Þjóðviljinn - 16.02.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.02.1989, Blaðsíða 3
____________________FRÉTTIR____________________ Þjóðhagsstofnun Þjóðartekjur minnka Nýþjóðhagsspá. 4% samdráttur útflutningsframleiðslu. Vöruskiptajöfnuður samt hagstœður ummiljarð. 5% rýrnun kaupmáttar haldist kaupmáttur fyrsta ársfjórðungs út árið jóðhagsstofnun spáir því að þjóðartekjur muni lækka um 2,5% og að landsframleiðslan dragist saman um tæp 2% í ár. Þetta kemur fram í nýrri þjóð- hagsspá sem stofnunin sendi frá sér í gær. Gangi þetta eftir mun þetta í fyrsta skipti sem lands- framleiðsla dregst saman í tvö ár í röð. I aflaspá stofnunarinnar er reiknað með 5,5% minnkun raunverðmætis heildaraflans á árinu 1989, þar af er reiknað með 11% samdrætti í þorskveiðum frá því í fyrra. Þrátt fyrir það er bara reiknað með um 4% samdrætti útflutningsframleiðslu sjávaraf- urða vegna aukinnar hagkvæmni í ráðstöfun aflans. Reiknað er með því að vöruút- flutningur dragist saman um 2,5% á árinu en á móti kemur að búist er við mun meiri samdrætti í innflutningi eða um 6% þannig að vöruskiptajöfnuðurinn verði jákvæður um I miljarð. Ástæðan fyrir því að búist er við mun minni vöruinnflutningi í ár en í fyrra er rýrnandi kaupmáttur en Þjóðhagsstofnun gengur út frá því að kaupmáttur, muni rýrna um 5% milli áranna 1988 og 1989 og er þá gengið út frá því að kaupmáttur á fyrsta ársfjórðungi ársins í ár haldist út árið. Gangi þetta eftir er þetta ann- að árið í röð sem kaupmáttur rýrnar, því samkvæmt upplýsing- um Þjóðhagsstofnunar rýrnaði kaupmáttur um 2,5% í fyrra mið- að við árið 1987. Sú kaupmáttar- rýrnun stafaði að miklu leyti af minnkandi vinnutíma. -Sáf Hafís Greiðfært frá Rit að Homi Siglingaleiðin frá Rit að Horni sem Iá frá Rit í vestanverða Bol- er greiðfær, en fyllstu gætni ungarvík og ísmolar á víð og dreif ber að gæta við siglingu á öllu á Isafjarðardjúpi. svæðinu úti fyrir Vestfjörðum og Sjálf ísbrúnin lá 42 sjómflur á Húnaflóa. Einkum í slæmu rétt vísandi NNV frá Horni, 37 skyggni og náttmyrkri. sjómflum norður frá Kögri, 30 í ískönnunarflugi Landshelgis- sjómílum NV - frá Straumnesi og gæslunnar í gær var landföst ís- 30 sjómflur NV frá Barða. Þétt- spöng norðvestur frá Barðanum. leikinn á ísnum var 7-9/10 svo Frá Rit að Horni var þéttur ís á langt sem séð varð. Norðan ís- öllum víkum og náði mest 2 sjó- spangarinnar við Barða og mflur frá landi við Straumnes. Á norður fyrir Straumnes var siglingaleið á Húnaflóa var engan dreifður ís á öllu svæðinu að þétt- ís að sjá. Á ísafjarðardjúpi var leika 1 -3/10. ísspöng 0,5 - 1,0 sjómflu breið, -grh Sjófarendum ber að sýna fyllstu gætni við siglingar úti fyrir Vestfjörð- um og á Húnaflóa vegna hafíss. Kort: Flugdeild Landhelgisgæslunn- ar. s Isafjörður Leitað r arangurs ✓ Agœtis leitarveður í Isafjarðardjúpi ígœr. Flotgalli bjargaði áhöfn Kolbrúnar ÍS Leitin að mönnunum tveim sem saknað er af rækjubátnum Dóra IS 213 hefur enn engan ár- angur borið. Þeir heita Ægir Ól- afsson og Ólafur Njáll Guð- mundsson og eru Váðir búsettir á ísafirði. í gær var ágætis leitarveður í ísafjarðardjúpi og leituðu ma. flugvél Landhelgisgæslunnar og flugvél frá flugfélaginu Örnum auk fjölda báta og varðskips. Þá gengu fjölmennar sveitir björg- unarmanna fjörur. Leit verður haldið áfram í býtið í dag en í fyrrakvöld fundust lestarfjalir úr bátnum vestur af Æðey skammt þar frá sem Dóri ÍS var við rækju- veiðar. Öruggt er talið að flotgalli hafi bjargað þeim félögum Haraldi Konráðssyni og Gísla Jóni Krist- jánssyni þegar bát þeirra, Kol- brúnu ÍS, hvolfdi rétt utan við Norðurtangann á ísafirði í fyrra- kvöld vegna ísingar. Þeim varð ekki meint af og fengu að fara heim af sjúkrahúsinu í gær. -grh Samtök herstöðvarand- stœðinga Gegn frekari hervæðingu Varaflugvöllurinn augljóslega herflugvöllur. „Friðartímar“ mjög teygjanlegt hugtakfyrir Nató Samtök herstöðvarandstæð- inga hafa sent frá sér ályktun „vegna þeirra hugmynda Jóns Baldvins Hannibalssonar utan- ríkisráðhcrra að Nató eigi að kosta byggingu flugvallar hér á landi“. Segir í ályktun SHA að hér sé augljóslega um hernaðar- flugvöll að ræða og að mun ódýr- ari kostur sé að lengja þá flugvelli sem fyrir eru, svo þeir geti sinnt þörfum íslendinga fyrir alþjóð- legan varaflugvöll. Áður hafi verið reynt að beita blekkingum varðandi hernaðar- framkvæmdir hér á landi og er í því sambandi vísað til ratsjár- stöðvanna. SHA telja yfirlýsingu þess efnis að flugvöllurinn verði ekki notaður af Nató á friðartím- um lítils virði og benda á að í samningi um inngöngu íslands í Nató fyrir fjörtíu árum, hafi verið ákvæði um að hér yrði ekki her á friðartímum. Tveimur árum síðar hafi herinn komið og enn sé hann hér. Hugtakið „friðartímar“ sé því augljóslega mjög teygjanlegt í skilgreiningum Nató. SHA beina því þeirri áskorun til allra herstöðvarandstæðinga og friðarsinna í ríkisstjóm og á Alþingi að þeir standi fast gegn þessum hugmyndum og hindri þar með enn frekari hervæðingu. landsins. Framfœrsluvísitalan Verðbólgan níu prósent Ólafur Ragnar Grímsson: Ótrúlegur árangur. Minni þensla og aukin samkeppni dregur úr verðhækkunum Síðastliðna fimm mánuði hefur framfærsluvísitalan hækkað um 4%. Jafngildir það 9% verð- bólgu á heilu ári. Hækkun af völdum gengisbreytinga á þessu tímabili er 1,5-2%, en það er mun minna en gert var ráð fyrir. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði í gær er hann kynnti þessar tölur að það að ná verðbólgunni niður í 9% væri ótrúlegur árangur, ekki síst í ljósi þess að næstu mánuði þar á undan hefði verðbólguhraðinn verið í kringum 30%. - Það að framfærsluvísitalan hefur ekki hækkað um 4,5 % eins og gert var ráð fyrir að hún myndi gera vegna gengisfellinga, sýnir að tekist hefur að draga úr þen- slunni og að aukin samkeppni veldur því að aðeins um helming- ur af þeim hækkunum sem stafa af gengisbreytingum hafa skilað sér út í verðlag, sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Lækkandi vextir í kjölfar minni verðbólgu hafa leitt til rúmlega 9% lækkunar á húsnæðislið fram- færsluvísitölunnar, þessi lækkun hefur síðan leitt til 0,5 lækkunar á framfærsluvístölunni á síðustu mánuðum. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um hækkun óbeinna skatta or- sakar um 1% hækkun á fram- færsluvísitölunni. Gengisbreyt- ingar hækka hana um 1,5-2%. Hækkun ýmissa útgjaldaliða meðal annars þeirra sem hækka aðeins einu sinni á ári, valda um 1-1,5% hækkun framfærsluvísit- ölunnar -sg Fiskmarkaðir Samtengt í fyrsta sinn Stærstu fiskmarkaðir landsins, í Hafnarfirði og á Suðurnesj- um voru samtengdir í fyrsta sinn í gær þegar þeir stóðu fyrir sam- eiginlegu fiskuppboði. Frekar lít- Ul afli var í boði vegna lélegra gæfta en hátt verð fékkst fyrir aflann. í þessu fyrsta samtengda upp- boði markaðanna, var aðeins hægt að kaupa af Suðurnesjum frá Hafnarfirði en ekki öfugt, en tenging í báðar áttir mun trúlega koma fljótlega, að sögn Haraldar Jónssonar stjórnarformanns Fiskmarkaðarins í Hafnarfirði. Haraldur sagði að þessi nýjung hefði mælst vel fyrir og alls voru 12 sölur af Suðurnesjamarkaðn- um suður til Hafnarfjarðar á þessu fyrsta uppboði. - Það verður boðið upp með samtengingu kl. fjögur síðdegis alla virka daga og að auki verðum við með okkar eigin uppboð á morgnana. Það hefur verið áhugi fyrir því að samtengja markaðina en eftir viðræður fyrr í vetur, heltust Reykvíkingar úr lestinni en við höfum ákveðið að gera þessa tilraun í samstarfi við Suð- urnesjamenn, sagði Haraldur. -*g- * AÐALFUNDUR Hf. Eimskipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 16. mars 1989, og hefst kl. 14.00. ----------DAGSKRÁ----------- 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 9. mars til hádegis 16. mars. Reykjavík, 15. febrúar 1989 STJÓRNIN Föstudagur 17. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.