Þjóðviljinn - 23.02.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.02.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRÉTTIR Satansvers Rushdies „Örin er flogin af streng“ íransforseti segir óhjákvœmilegt að Rushdie gjaldi guðlastsins með lífi sínu Iransforseti, Ali Khamenei, sagði ■ gær að búið væri að „hleypa ör af streng“ og mark hennar væri rithöfundurinn Salman Rushdie, höfundur Sat- ansversa. Enginn mannlegur máttur gæti komið í veg fyrir dauða „guðlastarans“ sem troðið hefði á tilfinningum múslíma. Því færi fjarri að íranir hygðust sýna einhverja linkind í máli þessu, trúníðingurinn yrði að deyja og dauði hans yrði öðrum víti til varnaðar. Khamenei hefur á tíðum verið talinn í hópi „hófsamari" klerka Persíu þannig að öllum má vera ljóst að hugur fylgir máli. Hann er nú í opinberri heimsókn í Júg- óslavíu og gaf sér tíma til þess að eiga fund með fréttamönnum í gær. Hann kvaðst engar áhyggjur hafa af þeirri ákvörðun ýmissa Evrópubandalagsþjóða að kveðja sendifulltrúa sína í Teher- an heim, íranir myndu gjalda líku líkt. Nokkrum fréttámannanna þótti örvalíking forsetans einum um of véfréttarleg en þá tók ritari hans af öll tvímæli; örin stefndi beint í hjartastað helvítis guðlast- anaskepnunnar Rushdie. Hann yrði að láta lífið. Francois Mitterrand Frakk- landsforseti fordæmdi í gær „dauðadóm" Kómeinís harðlega og sagði hann algjörlega af hinu illa, vitnisburð um örmustu mannvonsku. „Öll kreddufesta sem beitir of- beldi gegn frelsi mannshugans og rétti til óheftrar tjáningar er að minni hyggju hið versta af því illa,“ kvað málsvari forsetans hafa verið hans óbreytt orð á ráð- herrafundi í Elyseehöll. Sem kunnugt er gaf Kómeiní út „dauðadóm" hinn fyrri þann 14. þessa mánaðar og ítrekaði hann síðan eftir að „sakborningurinn“ baðst afsökunar á hinu ófyrir- gefanlega athæfi. Jafnhliða „dómnum“ var fjársöfnun hleypt af stokkunum til að verðlauna Bókin brennur. Breskir múslímar hlýða kalli í Bradford. mætti með myndarbrag morð- ingja Rushdies. Kómeiní sagði í gær að það væri mesti misskilningur að að- gerðir EB hefðu hin minnstu áhrif á úrskurð sinn. Þær gerðu ekki annað en staðfesta það sem hann hefði ætíð vitað, sem sé það að Vesturlönd bæru hatursfullan heiftarhug til íslams. Farið er að örla á kala í garð múhameðstrúarmanna á Bret- landi, heimaslóðum Rusdies. í gær var bensínsprengju varpað að höfuðmosku þeirra í Lundún- aborg. Engan sakaði og skemm- dir urðu litlar. Reuter/ks Friðarför Shevardnadzes Fyrst Ahrens, síðan Arafat Eduard Shevardnadze, utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, átti í gær fundi með fulltrúum erkifjenda í Austurlöndum nær, ísraelskum kollega sínum, Moshe Ahrens að nafni, og Jasser Arafat, leiðtoga PLO. Þingað var í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, og þarf ekki að taka það fram að þeir Arafat og Arens höfðu ekkert saman að sælda. Fundur Shevardnadzes og Ar- ens var sögulegur því það er kunnara en frá þurfi að segja að litlir kærleikar hafa verið með Kremlverjum og ísraelsstjórn um rúmlega tveggja áratuga skeið eða allar götur frá upphafi Sex daga stríðsins árið 1967. Þeir ræddust við í 3 klukku- stundir og voru ekki á eitt sáttir um tillögur Sovétmanna um al- þjóðlega friðarráðstefnu um mál- efni Austurlanda nær. Engu að síður bar fundurinn þann árangur að ráðherrarnir urðu ásáttir um tilhögun sam- skipta embættismanna sinna. Þeim verður gert að þinga á næstu dögum, skilgreina ágreining stjórna sinna og skegg- ræða leiðir til þess að eyða hon- urn' Reuter/ks Ítalía Formannsfall forsætisráðheira Finnland Kynlíf gegn streítu Finnsk heilbrigðisyfirvöld telja hið mesta nauðsynjamál að ríkis- stjórnin skipuleggi kynlífsorlof fyrir þá þegna sinna sem langt séu leiddir af streitu og öðrum keimlíkum kvillum. Vinnuhópur heilbrigðisráðu- neytisins í Helsinki telur gott kynlíferni auðvelda fólki að gleyma rúmhelgum áhyggjum sínum, erótískt andrúmsloft efli sjálfstraust, bæti, hressi og kæti. Hópurinn staðhæfir að æ færri tómstundir manna, síaukin ábyrgð og alltof margar skyldur og kvaðir hafi leitt til æ dauflegra kynlífs þeirra. Ófullnægja sé orð- in landlæg pest. Við svo búið megi ekki standa °g hyggist þeir því ganga á hólm við vanda þenna. Heilbrigðisyfir- völd munu íhuga á næstu vikum hvem upp skuli taka í orlofsmál- inu. Vinnuhópurinn benti enn- fremur á að úrvali erótískra bók- mennta, tímarita og listaverka væri sárgrætilega ábótavant á finnskum markaði. Reuter/ks Ciriaco de Mita, forsætisráð- herra Ítalíu, er ekki lengur formaður Kristilega demókrata- flokksins, honum var steypt af þeim stóli í gær. Þá lauk fimm daga ráðstefnu með því að þingfulltrúar kusu Arnaldo Forlani í embætti for- manns. Þar með lauk langri at- Ríkisstjórnir Frakkalands og Bretlands mótmæltu því harðlega í gær að tékkneski and- Gullbjöm á Regnmennið bandaríska hreppti Gullbjörninn á kvik- myndahátíðinni í Vestur-Berlín að þessu sinni. Barry Levinson leikstýrði en Dustin Hoffman lék aðalhlutverk. Silfurbjörninn eða annað sæti kom í hlut ísraelsmanna fyrir Sumar Aviju. Leikkvenna fremst þótti Isabelle Adjani sem ást- kona myndhöggvarans Auguste Rodins í frönsku kvikmyndinni lögu fjenda des Mitas að honum sem hófst með þeim ljúfsára hætti að þeir „neyddu" hann til þess að taka við embætti forsætisráð- herra af flokksbróðurnum Gio- vanni Goria í fyrra. Æðsta emb- ætti ríkisins þykir snöggtum valdaminni póstur en flokksfor- mennska í stærsta og valdamesta ófsmaðurinn og leikskáldið Vacl- av Havel skyldi hafa verið dæmd- ur til 9 mánaða fangelsisvistar í Regnmenni „Camille Claudel". Gene Hack- man skarar fram úr öðrum körlum í kvikmyndaleik og þykir fara á kostum í Missisippi brenn- ur. Andófsmyndir að austan settu sterkan svip á hátíðina nú, ekki aðeins úr ríki leiðtogans Gorbat- sjovs heldur einnig frá Tékkó- slóvakíu, Austur-Þýskalandi og Búlgariu. Reuter/ks stjórnmálaflokki Ítalíu. De Mita var formaður í 7 ár en nú er hætt við að sól hans gangi undir. Arftakinn Forlani er einn af forverum forvera sfns og fjarri því nokkur nýgræðingur í pólitík. Hann var flokksformaður um 16 ára skeið og gegndi að auki eitt sinn embætti forsætisráðherra.ks Prag. Francois Mitterrand Frakk- landsforseti sendi tékkneskum kollega sínum, Gustavi Husak, orðsendingu þar sem dómsger- ræðið er fordæmt og látin í ljós ósk um að úrskurðinum verði hnekkt. Embættismaður breska utan- ríkisráðuneytisins tjáði frétta- mönnum í gær að ráðherra sinn myndi kveðja tékkneska sendi- herrann á sinn fund og mótmæla harðlega. Stjórnin hygðist enn- fremur taka málið upp á vett- vangi Evrópubandalagsins. Vest- urþýsk, austurísk og bandarísk stjórnvöld hafa og tjáð Tékkum andúð sína á meðferðinni á Havel og sjö félögum hans sem bíða dóms í Prag. Reuter/ks Fangelsun Havels Bretar og Frakkar mótmæla Kvikmyndahátíð Berlínar ■HHÖRFRÉTTIR M 300sovéskar verksmiðjur sem til skamms tíma skópu víga- tól framleiða nú neysluvarning fyrir alþýðu manna. Og vopna- framleiðsla Sovétmana hefur dregist saman um 19,5 af hundr- aði á þessu ári. Frá þessu skýrði forseti Alþýðusambands Sovét- ríkjanna, Stephan Shalajev, á fundi með fréttamönnum í þýsku borginni Dusseldorf í gær. Shala- jev kvað nýmælin þau arna niður- stöðu afvopnunarsamninga austurs og vesturs og krafna ger- skra verkamanna. Boris Jeltsín fyrrum formaður Moskvudeildar sovéska kommúnistaflokksins er áfram um að fjölflokkakerfi verði komið á laggirnar á ástkærri fóst- urmold sinni og hyggst bjóða sig fram til þings fyrir hverfi nokkurt í höfuðborginni. En þingsætið er sýnd veiði en ekki gefin og um það mun Jeltsín þurfa að etja kappi við valinkunnan sóma- mann, sjálfan Jevgeníj Brakov, forstjóra Zíl btlaverksmiðjanna. Kosning fer fram þann 26. næsta mánaðar eða á sjálfan páska- dag. 40.000 manns farast árlega á götum og strætum Indlands þótt þarlendis séu frem- ur fá vélknúin ökutæki í eigu manna í hlutfalli við fólksmergð. Niðurstöður Rannsóknastofnun- ar samgöngumála á Indlandi eru þær að 35 banaslys verði þar ár- lega á hver 10.000 ökutæki. Til samanburðar má geta þess að þesskonar hlutfall á hinum iðn- og bílvæddu Vesturlöndum er tvö dauðsföll per 10.000 bifreiðar. Aðdáun á Bandaríkjunum og því sem bandarískt er hefur stórum minnkað í Suður-Kóreu á umliðnum mánuðum að sögn þeirra er gerst þekkja til. Vegna þessa eiga sérfræðingar Reuters ekki von á því að George Bush verði tekið með þeim kostum og kynjum sem Bandaríkjaforseta sæmir þegar hann stígur fæti á suðurkóreska grund á mánudag. Herma Reutersmenn að sú venja að Ijúka lofsorði á andkommún- ískt vinarþel þjóðanna tveggja heyri til horfinni tíð í Seúl, slíkt og þvíumlíkt séu „úreltar kalda- stríðsmenjar" sem standi eining- arþrá kóresku þjóðarinnar fyrir þrifum. Og í þokkabót hafi kana- hatur breiðst um Suður-Kóreu einsog eldur í sinu að undan- förnu. Vesturþýski herinn er stærstur Evrópuherja Nató en engu að síður til fárra fiska met- inn af þeirri þjóð sem honum er ætlað að verja stríðsskakkaföll- um. Ef marka má skoðanakönn- un vikuritsins Quick telja 44 af hundraði Vestur-Þjóðverja her þenna gjörsamlega úrelt og vita- gagnslaust apparat. 28 af hundr- aði hafa enga skoðun á málinu en 28 af hundraði telja her sinn með nokkrum ágætum. I sömu könnun kemur fram að þeim þegnum sambandsstjórnarinnar fækkar enn sem telja sér ógnað úr austri. Jarðarbúum fjölgar örar en vísustu menn höfou fyrir satt til skamms tíma. Hjá Sameinuðu þjóðunum er það helst í fréttum að innan skamms fæðist heimsmaður nr. 6.000.000.000. Árið 2010 verði jarðarbúar 7 miljarðar, 8 miljarð- ar árið 2022. Illa fer ef mannkyn fjölgar sér enn þegar því marki er náð og ætti mannfjöldanum að vera vorkunnarlaust að nema staðar á þessum punkti. Stemmi menn hinsvegar ekki stigu fyrir fjölguninni þarna verða þeir orð- nir 10 miljarðar árið 2089 og 14 miljarðar árið 2100. Hætt er við að þá verði víða þröng á þingi. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.