Þjóðviljinn - 04.03.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.03.1989, Blaðsíða 5
Verðbólga Sýður upp úr pottinum? Reiknað er með að framfœrsluvísitalan muni hœkka um allt að 3% í þessum mánuði Bensín hækkar um 4,6%, mjólk um 7,3%, dagvistar- gjöld um 24%, strætis- vagnagjöld um 25%, hita- veita og rafmagn um 8%, ostur um 4,9%, svartolía um 3,4%, kinda- og nauta- kjöt um 4-6%, fargjöld sér- leyfisbíla um 12%, smjör um 10%... Þetta eru dæmi um þá verðhækkunarskriöu sem brast á eftir 6 mánaða verðstöðvunartímabil ríkis- stjórnarinnar. Þar sem verðstöðvunin náði líka til kaupsins og kaup hefur ekki hækkað frá 1. júní s.l nema um 1,25% þá vaknar sú spurning, hvað kallað hafi á slíkar verðhækkanir, því ekki er það aukinn launakostnaður að þessu sinni. Er það hrein skemmdarverkastarfsemi og illmennska sem liggur að baki, eða voru raunveru- leg hækkunartilefni, og hvaðan komu þau þá? Georg Ölafsson forstöðumað- ur Verðlagsstofnunar sagði í sam- tali við Þjóðviljann að hækkanir þær, sem Verðlagsráð samþykkti hafi í öllum tilfellum verið tals- vert undir þeim beiðnum, sem fyrir hefðu legið. Hvað varðaði einstök hækkunartilefni, þá staf- aði bensínhækkunin af erlendum verðhækkunum og gengis- breytingu. Hækkun orkusölufyr- irtækja um 8% væri yfirleitt all- mikið undir þeim beiðnum sem fram hefðu komið, en staða orku- sölufyrirtækja væri afar misjöfn og hækkunartilefnin því ólík. Ein ástæðan væri þó að sum orku- sölufyrirtæki ættu miklar er- lendar skuldir. Verðlagsráð hefði við ákvörðun sína um orkuverð m.a. haft hliðsjón af þróun bygg- ingavfsitölunnar, en á það bæri að líta að orkuverð hefði ekki hækkað síðan í júní eða júlí s.l. Hvað varðar hækkun sérleyfis- hafa, þá hefðu fargjöld ekki hækkað þar í 14 mánuði, og þar væri um beina kostnaðarhækkun að ræða. Fargjöld strætisvagna hefðu heldur ekki hækkað frá 1. jan. 1988,ogljóstværiaðþeireru reknir með bullandi tapi. Hvað varðar verðlagningu dagvistar, þá sagði Georg Ólafsson að verð- lagning hennar heyrði undir menntamálaráðuneytið en ekki Verðlagsráð. Hækkun búvara er ákveðin af sexmanna- og fimmmannanefnd, en hækkun þar varð að sögn Georgs örlítið meiri en ella vegna þess að niður- greiðslur voru látnar standa óbreyttar í krónutölu. Því hefði hækkun orðið mest á þeim bú- vörum sem mest eru niður- greiddar eins og smjöri. Georg sagði að Verðlagsstofn- un hefði fengið þau fyrirmæli frá ríkisstjórninni að veita strangt verðlagsaðhald næstu 6 mánuði, og það hefði einnig verið gert í þeim tilfellum þar sem verðlags- höft gilda enn, það er að segja á orku, olíu og samgöngum. Hvað varðaði aðra verðlagningu, þá bæri seljendum nú skylda til þess að gera grein fyrir tilefnum óeðli- legra hækkana og myndi Verð- lagsráð fylgjast grannt með því næstu 6 mánuðina. Framfœrsluvísitala hœkkar um 3% Þær ákvarðanir sem þegar hafa verið teknar um verðhækkanir í þessum mánuði hafa í för með sér 1,7-1,8% hækkun framfærsluvís- itölunnar, sagði Vilhjálmur Ól- afsson hagfræðingur hjá Hagstof- unni í samtali við Þjóðviijann. Hins vegar væri fyrirsjáanlegt að ýmislegt fleira kæmi til með að hækka, þannig að búast mætti við að framfærsluvísitalan hækkaði um 2,5-3,0% í þessum mánuði. Það myndi þýða að framfærslu- vísitalan hækkaði um 6,2% fyrstu 3 mánuði ársins og að með sama áframhaldi yrði verðbólgan á ár- inu um 27%. Vilhjálmur sagði að gengis- breytingin væri ekki megin- ástæða hækkunar vísitölunnar, hér væri fyrst og fremst um opin- berar hækkanir að ræða, bæði hj á ríki og sveitarfélögum. Áhrif gengisbreytinganna ættu eftir að koma fram síðar. Aðspurður um hvort fjár- magnskostnaður kæmi fram í framfærsluvísitölunni sagði Vil- hjálmur að hann mældist sem hlutfall húsaleigukostnaðar eftir þeim vöxtum sem greidd væru af húsnæðis- og lífeyrissjóðslánum. Beinir skattar reiknast hins vegar ekki inn í framfærsluvísitöluna, aðeins óbeinir skattar sem koma fram í vöruverði. / Ovissa um verðbólguspá Við gerum okkar verðbólgu- spár út frá frekar einfaldri for- múlu, sagði Björn Rúnar Guð- mundsson hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun. Við mælum fyrst og fremst kostnaðarliðina, og þeir þættir sem við förum þar eftir eru annars vegar verðlag á innfluttum varningi og hins vegar launakostnaður. í þessari for- múlu vega gengistengdir liðir eða innflutningskostnaður 40% á móti launakostnaðinum. Þarna er auðvitað ekki allur kostnaður talinn, en það hefur sýnt sig að þessi formúla gefur nokkuð góð- an grundvöll til verðbólguspár. En hér geta einnig komið til utan- aðkomandi þættir eins og breytingar á óbeinum sköttum, sem taka þarf sérstaklega inn í myndina. Aðspurður um þátt fjármagns- kostnaðar í þróun verðbólgunnar sagði Björn Rúnar að þau áhrif væru óbein og menn væru ekki á eitt sáttir um hversu víðtæk þau væru. Fjármagnskostnaður fyrir- tækja væri misjafn og aðstaða þeirra til þess að velta honum út í verðlagið væri einnig misjöfn. Lækkun vaxta gæti einnig haft þensluáhrif með aukinni eftir- spurn auk þess sem vaxtalækkun hefði í för með sér aukna erfið- leika fyrir ríkið með að sækja fjármagn í skuldabréf. Ríkissjóð- ur ætlaði sér nú að ná einum milj- arði í sparnaði í ríkisskulda- bréfum. Ef það tækist ekki vegna lækkandi vaxta gæti ríkið þurft að grípa til annarra fjármögnunar- leiða, sem gætu orðið verðbólgu- hvetjandi. Eru vaxta- áhrifin ofmetin? Hafa þá verðbólguáhrif hárra vaxta hér á landi verið ofmetin? Hagfræðinga greinir á um þetta. Það er vitað að vaxta- kostnaðurinn fer að einhverju leyti út í verðlagið, en hátt vax- tastig hefur einnig flýtt þeim sam- drætti sem hér hefur gerst mun hraðar en menn bjuggust við 1988. Með lægri vöxtum hefði samdrátturinn orðið minni í fjár - festingum og neyslu.Meiri eftir- spurn hefði væntanlega jafnframt þýtt eitthvað meiri verðbólgu. í hagfræðinni er yfirleitt talað um vexti sem tæki til þess að halda aftur af fjárfestingum. En hvað um gengisbreytingar? Hvernig mælast þær í aukinni verðbólgu? Það má reikna með að 10% gengisfelling komi fram í 4% hækkun framfærsluvísitölunnar á þrem mánuðum. Til viðbótar koma óbein áhrif vegna inn- lendrar framleiðslu sem byggir á innfluttum aðföngum, og má ætla að þau verði 1-2%. Margt bendir þó til þess að verðstöðvunin og samdrátturinn sem hér hefur ver- ið síðasta hálfa árið hafi valdið því að fyrirtæki hafi tekið á sig að verulegu leyti 3% gengisfellingu sem varð í október og nóvember s.l. 15% verðbólga á árinu? Hverju spáið þið á Þjóðhags- stofnun um verðbólguna á þessu ári eftir þær hækkanir sem nú hafa orðið? Það má segja að það ríki veru- leg óvissa nú um frekari verð- lagsþróun á þessu ári, og ljóst er að niðurstaðan mun að verulegu leyti ráðast af niðurstöðum þeirra kjarasamninga, sem nú eru fram- undan. Við höfum nýverið gert verðbólguspá, sem gerir ráð fyrir tæplega 15% hækkun fram- færsluvísitölunnar á þessu ári. Þær hækkanir sem nú hafa orðið gefa ekki beint tilefni til þess að endurskoða þessa spá, því þær eru allar inni í okkar útreikning- um, þótt sumar þeirra komi kannski nokkuð fyrr en ætlað var. Við göngum út frá því í okk- ar spá að ekki verði frekari geng- isbreytingar á árinu og að kaupmáttur atvinnutekna muni rý76rna um 6-7% og kaupmáttur ráðstöfunartekna heldur meira vegna hækkunar beinna skatta. Ef kjarasamningar fara út fyrir þann ramma sem talinn er „skynsamlegur“ getur það kailað á gengisfellingu og þannig raskað öllum forsendum verðbólguspár- innar. En eins og þú sérð á þessu er ekki gert ráð fyrir verulegum kauphækkunum, en mikið ræðst einnig af því hvort aðilar vinnu- markaðarins verða látnir einir um kjarasamningana, eða hvort ríkisvaldið kemur þar inn í með einu eða öðru móti. Siík aðild ríkisins að kjarasamningum gæti einnig breytt forsendum spárinn- ar, t.d. með breytingu á óbeinu sköttunum. Torveldar samninga Við lítum mjög alvarlega á þær verðhækkanir sem nú dynja yfir og verst finnst okkur að þær skuli koma fyrst og fremst frá opinber- um aðilum, sagði Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ í samtali við Þjóðviljann. Við teljum að verð- stöðvunin hefði átt að halda áfram. Þetta hleypir illsku í fólk og dregur úr möguleikum þess að hægt verði að gera kjarasamn- inga á „skynsamlegum nótum“. Hafi bilið verið breitt á milli aðila í væntanlegum kjarasamningum, þá hefur það nú enn breikkað. Það hefur ríkt samningsbann á kaupið frá 1. júlí s.l. og fólki ver- ið sagt að það þyrfti að taka á sig byrðar vegna sérstakra að- stæðna. Ég held að fólki finnist nú að þessum byrðum sé orðið æði óréttlátlega skipt. En nú er okkur sagt að þessar hækkanir hafl verið nauðsyn- legar til þess að halda eðlilegum rekstri. Atti að láta orkusðlufyr- irtækin og flutningafyrirtækin ganga með tapi? Það er rétt að efalaust hafa menn komist að því að endar næðu ekki saman á ýmsum svið- um, en að hinu ber líka að gá að vilji menn vísa veginn til þess að koma á einhverri skynsemi í þetta hagkerfi okkar, þá er það ekki vænlegt fordæmi að ganga fram með þessum hætti. Þetta sýnir okkur líka svart á hvítu að það er ekki kaupið sem veldur verðbólg- unni, og við óttumst að þetta verði öðrum fordæmi til enn frek- ari hækkana. —olg. Laugardagur 4. mars 1989 ÞJÖÐVtLJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.