Þjóðviljinn - 04.03.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.03.1989, Blaðsíða 13
_______BÓKIN SEM ÉG ER AÐ LESA He Rau Aroha Á undanförnum áruni hafa ís- lenskir bókaútgefendur unnið þrekvirki í því að koma á markað hér á landi góðum þýðingum á erlendum skáldverkum. Heldur hefur þó sjóndeildarhringurinn verið takmarkaður í þeim efnum því þýðingarnar eru nær ein- göngu frá Evrópu og Suður- og Norður-Ameríku. Fátt eitt hefur verið þýtt af bókmenntum frá Asíu og í svipinn man ég aðeins eftir einni sakamálasögu sem hingað hefur borist frá andfætl- ingum okkar í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Pótt ekki sjáist nein merki um það hérlendis hafa bókmenntir þessara landa notið sívaxandi vinsælda á undanförnum árum meðal enskumælandi þjóða. Þær þykja ferskar og frumlegar enda hafa höfundar þessara ungu þjóða oft annað sjónarhorn og önnur viðhorf en höfundar frá eldri og ráðsettari þjóðum. Má geta þess að nýsjálensk skáldsaga hlaut hin umtöluðu Booker-verðlaun í Bretlandi fyrir fáum árum. Ekki er ætlunin að fjalla al- mennt um ástralskar og nýsjá- lenskar bókmenntir í þessum pistli heldur aðeins að minnast á eina af þeim bókum sem þar hafa komið út og borist hingað til Evr- ópu. Nú skyldi enginn halda að ég hafi valið hana sérstaklega, eftir vandlega íhugun og yfirlegu. Nei, það er öðru nær, ég greip hana bara úr hillu þar sem ég var á rölti í bókabúð og vissi ekkert hvað ég hafði í höndunum fyrr en ég var búinn að lesa hana. Mér datt hins vegar í hug að sniðugt væri að fjalla um hana hér til að gefa lesendum örlítið sýnishorn af því sem andfætlingar okkar eru að fást við. Apirana Taylor er af kynstofni maóría en svo nefnast frumbyggj- ar Nýja Sjálands. Hann er fæddur í höfuðborginni, Wellington, árið 1955 og hefur fengist við eitt og annað um dagana. Hann er leikari að atvinnu, jafnframt því að vera rithöfundur og hefur auk þess fengist við blaðamennsku og almenna verkamannavinnu. Ta- ylor er fyrst og fremst þekktur sem ljóðskáld og hafa komið út eftir hann tvær ljóðabækur auk þess sem ljóð eftir hann hafa birst í ljóðasöfnum og tímaritum. Smásagnasafnið He Rau Aroha er fyrsta prósaverk höfundar og þýðir titillinn Hundrað ástarlauf. Sögurnar eiga það sameiginlegt að fjalla um ást eða ástleysi í margs konar myndum. Þær eru flestar sagðar út frá sjónarhóli maóría og fjalla um þá og hlut- skipti þeirra. Maóríum hefur að mörgu leyti gengið betur að að- lagast nútíma tæknisamfélagi en öðrum frumbyggjum í þessum heimshluta. Þó hafa margir þeirra orðið undir í lífsbaráttunni og víða líta hvítir Nýsjálendingar á þá sem annars flokks borgara. Maóríar hafa lagt ríka áherslu Guðmundur J. Guðmundsson skrifar á að halda við menningararfi sín- um og bera sögur Taylors þess glöggt vitni. Hann er kröfuharð- ur við enskumælandi lesendur sína sem neyðast til að lesa sög- urnar á forsendum maóríans. Taylor hikar ekki við að sletta orðum á móðurmáli sínu og má sem dæmi nefna að af 16 sögum í bókinni, eru 6 titlar á tungu ma- óría eins og bókin sjálf. Lesand- inn verður að þrælast í gegnum sögurnar og ráða í hvað orðin merkja. Alltaf lýkur þessum slag þó með því að lesandinn vinnur ánægjulegan sigur á sjálfum sér og kemst að því hvað málið snýst um. í sögum Taylors kennir margra grasa. Sumar eru hefðbundnar smásögur en aðrar meira í ætt við goðsagnir og dæmisögur. Þær síð- ast nefndu fjalla flestar um guði maóría og náttúruvættir sem frumbyggjar Nýja Sjálands trúðu á. Þær eru flestar stuttar og ákaf- lega hnitmiðaðar. Lengri sögurn- ar eru meira í ætt við hefðbundn- ar smásögur og eru sumar hverjar listilegur samsetningur. Úr þess- um flokki vil ég sérstaklega geta sögu sem heitir Hera og fjallar um aldraða maóríakonu sem neitar að gefast upp fyrir siðum og lífsháttum hvíta mannsins. Þessi saga sækir margt til skáld- sögu Hemingways, Gamli mað- urinn og hafið. Mestur hluti hennar greinir frá viðureign gömlu konunnar við risaál sem hún veiðir og reynir síðan að koma heim til sín. Margar sagnanna eru nötur- legar og hrjúfar enda líf fátækra maóría enginn dans á rósum. Aðrar geisla hins vegar af kátínu og spaugi. Gott dæmi um slíkt er sagan He Korero sem fjallar um kónguló og maur sem sjá mann í fyrsta skipti og fylgjast nokkra stund með honum, atferli hans og gerðum sem þau furða sig mjög á. Annars staðar er húmorinn af dekksta og groddalegasta tagi, eins og í sögunni Bye, bye, Billy. Þar er lýst síðustu mínútunum í lífi manns sem er að kafna vegna þess að það hrökk ofan í hann kjúklingabein við það að reyna samtímis að hafa mök við konu, éta kjúkling, drekka brennivín og aka bíl. Ég get með góðri samvisku mælt með smásagnasafninu He Rau Aroha. Apirana Taylor er að mínu mati góður fulltrúi nýsjá- lenskra bókmennta og það verð- ur gaman að fylgjast með afrek- um hans á bókmenntasviðinu. Tónlist Kammer- tónleikar Á sunnudaginn kl. 16.00 heldur íslenska hljómsveitin kammer- tónleika í menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Þetta eru aðrir tón- leikar af tólf á þessu starfsári hljómsveitarinnar sem haldnir eru á þessum sama stað kl. 16.00 fyrsta sunnudag í hverjum mán- uði til og með desember. Það eru þau Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og Sigurður I. Snorrason klarinettu- leikari sem koma fram á tón- leikunum á sunnudaginn. Tón- verkin á efnisskránni eiga það sammerkt að vera samin í Austurríki og í löndum Austur- Evrópu á þessari öld, að undan- skildu Eyðimerkurljóði Páls P. Pálssonar, sem var samið fyrir Önnu Guðnýju og Sigurð á ferða- lagi um Austurlönd. Sigurður I. Snorrason og Anna Guðný Guðmundsdóttir. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Starf forstöðumanns Byggingarsjóðs ríkisins er auglýst laus til umsóknar. Laun og starfskjör eru í samræmi við kjara- samninga opinberra starfsmanna. Starfið felur m.a. í sér daglega stjórnun á afgreiðslu lánveitinga úr sjóðnum og margvíslega áætlunargerð fyrir hann. Krafist er viðskipta- eða hagfræðimenntunar og kon- ur jafnt sem karlar hvattir til að sækja um starfann, í samræmi við nýsamþykkta jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Nánari upplýsingar veita framkvæmdastjóri og skrifstofustjóri stofnunarinnar. Skila ber umsóknum í lokuðum umslögum á af- greiðslu blaðsins fyrir 16. mars nk., merkt „Forstöðumaður“. Reykjavík, 3. mars 1989 n, HUSNÆÐISSTOFNUN C3xU RÍKISINS LJ LAUGAVEGI 77101 REYKJAVÍK SÍMI 696900 Hafnarfjarðarhöfn Flotbryggjur Hafnarfjarðarhöfn óskar eftir flotbryggjum og uppsetningu þeirra í smábátahöfninni í Hafnar- firði. Um er að ræða bryggjur og arma fyrir um 50 báta til að liggja við, 3 landganga og tæplega 100 m langa flotgöngubryggju, festingar og vinnu við niðursetningu. Verkinu skal lokið fyrir 1. júní 1989. Útboðsgögn eru afhent á Hafnarskrifstofunni í Hafnarfirði, Strandgötu 4, gegn 15.000 kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað mið- vikudaginn 15. mars kl. 11.00. Hafnarstjórn Hafnarfjarðar Hafnarfjarðarhöfn - fylling í smábátahöfn Hafnarfjarðarhöfn óskar eftir tilboðum í fyllingu og grjótvörn í smábátahöfninni í Hafnarfirði. Auk vinnu við fyllingar skal leggja lagnir um svæðið. Helstu magntölur eru: Fylling 13.500 m3, grjót- vörn 2000 m3, ræsi (lækur) 01000 93 m, frá- rennslislagnir um 275 m, 5 brunnar 01000 og 1 brunnur 01600. Verkinu skal lokið fyrir 20. maí 1989. Útboðsgögn eru afhent á Hafnarskrifstofunni í Hafnarfirði, Strandgötu 4, gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Til- boð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 15. mars kl. 11.00. Hafnarstjórn Hafnarfjarðar Fótaaðgerðafræðingar Tilkynning Vinsamlega tilkynnið ykkur skriflega, nafn, heimilisfang, síma og kennitölu til Helgu Sigur- björnsdóttur, Bræðratungu 26, 200 Kópavogi, vegna félagsskráningar, fyrir 25. mars 1989. Laugardagur 4. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.