skíðafólk, göngufólk, hestafólk, rjúpna- veiöimenn, sjómenn, iönaðarmenn og alla þá sem starfa sinna vegna þurfa að vinna í kuida og vosbúð. Það ®r hverjum nauðsyn að kunna og geta klætt sig réttum fatnaði. Stundum bómuli, stundum NÁ TTÚRULÆKNINGA BÚÐIN, Laugavegi25, sími 10263. SJÁVARÚTVEGSBLAÐ Oft kenndur við kött á öðrum tungumálum. Með sterkar tennur og kjálka. Með fjórar stórar og bognar vígtennur í hvorum skolti. Getur orðið 120 sm langur en sá stœrsti sem mœldur hefur verið hérlendis var 116 sm. Algengastur við Vestfirði Steinbíturinn er víða veiddur en (slandsmið eru eitt helsta veiðisvæðið. Sjó- mönnum þykir hann illur viðureignar og eru til ófáar sögur af honum þar sem hann bærir ekki á sér á dekkinu en á þá til að bíta hressilega frá sér enda vel tenntur. Steinbíturinn er á mörgum tungumálum kenndur við kött og á sú lýsing vel við hann enda þyk- ir hann slægur og undirförull. Hann getur orðið allt að 120 sm langur en oftast 50-80 sm. Stærsti steinbítur sem mældur hefur ver- ið á íslandsmiðum var 116 sm og veiddist í Faxaflóa 1961. Hængar eru stærri en hrygnur. Ekki sá fríðasti Hann er allhausstór og með mjög sterkar tennur og kjálka. Fæða hans er fyrst og fremst alls- konar botndýr, einkum skeljar, eins og aða og kúfiskur, krabba- dýr, sniglar, ígulker, en einnig er hann talsverð fiskæta, loðna o.fl. Fremst í kjaftinum eru fjórar stórar og bognar vígtennur í hvorum skolti, en aftan við þær eru í neðra skolti breiðir og snubbóttir „jaxlar“, og einnig á plógbeini og gómbeinum. Augun eru smá. Bakuggi er einn. Hann er langur og nær eftir endilöngu bakinu frá haus og aftur að sporðblöðku. Raufaruggi er sömuleiðis einn, um helmingi styttri en bakugginn. Báðir eru þeir greinilega aðskildir frá sporðblöðku. Eyruggar eru mjög stórir, en kviðugga vantar. Hreistur er mjög smátt en roðið er þykkt. Rákin er oftast greinan- leg. Litur steinbítsins er oftast blágrár en stundum grænleitur með dekkri þverrákum á hvorri hlið. Kviður er oft dálítið ljósari. Heimkynni hans eru í Barents- hafi og N-Atlantshafi frá Sval- barða, Hvítahafi og Múrmansk- ströndum, meðfram Noregi og inn í vestanvert Eystrasalt, í Norðursjó og suður í Biskjaflóa. Þá er hann við Bretlandseyjar og Færeyjar. f NV-Atlantshafi er hann við Grænland, Kanada frá Labrador og austurströnd Bandaríkjanna, suður til Þorsk- höfða og jafnvel til Nýju-Jersey. Hér við land finnst steinbítur allt í kringum landið en algeng- astur við Vestfirði, einnig er tal- svert um hann í sunnanverðum Faxaflóa á vorin og sumrin og við SA-land á sumrin. Hann lifir á 10-300 (500) metra dýpi, en er tíðastur á 40-180 metra dýpi. Hann er reglulegur botnfiskur og kann best við sig á leir- eða sand- botni. Óvinir steinbítsins eru ýmsir. Auk mannsins má nefna ýmsa fiska, eins og stórlúðu og hákarl. Hlýrinn sækir í hrogn steinbíts og ætla má að ýmis fleiri sjávardýr geri það. Selir og smáhveli áreita hann og ýmis sníkjudýr gera sig heimakomin á honum. Má oft finna smáar blóðsugur á roði hans. -grh Heimild: íslenskir fiskar 1983, eftir Gunnar Jónnson. Fjölva- útgáfan. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.