Þjóðviljinn - 21.02.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.02.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 21. febrúar 1989 36. tölublað 54. árgangur Forsœtisráðherra Engan herflugvöll í tíð þessarar ríkisstjómar SteingrímurHermannsson: Stjórnarsáttmálinn stöðvar öll áform um lagningu Natá flugvallar. Hverjireru ófriðartímaroghverjirfriðartímaraðskilgreiningu Wörners? Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra tók af skarið í varaflugvallarmálinu á alþingi í gær, lýsti því yfir að ekki yrði ráðist í að leggja varaflugvöll á kostnað Mannvirkjasjóðs Nató. Ástæða þessa væri einföld; innan ríkisstjórnar sinnar væru skoð- anir skiptar um það hvort slíkur völlur væri hernaðarmannvirki eður ei og samkvæmt stjórnar- sáttmála skyldi ekki ráðist í neinar hernaðarframkvæmdir. Forsætisráðherra sagði ófull- nægjandi að segja sem svo að var- aflugvöllur Nató yrði aldrei tek- inn til hernaðargagns nema á ófriðartímum. Hverjir væru frið- artímar? í varnarsamningi ís- lendinga og Bandaríkjamanna stæði að hér skyldi ekki vera her á friðartímum. Og herinn kom 1951 vegna ófriðar í Kóreu! Ann- að mál væri svo að heimila for- könnun. En hann efaðist um að Nató legði í kostnað vegna henn- ar ef búið væri að útiloka fram- kvæmdina. Og vegna ágreinings um verksvið ráðherra tók hann það fram að samgöngumál væru á forræði samgönguráðherra. Umræðurnar um „varaflug- vallarmálið" voru utan dagskrár í sameinuðu þingi. Fram kom að Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra hyggst þrátt fyrir allt heimila forkönnun Nató á hagkvæmni við flugvallargerð. Flutti hann langt mál um nauðsyn þess að „tryggja öryggi" í flugsamgöngum með lagningu risaflugvallar á kostnað Nató. Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra vísaði á bug að ör- yggi væri ábótavant. Hvort menn teldu að ísl. og erl. flugfélög sem flygju á íslensku flugstjórnar- svæði bæru öryggi farþega sinna fyrir borð? Hann sagði engar ósk- ir hafa borist frá alþjóðlegum flugmálayfirvöldum um varaflug- völl á íslandi því hann væri til staðar. Fullkominn í Keflavík og allgóðir í Reykjavík og á Akur- eyri. Landeigendafélag Laxár og Mývatns hefur mótmælt hug- myndum um að leggja Natóflug- völl í Aðaldal. í fundarályktun félagsins frá því á föstudag segir ma. :„Við minnum á að þessi flugvöllur yrði mjög nærri bökkum Laxár og ógnaði tví- mælalaust lífríki árinnar og um- hverfi hennar, td. Skjálfandafl- óa." Vigfús Jónsson, bóndi á Laxa- mýri og varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði við Þjóð- viljann að landeigendum hefði ekki verið sýnd sú lágmarks- kurteisi að rætt væri við þá um þetta flugvallarmál. En þar eð mikill og óbilgjarn þrýstingur væri kominn á málið hefði Land- eigendafélagið séð ástæðu til að minna á sig. ks/-61g Umhleyplngar áfratn. Ekkert lát virðist ætla að verða á umhleyping- unum sem hrjáð hafa landann að undanförnu. í gær gekk á með eljum í Reykjavík síðdegis. Það bitnaði þó ekki á fluginu einsog oft áður. Þess á milli var bjart og sá til sólar lengur en samanlagðar sólskins- stundir í janúar, en þær voru aðeins tvær. Fyrir norðan kyngdi niður snjó. Á Siglufirði var varað við snjóflóðahættu og var höfð snjóflóða- vakt í nótt. í dag er búist við svipaðri veðráttu og í gær um land allt. Mynd Jim Smart. Heilsuhœlið Hveragerði Fiskur einusinni í viku Frá og með 1. mars verðurfiskmeti vikulega á borðum á Heilsuhœli Náttúrulœkningafélagsins Stjórn Náttúrulækningafélags- ins hefur ákveðið að frá og með 1. mars verði fiskur a borð- um einusinni í viku á Heilsuhæl- inu í Hveragerði. Eiríkur Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Heilsuhælisins, sagði við Þjóðviljann í gær að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem boðið væri upp á sjávarafurðir á Heilsuhælinu því frá upphafi hefði verið boðið upp á lýsi og undanfarin ár upp á hrogn og lifur þegar það hefði fengist, auk þess sem hangikjöt hefði meira að segja verið á borðum á jólum. „Dr. Laufey Steingrímsdóttir gerði úttekt á næringargildi fæð- unnar á síðasta ár og þá kom í ljós að þótt maturinn hér sé ákaflega hollur þá eru ákveðnar veikar hliðar á samsetningunni, einkum gagnvart fólki sem þarf t.d. að byggja upp orkubúskap sinn eftir erfiða sjúkdóma. Slíkt fólk þarf orkumikinn mat og það er auðveldlega hægt að bæta með fiskneyslu. Það hefur alltaf verið markmið okkar að hafa hollan mat á boðstólum og fáir efast um hollustu fisks." Þótt fiskmeti verði á boðstól- um einusinni í viku verður jafn- framt hægt að fá grænmetisrétti. Fiskurinn verður gufusoðinn þannig að hann missi ekki nær- Sigurður Sveinsson átti stjörnu- leik á móti V-Þjóðverjum. B-keppnin EBIagt Island sigraði V- Þýskaland 23:21 íslenska handboltalandsliðið sýndi styrk sinn í gær þegar það sigraði landslið V - Þjóðverja í jöfnum og spennandi leik með 23:21 þrátt fyrir að frönsku dóm- ararnir hjálpuðu Þjóðverjum dyggilega. Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik en í byrjun þess síðari náði íslenska liðið frábærum leikkafla og 4ja marka forskoti 15:11. Þá gripu frönsku dómar- arnir til sinna ráða og útilokuðu Kristján Arason frá frekari þátt- töku í leiknum. Þegar staðan var 16:15 fyrir íslenska liðið var Al- freð Gíslasyni vikið af leikvelli fyrir fullt og allt og við það tvíefl- dust strákarnir og sigu fram úr með þrumufleygum Sigurðar Sveinsonar og Héðins Gilssonar. í dag verður leikið við Sviss og verður bein útsending frá leiknum í Ríkissjónvarpinu auk þess sem honum verður lýst á Rás '2. Sjá síðu 7 ingarefni. Auk þess verður boðið upp á brauð með síðdegis en fram til þessa hefur einungis verið boð- ið upp á kökur. Ýmislegt fleira er á dagskrá um þessar mundir hjá Náttúrulækn- ingafélaginu að sögn Eiríks. Nú er t.d. í undirbúningi endurhæf- ingarprógramm fyrir krabba- meinssjúklinga og hefst það trú- lega í haust. -Sáf Seyðisfjarðarkirkja Miljónatjón í eldsvoða Miljónatjón varð á Seyðisfirði þegar kviknaði í kirkju bæjarins á 9. tímanum í gærmorgun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en kirkjan er stórskemmd og talið að það muni taka nokkra mánuði að komu henni í samt lag að nýju. Að sögn sóknarprestsins Krist- jáns Róbertssonar var verið að vinna að endurbótum á kirkjunni og talið að eldurinn hafi kviknað út frá neista frá gastæki sem iðn- aðarmenn voru að vinna með við dúklagningu uppi á svölum kirkj- unnar. Komst hann í einangrun og klæðningu og breiddist fljótt út. Við slökkvistarfið varð að rífa klæðningu utan á kirkjunni til að komast að eldinum og er hún ákaflega illa farin að innan. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.