Þjóðviljinn - 21.02.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.02.1989, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN— Fylgist þú meö einhverj- um framhaldsþætti í sjónvarpinu? Þóra Ólafsdóttir sölufulltrúi: Rauðar rósir, gífurlega vandaður þáttur og góður. Guðrún Markan nuddkona: Nei, ég fylgist ekki með neinum, ég hef engan tíma ég er alltaf að vinna. Sigurður Þorri Sigurðsson sölumaður: Matador. Danir komu mér á óvart með þessum þáttum, bæði góðir og spennandi. Ingibjörg Daðadóttir húsmóðir: Já, danski þátturinn er afskap- lega skemmtilegur, og svo Derr- ick auðvitað, þetta er það eina sem ég hef áhuga á í sjónvarp- inu. Jón Magnússon lögmaður: Ég fylgdist með ameríska fótbolt- anum meðan hann var, annars hef ég nóg annað við tímann að gera. blÓÐVILIINN hrlAíi iWnm ir Ol fohn'inr lOflO tAli ihlnA Arnnnni Þrlðjudagur 21. febrúar 1989 36. tölublað 54. örgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 ísland og umheimurinn Fólkiö, ekki talnadálkar Velheppnuð ráðstefna Alþýðubandalagsins um Evrópubandalagið á laugardaginn Þátttakendur og ávarpendur á ráðstefnu Alþýðubandalags- ins um „ísland og umheiminn“ á Hótel Sögu á laugardag luku upp einum munni um það að fundur- inn hefði verið einkar vel heppn- aður, -og sumir tóku sérstaklega fram að það væri merkilegt að geta haldið jafn óleiðinlega ráð- stefnu heilan dag um jafn flókið efni og viðamikið og afstöðu Is- lendinga til þeirra breytinga sem nú eru í gangi í Evrópubandalag- inu. Þarna á Sögu voru haldnar ein- ar tuttugu og fimm tölur frá níu til fimm og var samankomið til þess fólk hvaðanæva úr samfélaginu. Nokkur smábrot úr ávörpum og erindum (auðvitað úr sam- hengi og mismunandi orðrétt): Kjartan Jóhannsson: íslenskt hagkerfi er langt frá því að vera eins lokað og menn vilja halda. Birgir Björn Sigurjónsson: Evr- ópubandalagið er hagsmunafélag fyrirtækjanna. Júlíus Sólnes: T>að er betra að þúsundir manna fiagi blýanta í Brússel en að hundruð þúsunda berist á banaspjót á víg- völlunum. Svavar Gestsson: Hugsum málin gagnvart EB útfrá fólkinu, ekki talnadálkunum. Þorsteinn Magnússon: Valdið hefur ekki dregist í mjög miklum mæli frá ríkjunum til Evrópu- bandalagsins, heldur frá þjóð- þingum EB-ríkjanna til ríkis- stjórna þeirra. Már Guðmunds- son: Það er æskilegt og óhjá- kvæmilegt að fjármagnshreyfing- ar verði frjálsari en nú er, en við eigum að hugsa rækilega hvert skref áður en kemur að ákvörð- unum. Gunnar Helgi Kristinsson: Það er fífldirfska að ætla sér að svara nú spurningum um ísland og Evrópubandalagið. Við eigum að feta leiðina í smáum skrefum. Valgerður Sverrisdóttir: Eigum að feta hinn gullna meðalveg. Ótakmarkað flæði fjármágns er útilokað fyrir okkur, og óheftur flutningur vinnuafls mjög vara- samur. Kjartan Jóhannsson: Gætum notað skandínavíska módelið gagnvart Evrópubanda- laginu um vinnumarkað, og líka snúið því að fjármagnsmarkaðn- um. Ari Skúlason: Erum aðilar að viðræðum evrópskra verka- lýðsfélaga við atvinnurekendur og framkvæmdastjórn EB um fé- lagsumbætur í bandalaginu. Kristín Einarsdóttir: Staða kvenna hefur ekki batnað innan Nokkrir ráðstefnugesta. Fremstir Steingrímur Sigfússon og Jón Torfi Jónasson. Á myndinni eru að auki m.a. Már Guðmundsson, Árni Páll Árnason, Gísli Gunnars- son, Guðrún Ágústsdóttir, Jó- hann Antonsson, Gestur Guð- mundsson, Birgir Björn Sigur- jónsson. (Myndir: Jim). arútvegsmálum í bandalaginu. Ólafur Davíðsson: Vandi okkar á næstu árum er ekki markaður fyrir útflutningsvörur heldur um- hverfi atvinnulífsins. Jónas Krist- jánsson: Evrópubandalagið er í raun risaútgáfa af íslenska land- búnaðarráðuneytinu. Báðar stofnanirnar eru framlenging þreyttra atvinnuvega, stjórnverndað samsæri gegn neytendum, heimur innflutnings- bóta, búmarks og framleiðslur- éttar. Við höfum nóg af drekum fortíðarinnar hér þótt við förum ekki að gerast aðilar að henni á evrópskum vettvangi. Júlíus Sólnes: íslenska bankakerfið mundi ekki taka eftir því þótt ís- lendingum fjölgaði tífalt á einni nóttu. Ragnar Árnason: Við þurfum rannsóknir, stefnu- mótun, samningaviðræður. Því ekki að koma upp rannsóknar- stofnun um utanríkisviðskipti og efnahagsbandalög? Að ógleymdri Tora Houg þing- manni Sósíalíska vinstriflokksins í Noregi, sem flutti ítarlegt erindi um andstöðu flokksins við aðild Noregs að EB, en fastlega er bú- ist við að þingkosningarnar þar í haust snúist um endurvaktar til- lögur um aðild. Þjóðviljinn mun síðar gera skil máli Þóru og af- stöðu norskra vinstrimanna nú til EB. Lesið líka viðtal við Hjörleif Guttormsson, einn helstu undir- búningsmanna ráðstefnunnar, á síðu 2, og leiðara á síðu 4. -m Tora Houg þingmaður SV í Nor- egi, gestur ráðstefnunnar. Tveir hressir áhugamenn um utanríkisviðskipti: Pétur Guð- jónsson rekstrarráðgjafi og leið- togi í Flokki mannsins, og Magn- ús Gunnarsson framkvæmda- stjóri SÍF. Evrópubandalagsins. Við eigum alls ekki að ganga í bandalagið, en þurfum vissa aðlögun. Guðjón B. Ólafsson: Þurfum þannig ramma utanum íslenskt atvinnu- líf að almenn efnahagslögmál og rekstrarlögmál fái að virka nokk- urnveginn í friði. Magnús Gunn- arsson: Evrópumarkaðurinn er að því leyti betri en Bandaríkja- markaður að Evrópumenn kunna að borða fisk. Útgerðar- hagsmunir eru að styrkjast innan EB eftir inngöngu Spánar og Portúgals, sem gjörbreytti sjáv- wmmmam ■BraHBS 1801

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.