Þjóðviljinn - 21.02.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.02.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Arnarflug Viðræður við Flugleiðir Sigurður Helgason: Flugfloti Arnarflugs hentar okkur ekki. Förum í viðrœður að beiðni ríkisins. Þörfá stœrri flugfélögum. British Airways á leiðinni hingað Samgönguráðherra hefur skipað nefnd til viðræðna við Flugleiðir hf. vegna framtíðar Arnarflugs og mun fyrsti fundur væntanlega verða haldinn í dag. Þó hefur dyrunum ekki endan- lega verið lokað á Arnarflugs- menn sem halda áfram tilraunum sínum til að afla nægilegs fjár- magns til að tryggja öruggan rekstur félagsins. Lítið mun þó hafa miðað í því máli að undan- förnu. Sigurður Helgason, for- stjóri Flugleiða, sagði í samtali við Þjóðviljann að fyrirtækið gengi til þessara viðræðna að beiðni ríkisvaldins en gerði það án skilyrða og með opnum hug. Sigurður sagði að Flugleiðir hefðu beðið um ákveðnar upplýs- ingar frá samgönguráðherra í desember um fjárhagsstöðu Arn- arflugs. Þær upplýsingar hefðu ekki fengist enn og því vissu Flug- leiðamenn ekki „hvað dæmið er stórt.“ „Við erum á fullri ferð við að endurnýja flugflota félagsins og höfum því ekki ótakmörkuð fjárráð.“ „Ég tel ekki að það breyti neinu um samkeppnisstöðu Flug- leiða þó að Arnarflug hverfi af markaðnum. Við erum háðir samþykki yfirvalda um verð flug- miða og hingað fljúga erlend flugfélög eins og SAS, og British Airways hafa boðað komu sína hingað. Hins vegar skiptir stærð máli í flugrekstri og við gætum eflaust náð fram hagræði í rekstri ef við yfirtækjum Arnarflug. En við þekkjum ekki fjárhagsstöðu Arnarflugs og flugvélar þess passa ekki stefnu Flugleiða á sviði endurnýjunar flugflotans. Þeirra flugvélar eru eflaust báðar um 20 ára gamlar og fullnægja ekki þeim hávaðamörkum sem verið er að setja í Evrópu, þannig að það eru ekki vélar til frambúð- ar," sagði Sigurður Helgason. í viðræðunefnd Flugleiða verða auk Sigurðar þeir Björn Theodórsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, og Halldór Vil- hjálmsson, framkvæmdarstjóri fjármáiasvið. f nefnd samgöngu- ráðherra verða þeir Halldór S. Kristjánsson, samgönguráðu- neytinu, Þorsteinn Ólafsson, efnahagsráðgjafi forsætisráð- herra, Þórhallur Arason, fjár- málaráðuneytinu, og Stefán Reynir Kristinsson, fulltrúi við- skiptaráðherra. Þá hafa þeir Hjörtur Torfason hrl. og Ragnar Aðalsteinsson hrl. verið skipaðir sérstakir trúnaðarmenn sam- gönguráherra og munu þeir starfa með nefndinni. ^ Vaxtaverkirnir Húsnæðiskerfið í hætlu Hrafn Magnússon: Bjóði ríkið lífeyrissjóðum skuldabréfmeð lægri vöxtum en það selurá almennum markaði eruforsendur húsnœðiskerfisins brostnar Húsnæðiskerfíð hrynur hyggist stjórnvalda, banka ogsparisjóða. fjármálaráðuneytið selja líf- Ekkert slíkt hefði gerst. ks. eyrissjóðum ríkisskuldabréf með _________________________ lægri raunvöxtum en það seiur á almennum fjármagnsmarkaði. Fyrsti alíslenski sófinn! Nú ertil sýnis í Epalhúsinu fyrsti alíslenski sófinn. Það eru tveir ungir innanhúss- arkitektar, þau Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson, sem áttu hugmyndina og teiknuðu sófann en hann er jafnframt myndskreyttur þ.e. málaður af Þorláki Kristinssyni listmálara, Kjartan Einars- son bólstrari hefur smíðað og bólstrað sófann og framleiðandi er Epal. Ætlunin er að framleiða í hæsta lagi tíu mismunandi gerðir. Hver sófi kostar 290.000 krónur. Mynd Jim Smart. Borgarstjórn Flugleiðir Munar ekki um 5000 farþega „Við misstum þetta flug út í fyrra og það hefur ekkert skaðað okkur fjárhagslega þó að af þess- um samningum verði ekki nú. Við höfum ekki áhyggjur af því að þetta skaði okkur fjárhags- lega,“ sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, í samtali við Þjóðviljann í gær. Sem kunnugt er hafa verka- lýðsfélög neitað að staðfesta samninga við Flugleiðir vegna málsóknar Flugleiða gegn Versl- unarmannafélagi Suðurnesja og er talið að farþegafjöldi í þessum ferðum geti verið um 5000. Enda hafa Flugleiðir talað um að verkalýðsfélögin hafi reynt að beita félagið viðskiptaþvingun- um til að falla frá málsókn. Hins vegar mætti spyrja hvort orðið „viðskiptaþvinganir" eigi við, þegar mat Flugleiðamanna sjálfra er að missir orlofsflug- samninganna skipti þá engu máli fjárhagslega. Sigurður sagði „að ekkert hefði komið fram“ sem gæfi fé- laginu ástæðu til að falla frá mál- sókninni. Sagðist Sigurður ekki telja að málsóknin hefði skert orðstír Flugleiða og vísaði til skoðanakönnunar sem gerð var að frumkvæði félagsins, sem hann sagði að hefði sýnt að „fólk“ teldi málsóknina mjög eðlilega. Hvað má ráðhúsið kosta? Guðni Jóhannesson: Hvar verða mörkin varðandi kostnað við byggingu ráðhússins? Kostnaðaráœtlun borgarstjóra árið 1987heitir nú kostnaðarskot. Borgarfulltrúar stjórnarandstöðunnar mótmæltu harðlega framkvœmdum við ráðhúsið Einsog fram hefur komið stefnir í erfiða lotu samningavið- ræðna lífeyrissjóðanna og ríkis- valdsins um kaup hinna fyrr- nefndu á skuldabréfum til að fjár- magna húsnæðiskerfið. Fjár- málaráðuneytið er staðráðið í því að hvika hvergi frá 5% raun- vaxtamarkinu en lífeyrissjóðirnir hafa ekki í hyggju að ganga til nauðungarsamninga um 5% raunvexti af ríkisskuldabréfum ef svo fer að enginn falast eftir þeim á almennum markaði. Verkalýðshreyfingin setti sem skilyrði við mótun núverandi húsnæðiskerfis að vextir af skuldabréfum sem ríkið selur líf- eyrissjóðunum vegna húsnæðis- stjórnar skyldu vera sambærilegir við lánskjör ríkisskuldabréfa á al- mennum markaði. Þetta skilyrði var leitt í lögin um Húsnæðis- stofnun ríkisins. Að sögn Hrafns Magnússonar hjá Sambandi al- mennra lífeyrissjóða má vera að það skilyrði sé gengið sér til húð- ar hyggist ríkið selja sjóðunum bréf með vöxtum sem allir fúlsi við á almennum markaði. Því kynni nú að koma til kasta aðilja vinnumarkaðarins að ræða við stjórnvöld. Hrafn sagði sjóðina hafa samið til þriggja mánaða í lok fyrra árs vegna fyrirheita ríkisins um að í mars hefðu raunvextir náðst nið- ur með samræmdu átaki Hvar verða mörk sett varðandi hvað ráðhúsið má kosta? spurði Guöni Jáhannesson borg- arfulltrúi á fundi borgarstjórnar á fímmtudaginn þegar nýjasta kostnaðaráætlun verkefnis- stjórnar ráðhússins kom þar til umræðu. Eins og Þjóðviljinn hefur greint frá, er samkvæmt þeirri kostnaðaráætlun gert ráð fyrir að húsið muni kosta án innréttinga um einn og hálfan miljarð kr. Þegar ráðhússbyggingin var sam- þykkt hljóðaði áætlunin, sem borgarstjóri kallar nú kostnaðar- skot, uppá 750 miljónir á verðlagi ársins 1987. Kristín Á. Ólafsdótt- ir borgarfulltrúi benti á í umræð- unum, að þótt teknar væru með inn í kostnaðaráætlunina þær verðbreytingar sem orðið hefðu á tímabilinu hefði kostnaðurinn aukist um 610 miljónir kr. frá því að ákveðið var að ráðast í þessa umdeildu byggingarframkvæmd. Miklar umræður urðu á fund- inum um byggingu ráðhússins og bókuðu allir fulltrúar stjórnar- andstöðunnar mótmæli sín við framgang máisins. Þannig sagði Bjarni P. Magnússon í sinni bókun að í nóvember 1987 hefði húsið átt að kosta á núvirði 986 miljónir, og fermetrinn 73.582 kr. Nú 14 mánuðum síðar væri fermetrinn kominn upp í 146.611 kr. Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins og Framsóknar mótmæltu þeim gífurlegu fjármunum sem eytt hefur verið úr sjóðum borg- arbúa til að hanna húsið og bentu á að hönnunarkostnaður hefði hækkað um 100 miljónir frá því í júlí sl. En þessi gífurlegi hönnun- arkostnaður stafar að verulegu leyti af þeim framkvæmdahraða sem viðhafður er. Davíð Oddsson sagði á fundin- um að hann hefði skrifað Verð- lagsstofnun bréf þar sem hann hefði vakið athygli hennar á hækkun taxta hönnuða. Sam- kvæmt upplýsingum Verðlags- stofnunar hefur bréf borgarstjór- ans ekki enn borist þangað. Guðni Jóhannesson benti á í umræðunni, að hugmyndir væru um að notast við tvöfalt gler í hús- inu til að spara. Hann sagði að hún bryti í bága við byggingar- reglugerð en hún kveður á um að byggingar skuli búnar þreföldu gleri. —sg Félag leikstjóra Fordæma ummæli Helga Stjórn Félags leikstjóra á ís- landi hefur fordæmt ummæli Helga Skúlasonar leikara um Ingu Bjarnason leikstjóra, en hann sagði í útvarpinu að Inga væri ekki starfi sínu vaxin og getulaus sem leikstjóri. Þá mótmælir stjórn FLÍ { harðlega að Arnór Benónýss sé skráður eða kynntur sem le; stjóri sýningarinnar á Virgir Woolf og harmar að þetta h hleypt af stað moldviðri út af m sem á að leysa innan leikhússi með aðstoð fagfélaganna. Þriðjudagur 21. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.