Þjóðviljinn - 21.02.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.02.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Afganaþing Hver höndin upp á móti annarri „Hófsamir“ neita að skipa menn í bráða- birgðastjórn Afganskir skæruliðar og stuðn- ingsmenn þeirra, sem síðan 10. febr. hafa setið á þingi í Raw- alpindi í Pakistan, virðast engu nær því en við þingsetningu að komast að samkomulagi. Hefur ekki gengið' á öðru en hörðum deilum og stundum hafa hinir og þessir fulltrúar gengið af fundi í mótmælaskyni. Tvenn súnnítasamtök, sem hófsöm er kölluð, neita að skipa fulltrúa í bráðabirgðastjórn þá, sem þinginu er ætlað að mynda, þar eð þau gruna bókstafstrúaða súnníta um ráðabrugg með það fyrir augum að ná töglum og högldum í stjórninni. Bókstafs- trúaðir ámæla hófsömum hins- vegar fyrir að draga stjórnar- myndun á langinn í þeim tilgangi að koma sínum manni á forsætis- ráðherrastól. Bókstafstrúaðir vilja fá sem forsætisráðherra Ahmed nokkurn Shah, varafor- mann samtaka sem Saúdi-Arabía fjármagnar. Sagt er að jafnvel þeir bjartsýnustu af vestrænum stjórnarerindrekum, sem með þinginu fylgjast, geri sér nú litlar vonir um að samkomulag náist á því. „Þetta er mjög, mjög dapur- legt,“ er haft eftir einum þeirra. Najibullah og hans menn í Kabúl eru sagðir heldur að hressast vegna sundurlyndis fjenda sinna. Talið er að Najibullah hafi und- anfarið styrkt valdaaðstöðu sjálfs sín, t.d. með því að endurskipu- leggja stjórn sína og skipa herráð til að stjórna stríðinu við mujahi- deen. Hann er líka á ferð og flugi við að ávarpa lið sitt og stappa í það stálinu. Reuter/-dþ. Mujahideenstríðsmaður og skrípamynd af Najibullah, sem heldur virðist vera að hressast vegna sundur- lyndis fjenda sinna. Rushdie Evrópubandalag mótmælir Khomeini Hið sama gerir erkibiskupinn af Kantaraborg. I Teheran erhöfundi Kölskaversa vísað til kvalastaðar u tanríkisráðherrar 12 aðildar- ríkja Evrópubandalagsins samþykktu í gær að æðstu menn sendiráða þeirra í Teheran skyldu kallaðir heim til ráða- gerða, í mótmælaskyni vegna hvatninga Khomeinis höfuð- klerks Irana til þess að Salman Rushdie, höfundur skáldsögu- nnar Kölskaversa, sem mjög hef- ur farið fyrir brjóstið á múslím- um, verði drepinn. Jafnframt samþykktu ráðherrarnir að hætt yrði í bráðina við allar heimsókn- ir æðstu manna milli bandalags- ins og írans. f samþykkt ráðherranna er dauðadómurinn yfir Rushdie fordæmdur sem hvatning til morðs og brot á grundvallarregl- um um samskipti ríkja. Robert Runcie, erkibiskup af Kantara- borg og æðsti kirkjuhöfðingi um 70 miljóna anglíkana um víða Pólland Kim II Sung reiður Ungverjum Ungversk stjórnvöld hafa gert auknar ráðstafanir til að tryggja öryggi sendiráða sinna í Peking og víðar, af ótta við hefndarað- gerðir af hálfu Norður-Kóreu. Ungverjaland tók 1. febr. s.l. upp fullt stjórnmálasamband við Suður-Kóreu og varð til þess fyrst ríkja undir stjórn kommún- ista. Norður-Kóreustjórn brást ókvæða við, sakaði Ungverja um svik og kallaði heim ambassador sinn í Búdapest, Kim Pyong II, næstelsta son leiðtogans Kim II Sung. Reuter/-dþ. Samráð stjómar og Samstöðu Stjórnarandstceðingarfái allt að 40 afhundraðiþingsœta. Rœtt um Viðræður þær milli pólskra stjórnvalda, verkalýðssam- bandsins Samstöðu o.fl. aðila, sem hófust í Varsjá 6. febr., snú- ast nú einkum um ráðstafanir í efnahagsmálum. Meðal annars er rætt um tengingu launa og verð- bólgu og skerðingu á valdi komm- únistaflokks landsins í atvinnulíf- inu, en flokkurinn hefur hingað til í raun ráðið mannavali í mikil- vægustu stöður á þeim vettvangi. Ætla má að mikið sé í húfi hvernig til tekst í viðræðum þess- um, þar eð Póiland er allilla á efnahagsráðstafanir vegi statt í efnahagsmálum. Verðbólgan varð 74% s.l. ár og erlendis skuldar ríkið 37 miljarða doliara. Sagt er að möguleikar Pólverja á að borga þá skuld séu hverfandi. Hið mikilvægasta, sem hingað til hefur gerst í viðræðum þess- um, er að á laugardag s.l. sam- þykkti Samstaða tillögu stjórnvalda um breytingar á kjör- skipan. Samkvæmt tillögunni eiga stjórnarandstæðingar að geta fengið allt að 40 af hundraði þingsæta. Þetta myndi tryggja stjórnarandstæðingum ítök á þingi, sem þeir hafa ekki haft áður, enda þótt kommúnista- flokkurinn hafi þar undirtökin áfram. Enda þótt viðræðurnar feli í sér viðurkenningu stjórnvalda á Samstöðu sem helsta stjórnar- andstöðuaðila landsins í raun, hefur banni valdhafa á verkalýðs- sambandinu enn ekki verið létt af því formlega, en búist er við að það verði gert innan skamms. Samstaða var brotin á bak aftur í bráðina er herlög voru sett á í des. 1981. Reuter/-dþ. veröld, fordæmdi einnig í gær til- skipanir Khomeinis gegn Rush- die. Sá gamli er hinsvegar ekki af baki dottinn, því að á sunnudag endurtók hann dauðadóminn yfir þessum indversk-breska rithöf- undi og kvað engu breyta í því efni þótt Rushdie iðraðist. Rush- die hafði þá látið í ljós, að sér þætti miður að hafa sært tilfinn- ingar múslíma. Talið er að sumir forustumanna írans, þeirra á meðal Ali Khamenei forseti, séu óhressir yfir téðum yfirlýsingum síns andlega leiðtoga og sjái fram á að þær muni að engu gera við- leitni þeirra til bættra samskipta við Vesturlönd. Haft var eftir einum aðstoðarmanna Khom- einis á sunnudag að Rushdie myndi vissulega til helvítis fara fyrir skrif sín. Reuter/-dþ. Austurlönd nœr Sovéskt fmmkvæði Heimsókn Shevardnadze til Arabalanda og viðrœður hans við leiðtoga bæði araba og ísraels eru til marks um afstöðubreytingu sovésku stjórnarinnar viðvíkjandi deilum þessara aðila Eduard Shevardnadze, utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, hefur í yfirstandandi heimsókn sinni til Austurlanda nær fengið samþykki Egyptalands, Jórdaníu og Sýrlands við áætlun um að koma á sáttum milli ísraels og ar- aba, sem sovéska stjórnin hefur lagt fram. í áætluninni er lagt til að ráðstefna allra deiluaðila verði haldin undir umsjá Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Sovéska stjórnin er sögð trúa á „tveggja ríkja lausn,“ þ.e. að pal- estínskt ríki verði myndað úr Vesturbakkahéruðum og Gaza. ísrael vill fyrir sitt leyti friðarvið- ræður við Arabaríki, en ekki Frelsissamtök Palestínu (PLO) og kærir sig ekki um að S.þ. hafi mikil afskipti af þeim viðræðum. Öðrum þræði virðist för She- vardnadze vera farin til að leggja áherslu á vilja stjórnar Gorbat- sjovs til bættra samskipta við Eg- yptaland og ísrael. Fáleikar hafa verið með Egyptum og Sovét- mönnum síðan um miðjan s.l. áratug og lítið vantaði á fullan fjandskap með ísrael og Sovétr- íkjunum lengi eftir að Sovétmenn slitu stjórnmálasambandi við ís- rael út af sexdagastríðinu 1967. Jafnframt hafa Sovétmenn vopn- að PLO og Sýrland, erkióvini ís- raels. Sovéskir ráðamenn virðast nú hafa komist að þeirri niður- stöðu, að til þess að geta haft að einhverju marki frumkvæði um lausn deilna fyrir Miðjarðarhafs- botni verði þeir að vingast við alla aðila. Þeir hafa þannig auðsýnt ísraelum vinsemd með ýmsu móti undanfarið, til stendur að Shevardnadze ræði við Moshe Arens, utanríkisráðherra ísraels, í Kaíró á morgun og haft er eftir háttsettum embættismanni ísra- elskum að vaxandi líkur séu á því að sovéska stjórnin taki upp fullt stjórnmálasamband við lsrael á þessu ári. Talið er að Gorbatsjov hafi lagt allfast að Arafat PLO- leiðtoga að viðurkenna tilveru- rétt ísraels og samþykkja marg- umtalaða 242-ályktun S.þ. Nokk- urs kvíða kvað gæta meðal ísra- elskra forustumanna um að risa- Shevardnadze - fyrsta heimsókn svo háttsetts sovésks stjórn- málamanns til Egyptalands í meira en áratug. veldin semji um málið yfir höfuð öðrum deiluaðilum og þrýsti síð- an ísrael sameiginlega til þess samkomulags. Reuter/-dþ. 32 pyndaðirtil bana Tyrknesk stjórnvöld hafa við- urkennt að 32 menn hafi verið pyndaðirtil bana í fangelsum þar- lendis síðan 1980. Amnesty Int- ernational, hin kunnu baráttu- samtök fyrir mannréttindum, höfðu áður tilkynnt að engin skýring hefði fengist á dauða 144 manna, sem látist hefðu í tyrkn- eskum fangelsum á þessu tíma- bili. Að sögn tyrkneskra tals- manna eru tíu þessara manna enn á lífi, en 102 eru sagðir hafa framið sjálfsvíg, fastað til bana eða látist af völdum sjúkdóma og í „átökum viö fangaverði." Reuter/-dþ. Bardagar í Beirút Að minnsta kosti 58 menn féllu og um 130 særðust í bardögum í s.l. viku í Beirút, höfuðborg Líbanons. Áttust þar viö líbanski herinn og kristnir harðlínumenn, sem nefnast Líbanski liðstyrkur- inn. Átökin munu hafa stafað af ágreiningi milli Michels Aoun, hins kristna yfirmanns Libanons- hers, sem koma vill á sterkri mið- stjórn í landinu, og leiðandi manna í Líbanska liðstyrknum, sem vilja að Líbanon verði bandalag héraða með víðtækri sjálfstjórn. Tekist hefur nú að koma á vopnahléi og forustu- menn hinna stríðandi aðila hafa tekið upp viðræður. Reuter/-dþ. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.