Þjóðviljinn - 21.02.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.02.1989, Blaðsíða 11
____________UÓSVAKINN Útvarpið gerir gungur úr oss öllum Guðmundur Andri Thorsson Árni Björnsson þjóðhátta- fræðingur var um daginn að reifa hér í blaðinu þá kenningu að ís- land hefði verið nokkurs konar elliheimili dasaðra víkinga á þeim tímum þegar land var að byggjast og við værum þannig séð ekki af- komendur horskra víkinga, held- ur gamalmenna. Nú þarf maður ekki nema að hafa byrjað á nokkrum íslendingasögum til að sjá að þetta er hárrétt ábending hjá honum, ogsennilega er þarna komin skýringin á því hvers vegna við erum alltaf að nöldra þetta, síröflandi, eilíft tuð. Innst inni erum við íslendingar þras- gjörn og sífrandi gamalmenni. Við erum elliær þjóð - Tómas Jónsson Metsölubók er jafn átakanlegur spegill fyrir okkur að horfa í hann og hann var fyrir tuttugu og tveimur árum. Hugsaði ég þegar ég var um daginn að keyra heim á nýja flotta bílnum mínum og hafði gef- ist upp á hressu stöðvunum, sem höfðu ekkert að tala um þá stund- ina því hvergi var vont veður. Mig langaði sem sé að hlusta á eitthvað ætlað fullorðnum, en var samt ekki nægilega andaktugur fyrir lestur dagskrár á rás eitt. Ég fór að hlusta á rás tvö og þar var þáttur sem nefndur er Þjóðarsál- in, og ég sagði fyrir hálfum mán- uði að væri dýrlegur. Það var rangt hjá mér. Hann er ömur- legur. Þarna voru þessir dæmi- gerðu málsvarar „Fólksins“ urr- andi um nútímatónlist yfir ve- sældarlegum Þorkatli Sigur- björnssyni sem reyndi að tísta eitthvað glaðlega og gera gott úr öllu - við höfum nú svo misjafnan smekk, sumir hafa gaman af fót- bolta og aðrir vilja prjóna og allir verða að fá að hafa sín áhugamál. Ne-hei! sagði Fólkið. Ekki til að tala um. Banna þetta. Ekki láta þetta svo mikið sem heyrast. Það hefur enginn gaman af þessu. ENGINN. Fólk sem mætir á þessa tónleika er bara að þykjast. Það er að snobba. Tónskáldin eru bilaðir menn. Það á að reka þá úr landi. Það á að banna þetta í út- varpinu og líka þetta þarna Brennu-Njálsmyndin - er verið að gera grín að manni? Eg hlustaði áfram: Af hverju var Matador ekki endursýndur fyrir Vestfirðinga, en bara Reykvíkinga, það var svo ókurt- eis afgreiðslukona í Dömu- og Hattabúðinni þegar ég sendi þriggja ára son minn eftir korse- letti, af hverju er stansmerki á mótum Völskugrundar og Ker- úbsgötu, ég keypti ónýtan ost, þessir þingmenn eru allir eins, ja ég er nú öryrki, hvað á þýða... mig Iangar að kvarta... ég verð baraaðsegja... þaðáaðbanna... Það á að banna þennan þátt. Það ættu að vera Iög til að girða fyrir að maður skyggnist með þessum hætti inn í andlega kör þjóðarinnar. Svo fór ég að hugsa Hugsaði ég og burraði dreiss- ugur áfram. Ég var auðvitað svona hróðugur yfir því að hafa stundum hlustað á þetta plink- gonggong-klirriklirr án þess að súpa hveljur. Það sem hneykslaði mig svona djúpt var hinn djúp- rætti skortur á forvitni hjá þessu fólki, hin djúpa vanmetakennd yfir því að skilja ekki eitthvað - eins og nútímatónlist sé eitthvað að skilja; „hver skilur söng fugla," svaraði Gyrðir Elíasson í viðtali þegar hann var spurður um óskiljanleika nútímaljóða - og ekki síst: hinn djúprætti skortur á umburðarlyndi gagn- vart forvitni annatra. Þetta hljómaði nákvæmlega eins og einu sinni var talað um rokktón- list - og kannski er nútímatónlist hin eina og sanna öndergránd- menning... En svo fór ég að hugsa. Formið á þættinum er þannig að það er beinlínis verið að draga leið- indarpúkana upp á dekk. Öll lökustu þjóðareinkennin eru æst upp. Hringið nú og nöldrið. Kvabbið. Kvartið. Hver hringir í útvarpið til að tala? Jú, sá sem enginn annar nennir að tala við. Við getum ímyndað okkur ein- hvern mann, sem ersvo frámuna- lega leiðinlegur að allir taka á sig stóran sveig þegar þeir mæta hon- um, verða ógurlega önnum kafn- ir þegar hann krækir í þá, segja við verðum að hittast bráðum og eru roknir rétt þegar hann er bú- inn að þræla með ærnum eifiðis- munum út úr sér hvað segirðu gott og hvað ertu að gera. Hvað gerir nú þessi maður mæddur í raunurn sínum? Hann hringir þangað sem stór hluti þjóðarinn- ar neyðist til að hlusta á hann. Hann getur masað að vild og það er ekki hægt að skella á hann. Hann er tekinn alvarlega. Hann getur jafnvel ímyndað sér að ein- hver hafi beðið um hans álit á einhverju. Sennilega er það því ekki þver- skurður af þjóðinni sem hringir í útvarpið - vísast eru það aðallega fíflin. Ef til vill heyri ég bara í nöldurseggjunum. Og kannski erum við ágæt, hress og kát og ung í anda. Veðrið Sé svo má nú vitna í Einar Ben: Sjá, hin ungborna tíð vekur stormaogstríð. Allavega storma. Ég var um daginn að hreyta ein- hverju út úr mér um tilhögun veðurfrétta á rás eitt. Það mæltist ekki vel fyrir. Það virðist gilda um þær sem segir um stökuna í gamalli vísu: „Þetta er gamall þjóðarsiður/ það má ekki leggja liann niður." Og þegar ég hugsa mig betur urn er það alveg rétt. Við höfum misst sjónvarpslausu fimmtudagana, hundabannið í höfuðborginni og meira að segja bjórbannið og fer þá heldur betur að sneyðast um sérstöðu okkar í heiminum, allt það sem gerir okkur að þjóð, því flest erum við víst löngu hætt að sitja við sögur og ljóð. Þá er gott til þess að vita að íslensk þjóð hefur vísindaleg- ustu og rækilegustu og tíðustu veðurfréttir í heimi. Hitt er verra að það er erfitt að hafa spurnir af raunverulegri færð, vegna þess að útvarpsmenn allra rása hafa tilhneigingu til að gera smákalda að hvínandi stormi, og blandist við blásturinn örlítil ofankoma er komið eftir- læti allra útvarpsmanna: „snjó- stormurinn" ógurlegi, en það orð er nýyrði yfir hríðarbyl. Maður skilur það svo sem vel að menn sem hafa fátt annað við að vera en að snúa plötum og fátt annað að segja en að þetta hafi nú verið þetta lag og næst sé næsta lag, fyllist eldmóði þegar tíðindi ber- ast af föstum bíl, skynji loks til- gang sinn, putta sinn á æðaslög- um þjóölífsins, hlutverk sitt að leiðbeina og lýsa leiðir fólksins - en í þessum endalausu umhleyp- ingum verða þessar styrjaldar- upphrópanir líkastar tilkynn- ingum drengsins forðum tíð um úlfinn úlfinn. Sumir eru hættir að ansa þessu og æða út í öllum veðr- um - aðrir sitja heima hjá sér í eilífum ótta við snjóstorminn óg- urlega sem geisar alla daga. Út- varpsmönnunum er loksins að takast að gera okkur þessa ís- lendinga sem búum hérna í bæn- um að veðurhræddum vesal- ingum sem hin þjóðin hlær að. Útvarpið gerir gungur úr oss öllum. Mynd. Jim Smart. þlÓÐVILIINN FYRIR50 ÁRUM Alvarlegar afleiðingar (Banda- ríkjunum ef Bretarog Frakkar viðurkenna Franco. Ætla Bretar að láta f lota sinn hjálpa Franco til þess að taka hafnarborgirnar við Miðjaröarhafið? Stjórn Iðju endurkosin. íhaldið í nær 100 atkv. minnihluta. I DAG 21. FEBRÚAR þriðjudagur í átjándu viku vetrar, þriðji dagur góu, fimmtugasti og annardagurársins. Sólkemur upp í Reykjavík kl. 9.03 en sest kl 18.21. Tungl minnkandi á þriðja kvartili (fullt í gær). VIÐBURÐIR Dettifossi sökkt 1945. Kvenna- blaðið kemurút1895. APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúðavikuna 17.-23. tebr. er í Lyfjabúðinni Iðunni og Garðs Apóteki. Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar og annast naeturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur...........sími 4 12 00 Seltj.nes...........sími 1 84 55 Hafnarfj............simi 5 11 66 Garðabær............sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabilar: Reykjavik...........sími 1 11 00 Kópavogur...........sími 1 11 00 Seltj.nes...........simi 1 11 00 Hafnarfj............simi 5 11 00 Garðabær............simi 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspit- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnartjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akurey ri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspitalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, ogeftirsamkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalansHátúni 10B. Alladaga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala:virkadaga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðinvið Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spitalinn:alladaga 15-16 og 18.30-19. Sjúkrahúsið Akureyri: alla daga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið DAGBÓK Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavik: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrirung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka dagafrá kl. 10-14.Simi 688800. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími21500, símsvari. Sjálf shjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, simsvari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum ki. 18—19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin ’78. Svarað er i upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum timum. Síminn er 91-28539. Félageldri borgara. Opið hús í Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14.00. Bilanavakt (rafmagns-og hitaveitu:s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, lélags laga- nema, er veitt I síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Öpið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugaf ólks um alnæmisvand- ann vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendurþeirra. Hringið I sima91- 224400 alla virka daga. GENGIÐ Gengisskráning 20. febrúar 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar........ 51,00000 Sterlingsþund............. 90,19600 Kanadadollar.............. 42,87700 Dönskkróna................ 7,13790 Norskkróna................. 7,64220 Sænskkróna................. 8,10940 Finnskt mark........... 11,93540 Franskurfranki............ 8,15350 Belgískur franki........ 1,32450 Svissn. franki............ 32,67140 Holl. gyllini............. 24,60860 V.-þýskt mark............. 27,76270 ftölsklira................ 0,03784 Austurr. sch............... 3,94970 Portúg. escudo............ 0,33830 Sþánskur peseti............ 0,44620 Japanskt yen............... 0,40444 (rsktpund................. 74,04400 KROSSGÁTA 1 2 3 □ 4 6 3 3 u ■ 9 1Ó 11 12 13 n 15 18 L J Í7 18 u 18 20 ÍÍ n 22 24 • 25 • Lóðrótt: 1 lasleiki 4 þróttur 8 hesturinn 9 hyggja 11 eldfjall 12 óvinur 14 gangflötur 15 hæíileiki 17 hraðast 19 eyöi21 útlim22þökk 24 kjáni 25 endaði Lóðrétt: 1 seig2 skortur3daður4hrifs- aði 5 bók 6 múli 7 veislu 10binda 13 fjörugt 16 úrgangsefni 17hræðist 18um- dæmi 20 keyrðu 23 sting Lausn á síöustu krossgátu Lárótt: 1 sekk4fast8 lævirki 9 ábót 11 taut 12 rakinn 14 tt 15 seig 17ágætt21 rór21 suð 22 taug 24 traf 25 Anna Lóðrótt: 1 smár2klók 3kætist4fitni5Ara6 skut7tittir10baugur 13nett 17ást 18æða 20ógn23 AA Þriðjudagur 21. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.