Þjóðviljinn - 21.02.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.02.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Olís-Landsbankinn Vilja að ég loki Olís Óli Kr. Sigurðsson: Virðast vilja eitthvað annað en að ég nái að greiða skuldir mínar. - Bankaráð Lands bankans hefur ekkifjallað um né tekið ákvörðun um innsetningarkröfu bankans Jón Baldvin í sumarsjómennsku á marxistaskeiði sínu 1958. Jón Baldvin fimmtugur Fimmtugur er í dag Jón Bald- vin Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins og einnig utan- ríkisráðherra. í tilefni þessa halda vinir og vandamenn honum veglega veislu í Þórscafé og stendur hún frá kl. 18-20 í kvöld. Allir vinir og velunnarar, segir þar, eru hjartanlega velkomnir. Ys og erill var við ísafjarðar- höfn í gær þegar verið var að landa úr 4 togurum heimamanna alls 750 tonnum af vænum þorski sem fékkst á Vestfjarðamiðum. Svo til allur aflinn fer til vinnslu í fiskvinnsluhúsunum á ísafirði og í Hnífsdal en eitthvað verður flutt út í gámum. f þessari aflahrinu var Guð- Bankinn er með í ábyrgðum 300-400 miljónir og er með verðtryggð skuldabréf fyrir því. Ég hef hingað til talið að það ætti að nægja. Bankinn er með öll okkar verðbréf í sinni vörslu þannig að þeir eru að tala um úti- standandi reikninga. Þeir virðast vilja taka allar skuldir sem við eigum útistandandi til sín. Þeir eru í raun að fara fram á að ég loki fyrirtækinu, sagði Óli Kr. Sigurðsson í Olís þegar Þjóðvilj- inn innti hann eftir stöðu mála eftir að Landsbanki íslands lagði fram innsetningarkröfu fyrir úti- standandi skuldum fyrirtækisins fyrir borgarfógeta. Ákvörðun verður tekin um kröfu Landsbankans í vikunni. björgin ÍS með mestan afla eða 270 tonn, Páll Pálsson með 200 tonn, Júlíus Geirmundsson og Guðbjartur með 140 tonn hvort skip. Aflinn fékkst til að byrja með í austurhorni Víkurálsins á 90-100 faðma dýpi og segja sjó- menn hrotuna vera dæmigerða fyrir það þegar saman fer hafís og mikil loðnuganga á miðunum. -grh „Landsbankinn" í þessu tilfelli er formaður bankaráðs og banka- stjórar en samkvæmt heimildum Þjóðviljans hefur bankaráðið sjálft ekki fjallað um málið né haft neitt að segja um framgang þess. Bankaráðið fundar í dag og er búist við að bankaráðsmenn fjalli þá fyrst um málið. Óli Kr. sagði að ef hann gæti ekki rukkað inn fyrir því sem hann seldi frá degi til dags, þá þýddi það að hann þyrfti að selja fyrirtækið. Um það samkomulag sem Landsbankinn vísar til og tel- ur að Olís hafi brotið, segir Óli Kr. að það hafi verið gert áður en hann kom til fyrirtækisins og stjórnarmönnum þess hafi verið þröngvað til að skrifa undir. Hann hafi ekki skrifað undir það og málið væri nú í höndum lög- fræðinga. Óli Kr. sagði ennfremur að olíufélögin Mobil og Texaco hefðu gert tilboð í hlutabréf Olís í janúar og þau dygðu meira en fyrir skuldum Olís við bankann. Texaco hefði boðið 175-200 milj- ónir fyrir 28% hlutafjár og Mobil 75 miljónir fyrir 14% hlutafjár. Sagði Óli að hann teldi þessi til- boð nokkuð lág, en viðræður stæðu yfir við þessa aðila. Auk þess hefðu fjölmargir innlendir aðilar sýnt áhuga á kaupum á smærri hlutum. Óli Kr. sagði að hann hefði sent Landsbankanum bréf þar sem hann hefði beðið um frest til 14. apríl til að ganga frá skuldam- álum við bankann. í stað þess að svara því bréfi hefði bankinn ákveðið að fara af stað með innsetningarkröfu. „Það liggur fyrir að fyrirtækið er með eigin- fjárstöðu upp á 800 miljónir og að við erum í vanskilum við Lands- bankann upp á 120 miljónir. Við höfum boðist til að selja ákveð- inn hlut í fyrirtækinu til að greiða skuldina. En það virðist ekki nægja bankanum, það er eitthvað annað sem þeir vilja, en ég kann ekki skil á því,“ sagði Óli Kr. Sig- urðsson. phh Hvalveiðimálið Japanir íhuga lagmetiskaup Theódór S. Halldórsson: Ekkertverið rœtt við okkur Eg hef ekkert heyrt um þetta mál annað en það sem hefur verið sagt í fréttum og vil því ekk- ert tjá mig um það fyrr en emb- ættismenn ríkisins hafa sagt mér hvað þessar viðræður gengu út á, sagði Theódór S. Halldórsson framkvæmdastjóri Sölusamtaka lagmetis, um viðræður utanríkis- ráðherra og sjávarútvegsráð- herra við Kazuo Shima, samn- ingamann japönsku ríkisstjórn- arinnar í fiskveiðimálum um helgina. Shima mun hafa rætt um möguleika þess að Japanir keyptu af íslendingum lagmeti sem ekki er hægt að selja vegna hvalveiðistefnu sjávarútvegsráð- herra. Auk þess var rætt um stöðu mála innan Alþjóðahval- veiðiráðsins og áframhaldandi samvinnu á þeim vettvangi. Einnig var rætt um sameiginlegt kynningarátak til að mæta að- gerðum grænfriðunga. -Sáf ✓ Isafjörður Landburður af fiski ísland og Evrópubandalagið Pólitísk samstaða helst ennþá Hjörleifur Guttormsson: Ráðstefna AB mjöggagnleg. Skoðanir skiptastar um fjármagnsflœði íþingnefndinni. Breytingar vel hugsanlegar á sviði fjármálaþjónustu Ráðstefnan tókst að mínu mati mjög vel, framkvæmd hennar gekk alveg upp og það tókst að ná mikilli breidd í hópi frummæl-, enda, sagði Hjörleifur Guttorms- son að lokinni ráðstefnu Alþýðu- bandalagsins um Evrópubanda- lagið um helgina. - Mér sýnist að við höfum náð þannig þeim tilgangi okkar að fá fram sjónarmið víða að úr samfé- laginu frá fólki sem þessi mál brenna á, fólki í pólitíkinni, í at- vinnulífinu og í menningarmál- um. Raunar er þetta í fyrsta sinn sem svo fjölbreyttum hópi hefur verið stefnt saman um þetta efni, og í fyrsta sinn sem stjórnmála- flokkur efnir til slíks fundar hér. Það verður gott fyrir okkur í Alþýðubandalaginu að ausa af þessum brunni við stefnumótun í flokknum. Við vitum nú betur en áður hvað aðrir eru að hugsa um þessi efni og hver er afstaða í ýmsum samfélagshópum. Þessi mál verða rækilega til umræðu í flokknum á næstunni, og fundur- inn var mjög gagnlegur liður í því starfi. Aðild ekki á dagskrá - Það kom fram á ráðstefnunni skýrar en áður að aðild að Evr- ópubandalaginu er engan veginn á dagskrá, sagði Hjörleifur. - Enginn stjórnmálaflokkur á landinu hefur slíkt að markmiði, að minnsta kosti enn sem komið er. Það kann svo að vera að skoð- anir séu skiptari um utanríkis- samskipti okkar og utanríkisvið- skipti að öðru leyti í tengslum við Evrópubandalagið, en á það á eftir að reyna og ekki ástæða til sérstakrar svartsýni nú. Þannig að í heildina er pólitísk samstaða á íslandi í fyrstu við- brögðum við þeim tíðindum sem eru að verða á vettvangi Evrópu- bandalagsins? - Já, það tel ég vera. Að vísu hafa heyrst einstaka raddir um að við eigum að stefna að inngöngu í bandalagið, en þær eru mjög ein- angraðar, að minnsta kosti enn sem komið er. Evrópunefnd alþingis sem þú situr í, hvað líður hennar störf- um? - Við höfum að undanförnu fyrst og fremst verið að draga upp myndina einsog hún blasir við en á næstunni mun reyna meira á stefnumörkun, en alþingi ætlað- ist til þess að nefndin legði fram drög að stefnu. Um þau kynnu skoðanir að verða skiptar, og næstu vikur reynir á hvort menn ná saman í þeirri tillögugerð. Það svið sem augljóslega verð- ur hvað vandmeðfarnast er það sem snýr að efnahags- og pen- ingamálum, að fjármálaþjón- ustu, að fjármagnshreyfingum, og ekki síst að spurningunni um fjárfestingar erlendra aðila hér á Islandi. Ágreiningur um peningamálin - { þessum málum hefur komið fram allverulegur pólitískur ágreiningur, sérstaklega hvað varðar fjárfestingar útlendinga hér í atvinnurekstri, og það á vafalaust eftir að reyna á þetta innan nefndarinnar. Ég er viss um að menn reyna að ná saman um það sem efnisleg samstaða er um, og það getur auðvitað kallað á breytingar í einstökum grein- um, - fjármálaþjónustan er auðvitað svið sem meilfi þurfa að athuga, ég er alls ekki að fullyrða að þar megi ekki einhverju breyta. Við þurfum líka að hafa í huga að margt af því sem menn eru nú að skoða innan nefndarinnar og utan í efnahagslífi okkar og þarmeð í fjármálastarfseminni er ekki bundið sérstaklega Evrópu- bandalaginu, heldur er á ferð al- þjóðleg þróun sem við þurfum að bregðast við og taka tillit til útfrá okkar eigin hagsmunum. Við erum aðilar að EFTA, og Hjörleifur Guttormsson á Évrópuráðstefnu Alþýðubandalagsins á Sögu um helgina. “Nýta EFTA til samskipta við Evrópubandalagiö." (Mynd: Jim) þau samtök hafa að undanförnu verið að fjalla mikið um þessi mál, og innan EFTA er nokk- urnveginn samstaða um að nýta þann vettvang til að taka á ýms- um samskiptamálum við Evrópu- bandalagið. Þar þurfum við auðvitað að gæta okkar hagsmuna, en erum í vissu sam- floti með Norðurlandaþjóðun- um, sem þar eru allar nema Dan- ir. í helgarblaðinu okkar síðast spurðum við á forsíðunni hvort íslendingar yrðu hornrekur í Evr- ópu. Hvert er þitt svar? - Mitt svar er nei, ég held að við höfum ekkert að óttast í þeim efnum. Við eigum ekki að líta svo á að það sé einhver nauðung að aðlaga sig því sem er að gerast í Evrópubandalaginu. Ég held að íslendingar eigi í rauninni ótrú- lega mikla framtíðarmöguleika. Við erum matvælaframleiðendur með miklar auðlindir, ekki síst til sjávarins, og höfum átt sæmi- legum skilningi að mæta útávið í sögu lýðveldisins, bæði um við- skipti og menningarmál. Mögu- leikar okkar frammundan eru engu minni en verið hefur. Við verðum engu að síður að átta okkur á því á hverjum tíma hvernig málin standa, hvaða kosti við eigum besta, og hvernig við höldum best á hlutunum í efnahagslífinu, í félagsmálum og í menningarlífi. -m 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.