Þjóðviljinn - 16.02.1989, Side 5

Þjóðviljinn - 16.02.1989, Side 5
VIÐHORF Leiðréttingar og ábendingar Nokkrar leiöréttingar og ábendingar, ef verða mætti til þess að dragi úr síendurteknum misskilningi og/eða rangfærslum viðmælenda og skriffinna Þjóð- viljans að undanförnu, um sam- skipti ríkisvalds og talsmanna líf- eyrissjóðasambandanna. f annars ágætu viðtali við nýjan þingmann Alþýðubandalagsins, Björn Grétar Sveinsson, í Þjóð- viljanum, föstudaginn 10. febrú- ar sl., var ein slæm missögn, sem ég tel nauðsyn á að leiðrétta, til þess að hún festist ekki sem ein- hver sannleikur í vitund fólks. Sérstaklega tel ég þetta nauðsyn- legt vegna þess að annar framá- maður flokksins, nefnilega stjórnarmaðurinn í Atvinnu- tryggingarsjóði, Jóhann Antons- son, hélt hinu sama fram í blaða- viðtali nokkrum dögum fyrr. En einnig vegna þess að ritstjóri Þjóðviljans sá ástæðu til að taka málsgrein eina út úr hinu ágæta viðtali við Björn Grétar, til fvitn- unar og áréttingar í blaðinu dag- inn eftir, sem byggð er á veru- legum misskilningi. Megin missögnin í máli Björns er að lífeyrissjóðirnir taki þátt í einhverju samsæri með illum öflum í þjóðfélaginu, gegn ríkis- stjórninni, um það að halda uppi háu vaxtastigi í landinu. Önnur missögn er þar sem hann segist segja bara hreint út: Tregða líf- eyrissjóðasambandanna við að mæla með því að lífeyrissjóðirnir keyptu skuldabréf Atvinnutrygg- ingarsjóðs, væri liður í þessum svokölluðu vaxtastríðsmálum, en ekki spurningin um ríkisábyrgð á þessum skuldabréfum Atvinnu- tryggingarsjóðs. Þessi sleggjudómur Björns er að vísu varla svaraverður. Hann sem framkvæmdastjórnarmaður í VMSÍ, hafði, meðan á hinum furðulega skollaleik ríkis- stjórnárinnar um ríkisábyrgð á þessum bréfum stóð, samþykkt áskorunartillögu á lífeyrissjóðina um að kaupa þessi bréf að því skilyrði uppfylltu að á þeim yrðu nœgar tryggingar. En hvað eru svo nægar trygg- íngar samkvæmt reglum þeim sem fjármálaráðuneytið hefur samþykkt og fyrirskipað stjórn- um lífeyrissjóðanna að fara eftir við ávöxtun á fjármunum þeirra? Þar segir í reglugerð um heimildir til ávöxtunar, grein: „8.8.1. í ríkisskuldabréfum. 8.1.2. í skuldabréfum, sem tryggð eru með ábyrgð ríkissjóðs. 8.1.3. í bönkum og sparisjóð- um, sem fullnægja ákvæðum laga nr. 69/ 1941. 8.1.4. í skuldabréfum tryggð- um með veði í húseignum allt að 50% af brunabóta- matsverði eða sé bruna- bótamat ekki fyrir hendi, þá af matsverði, sem ákveðið er af 2 mönnum, sem fjármálaráðherra til- nefnir, og allt að 75% af fasteignamatsverði lóða í kaupstöðum og kauptún- um.“ Eftir lestur þessarar greinar um hvernig útlán sjóðanna skuli vera tryggð, ætti öllum að vera ljóst, og ekki síst Birni Grétari, sem telst einn aðal forystumaður verkalýðshreyfingarinnar, að yf- irlýsingar einstakra ráðherra á fundum hjá verkalýðssamtökun- um dygðu ekki einar sér sem tryggingar fyrir greiðslu þessara bréfa. Allra síst þar sem þær stangast á frá einum tíma til ann- ars, og fyrir lá bréf frá formanni stjórnar Atvinnutryggingarsjóðs, Gunnari Hilmarssyni, til eins stærsta lífeyrissjóðsins, þar sem segir: „skuldabréf sjóðsins eru ekki með ríkisáhyrgð, heldur ber Benedikt Davíðsson skrifar hann sjálfur ábyrgð á þeim, með eigum sínum“. Steingrímur Hermannsson sagði það sama á þingi, og 6. gr. laganna hljóðaði þannig. Þegar loksins hafði tekist, fyrir forgöngu lífeyrissjóðasamband- anna, að knýja ríkisstjórnina til að samþykkja að leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um Atvinnutryggingarsjóðinn, sem tryggðu ríkisábyrgð á bréf hans, þá var það einmitt SAL sem sendi út bréf til alira sinna sjóða, þar sem sagði m.a.: almennt í sínum skuldabréfaút- boðum. Þetta samkomulag stað- festi þáverandi forsætisráðherra, sem vildi svo til að var maður sem heitir Steingrímur Hermannsson. í framhaldi af þessu samkomu- lagi samningsaðila vinnumark- aðarins og ríkisvaldsins, féllust stjórnir lífeyrissjóðasamband- anna á að mæla með því við sjóð- ina að farið yrði að þessum til- mælum samningsaðilanna um bréfakaup. Einnig voru, í fram- haldi af þessu, samþykktar breytingar á lögum um Húsnæð- bréfakaup. Sá viðmiðunarsamn- ingur skyldi vera leiðbeinandi um lækkun vaxta á næstu misserum. Viómiðunarramminn var þannig settur að vextir skyldu verða 6,5% á bréfum sem keypt væru 1986, 6,25% 1987 og 5,9% 1988. Þetta átti að vera til að auðvelda ríkinu og bankakerfinu lækkun vaxta. Jafnframt skyldu aðilar koma saman aftur að ári liðnu, til þess að ræða nánar um vaxtastigið fyrir framhaldið, í von um að tek- ist hefði að færa vextina ennþá ,p\fframansögðu má Ijóst vera að það lykil- atriði... að lífeyrissjóðirnir gangi á undan og taki lœgri vexti vegna þeirra skuldabréfa sem þeir kaupa afríkinu, heldur en ríkið og bankakerfið almennt hafa boðið, það lykilatr- iði hefur allan þennan tíma verið til staðar. “ „Ljóst er að ef breytingar þess- ar ná fram að ganga á Alþingi, verður um að ræða ótvíræða ríkisábyrgð á skuldabréfum Atvinnutryggingarsjóðs. Reglugerðir lífeyrissjóðanna munu þá heimila fyrir sitt leyti kaup á umræddum skuldab- réfum. “ Af þessu má augljóst vera að aðvörun SAL og Landssambands lífeyrissjóða, um að taka ekki við bréfum Atvinnutryggingarsjóðs- ins með þeim tryggingum sem í upphafi buðust, var ástæðan fyrir tregðu sjóðanna við að kaupa þessi bréf, en ekki hugarórar Björns Grétars eða einhverra annarra um ímyndað vaxtastríð milli sjóðanna og ríkisins. Það væri kannski ástæða til að víkja aðeins nánar að þessu ím- yndaða vaxtastríði, ekki síst vegna þeirrar málsgreinar í við- talinu við Björn um vaxtamálin, sem hljóðar svo: „Átökin í vax- tamálunum hafa ekki aðeins verið við bankana og stjórnarandstöðu- na þar, heldur einnig náð inn í raðir verkalýðshreyfingarinnar þar sem lífeyrissjóðirnir eru“, og að málsgreininni sem ritstjóri Þjóðviljans tekur upp í leiðara, svohljóðandi: „Lykilatriðið er að lífeyris- sjóðirnir gangi á undan með góðu fordœmi og lækki vexti sína samhlia þvíað ríkissjóður lœkkar vextina af sínum skuldabréfum. Síðan skulum við sjá hver vaxtastaðan verð- ur á eftir. í þessu sambandi er mjög brýnt að lífeyrissjóðirnir brjóti ísinn.“ Þessa málsgrein gerir ritstjór- inn sína skarplegu athugasemd við um það að það sé löngu kom- inn tími til að lífeyrissjóðirnir geri það upp við sig hvaða hagsmuna þeir eru að gæta. Vegna ummæla Björns, sem ritstjóri tekur svo sterkt undir í leiðara, og nú síðast fjármálaráðherra í viðtali við Þjóðviljann, 14. febrúar, um að lífeyrissjóðirnir í samvinnu við ríkið, eigi að vera í fararbroddi við að ná raunvaxtastiginu niður, þá tel ég nauðsynlegt vegna allra þessara aðila og kannski fleiri, sem auðvitað ættu að vita betur, ef þeir vildu rifja upp nokkrar staðreyndir. Þegar samningsaðilar vinnu- markaðarins sömdu um hið nýja húsnæðislánakerfi í febrúar 1986, þá var þar í ákvæði um að því skyldi beint til stjórna lífeyris- sjóðanna að þeir keyptu skuldab- réf af húsnæðislánasjóðnum fyrir 55% af ráðstöfunarfé sínu. Enda yrðu vaxtakjör á þessum bréfum ekki lakari en þau sem ríkið byði isstofnun ríkisins, þar sem segir m.a. í b.-lið 2. gr. „Samningar Húsnæðisstofn- unar við lífeyrissjóði um skuldabréfakaup skv. 3. tölul. 1. mgr. skulu ekki vera til skemmri tíma en tveggja ára. Lánskjör af skuldabréfum skulu miöast við þau kjör sem ríkissjóður býður almennt á fjármagnsmarkaði‘ ‘. Þegar síðan kom til beinna samninga við lífeyrissjóðasam- böndin, kom í ljós nokkur tregða ríkisvaldsins til að standa við ákvæðið um að vaxtastigið á þess- um bréfum skyldi verða það sem var á almenum útboðum ríkisins á skuldabréfum. Sú ríkisstjórn sem þá sat, sagð- ist nefnilega hafa það markmið, eins og raunar hefur heyrst frá ýmsum öðrum síðan, að ná niður vaxtastiginu í landinu. Þar fóru saman áhugamál þeirrar ríkis- stjórnar og samningsaðila vinn- umarkaðarins. Þess vegna féllust fulltrúar lífeyrissjóðasamband- anna á, að vextir á þeim bréfum sem mælt yrði með að lífeyris- sjóðirnir keyptu, skyldu verða nokkru lægri en viðmiðunarvex- tir á almennum ríkisskuldabréf- um voru. En ekki bara það, held- ur féllust fulltrúar lífeyrissjóða- sambandanna einnig á að gera viðmiðunarsamning fyrir nœstu tvö samningstímabil um skulda- meira niður en þessi samningur gerði ráð fyrir. Yrði þá hægt að lækka vextina enn meira en þarna var gert ráð fyrir. Þegar svo fulltrúar lífeyrissjóð- anna komu næst til viðræðna um vaxtastig haustið 1987, þá hafði ekki tekist betur til en svo að ná fram markmiðum þessarar ríkis- stjórnar um vaxtalækkun, að þeir höfðu þvert á móti hækkað veru- lega frá árinu áður. Nú var að vísu komin ný ríkis- stjórn undir forsæti Þorsteins Pálssonar, en með þátttöku áður nefnds Steingríms og sú hafði líka það markmið að sögn að lækka vexti. Ennþá urðu fulltrúar lífeyris- sjóðanna talhlýðnir. Vegna þess að það var einnig hugðarefni þeirra og forystu samningsaðila vinnumarkaðarins að vinna að lækkun vaxta í landinu. Féllust þeir á að semja um lægra viðmið- unarstig vaxta vegna skuldbréfa- kaupa sjóðanna, heldur en það vaxtastig sem ríkið var að bjóða á öðrum skuldabréfum sínum þá. Einnig féllust þeir nú aftur á að gera viðmiðunarsamning um iækkun vaxta á næstu þremur tímabilum bréfakaupa, þannig að þeir yrðu 7,0% 1988, 6,5% 1989 og 6,1% 1990. Þannig höfðu full- trúar lífeyrissjóðanna í bæði þessi skipti auðveldað ríkisstjórnunum og gengið á undan ríkinu og bankakerfinu í að semja um lækkun vaxta frá því vaxtastigi sem ríkið var að bjóða á öðrum skuldabréfum á umræddu tíma- bili. Einnig höfðu þeir gefið stefnuna um áframhaldandi lækkun vaxta á næstu tveim samningstímabilum. Þegar fulltrúar lífeyrissjóða- sambandanna svo enn komu til viðræðna við fulltrúa ríkisins nú í haust sl., hvar höfuð ábyrgðar- maður ríkisins var nú aftur orð- inn margnefndur Steingrímur Hermannsson, þá hafði enn sigið svo á ógæfuhlið að vextir höfðu hækkað frá næsta viðmiðunar- tímabili á undan. Enn var þó yfir- lýst markmið þessarar ríkis- stjórnar Steingríms sagt vera það að lækka vextina. Ennþá voru líka fulltrúar líf- eyrissjóðanna tilbúnir að rétta hjálparhönd og fallast á samning um vaxtastig sem var þó nokkuð fýrir neðan það sem ríkið var að bjóða á öðrum bréfum sínum. Til þess að auðvelda ríkis- stjórninni, þessari nýju Steingrímsstjórn, að koma vax- tastiginu niður, féllust fulltrúar lífeyrissjóðanna á að gera nú ein- ungis skammtímasamning. Samning vegna skuldabéfakaupa sjóðanna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, og taka síðan við- ræðuna upp aftur vegna síðari hluta ársins, því að þá yrði vænt- anlega séð hvort ríkisstjórninni tækist að ná vaxtastiginu niður. Það gæti þá væntanlega leitt af sér samninga við lífeyrissjóðina á nýju og lægra vaxtastigi. Af framansögðu má ljóst vera að það lykilatriði sem Björn Grétar, Ólafur Ragnaro. fl.telja vera að lífeyrissjóðirnir gangi á undan og taki lægri vexti vegna þeirra skuldabréfa sem þeir kaupa af ríkinu, heldur en ríkið og bankakerfið almennt hafa boðið - það lykilatriði hefur allan þann tíma verið til staðar. Það er slæmt ef forystumenn í verkalýðshreyfingunni, þing- menn Alþýðubandalagsins eða aðrir, jafnvel ritstjórar Þjóðvilj- ans, hafa ekki fylgst betur með í þessum efnum en svo að þetta skuli allan þennan tíma hafa farið framhjá þeim. Vonandi er með þessari yfir- ferð um málið örlítið bætt úr van- þekkingu þeirra, svo að þessir að- ilar geti þá beitt kröftum sínum að raunverulegum andstæðing- um þess verkefnis, að ná niður vaxtastiginu í landinu. Benedikt er formaður Sambands byggingamanna og stjórnarformaður Sambands almennra lífeyrissjóða. Heldur herflugvöll en far- þegaflugvöll á reikning Nató Gunnar Karlsson skrifar Það kemur auðvitað ekki til greina að sú ríkisstjórn sem nú situr leyfi mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins að leggja nýjan herflugvöll á íslandi. Slíkt væri í algerri mótsögn við málefnasamning stjórnarinnar, eins og þrásinnis hefur verið bent á. Þó væri sú framkvæmd aðeins viðbót við þann vígbúnað sem er hér fyrir, ein herstöðin enn og ekki verri en hinar sem eru fyrir. A dögum hægristjórnar mundi maður ekki búast við neinu öðru en það gæti gerst, og þætti engin stefnubreyting. Ef það er hins vegar meiningin að Atlantshafsbandalagið kosti hér lagningu varaflugvallar sem er fyrst og fremst ætlaður til far- þegaflugs og telst ekki hernaðar- mannvirki, þá er verið að taka fé fyrir aðild okkar að vestrænu hernaðarsamstarfi. Þar með er farið inn á stefnu sem hefur gengið undir nafninu aronska og enginn stjórnmálaflokkur hefur viljað ljá máls á fram að þessu (nema kannski Borgaraflokkur- inn, ég veit það ekki). Því hvaða ástæðu hefur NATO til að leggja farþegaflugvöll okkar íslendinga ef það er ekki til að greiða okkur fyrir að vera með í bandalaginu og taka við herstöðvum þess? Víst má segja að herstjórar NATO kunni að sjá sér þörf á að hafa hér langa varaflugbraut vegna hernaðarflugs síns, jafnvel þótt sú flugbraut sé að öðru leyti eins og hver önnur farþegaflug- vélabraut og nýtist sem slík. En ef við göngumst inn á það að N ATO eða Bandaríkin borgi hvað sem herinn kann að þurfa á að halda vegna þess sem hann kallar varnir íslands, þá getum við eins tekið við fé til að kosta vegi, jarðgöng undir firði og í gegnum fjöll, sím- stöðvar, sjúkrahús því ekki mun veita af þeint á ófriðartímum, kannski læknamenntun. Það mætti líka færa sterk rök að því að það væri hernaðarnauðsyn að ís- lendingar hefðu fjölmenna lög- reglu, vel þjálfaða, og vel vopn- aða. Því ekki að fá NATO til að kosta hana? Ég hygg að það væri erfitt að finna opinberan út- gjaldalið sem ekki mætti hugsan- lega kalla hernaðarnauðsyn ef menn vildu. Mergurinn málsins er nefniiega þessi: Ef við föllumst á að hernaðarbandalag kosti al- mennar, opinberar framkvæmdir sem hér eru gerðar í friðsamlega almannaþágu, þá höfum við gert allt þjóðfélagið að herstöð. Gunnar er sagnfræðingur í háskólan- Fimmtudagur 16. febrúar 1989 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.