Þjóðviljinn - 21.02.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.02.1989, Blaðsíða 9
FRETTIR _Til viðskiptamanna— banka og sparisjóða Tilkynning vegna breyttrar lánskjaravísitölu Að gefnu tilefni tilkynnist hér með, að bankar og sparisjóðir munu í starfsemi sinni, bæði hvað varðar lánskjaravísitölubundin innlán og útlán, fylgja þeim breytingum sem ákvarðaðar voru á lánskjaravísitöl- unni með auglýsingu Seðlabankans frá 23. janúar 1989, enda er það eina lánskjaravísitalan sem í gildi er. Af þeirra hálfu verður því ekki gerður fyrirvari við greiðslu um framhaldsinnheimtu síðar. Eigendum innheimtuskuldabréfa, sem verðtryggð eru skv. lánskjaravísitölu, er sérstaklega bent á það, að fylgt verður sömu reglu um bréf þeirra. Reykjavík, 16. febrúar 1989 Samvinnunefnd bankaog sparisjóóa Landmannalaugar Húsverðir til starfa Um miðjan febrúar tóku til starfa tveir húsverðir í sæiuhúsi Ferðafélagsins í Landmanna- laugum, þeir Sigurður Halldórs- son og Siggeir Lárusson. Áætlað- ur starfstími er fram að sumar- málurn. Petta er annar veturinn sem Ferðafélagið ræður húsverði til starfa í Laugum, en reynslan frá síðasta vetri varð hvatning til þess að halda þessari vörslu áfram í ár. Ferðamönnum í vetrarferðum þykir ómetanlegt öryggi að vita af húsvörðum þarna, sem aðstoða fólk og leiðbeina. í sæluhúsinu verða þeir með talstöð sem tengd er Gufunesra- díói og verður hlustunartími á morgnana kl. 9-9.30 og eftir há- degi kl. 16-16.30. Um helgar hlusta þeir oftar eða eins og tími gefst til og eins ef veður eru vá- lynd. Þeir taka að sér að flytja far- angur fólks með vélsleðum frá Sigöldu til og frá Landmanna- laugum. Einnig má semja við þá um flutning frá öðrum upphafss- tað. Þessi þjónusta kostar kr. 2.500 á mann. Ennfremur geta þeir aðstoðað við minniháttar viðgerðir á vélsleðum. Eftir sem áður þurfa þeir sem hug hafa á gistingu í Landmanna- laugum að panta gistingu á skrif- stofu Ferðafélagsins, Öldugötu 3, s. 19533 og 11798. FLUGLEIDIR /V Aðalfundur Flugleiða hf. Aöalfundur Flugleiða h/f veröur haldinn þriðjudaginn 21. mars 1989 í Krist- alsai Hótel Loftleiða og hefst kl. 13.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa og breyting á 4. gr. samþykkta því til samræmis. 3. Breytingar á samþykktum félagsins: a) Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins, um heimild til stjórnar til að hækka hlutafé með áskrift nýrra hluta. b) Tillaga um breytingu á 10. gr., um að frestur til boðunar aðalfundar verði minnst 2 vikur. c) Tillaga um breytingu á 6. mgr. 9. gr., um að fellt verði út ákvæði um takmörkun á meðferð atkvæða í félaginu. d) Tillaga um breytingu á 4. gr. 3. mgr., 3. málsgreinin orðist svo: „Til frekari hækkunar hlutafjár þarf samþykki hluthafafundar. Ákvæði 2. mgr. 17. gr. samþykkta gilda um tillögur um hækkun hlutafjár.“ e) Tillaga um að aðalfundur sé lögmætur, ef hann sækja hluthafar eða umboðsmenn þeirra, sem hafa yfir að ráða meira en helmingi hluta- fjárins (11. gr.j. Tillögur um að samþykktum Flugleiða um aukinn meirihluta við atkvæðagreiðslur, um breytingarásamþykktum, verði breytttil sam- ræmis við ákvæði hlutafélagalaga, sbr. 76. gr. hlutafélagalaga (4. gr. og 17. gr. samþykkta). f) Tillaga um að 2. mgr. g. liðar 5. gr. falli niður. Dagskrá og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins, hlutabréfadeild á 2. hæð, frá og með 14. mars n.k. frá kl. 09.00 til 17.00. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 12.00 á fundardegi. Stjórn Flugleiða h/f ALÞÝÐUBANDALAGIB Fundur í verkalýðsmálaráði Verkalýösmálaráð Alþýðubandalagsins er boðað til fundar kl. 13 sunnu- daginn 26. febrúar. Fundurinn verður í Miðgarði, Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1. Staða efnahagsmála ★ Már Guðmundsson, efnahagsráðgjafi fjármálaráðherra 2. Verkalýðshreyfingin og samningamálin ★ Elín Björg Jónsdóttir, ritari BSRB ★ Páll Halldórsson, formaður BHMFI ★ Ásmundur Stefánsson, forseti ASI ★ Björn Grétar Sveinsson, formaður verkalýðsfélagsins Jökuls 3. Önnur mál. Björn Grétar Sveinsson formaður verkalýðsmálaráðs ABR Spilakvöld Þriðja spilakvöldið í fjögurra kvölda keppninni verður þriðjudaginn 21. febrúar kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Svavar Gestsson menntamálaráðherrá verður gestur kvöldsins. Maetið vel og stundvíslega. Spilanefndin. AB Hafnarfjörður Félagsfundur um fjárhagsáætl- un Alþýðubandalagið í Hafnarfirði og bæjarmálaráð boða til félagsfundar, fimmtudaginn 23. febrúar kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 11. Magnús Jón Árnason bæjarfulltrúi kynnir fjárhagsá- ætlun og helstu framkvæmdir í bænum á þessu ári. Önnur mál. Stjórnin Svavar FLÓAMARKAÐURINN Óskum eftir 3 herbergja íbúð á leigu frá 1. júní nk. Erum 4 í heim- ili, hjón, 9 ára drengur og ungbarn. Upplýsingar í síma 13101. Til sölu Fiat 127 árg. '84, skoðaður '89. Fæst á góðum kjörum ef samið er strax. Upplýsingar á kvöldin í síma 641195. Óskast gefins - fæst gefins Eldavél óskast gefins. Á sama stað fástgömul húsgögn gefins. Upplýs- ingar í síma 84563 á kvöldin. Óska eftir Legó- eða Duplo-kubbum. Vinsam- legast hafið samband í síma 42505. Til leigu Herbergi með aðgangi að sam- eiginlegu baði, setustofu og eldhú- skrók til leigu frá 1. mars. Húsnæð- ið er nýuppgert og er stutt frá Há- skóla íslands. Sími 19513. Til sölu IBM XT tölva árg. '86 með tveimur disklingadrifum. Verð kr. 35.000. Upplýsingar í síma 54178 eftir kl. 18.00. Til sölu Trabant station ’87 Öndvegis bíll. Selst með sumar- og vetrardekkjum. Upplýsingar í síma 17618. Til sölu Daihatsu Charade með bilaðan hjörulið. Selst ódýrt. Útvarp með 12 minnum, kassettu- tæki og equalizer. Á sama stað er til sölu barnakerra og Silver Cross barnavagn og bílabarnastóll sem hægt er aö nota inni líka. Upplýs- ingar í síma 50942. Benz 230 árg. 1972 hvítur í ágætu ástandi til sölu. Þó aðeins gegn staðgreiðslu. Upplýs- ingar í síma 38574 eftir kl. 17.30. íbúð óskast Hjón með ársgamalt barn óska eftir íbúð. Æskilegur tími frá 1. júní en má vera laus fyrr. Áreiðanleiki í fyrirrúmi. Upplýsingarísíma 26408. Toyota Carina ’81 til sölu. Vel með farinn. Sjálfskiptur. Upplýsingar í síma 53206. Pennavinur 15 ára gömul, þýsk stúlka óskar eftir íslenskum pennavini. Hefur áhuga á tónlist og spilar blak og körfubolta. Hún talar þýsku, ensku og dálitla frönsku. Vinsamlegast skrifið til: Monika Krenz Wilhelmsruher Damm 89 100 Berlin 26 GERMANY Óska eftir að kaupa mjög ódýrar bókahillur. Upplýsing- ar í síma 72304. ísskápur óskast Óska eftir notuðum ísskáp gefins eða gegn vægu verði. sími 45196. Góuhátíð Félags íslenskra námsmanna i Noregi verður haldin í Risinu, Hverfisgötu 105, Reykjavík, laugar- daginn 25. febrúar nk. Mæting kl. 19.00, borðhald hefst kl. 20.30. Hafið samband við Sigurð Ragn- arsson í síma 44705. Gefins skenkur Ef einhvern vantar skenk, stóran og gamlan, fæst hann gefins gegn því að hann verði sóttur. Upplýsingar í síma 16020. Hornsófi Óska eftir hornsófa. Má ekki kosta mikið. Upplýsingar í síma 10869. Svefnbekkur gefins Eins manns svefnbekkur með rúm- fatageymslu fæst gefins. Upplýs- ingar í síma 82534 fyrir hádegi og eftir kl. 20.00. íbúð óskast 5 manna fjölskylda frá Neskaup- stað óskar að taka á leigu íbúð frá og með apríl. Upplýsingar í síma 17087 eða 97-71778. Til sölu Frystiskápur, ryksuga, svefnbekkir, hjónarúm, hlaðrúm, kommóður, eldhúsborð, sófaborð, borðstofu- stólar, hægindastólar o. fl. Sími 688116 kl. 17-20. Ný fótaaðgerðastofa Fjarlægi líkþorn, meðhöndla inn- grónar neglur, almenn fótsnyrting o.fl. Tímapantanir alla virka daga frá 9.30-10.30. Guðríður Jóels- dóttir, med. fótaaðgerðasér- fræðingur Bcrgartúní 31, 2. h.h., sími 623501. Líflaust hár? Skalli? Vöðvabólga? Offita? Hrukkur? Sársaukalaus, skjótvirk hárrækt með „akupunktur", HE-NE leyser og rafmagnsnuddi. Hrukkumeð- ferð, svæðanudd, megrun, Biotron- vítamíngreining. Hringdu og fáðu nánari upplýsingar. Einar alvönd- uðustu heilsu-snyrtivörur á mark- aðnum, BANANA-BOAT og GNC, úr kraftaverkajurtinni ALOE VERA. Komdu og fáðu ókeypis upplýsing- abækling á íslensku. Póstsendum út á land. HEILSUVAL, Laugavegi 92 (við Stjörnubíóplanið), sími 11275. Flóamarkaður Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 14-18. Enda- laust úrval af góðum og umfram allt ódýrum vörum. Gjöfum veitt mót- taka á sama stað og tíma. Flóam- arkaðurSDÍ, Hafnarstræti 17, kjall- ara.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.