Þjóðviljinn - 21.02.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.02.1989, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar ísland-1992 Þaö er full ástæða til ^aö óska Alþýöubandalaginu til hamingju meö velheppnaða ráðstefnu sem flokkurinn gekkst fyrir á laugardag um „ísland og umheiminn“. Þar var fyrst og fremst fengist viö þaö 'verk aö horfa sem víðast yfir í íslensku samfélagi og athuga stööu manna, hagsmunahópa, stétta og stjórnmálaflokka, viöbrögö og afstöðu gagnvart þeim breytingum sem nú eru aö veröa í Evrópu, og eru þar oftast táknuö meö tímamiðinu, ártal- inu 1992. Það er varla liöiö heilt ár síðan umræöa hófst um viö- brögö við væntanlegum innri markaði Evrópubandalags- ins hérlendis utan þröngs hóps útflytjenda og nokkurra annarra viöskiptamanna, og þaö er ekki lengra síöan en í fyrravor aö kosin var á alþingi nefnd til aö athuga hvað væri aö gerast og hvern Islendingar skuli upp taka. Þegar viröist þó orðiö Ijóst sem fram kom á Evrópu- bandalagsráðstefnu Alþýöubandalagsins aö hingaö til hefur náöst sæmileg samstaöa um afstööu til bandalags- ins. Sú samstaða nær til allra stjórnmálaflokka og allra helstu hagsmunasamtaka, og er aðeins rofin af einangr- uðum röddum sem ekki hafa byr, aö minnsta kosti enn sem komið er. Þessi samstaða felst í því í fyrsta lagi að aöild aö Evrópubandalaginu er ekki á dagskrá. í ööru lagi eru menn sammála um aö íslendingar eigi aö vinna aö töluverðu leyti að samskiptum og samningum gegnum EFTA, sem nú eru fríverslunarsamtök tveggja Alpalýö- velda og fjögurra Noröurlandaþjóöa, og kemst því nokk- uð nálægt því að vera sameiginlegur norrænn viöskipta- vettvangur. í þriöja lagi eru menn sammála um að breytingarnar í Evrópu auki þrýsting á aö viö tökum til í efnahags- og atvinnulífi innanlands, meöal annars til aö við lögum okkur aö breyttum aðstæðum og möguleikum eftir 1992. Um þá tiltekt eru aö sjálfsögöu uppi ýmsar hugmyndir og skiptar skoöanir. Þessi pólitíska sam- staöa er í sjálfu sér athyglisverð og lofsverö. Hér er um svo mikiö aö tefla aö þaö væri hættulegt fyrir íslendinga aö ganga sundraðir til leiks. Það er líka ástæöa til aö benda á aö ef pólitískar fylkingar hérlendis næðu að vera nokkurnveginn samstiga gagnvart Evrópubandalaginu þessi næstu úrslitaár og misseri væri þaö eitt af fáum stærri utanríkismálum sem þannig heföi veriö haldiö áfrá lýðveldisstofnun. Við höfum beðið nægilegt tjón af því, útáviö og innávið, aö ákvarðanir í í þeim efnum séu teknar þvert á vilja mikils hluta, og oft meiri hluta, þjóöarinnar, eöa knúnar fram -einsog landhelgisbaráttan- án þess aö voldug samfé- lagsöfl hafi séö ástæðu til aö ýta á eftir nema í deigu orði. Hinsvegar getur vilji til samstööu auðvitað ekki náö útfyrir ákveðin grundvallarsjónarmið um sjálfstæöi þjóö- arinnar og vissa frumþætti í þjóðfélagsskipan. Þótt viö viljum taka miö af Evrópu í mörgum efnum kærum viö okkur ekki um að ísland verði leiksoppur á markaöstorg- um viöskiptarisa frekar en viö viljum bera fjöregg okkar undir atkvæöi í Brússel. Norski þingmaðurinn Tora Aasland Houg var gestur Alþýðubandalagsmanna á ráðstefnunni um helgina og sagöi þar frá norskum aðstæðum gagnvart Evrópu- bandalaginu. Þar er ekki um neina pólitíska samstööu aö ræöa, heldur komnir aftur á kreik þeir spámenn sem telja Evrópubandalagið paradís á jörðu fyrir smáar þjóðir og er búist viö hörðum slag fyrir þingkosningarnar í haust. Tora Houg sagði að auk þess að berjast gegn aðild að bandalaginu væri það eitt meginverkefni flokks síns, Sós- íalíska vinstriflokksins, að koma í veg fyrir að fram nái áform um gagnrýnislausa aölögun Noregs aö Evrópu- bandalaginu, og benda jafnframt á hvernig megi mæta breyttum aöstæðum meö því aö styrkja einmitt þá þætti í samfélagsskipuninni sem gera fólk einsog Norömenn og íslendinga að Norðmönnum og íslendingum. Þessi orð norska þingmannsins falla í góöan jarðveg á okkar tímum, sem hafa gefið íslenskum vinstrimönnum færi á aö hafa forystu í þegar hafinni hópferö íslendinga aö árinu 1992. Þeir tónar opinnar umræðu, gagnrýninnar en fordómalausrar, sem heyrðust frá Alþýðubandalags- ráöstefnunni um helgina spá góöu um þaö ferðalag. -m KLIPPT OG SKORIÐ Ritstjorinn og bíómyndirnar Ellert Schram, ritstjóri DV, skrifaði pistil í sitt helgarblað. Þar var hann að fárast yfir því að Kvikmyndasjóður veitti styrk til framleiðslu íslenskra kvikmynda. Hann segir: „í útlöndum er kvikmynda- gerð ábatasöm atvinnugrein og góðar bíómyndir raka saman auði og engum dettur í hug að styrkja þá atvinnustarfsemi sem verður að standa og falla með því, hvort áhorfendur fást í bíó- in“. Merkileg klausa að tarna: í henni er varla satt orð. Engum hefur til þessa dottið í hug að það séu einkum, „góðar“ bíómyndir sem raka saman fé (þótt það geti vissulega komið fyrir). I annan stað er það rangt, að engum detti í hug í útlöndum að styrkja kvik- myndagerð. Sannleikurinn er sá, að margfalt stærri þjóðir en ís- lendingar telja sjálfsagt að styrkja sína kvikmyndagerð með opinberu fé. Það gera menn blátt áfram vegna þess að annars væri ofurveldi og yfirburðastaða bandarískrar framleiðslu enn meira en nú er: kvikmyndaiðnað- ur mundi hverfa í allmörgum löndum, eða dragast feiknamikið saman. íhaldsraus Ellert Schram heldur áfram og fordæmir með þessum hætti hér aðstoð hins opinbera við list- sköpun yfirhöfuð: „Og þá er um að gera að styrkja listsköpunina ef almenn- ingur hefur ekki vit á henni og þannig erum við smám saman að koma okkur upp nýrri starfsstétt sem hefur það að atvinnu að búa til list á opinberu framfæri af því hún er ekki við hæfi markaðar- ins.“ Þetta sýnist allt vera gamalt og nýtt íhaldsraus um að það eitt eigi að ráða afdrifum mannlegra at- hafna (og þá listaverka, sköpun- arstarfs), hvort markaðurinn er hagstæður á líðandi stund. Um leið og stuðst er við visku þeirra búra, sem segir frá í Heimsljósi Halldórs Laxness: þeir vissu að íslenska þjóðin hafði um aldir átt í höggi við skelfilega menn sem ekki nenntu að vinna fyrir sér og þóttust vera skáld. Hinir freku Pallar En nú ber svo við, að þessu næst fer Ellert að tala um fyrir- bæri sem hann kallar „Palli var einn í heiminum“. Palli þessi kemur, að dómi ritstjórans víða við sögu og lætur si sona: „AIIs staðar skýtur hann upp kollinum, maðurinn sem veit allt best, tekur þarafir sínar framyfir aðrar þarfir, treðst um í krafti frekju sinnar og eigingirni." Samkvæmt hinni sérstæðu rök- vísi ritstjórans falla þessir aðilar hér svo undir hatt hins freka og yfirgangssama Palla: Þeir sem styðja íslenskar kvikmyndir af ríicisfé. Einræðisherrar eins og Napóleon, Hitler og Stalín. Séra Sigurbjörn Einarsson fyrrum biskup, sem var eins og menn muna einn af forystumönnum Þjóðvarnarmanna, sem börðust gegn aðild íslands að Atlanshafs- bandalaginu. („Þjóðvarnarmenn vildu hafa heiminn út af fyrir sig,“ segir Ellert Schram). Níð um alla þjóðvörn Þegar ritstjórinn hefur tekið þetta undarlega stökk frá Hitler og Stalín til íslenskra natóand- stæðinga kemur loks að því hvað hann er eiginlega að fara með samsetningi sínum. Hann vill taka þá fyrir sem hafa fyrr og síð- ar áhyggjur af sjálfstæði og menningu lítillar þjóðar (vegna erlendra herstöðva, vegna „hol- skeflu engilsaxneskra áhrifa“ í ljósvakanum ofl.) - og þetta lið vill hann með samanburðarfræð- um gera að valdsjúkum gikkjum sem þykjast allt vita betur en aðr- ir menn. Svo segir hann: „(Við) hræðumst útlöndin, ótt- umst áhrifin og gælum við þá hug- mynd að geta verið eins og Palli - einir í heiminum. Hér eru settar strangar reglur um útbreiðslu og notkun erlends sjónvarpsefnis. Tunguna verður að verja segja þjóðvarnarmenn og vilja setja lás og slá á hætturnar sem berast utan úr geimnum. Efnahagslegt sjálfstæði verður að verja segja föðurlandsvinirnir og vara við Efnahagsbandalaginu. Og Steingrímur samgönguráðherra bregður sér í líki Einars Þveræ- ings og hafnar varaflugvelli." Gafst upp fyrirfram Þetta er nú eitthvað annað en sá sveigjanlegi og raunsæi og al- þýðlegi Ellert Schram, sem er ekki aldeilis einn í heiminum og vill sem mestan félagsskap af Nató og EBE og gervihnattasjón- varpi. Hann segir svo galvaskur: „Við mætum ekki utanaðkom- andi hættum eða áhrifum með tortryggni eða þjóðarvarnarmúr. Við mætum þeim með því að bjóða þeim heim og berjast við þær á eigin vígvelli. Við verndum ekki íslenskuna með því að banna enskuna heldur með því að bæta málið með aukinni kennslu." Látum nú þessa yfirlýsingu vera þótt margir gallar séu á: vit- anlega þurfum við að berjast við „hættur og áhrif“ á eigin vígvelli. En Ellert Schram skilur það ekki, að það eru einmitt hinir skelfi- legu íslensku „Pallar“, sem standa í þeim slag. Ekki hann sjálfur - sem hóf mál sitt í þessari sömu grein á því að andskotast út í stuðning við listir og þá kvik- myndir. Ef sá kvikmyndasjóður, sem Ellert Schram var að finna flest til foráttu, ekki styður við bakið á íslenskri kvikmyndagerð, þá verða öngvar íslensk.ar kvik- myndir til. A því þýðingarmikla sviði erum við þá ekki „einir í heiminum" - heldur erum við þar alls ekki, við erum Amríka. Og mundi svo fara á mörgum sviðum öðrum ef það gengi eftir sem Ell- ert Schram er í rauninni að segja í grein sinni - hvort sem hann nú gerir sér grein fyrir því sjálfur eða ekki. ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6 -108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, SiljaAðalsteinsdóttir. Fróttastjóri : LúðvíkGeirsson. Aðrir blaðamenn: DagurÞorleifsson, ElíasMar(pr.),Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir(pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), SævarGuðbjörnsson, Þorfinnurómarsson(íþr.), ÞrösturHaraldsson. Framkvæmdastjóri:HallurPállJónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Augiýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Husmóðir. Eria Lárusdóttir Utbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsia: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðílausa8ölu:70kr. Nýtt Helgarblað: 100kr. Askriftarverð á mánuði: 800 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlftjudagur 21. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.