Þjóðviljinn - 16.02.1989, Síða 6

Þjóðviljinn - 16.02.1989, Síða 6
Viðtalsfundur menntamálaráðherra í grunn- skólum Reykjavíkur 16. febrúar til 4. apríl 1989. Svavar Gestsson menntamálaráðherra mun halda viðtalsfundi með skólastjórum, foreldr- um og kennurum í grunnskólum Reykjavíkur. Markmiðið með fundunum er að gefa fólki tækifæri til að reifa hugmyndir sínar og skoð- anir í uppeldis- og menntamálum. Mennta- málaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins mun skýra frá því helsta sem á döfinni er í þessum málaflokkum þar. Viðtalsfundir í framhaldsskólum borgarinnar verða haldnir síðar. Fyrsti fundurinn verður haldinn í Hagaskóla fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20.30 fyrir skóla- stjóra, foreldra og kennara í: Austurbæjarskóla Grandaskóla Hagaskóla Melaskóla Landakotsskóla Tjarnarskóla Vesturbæjarskóla Næsti fundur verður haldinn í Laugarnesskóla þriðjudaginn 21. febrúar kl. 20.30 fyrir skóla- stjóra, kennara og foreldra í: ísaksskóla Langholtsskóla Laugalækjarskóla Laugarnesskóla Vogaskóla Æfingaskóla K.H.Í. Þriðji fundur verður haldinn í íþróttah. Selja- skóla þriðjudaginn 7. mars kl. 20.30 fyrir skóla- stjóra, foreldra og kennara í: Breiðholtsskóla Fellaskóla Hólabrekkuskóla Seljaskóla Ölduselsskóla Fjórði fundur verður haldinn í Hvassaleitisskóla fimmtudaginn 16. mars kl. 20.30 fyrir skóla- stjóra, foreldra og kennara í: Álftamýrarskóla Bústaðaskóla Breiðagerðisskóla Fossvogsskóla Hlíðaskóla Hvassaleitisskóla Réttarholtsskóla Fimmti fundur verður haldinn í Árbæjarskóla þriðjudaginn 4. apríl kl. 20.30 fyrir skólastjóra, foreldra og kennara í: Árbæjarskóla Ártúnsskóla Foldaskóla Selásskóla Menntamálaráðuneytið •rf % !S HAFNARBORG Menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar Vinnustofan á þriöju hæð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar er laus til afnota fyrir listamann frá 1. mars til 30. apríl nk. Umsóknir þurfa að þerast fyrir 25. febrúar nk. Stjórn Hafnarborgar Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Sveinbjörn Berentsson Túngötu 1, Sandgerði er lést 6. febrúar, verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju laugardaginn 18, febrúar kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeir sem vildu minnast hans vinsamlegast láti líknarstofnanir njóta þess. Hólmfríður Björnsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn FRETTIR Þeir FH-ingar, Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri og Bergþór Jónsson form. FH hjálpuðust að við að taka fyrstu skóflustunguna að nýja íþróttahúsinu í Kaplakrika. Mynd-lg. Hafnarfjörður Stærsta íþrótta- hús landsins Framkvæmdir hafnar við byggingu stœrðar íþróttahúss í Kaplakrika. Tveir löglegir handknattleiksvellir í húsinu. Byggt ísamvinnu bœjaryfirvalda og FH. Tilbúið eftir 12 mánuði Fyrsta skóflustungan að nýju og glæsilegu íþróttahúsi í Hafnarfirði, á íþróttasvæði FH í Kaplakrika, var tekin um sl. helgi. Nýja húsið verður það stærsta sem byggt hefur verið hérlendis og á að vera tilbúið til noktunar eftir aðeins 12 mánuði. Salurinn í nýja húsinu sem er tengt stúkubyggingu á FH- svæðinu, er um 2000 fm. og for- salur íþróttahússins og tækja- geymslur um 700 fm. I húsinu verða tveir löglegir handknatt- leiksvellir 20 m. x 40 m. hvor og færanlegir áhorfendabekkir sem rúma allt að 2000 áhorfendur. íþróttahúsið er reist í sam- vinnu Hafnarfjarðarbæjar og FH og kostar bærinn 80% af bygging- arkostnaði og FH 20%. Bærinn mun reka húsið á hefðbundinn hátt, eins og önnur íþróttahús í bænum og mun það nýtast öllum íþróttafélögum bæjarins og öllum almenningi í bænum. Arið 2005 eignast síðan FH húsið og mun sjá um rekstur þess og umsjón, en öðrum félögum mun gefast kost- ur á að nota það eftir þann tíma. Það er Hagvirki hf. sem reisir nýja íþróttahúsið en framkvæmd- in var boðin út í lokuðu útboði. Tilboð Hagvirkis var uppá 132 miljónir. -•g- Ríkisreikningar Fiskifélagið Stóraukinn fiskútflutningur A lls seldu 28 togarar og 3 bátar erlendis í janúar 4.359 tonn á móti 17 togurum og3 bátum 2.909 tonn á sama tíma í fyrra Mun fleiri togarar seldu afla sinn erlendis í janúar en á sama tíma í fyrra. Alls seldu 28 togarar og 3 bátar 4.359 tonn fyrir 326,4 miljónir króna í mán- uðinum en í janúar í fyrra seldu 17 togarar og 3 bátar 2.909 tonn fyrir 193,2 miljónir króna. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands um aflabrögð í janúar er heildaraflinn núna rúm- um 50 þúsund tonnum minni en hann var í janúar 1988 og munar þar mestu um minni loðnuafla nú en þá vegna ótíðar í ár. Alls hafa veiðst 204.023 tonn á móti 255.786 tonnum í janúar í fyrra. Þá var loðnuaflinn 213.832 tonn en aðeins 168.031 tonn í janúar. Þrátt fyrir alla ótíðina sem ver- ið hefur vekur það athygli að þor- skafli bátaflotans er 2 þúsund tonnum meiri í janúar í ár en hann varíjanúarífyrra. Úr8.146 tonnum í 10.140. Hins vegar hef- ur þorskafli togara dregist saman um tæp þúsund tonn, frá því að vera 14.533 tonn í janúar í fyrra í 13.833 tonn í janúar í ár. Smá- vægileg aukning varð í afla smá- báta í janúarmánuði og í heildina tekið er þorskafli flotans í janúar 24.859 tonn á móti 23.403 tonn- um í janúar í fyrra. Heiidarafli togara í janúar var 19.665 tonn á móti 22.035 á sama tíma í fyrra. Þar af var afli fryst- itogara 16% núna og af heildar þorski í afla togaranna var hlutur frystitogara 21,2%. -grh Risna og ferðalög Miljón á dag íferðalög innanlands. 730 miljónir í bílakostnað Samkvæmt fylgiskjali með ríkisreikningi fyrir árið 1987, sem fjárlaga- og hagsýslustofnun hefur sent frá sér, kemur í Ijós að á því ári var bifreiðakostnaður ríkisins vegna aksturs og viðhalds yfir 730 miljónir. Ríkisbifreiðar voru þá 923 og var rekstrar- og viðhalds- kostnaður þess flota uppá rúmar 320 miljónir. Þá borgarði ríkið tæpar 40 miljónir í leigubíla- kostnað, rúmar 46 miljónir fyrir bílaleigubíla og yfir 230 miljónir vegna bifreiðanotkunar starfs- manna ríkisins. Annar ósundur- liðaður kostnaður vegna aksturs var uppá tæpar 100 miljónir. Á þessu sama ári var risnu- kostnaður ríkisins um 100 miljón- ir, þar af 86 miljónir í annað en fastan kostnað. Þá borgaði ríkis- sjóður um 645 miljónir í ferða- kostnað starfsmanna sinna. Yfir 365 miljónir vegna ferða innan- lands eða rétt um miljón á dag og 280 miljónir vegna ferða utan- lands. -Ig- 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.