Þjóðviljinn - 09.03.1989, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 09.03.1989, Qupperneq 3
FRÉTTIR Slysavarnafélag íslands Óvenjulega mikið um slys og óhöpp 14 sjómönnum afl5 bjargað þegar tveir vertíðarbátar sukku með hálftíma millibili fyrir vestan og sunnan. Enn einu sinni sanna flotgallar ágœti sitt Eg man bara ekki eftir annarri eins ótíð og verið hefur að undanförnu á sjónum með til- heyrandi óhöppum og slysum. Skip hafa verið að fá á sig brot, brúargluggar brotnað, gúmbáta hefur tekið út af togurum, skip og bátar hafa verið hætt komin við strendur landsins, rækjubátar hafa sokkið og nú síðast sukku tveir vertíðarbátar með stuttu millibili fyrir vestan og sunnan, sagði Hálfdán Henrysson deildar- stjóri hjá Slysavarnafélagi Is- lands. f fyrrakvöld sökk Sæborg SH 377 frá Ólafsvík skammt undan Rifi á Snæfellsnesi eftir að bátur- inn hafði fengið á sig tvö brot með stuttu millibili þegar bátur- inn var á heimleið úr róðri. 7 af 8 manna áhöfn Sæborgar tókst að komast um borð í gúmbörgunar- bát og var bjargað um borð í Ólaf Bjarnason SH en skipstjórans er saknað. Prátt fyrir víðtæka leit á sjó og landi hefur hann ekki fund- ist. Leit verður haldið áfram í dag. Þá sökk Nanna VE 294 skammt úti fyrir Vík í Mýrdal eftir að hafa fengið á sig brot að aftan þegar verið var að hífa inn trollið, og við það komst mikill sjór inn um skutlúgurnar sem lagði skipið á hliðina. 7 manna áhöfn skipsins tókst að komast um borð í gúmbát og var bjargað um borð í Þórunni Sveinsdóttur VE. Mun það vera í fjórða sinn sem Sigurjóni Óskarssyni og áhöfn hans tekst að bjarga sjó- mönnum úr lífsháska. f báðum þessum tilfellum kom mikilvægi flotgallanna í Ijós því hluti áhafna beggja bátanna lenti í sjónum en varð ekki meint af vegna þess að þeir voru í vinnu- flotgöllum. Þá er enn í fersku minni þegar rækjubáturinn Kol- brún IS sökk rétt utan við Norðurtangann á ísafirði í bruna- gaddi og mannbjörg varð. Talið er víst að skipverjar hefðu ekki lifað af veruna í ísköldum sjónum ef þeir hefðu ekki verið í flot- göllum. -grh =tns og sjá mó tekur barnavagninn hennar Jórunnar sig vel út á skíðunum og hafa þau komið að góðum notum í ófaerðinni. Mynd: Borgfirðingur/lngimundur Ingimundarson. Borgarnes Skíði undir bamavagn Eg vissi í fyrstunni ekki hvað Jórunn var að fara þegar hún kom til mín fyrir skömmu og bað mig að smíða fyrir sig skíði undir barnavagninn sinn. En eftir hennar leiðsögn rissaði ég upp teikningu af skíðunum undir vagninn og eftir því sem ég best veit hafa þau komið að góðum notum, sagði Björn Hermanns- son verksmiðjustjóri hjá Vírneti hf. í Borgarnesi. f síðasta tölublaði Borgfirðings er sagt frá ungri konu, Jórunni Jónsdóttur sem er ísfirskrar ættar en er búsett í Borgarnesi, sem datt niður á það snjallræði að láta Björn smíða fyrir sig skíði undir barnavagninn sinn til að komast áfram í ófærðinni. í sjálfu sér er hugmyndin ekki ný af nálinni og hefur það lengi tíðkast fyrir vest- an þegar mikil snjóalög eru að skíði séu fest undir barnavagna. En fyrir Borgnesinga var hér um algjört nýmæli að ræða. Að sögn Björns eru skíðin smíðuð úr blikici. Þau eru 80 sm að lengd og vega um 7 kíló. Þó er hægt að hafa þau mun léttari með því að smíða þau úr plasti. Þrátt fyrir að þau hafi komið að góðum notum í Borgarnesi hafa ekki fleiri séð ástæðu til að láta smíða barnavagnsskíði fyrir sig en fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar með yngstu börnin er þessari hugmynd hér með komið á framfæri. -grh Fimmtudagur 9. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 EAGL/h, AIR ■ •■■■■• ■ I Amarflug er enn inni í myndinni. Orlofsferðir Ekki samið við Flugleiðir Gengiðfrá samningum við Sterling Airways ídag. Arnarflug enn inni í myndinni, en effélagið verður lagt niður eru viðrœður við þýskflugfélög í bakhöndinni. Ennfremur hefur mönnum dottið íhug aðfá Guðna „íSunnuu tilþess að leigja Arnarflugsvél ríkisins tilflugsins. Ekkisvo vitlaus hugmynd, segir Guðni Við munum taka endanlega ákvörðun um málið í dag og væntanlega verður samið við Arnarflug og Sterling Airways á morgun um þrjú til fjögur þúsund sæti tii meginlandsins í sumar. Þetta sagði Hallgrímur Hall- grímsson, sem á sæti í ferðanefnd BSRB í samtali við Þjóðviljann í gær. Hallgrímur sagði að Samvinnuferðum-Landsýn hefði verið falið að leita tilboða í þessar ferðir, og hefðu tilboð borist frá þessum aðilum og Flugleiðum að auki. Tilboði Flugleiða hefði ver- ið hafnað vegna málareksturs fé- lagsins gegn verkalýðshreyfing- unni. Magnús Oddsson sölustjóri Arnarflugs sagði að tilboð Arnar- flugs fælist annars vegar í 600- 1000 sætum með áætlunarflugi félagsins til Amsterdam og hins vegar væri um að ræða um 10 leiguflug til Saarbrucken í Þýska- landi. Arnarflug hefur ekki flugleyfi til Kaupmannahafnar eða ann- arra Norðurlanda, og því verður samið við danska flugfélagið Sterling Airways um ferðir til Kaupmannahafnar. Er fulltrúi þess væhtanlegur til Reykj.'víkur í dag til þess að ganga frá samn- ingum. Á hinn bóginn ríkir enn óvissa með framtíð Arnarflugs og talið að enn líði nokkrir dagar þar til niðurstaða fæst í því máli. Vanda- málið er því að komist samningar ekki á við Arnaflug þá hefur Ster- ling Airways ekki flugleyfi á Þý- skaland. Því gæti komið til þess að semja þyrfti við þýsk flugfélög og mun Sterling Airways hafa lofað að vera verkalýðsfélögu- num innan handar með útvegun sambanda. Þriðji möguleikinn sem ræddur hefur verið og er enn á dagskrá er sá að tekin verði á leigu þota sú sem fyrrum var í eigu Arnarflugs en er nú eign ríkissjóðs. Ríkis- sjóður hefur hins vegar ekki flugrekstrarleyfi og því hefur ver- í BRENNIDEPLI ið rætt við Guðna Þórðarson „í Sunnu“ sem rekur ferðaskrifstof- una Flugferðir -Sólarflug. Óljóst er hvort til þessa möguleika þarf að grípa. „Ekki svo vitlaus hugmynd“ - Launþegasamtökin hafa ekki beðið mig um þetta, sagði Guðni Þórðarson í samtali við Þjóðvilj- ann í gær, - og ég mun ekki snerta við Arnarflugsvélinni á meðan félagið er starfandi. Enda skilst mér að vélin sé til sölu. En fari svo illa að Arnarflug verði gert gjaldþrota og hætti starfsemi, þá er þetta tæknilega hægt og í raun- inni alls ekki svo fráleit hug- mynd. Ég hef flugrekstrarleyfi og það tæki mig ekki nema nokkra daga að vinna þá pappírsvinnu sem þarf, til þess að hrinda svona hugmynd í framkvæmd. Þessi hugmynd er annars trú- lega til komin vegna þess að ég er nú með í undirbúningi áætlunar- flug frá íslandi til Spánar og frá Mun Guðni „í Sunnu“ leigja Arnarflugsvélina af ríkinu og flytja launafólk í orlof? Akureyri til Kaupmannahafnar og London. Umsóknir mínar þar að lútandi eru til umfjöllunar í Flugráði. - Ég vil hins vegar taka það fram að lokum, sagði Guðni,-að ég vil Arnarflugi allt hið besta og myndi aldrei leggja stein í þess götu. Ódýrar ferðir Reiknað er með að ferðir þess- ar verði ódýrari en gengur og ger- ist á ferðamarkaðnum, og hefur í því sambandi verið talað um allt niður í 11.000 króna fargjald til Kaupmannahafnar og til baka. Helgi Daníelsson sölustjóri Samvinnuferða var spurður að því hvernig stæði á þessum verð- mun og þeim fargjöldum sem ferðaskrifstofurnar bjóða al- mennt á orlofsferðum. Helgi sagði að hægt væri að bjóða þetta svona ódýrt með því að reikna með 100% nýtingu og taka engan sölukostnað og enga þjónustu aðra en flugið inn í dæmið. Með þessu tækju félögin á sig vissa áhættu, en um leið gerði þetta ýmsum kleift að kom- ast út fyrir landsteinana, sem ekki gætu það að öðrum kosti. En eruð þið ekki í beinni sam- keppni við sjálfa ykkur með þess- um ódýru ferðum? - Það má kannski segja það, en þessar ferðir eru þó fyrst og fremst fyrir þá sem ekki ættu kost á utanlandsferð með öðru móti. Það er líka rétt að hafa það í huga að sumarhúsin sem félögin eru að bjóða í námunda við Saarbruck- en eru ekki sambærileg hvað gæði og aðstöðu varðar og þau sem við bjóðum í Hollandi, Danmörku og Frakklandi. Þar er einnig boð- ið upp á fararstjórn og aðra þjón- ustu, sem er ekki fyrir hendi í Saarbrucken. -ólg/phh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.