Þjóðviljinn - 04.03.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.03.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Danskur bræðraflokkur Um þessar mundir eru liöin þrjátíu ár frá því SF, Sósíalíski alþýöuflokkurinn, var stofnaður í Danmörku. Til þess flokks komu menn úr ýmsum áttum. Fyrsti foringi hans var Aksel Larsen, áöur formaöur Kommúnistaflokks Danmerkur, sem hafði lent í andstöðu viö sína menn vegna afstöðunnar til Sovétríkjanna. í hópinn komu ýmsir „heimilisleysingjar til vinstri", sem voru þreyttir á Sósíaldemókrötum, sem þeir töldu hafa samsamast ríkjandi kerfi svo aldrei sæi út fyrir það, einnig friðarsinnar, andstæðingar Nató og fleiri. Lagt var upp með fyrirheit um að SF ætti að stuðla að þróun til sósíalisma í Danmörku á forsendum danskra lýðræðishefða og veruleika SF hefur ekki alltaf vegnað jafn vel: hann fékk strax all- mikið fylgi, en það seig niður fyrir 5% eftir að flokkur Vinstri- sósíalista klofnaði út úr honum á sjöunda áratugnum. Síðan hefur SF unnið upp það sem þá tapaðist og gott betur, flokkurinn hefur dregið allan mátt úr smáflokkum lengst til vinstri - hvorki Kommúnistaflokkurinn né VS ná því 2% fylgi sem þarf til að komast á þing í Danmörku. Hann hefur og náð til margra þeirra sem voru því vanastir að styðja Sósíaldem- ókrata. Flokkurinn hefur notið góðs bæði af jafnréttisbaráttu kvennaog hinum grænu málum, sem hann hefurtekið betur undir en t.d. Sósíaldemókratar. Hann stendur mjög vel að vígi meðal æskumanna og menntamanna. SF er nú þriðji stærsti flokkur Danmerkur - samt er það ekki fyrr en nú í síðustu tvennum kosningum að hann nær um 15% atkvæða eða svipuðu fylgi og Alþýðubandalagið hefur lengst af haft. Sæmilega velgengni SF má rekja m.a. til þess að hann hefur ekki - utan einu sinni þegar VS klofnaði frá - átt í neinum teljandi vandræðum með stöðu sína í hinu pólitíska litrófi. Frá upphafi vega var sú stefna tekin, að SF ætti að vinna með Sósíaldemókrötum að framgangi sinna stefnu- mála. SF átti að virka á hinn stóra og þunga krataflokk eins og efnahvati - en svo nefnist það efni sem flýtir fyrir efna- breytingum með nærveru sinni án þess að hvatinn breytist sjálfur. SF átti með tilveru sinni að hafa þau áhrif á þróun mála hjá Sósíaldemókrötum að þeir þokuðust til vinstri, sofnuðu ekki frá gömlum sósíalískum baráttumálum inn í borgaraskapinn. Danskur fréttaskýrandi var á dögunum að hæðast að þessari afstöðu: hann sagði að SF væri eins og hinn fórnfúsi og trúfasti elskhugi ástarsagnanna sem segir „án þín er ég ekkert“ - öll tilvera SF miðast við Sósíaldemókrata. Aðrir pólitískir hjúskaparkostir voru aldrei fyrir hendi. En - sem fyrr segir- þetta hefur ekki valdið SF neinum umtalsverðum sálarháska til þessa. Flokkurinn hefur verið til sem einskon- ar ögrun, en komist hjá því að fá á sig þá bletti, þau óþrif sem slettast á menn í samsteypustjórnum. Vegna þess að Sósí- aldemókratar hafa ekki endurgoldið ástirnar. Þeir hafa jafn- an viljað semja inn á miðjuna heldur en við SF, sem þeir hafa lengst af talið alltof óábyrgan flokk. Að vísu hafa þeir neyðst til að breyta um áherslur á síðustu misserum: það fylgi sem SF hefur safnað var farið að magna stórlega þeirra tilvistarvanda. Því hafa þessir tveir flokkar nú um hríð setið á rökstólum og lagt á ráðin um „meirihluta verklýðsflokkanna", sem gæti leyst borgara- samsteypuna af hólmi. í þeirri umræðu hefur margt komið upp sem lærdómsríkt er fyrir íslenska vinstrimenn, þótt að- stæður séu um margt aðrar hér en í Danmörku. A þessu afmælisári skulum við fyrir okkar parta vona að verklýðs- flokkunum dönsku takist að gjöra barn úr þeirri brók næst þegar kosið verður. Hitt er svo lakara: kannski verður þá búið að binda svo rækilega hendur Dana í Evrópubanda- laginu að á margt af því sem vinstrisinnar vilja helst fitja upp á í sínu landi verði litið sem brot á þeim samræmingarreglum og þeim viðskiptaháttum sem verið er að koma á í hinu nýja „yfirþjóðlega" stórveldi. KLIPPT OG SKORIÐ Hver gætir hagsmuna löngu látinna skálda? Útvörpin eru byrjuð að „keyra“ aftur auglýsingu um kókómjólk sem er eitthvað á þessa leið: Drengurinn spyr: „Heyrðu pabbi, hvernig endar vísan sem byrjar svona: Sigga litla systir mín, situr úti í götu?“ Faðirinn (leikinn af vinsælum A-leikara við Þjóðleikhúsið) hugsar sig um smástund og ansar svo: „Hún er að blanda kókómjólk í ofurlitla fötu!“ Og skellir upp úr. Nú hafa íslendingar tíðkað það um aldabil að snúa út úr kveð- skap höfuðskálda, en þeir hafa yfirleitt gætt þess að gera það vel af því að þeir vita sem er að bull verður aldrei annað en bull. Grín á hefðbundinn kveðskap verður að standa í hljóðstaf, annars er það bara smekkleysa. Sem ofan- greindur kveðskapur hlýtur að flokkast undir. Hver skyldi gæta hagsmuna skálda sem eru búin að liggja lengi í gröf sinni? „Þetta getur fallið gróflega undir rangfærslur,“ sagði mark- aðsstjóri Ríkisútvarpsins, „en varla undir beina lygi!“ Svo það er ástæðulaust að gera nokkuð í málinu. Er Sigga menningararfur? Lögfræðingur og siðameistari Sambands íslenskra auglýsinga- stofa sagði að höfundaréttará- kvæði næðu aðeins til þeirra sem hefðu látist fyrir minna en fimmtíu árum. En ef verk um- rædds höfundar flokkuðust undir menningararf þá kæmi til kasta menntamálaráðuneytisins. Þá er spurningin þessi: Er Sigga litla systir mín hluti af ís- lenskum menningararfi? Óvæntar uppsprettur „Það sem við höfum gert með þessari miklu og dýru skólpdælu- stöð er að skólpið, sem áður rann í sjóinn á mörgum stöðum, renn- ur nú hér í sjóinn við Kirkju- sand,“ og vellur upp eins og Geysir ætli að fara að gjósa 50 metra frá landi, segir Þorleifur Einarsson jarðfræðingur í ógnvænlegu viðtali við DV í gær um splunkunýjan gosbrunn í borginni sem gýs skólpi. „Það verður að segjast eins og er að það var fremur óglæsileg sjón sem blasti við þarna við hina nýju og glæsilegu dælustöð sem að sögn er búin að leysa allan vanda hvað varðar skolp í Reykjavík. Því hefur verið haldið fram að skólpið sé ekki sett í sjó- inn fyrr en komið er 300 metra frá landi. Þarna blasa hins vegar við skólpflekkirnir og var greinilegt að ströndin frá Laugarnesi að Reykjavíkurhöfn og sjórinn úti fyrir var síður en svo laus við þennan ófögnuð.“ Segir DV. Laugarnesið var einu sinni fal- legt og þó að búið sé að setja niður vörugeymslur og iðnaðar- fyrirtæki víðast hvar má með lagni enn finna leiðir niður að sjó til að horfa á fagurt sólarlag eða falleg listaverk í safninu hans Sig- urjóns og afstressast í þessari stressuðustu höfuðborg heims - kannski fyrir utan Tókíó. Nú bæt- ist enn einn bletturinn við sem gaman verður að horfa á: gos- brunnurinn í landgrunninu! Flæðilína framför „Þeir sem annast vinnustaða- eftirlit í frystihúsum eru á því að flæðilínan svokallaða hafi ýmsa kosti frá vinnuverndarsjónar- miði,“ segir í nýju Fréttabréfi um vinnuvernd. Þeir klippa úr Degi á Akureyri og hafa eftirfarandi ummæli þaðan eftir yfirverkstjór- anum í Fiskiðjusamlagi Húsavík- ur skömmu eftir að flæðilínan var tekin í notkun þar um miðjan jan- úar: „Við eigum að vera að mestu laus við allan burð, lyftingu á bökkum og burð á þeim fram og til baka. Nú á fólkið að geta setið og verið með sem mest innan seil- ingar. Á því byggist það hagræði sem af þessu er... Nú á manneskj- an í raun alltaf að geta verið að snyrta fiskinn eða pakka fi- skinum inn í staðinn fyrir að vera að elta bakka hér og þar um hús- ið.“ Og hvað segir verkakonan? „Eg er mjög ánægð með að- stöðuna við borðið og að hafa stólinn.“ Atvinnu- sjúkdómar í sama blaði er viðtal við Helga Guðbergsson yfirlækni atvinnu- sjúkdómadeildar Heilsuverndar- stöðvarinnar í Reykjavík. Þang- HUGSAÐU ÁÐUR EN ÞÚ LYFTIR að getur fólk leitað ef það finnur til sjúkdómseinkenna sem það rekur til vinnu sinnar. Og blaðið spyr Helga hvað sé að þeim sem koma ótilkvaddir: „Húðsjúkdómar, s.s. ofnæmis- og ertingarexem; stoðkerfissjúk- dómar eins og vöðvagigt af ýmsu tagi - og loks öndunarfærasjúk- dómar þar sem atvinnuastmi kemur oftast fyrir. í þessu sam- bandi verður að taka fram að við prófum ekki heyrn og skráum ekki heyrnartjón vegna hávaða á vinnustað. Mælingar Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar hafa leitt í ljós að það er algengasti atvinnu- sjúkdómurinn hér á landi.“ Heyra poppstöðvarnar það? Af hverju stafa at- vinnusjúkdómar? „Vöðvagigt má oft rekja til vinnu sem krefst síendurtekinna einfaldra hreyfinga, ekki síst ef hreyfa þarf einhvern líkamshluta ótt og títt. Mikil áreynsla, kuldi, bleyta, dragsúgur og hávaði geta aukið hættu á vöðvagigt. En það er ekki bara eðli vinnunnar og starfsumhverfið sem þarna hefur áhrif, heldur einnig hvernig starfsmaður beitir sér, hvernig honum gengur að slaka á o.s.frv." Meðfylgjandi eru sýnishom af veggspjöldum sem hvetja fólk til að fara vel með sig. Og minna á vísuna sem Bangsímon fór með fyrir asnann: Hugsaðu vel um hal- ann þinn, hvergi færðu annan... SA Þjóðviljinn Síðumúla 6 -108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar:Árni Bergmann, MörðurÁrnason, SiljaAðalsteinsdóttir. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart(ljósm.), KristóferSvavarsson, Magnús H. Gíslason.Olafur Gíslason, Páll Hannesson, SigúrðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), SævarGuðbjörnsson, ÞorfinnurÓmarsson(íþr.), Þröstur Haraldsson. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglysingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðír: Erla Lárusdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: HallaPálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 80 kr. Nýtt Helgarblað: 110kr. Áskriftarverö ó mónuði: 900 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.