Þjóðviljinn - 16.02.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.02.1989, Blaðsíða 7
ERLENDAR FRETTIR Afganistan Sovétmenn famir Yfir miljón manns taldir hafafallið í níu ára stríði. Sovéskt blað viðurkennir að sovéskir hermenn hafi gerstsekir um hryðjuverk Klukkan 11.55 að staðartíma í gær fóru um 400 sovéskir her- menn og um 50 skriðdrekar á brú yfir fljótið Amúdarja (sem forn- menn ncfndu Oxus) frá afganskri grund yfir í borgina Termez í Us- bekistan. Síðastur í fylkingu gekk Boris Gromov undirhershöfð- ingi, æðsti maður sovéskra herja í Afganistan upp á síðkastið. Þar með eru allir sovéskir hermenn farnir frá því landi eftir rúmlega níu ára þátttöku í stríði þar. Suður-Afríka Hvatt til að föstu sé hætt Suðurafrískir kirkjuleiðtogar, þeirra á meðal Desmond Tutu, erkibiskup anglíkönsku kirkj- unnar þarlendis og Allan Boesak, forseti alþjóðaráðs siðbótar- kirkna, hafa hvatt fanga, sem fasta í mótmælaskyni vegna fang- elsunarinnar, til að hætta föstu- nni. Um 300 fangar, sem eru í fangelsum og hafa ekki verið leiddir fyrir rétt, hafa heitið því að svelta sig til bana nema því aðeins að þeir verði látnir lausir. Kirkjuleiðtogarnir tóku þessa afstöðu eftir að hafa ráðfært sig við lækna og lögfræðinga þeirra sem fasta. Sumir fanganna hafa fastað síðan 23. jan. s.l. og um 20 þeirra hafa verið fluttir á sjúkra- hús sökum þess hve sjúkir og máttfarnir þeir eru orðnir. Alls eru um 1000 manns í suðurafrísk- um fangelsum samkvæmt neyðarástandslögum, sem stjórn- in setti, en samkvæmt þeim er yfirvöldum heimilt að halda mönnum í fangelsi um óákveðinn tíma án þess að þeir séu leiddir fyrir rétt. Reynt er nú með samn- ingaumleitunum að fá stjórnvöld til að láta fangana lausa. Reuter/-dþ. Að sögn sovéska vikuritsins Literatúrnaja gazéta létu Sovét- menn um 15.000 manns fallna í Afganistan og um 37.000 her- menn þeirra eru örkumla eftir stríð þetta. Nákvæmar tölur um manntjón Afgana sjálfra á sama tímabili munu ekki fyrirliggjandi, en líklegt er talið að yfir miljón manns hafi fallið eða farist af landsmönnum af styrjaldarvöld- um. Þrátt fyrir brottför Sovét- manna er ekki enn séð fyrir endann á stríðinu, þar eð stjórn Najibullah heldur enn Kabúl og öðrum helstu borgum Afgani- stans og mujahideen virðast ætla að reyna að vinna þær fremur Korsetar fimm Mið-Ameríku- ríkja, Kostaríku, Níkaragva, Hondúras, Salvadors og Gúate- mala, birtu sameiginlega í gær samkomulag þess efnis, að þeir myndu innan þriggja mánaða leggja fram áætlun um að leysa upp kontraliðið í Hondúras og binda endi á borgarastríðið milli kontra og stjórnar sandinista í Níkaragva. í staðinn heitir Níkar- agvastjórn að láta lausa um 1600 liðsmenn úr her Somozastjórnar- innar, sem verið hafa í haldi síðan sandinistar steyptu þeirri stjórn af stóli 1979, og tryggja fullt tján- ingarfrelsi í landinu. Kontrar hafa nú um 10.000 manns undir vopnum í Hondúras og hafa herjað þaðan á föðurland sitt í átta ár með stuöningi Banda- ríkjanna. Reagan Bandaríkjafor- seti var mikill áhugamaður um þann hernað, en talið er að Bush, sem er hugsjónamaður minni, með umsátri en áhlaupum. Segja talsmenn þeirra að það muni taka vikur, en ef til vill mánuði. Níkolaj Popov hershöfðingi, æðsti maður sovéska hersins í Us- bekistan, hélt tölu yfir síðustu hermönnunum, sem komu yfir brúna frá Afganistan í gær og lof- aði þá sem „hermenn friðar" er hefðu „verið til fyrirmyndar um alþjóðahyggju." Hinsvegar gáfu bæði Pravda og Literatúrnaja gazéta í skyn þá skoðun, að rangt hefði verið af Sovétmönnum að fara f stríð þetta og í grein í síðar- nefnda blaðinu skrifar rithöfund- urinn Gennadíj Bokharov að vilji losna við þetta stríð, sem hef- ur orðið Bandaríkjunum til veru- legs álitshnekkis. Fréttaskýrend- ur segja að stjórn Bush sé að öllum líkindum samþykk sam- komulagi miðamerísku forset- anna í meginatriðum. Það náðist eftir tveggja daga ráðstefnu og stundum harðar umræður í Costa del Sol í Salvador. José Azcona Hondúrasforseti er sagður orðinn mjög áfram um að losna við kontrana af ótta við að þeir kunni að sletta sér fram í stjórnmál þarlendis. Fréttin um samkomulagið kvað hafa vakið allverulega ólgu meðal kontr- anna, og ekki er fullljóst hvernig á að koma afvopnun þeirra í kring, en forsetarnir fimm ætla Sameinuðu þjóðunum það hlut- verk. í Reuter-frétt er samkomu- lagið kallað meiriháttar sigur fyrir Daniel Ortega, forseta Ník- hernaður þessi geti haft ófyrir- sjáanlegar afleiðingar fyrir so- véska samfélagið. Hryllingur ófriðarins hafi haft djúp áhrif á unga sovéska hermenn og þeir leiðst til ógnarverka. Nefnir Bok- harov sem dæmi að eitt sinn hafi sovésk hereining í æði drepið sex afganskar konur og börn, sem hermennirnir grunuðu um stuðn- ing við mujahideen. Er þetta í fyrsta sinn, sem í Moskvublöðum aragva. Samkvæmt samkomu- laginu eiga að fara fram forseta- og þingkosningar þarlendis eigi síðar en 29. febr. 1990, og næstu er sagt frá hryðjuverkum frömd- um af sovéskum hermönnum gegn vopnlausu fólki afgönsku. I Rawalpindi í Pakistan standa enn deilur milli bókstafstrúaðra súnníta annarsvegar og hófsamra súnníta og sjíta hinsvegar um hlutdeild þeirra síðastnefndu á bráðabirgðaþingi og í ríkisstjórn, sem til stendur að mujahideen myndi. sex mánuðina á undan á að vera tryggt að allir stjórnmálaflokkar hafi jafna aðstöðu til áróðurs. Reuter/-dþ. Svíakonungur mótmælir Karl 16. Gústaf Svíakonungur, sem staddur er ■ Nýja Sjálandi í opinberri heimsókn, hvatti í gær ríkisstjórn Noregs að stöðva veiðar á selkópum. Lýsti konung- ur yfir andstyggð sinni á veiðun- um, sem fara fram á þann hátt að kóparnir cru drepnir mcð ís- hökum og öxum. Þessi ummæli Karls Gústafs eru nánast einsdæmi af hans hálfu, því að stjórnarskrá sam- kvæmt er hann valdalaus með öllu og ekki er ætlast til að hann láti í Ijós álit sitt á málefnum. „Ef Gro Harlem Brundtland (forsæt- isráðherra Noregs) ræður ekki við selavandamálið, hvernig er þá hægt að ætlast til að hún sjái ráð fyrir norsku þjóðinni?" er haft eftir konungi. Af hálfu norska sendiráðsins í Stokkhólmi er tilkynnt, að margt fólk hafi hringt þangað grátandi eftir að hafa horft á heimildakvikmynd um selveiðarnar. Rcuter/-dþ. 1 Reuter/-dþ. Samkomulag Mið-Ameríkuforseta Kontralið skal leyst upp Níkaragvastjórn lofar að tryggja tjáningarfrelsi. Stjórn Bush sögð samþykk samkomulaginu. Hondúrasstjórn orðin hrœdd við kontra Sloppinn lifandi frá Afganistan - sovéskum hermanni af miðasísku þjóðerni fagnað við heimkomuna. íslam ,Samsæri nýlendukúgara‘ Framámaður meðal múslíma íBretlandisegir „alla góða múslíma“ sitja um lífRushdies. íran og Pakistan boða samrœmdar aðgerðir íslamsríkja gegn Kölskaversum Byltingarvarðliðar írans lýstu því yfir í gær að þeim væri ekkert að vanbúnaði til að drepa indversk-breska rithöfundinn Salman Rushdie, sem Khomeini höfuðklerkur dæmdi til dauða í fyrradag. Segir í yfirlýsingunni að „kúgaðar og íslamskar þjóðir“ muni ekki unna sér hvíldar fyrr en Rushdie og forleggjarar hans séu útþurrkaðir. Ali Akbar Hashemi Rafsanj- ani, forseti íranska þingsins, segir að á bakvið útgáfu Kölskaversa, bókar þeirrar eftir Rushdie sem vakið hefur reiði margra mús- líma, sé útsmogið og víðtækt samsæri gegn íslam og Ali Akbar Velayati, utanríkisráðherra írans, segir „nýlendukúgara“ vera pottinn og pönnuna í því samsæri. Velayati hefur kvatt á Rushdie - „verðskuldar heng- ingu.“ sinn fund sendifulltrúa ís- lamsríkja í Teheran og lagt til að haldin verði sérleg ráðstefna á vegum íslömsku ráðstefnustofn- unarinnar (Islamic Conference Organisation, ICO) vegna máls- ins. Ali Khamenei, forseti írans, sagði í gær íTeheranútvarpið að á öllum múslímum hvíldi sú skylda að „refsa þessum illa málaliða", eins og hann nefndi Rushdie. Stjórn Pakistans tilkynnti í gær að hún hyggðist beita sér fyrir sam- ræmdum aðgerðum íslamsríkja gegn Kölskaversum. þar á meðal því að allar bækur frá Viking Press, útgefanda bókarinnar, yrðu bannaðar í öllum íslams- löndum, nema því aðeins að for- lagið hætti við útgáfu bókarinnar og kallaði inn öll þau eintök af henni, sem þegar væru komin á markaðinn. Sayed Abdul Quddas, forustu- maður meðal múslíma í Bradford í Norður-Englandi, komst svo að orði í gær af þessu tilefni: „Allir góðir múslímar sitja um líf hans (Rushdies) ... (Hann) hefur pyndað íslam og verður að taka út refsingu fyrir það. Hann verð- skuldar hengingu.“ Talsmaður fræðimanna við al-Azhar í Kaíró, virtustu guðfræðistofnun ís- lamsks dóms, fer heldur vægar í sakirnar og telur að Rushdie eigi að fá tækifæri til að verja mál sitt fyrir rétti eða að iðrast. Rushdie er nú að sögn undir lögreglu- vernd og William Waldegrave, aðstoðarutanríkisráðherra Bret- lands, sem staddur er í Kúvæt í viðræðum við þarlenda ráða- menn, hefur lýst yfir áhyggjum stjórnar sinnar vegna hótananna við Rushdie. Reuter/-dþ. ITT lítasjónvarp er fjárfestíng ív-þýskum gseðumog fallegum ITlfitum Fimmtudagur 16. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.