Þjóðviljinn - 21.02.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.02.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Raunsæi, pólitík og rómantík Hugleiðingar okkar Árna Bergmanns um tímaskekkjur og vinstriflokka hafa birst í Þjóðvilj- anum undanfarnar vikur, og var kveikja þeirragrein, sem ég skrif- aði í Dagblaðið/Vísi um ára- mótin. Við Árni Bergmann höfum velt fyrir okkur þeirri eilífðar- spurningu hvaða leiðir séu væn- legastar fyrir vinstrimenn til að hafa áhrif á það þjóðfélag, sem þeir búa í. Þar virðast deiluefnin færri en hin, eins og yfirleitt þeg- ar vinstrimenn ræða málin án of- hleðslu persónupólitíkur eða karps um þýðingarlítil tilfinning- amál. Og það sem langmestu varðar: Við Árni erum sammála um það, að íslenskir A- flokkamenn verði að endurskoða samband sitt, finna hvað þar ber raunverulega á milli; og taka síð- an afstöðu til þess hvort sá á- greiningur sé nægileg ástæða til að halda úti tveimur flokkum í stað eins. Smáflokkar og óánægja í greinum mínum hef ég haldið fram þeirri skoðun, að áhrif vinstrimanna á þjóðfélagið verði mest ef menn ná saman innan eins flokks, fremur en hreyfingin klofni í tvo eða fleiri flokka. Árni Bergmann hefur nefnt ýmsar at- hugasemdir við þessa skoðun, t.d er hann ekki sammála mér um áhrifaleysi smærri flokka á vinstrivæng, og hefur nefnt dæmi um hið gagnstæða. Sömuleiðis er hann ósammála mér um það atr- iði, að íslensku A-flokkarnir séu raunverulega nokkrir smáflokk- ar. „Mér finnst hugtakið fyrst og fremst eiga við þá flokka sem hafa verið á sínu róli í kringum fimm prósent fylgi í margra flokka kerfi,“ skrifar Árni og hann bætir við: „Þá fer því fjarri að hægt sé að afskrifa flokka, sem njóta segjum 10-15% fylgis sem áhrifalausa og meiningarlausa smáflokka - bar- asta vegna þess að þeir hafa ekki 30-40% fylgi.“ Við Árni Bergmann skilgrein- um hugtakið „smáflokkur“ á ó- líkan hátt, enda orðið leitt af því afstæða lýsingarorði „smár“. Ég sagði í grein minni, að ég teldi „smáflokka á vinstrivæng tíma- skekkjur". Árni bendir reyndar á, að litlir miðjuflokkar geti haft mikil áhrif og það er laukrétt; en litlir vinstriflokkar hafa ekki þau sömu áhrif vegna staðsetningar sinnar í hinu pólitíska litrófi. Víst er, að íslensku A-flokkarnir eru í hópi stærri „smáflokka“ á vinstri- væng en þeir eru smáflokkar samt sem áður. Og kannski er það líka sú staðreynd, að þeir telja sig báðir „jafnaðarmannaflokk" en ekki t.d. „græningjaflokk" eða „kommúnistaflokk" - og eru því bornir saman við aðra „jafnaðar- mannaflokka“ - sem veldur því, að þeir virka svo einstaklega „smáir“. Jafnaðarstefna virðist eiga hljómgrunn meðal kjósenda í mörgum, ef ekki flestum Evrópu- löndum: í fyrri greinum mínum hef ég nefnt Frakkland, Svíþjóð og Vestur-Þýskaland, sem dæmi. Jafnaðarstefna virðist með öðr- um orðum „samræmast kröfum" evrópskra kjósenda um þessar mundir, ólíkt t.d. kommúnisma. Það er ótrúlega lélegur árangur nokkurs „jafnaðarmannaflokks" í Vestur-Evrópu, að fá þann dóm kjósenda í hverri skoðanakönn- uninni á fætur annarri, að hann njóti einungis um tíu prósent fylgis. Þann dóm hafa bæði Al- þýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið yfirleitt fengið í síð- ustu skoðanakönnunum, líkt og alkunna er. Og niðurlæging þess- Einar Heimisson skrifar Forystumenn þýskra sósíaldemókrata, Hans-Jochum Vogel og Oskar Lafontaine. „Hefðu róttækari menn hugsanlega getað tryggt hinum „grænleita" Óskari Lafontaine útnefningu til kanslaraefnis nú, ef þeir væru allir enn í sama flokknum?" ara flokka er vandlega undirstrik- uð í fyigi Kvennalistans, þess flokks, sem upphaflega var ein- ungis hugsaður til að koma kon- um inn á þing, en átti sér varla önnur skilgreind pólitísk mark- mið. Líkt og ég benti á í grein minni í Dagblaðinu/Vísi, þá eru íslenskir kjósendur líklega þeir ringluð- ustu í Evrópu, þegar þeir eiga að veita einhverjum flokki atkvæði sitt. Sveiflur í fylgi flokka eru ótrúlegar, jafnvel tugir prósenta á nokkrum vikum, eins og fylgis- sveifla Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar var dæmi um. í skoðanakönnunum er afstöðu- leysi kjósenda líka gífurlegt; í ný- legri könnun (þar sem A- flokkarnir voru reyndar báðir með um tíu prósent) tók helming- ur manna ekki afstöðu eða kaus að svara ekki. Niðurstaðan af þessu hlýtur að vera sú, að ís- lenskir kjósendur séu óánægðir með flokkakerfið, og það er skylda lýðræðissinnaðra manna að taka ábendingar þeirra gildar! Lexía þýskra vinstrimanna Víkjum enn að vestur-þýska jafnaðarmannaflokknum, þeirri vinstrihreyfingu, sem okkur Árna Bergmann hefur orðið einna tíðræddast um. Sá flokkur hefur vissulega átt sér ýmiskonar skeið, bæði góð og ill, og því fer að sjálfsögðu fjarri, að hann sé algild fyrirmynd að góðum vinstriflokki. Hinsvegar má ýmis- legt af sögu þess flokks læra, til dæmis það, að klofningur til vinstri útfrá stærri vinstriflokkum er hæpið bjargráð í pólitískri kreppu. Með öðrum orðum: Af sögu þýska jafnaðarmannaflokks- ins má sjá, að það getur verið vænlegast til árangurs, að hinir róttækustu haldist í flokki með hinum! Klofningur þýska Jafnaðar- mannaflokksins árið 1917 var óefað einn drýgsti þátturinn í uppgangi nasista á sínum tíma: sundrung og innbyrðis hatur þýskra vinstrimanna, jafnaðar- manna og kommúnista, var hugs- anlega banabiti Weimarlýðveld- isins. Þetta eilífa varnaðardæmi um sundrungu á vinstrivæng var, og er raunar enn, ofarlega í hug- um þýskra vinstrimanna. Eftir heimsstyrjöldina var það löngum einkenni á Jafnaðarmanna - flokknum, að ekki skutu rótum flokkar til vinstri við hann. Undir forystu Willy Brandts varð hann að fjöldaflokki með mest 45,2 prósent fylgi, og á þeim tíma varð það einmitt áberandi, að róttækir menn, t.d. ýmis skáld og lista- menn, fundu skoðunum sínum farveg innan hans en töldu ekki þörf fyrir flokk lengra til vinstri. Eftir daga Willy Brandts varð hinsvegar hægrimaður innan flokksins, Helmut Schmidt, kanslari. Og í kanslaratíð Schmidts klofnaði Jafnaðarm- annaflokkurinn á ný: hluti hinna róttækustu í flokknum stofnaði flokk græningja. Joscha Fischer, einn af leiðtogum þýskra græn- ingja, hefur nefnt Helmut Schmidt „föður græningjaflokks- ins . Árni Bergmann segir þýska Græningjaflokkinn hafa orðið til „blátt áfram vegna þess að meng- un og náttúruspjöll voru orðin hrikalegur vandi í þéttbýlu og þauliðnvæddu landi“. Og hann segir Græningjaflokkinn hafa „samræmst kröfum kjósenda" af því að hann „hafi litað hinn stóra flokk Sósíaldemókrata grænan og neytt borgaraflokkana einnig til að breyta um viðhorf og áherslur í hinum ýmsu grænu málum". Rétt er, að hugsjónin um að bjarga skógunum og vötnunum var ein kveikjan að stofnun Græningjaflokksins og við hana er hann kenndur. Orð Joscha Fischers segja hinsvegar sitt um tilurð hans: ástæðan var að miklu leyti óánægja ýmissa róttækra jafnaðarmanna með stefnu flokksins, sem lyktaði með því að þessi hópur klauf sig út úr hon- um. Þýska vinstrihreyfingin var semsé klofin, og fljótlega eftir það lauk 13 ára tímabili vinstri- stjórnar í landinu. Vinstrimenn hafa ekki verið í stjórn í Vestur-Þýskalandi síðan 1982, hvorki jafnaðarmenn né græningjar. Á þeim tíma hafa þýskir skógar haldið áfram að drepast með ótrúlegum hraða. Líkt og ég benti á í Dagblaðinu/ Vísi um áramótin verður t.d. hálfur Svartiskógur dauður árið 1995, samkvæmt spá vísinda- manna. Græningjar breyta engu um það meðan þeir stjórna ekki landinu. Það er rétt hjá Árna Berg- mann, að græningjar hafa komið grænleitum blæ á einhverjar stefnuskrár, jafnvel þýskra íhaldsmanna, en stefnuskrár eru nú einu sinni stefnuskrár, og yfir- leitt allfjarri raunveruleikanum. íhaldsstjórnin þýska hefur sára- lítið gert til að h'fga skógana og vötnin við, þrátt fyrir loforð í stefnuskrám. Og nú komum við að kjarna málsins. Hvernig væri staða mála nú hér í Vestur-Þýskalandi ef rót- tækari menn hefðu ekki klofið sig út úr Jafnaðarmannaflokknum á sínum tíma, en reynt að ná stefn- umálum sínum fram innan hans? Væri þá hugsanlega vinstristjórn við völd í Vestur-Þýskalandi nú? Staðreyndin er nefnilega sú, að þýskir hægrimenn hafa aldrei staðið verr síðastliðin 30 ár en einmitt nú. Gengisleysi íhaldsafl- anna hefur vinstrimönnum hins- vegar ekki tekist að nýta sér. Fylgi hægrimanna var miklu meira í stjórnartíð jafnaðar- manna en nú; - en það var líka fyrir klofning Jafnaðarmanna- flokksins og stofnun Græningja- flokksins. Og það er þessvegna sem smáflokkurinn Græningjar er tímaskekkja; atkvæði greidd honum eru dauð atkvæði af vinstrivæng, og nýtast sem slík aðeins hægriöflunum en örugg- lega engum trjám og engum vötnum. Ekki þar fyrir, að flokkur græningja er að mörgu leyti til mikillar fyrirmyndar. Hann er jafnréttissinnaður með eindæm- um, og meirihluti þingmanna hans eru konur. Raunar held ég, að í þeim efnum hafi flokkurinn náð meiri árangur og áhrifum en í umhverfismálum: hlutur kvenna hefur aukist í þýskum stjórnmál- um, og veitti víst ekki af. Sumsstaðar hér í Vestur- Þýskalandi hafa græningjar ekki náð neinni fótfestu, til dæmis í Slesvík-Holtsetalandi og Sar- landi, landi Óskars Lafontaines. Báðum þessum fylkjum er stjórn- að af jafnaðarmönnum, og þar hafa róttækari menn innan flokksins óvenjumikil áhrif og ítök. Spurningin er því sú: Borgar klofningur sig eða er hann ein- ungis til að styrkja andstæðing- ana? Er útilokað að ná áhrifamál- unum fram innan stórflokksins eða borgar sig að stofna smá- flokk? Hefðu róttækari menn innan þýska jafnaðarmanna- flokksins hugsanlega átt að sitja á sér og bíða þess, að tímabili Hel- muts Schmidts lyki? Tímabil hægrihyggju og vinstrihyggju koma í bylgjum, einnig innan flokka. Hefðu róttækari menn hugsanlega getað tryggt hinum „grænleita" Óskari Lafontaine útnefningu til kanslaraefnis nú, ef þeir væru allir enn í sama flokknum? Raunsæi, pólitík og rómanítk Ámi Bergmann segir í grein sinni 3. febrúar, að innan stór- flokka verði „þeim mun minna svigrúm [...] fyrir nýmæli, rót- tækni, hugsjónamennsku sem öðru hvoru tekst að hleypa nýju blóði í þá pólítík sem verður and- laus og sálarlaus á því að reyna að lifa á raunsæinu einu saman." Og þessvegna telur hann, að „viss þörf fyrir smáflokka til vinstri" sé fyrir hendi. Verður pólítík „andlaus og sálarlaus“ af því að „reyna að lifa á raunsæinu einu saman“? Getur óraunsæ pólítík verið andríkari og sálarmeiri en raunsæ pólítík? Hvað er hugsjónamennska í pó- lítík? Ber það til dæmis vitni um hugsjónamennsku í pólítík, að horfa upp á skóg eða vatn drep- ast, og neita á sama tíma að taka sæti í stjórn, sem hefði hugsan- lega tök á því að gera eitthvað í málinu? Við Árni Bergmann erum sam- mála um nauðsyn gagnrýni, nauðsyn endurskoðunar, nauð- syn róttækni í stjórnmálum. Við erum báð>r andsnúnir andleysi og sálarleysi í stjórnmálum. Spurn- ingin er hinsvegar sú hvort það felst í því sérstakt andríki að halda úti sérstökum stjórnmála- flokki utan um sérhvert tilbrigði við sömu grundvallarhugsjónina. Er sú lausn ekki ofnotuð? Verða menn ekki að leita annarra lausna? Ég held við getum full- yrt, að íslenskt flokkakerfi sé um þessar mundir bæði andlaust og sálarlaust, kannski einmitt vegna þess, að við sitjum uppi með úr- sérgengna flokka, sem einhvern- tíma var talin „viss þörf fyrir“. Pólitík er engin rómantík; pó- lítík er íþrótt raunsæisins; ávallt verður að leita þeirrar lausnar, sem raunsætt er að veiti mestan árangur, og til þess dugir hvorki andleysi né sálarleysi. I hinni ei- lífu glímu við Margrétar Thatc- her og Davíða Oddssyni heimsins lifa menn ekki lengi á öðru en raunsæinu. Með kveðju Einar Heimisson Einar er við framhaldsnám í Freiburg í Vestur-Þýskalandi „Verðurpólitík „andlaus ogsálarlaus“ afþví að „reyna að lifa á raunsœinu einusaman“?... Hvað er hugsjónamennska ípólitík? Berþað til dæmis vitni um hugsjónamennsku ípólitík að horfa upp á skóg eða vatn drepast, og neita þvíá sama tíma að taka sœti ístjórn sem hefði hugsanlega tök áþvíað gera eitthvað í málinu?“ Þriðjudagur 21. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.