Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 6
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Kjarabætur í alvöru! Víglundur Þorsteinsson formaöur félags íslenska iönrekenda og varaþingmaður Sjálfstæöisflokksins var í útvarpsþætti á laugardaginn og sagði þar deginum Ijósara að ein allra helsta krafa iðnrekenda og ýmissa atvinnurekenda annarra væri sem alira voldugust gengisfelling. Þessi forystumaður í VSI er kunnur að því að láta það flakka berum orðum sem kompánar hans vilja helst að liggi í loftinu eða lesist milli lína, og þessvegna var einkar athyglisvert að heyra viðbrögð hans þegar útvarpsmaður spurði hvort slík gengisfelling kæmi að nokkru gagni þarsem skuldaliðir hjá útflutningsfyrirtækj- unum hækkuðu ekki minna en tekjuliðir við gengisfellinguna miklu. Víglundur sagði að það væri svosem rétt, en skipti ekki aðalmál- inu. Allir vissu að gengisfellingin væri til þess fyrst og fremst að lækka kaupið, hleypa kjaraskerðingunni innum bakdyrnar. Þetta var lofsverð hreinskilni hjá Víglundi, og atburðir síðustu dægra í samningaviðræðum ASI og VSÍ skýrast nokkuð í Ijósi þessara orða. Hluti VSÍ-liðsins hefur sýnt mikla tregðu í viðræðunum og var nánast kominn að því að slíta þeim um skeið. Þeir láta svo að þeir séu því aðeins til viðræðu um launamál og aðrar kjarabætur að ríkisstjórnin lofi því að fella gengið strax í kjölfarið. Þá gætu Víg- lundur og félagar óhræddir samið um hvað sem væri, - launa- menn sjálfir borguðu brúsann og heildarniðurstaðan yrði kjara- skerðing. Það er auðvitað útí hött að launafólk sé til viðræðu um hókus- pókus-samninga af þessu tæi. Og atvinnulífinu er fráleitt í hag að þeir Víglundur pissi í skóinn sinn á þennan hátt. Þær sífelldu röksemdir að raunir og áföll í atvinnulífinu séu að kenna háu kaupi eiga sjaldnast við mikil rök að styðjast. Að halda þessu fram við núverandi aðstæður er sérdeilis óvitur- legt. Kreppan í atvinnu- og efnahagslífinu nú á ekkert skylt við óhæfilegar kaupgreiðslur, -nema þá í efstu lögunum og einstaka þenslugreinum. Kreppuvaldarnir í atvinnulífinu eru fyrst og fremst tvennskonar, báðir heimatilbúnir og ýmislega samtengdir. Annarsvegar eiga íslensk atvinnufyrirtæki við ýmsan aðlögun- arvanda að stríða. Þau eru á eftir í vinnubrögðum og tækni, hafa ekki sinnt markaðsbreytingum, ekki haft efni eða vit til vöruþróun- ar, skort styrk eða vilja til hagræðingar, hafa ekki búið við umhverfi sem hvetur til nýsköpunar og dirfsku og ekki tekist að skapa sér slíkt umhverfi. Hinsvegar eru íslensk atvinnufyrirtæki - og allur almenningur- enn að borga reikninginn af tilraun um frjálshyggju sem forystu- menn í Sjálfstæðisflokknum datt í hug að efna til uppúr hagfræði- bókum og hafði það markmið helst að færa til fjármagn og vald í efnahagslífinu frá raunverulegum atvinnurekstri og til fjármagns- kaupmanna af ýmsu tæi. Þar af sprettur til dæmis það viðvarandi ástand okurvaxta sem bæði stór hluti almennings og fjölmörg fyrirtæki eru að kikna undan. Hvorugur þessara kreppuvalda gufar upp við gengisfellingu, - hvorugur þeirra verður snúinn úr hálsliðnum við kjaraskerðingu. Kjaraskerðingarhugmyndir Víglundar og þeirra félaga eru ekki sprottnar af raunverulegum hagsmunum í atvinnulífinu. Þær lýsa aðallega vanmætti forystumanna atvinnurekenda við að taka til í eigin húsum, uppgjafarkennd VSÍ-liðsins þegar það stendur nú frammi fyrir afleiðingunum af stefnu Sjálfstæðisflokksins. Við- brögðin eru að kasta syndunum bakvið einhvern annan. Miðað við stöðuna er eðlilegt að forystumenn launafólks miði við að samningarnir hafi þrennskonar markmið. í fyrsta lagi eiga samningarnir að greiða fyrir þeirri endurreisn og uppstokkun sem ný ríkisstjórn er að beita sér fyrir í atvinnulífinu. I öðru lagi eiga samningarnir að tryggja óskertan kaupmátt almennra launa- manna, fulla atvinnu og bætt félagslegtumhverfi. Hérundir fellur til dæmis almenn vaxtalækkun. í þriðja lagi verður að leysa úr vanda láglaunafólks, bæði með kauphækkunum og félagslegum ráð- stöfunum. Launamenn og forysta þeirra verða að þjappa sér saman gegn þeim kjaraskerðingum sem Víglundur Þorsteinsson boðar. Hitt er ekki víst að besta baráttuleiðin sé að einblína á krónu- hækkanir einsog forysta BHMR hefur gert. Menn eiga að reyna að nota samningana til að sækja kjarabætur í alvöru, - og bestu kjarabæturnarfelast í raunverulegum kerfisbreytingum sem skaþi möguleika á að snúa samfélagsþróuninni launafólki í hag. -m Don Kíkóti Ameríku eftir Sergio Martinez í Havana á Kúbu Meiri menningu, víst! Ágætur lesandi Þjóðviljans, Bragi Guðmundsson mennta- s'kólakennari, tekur undir við nöldrara Tímans og lesendadálks DV í viðhorfsgrein fyrir helgi og kvartar undan of miklu af „svok- ölluðu menningarefni úr Reykja- vík“ á síðum þessa blaðs. Margir lesendur hafa séð ástæðu til að andmæla þessari niðurstöðu Braga og bent á að víðtæk les- endakönnun var gerð meðal les- enda Þjóðviljans í fyrra sem sýndi •glöggt að menningarefni er ekki aðeins vinsælt heldur meðal þess sem lesendur vildu helst meira af. Þetta er náttúrlega bilun, en svona eru þessir Þjóðviljalesend- ur. , Islendingar • subbur Þaö var dálítið fyndið að lesa prýðilega grein Maríu E. Ingva- dóttur í DV daginn eftir heimild- armynd Magnúsar Guðmunds- sonar um lífsbjörgina. Hann dró þar upp hjartnæma mynd af ís- lendingum sem fámennri og fá- tækri þjóð í faðmi kaldrar náttúru við ysta haf sem þeir lifðu í svona fallegu samræmi við að allir kom- ust við. í því landi var ekki verið að misnota auðlindir eða ganga með skítugum skónum á móður náttúru, ónei. Enda segir María: „Það er stórkostlegt að fá að njóta hreinnar og óspilltrar ís- lenskrar náttúru. Eða hvað - er hún það ekki annars? Það rifjast upp fyrir mér gönguferð um Klambratúnið síð- astliðið sumar. Kyrrt var og glaða sólskin. En loftið var ekki sérlega hreint. Frá Miklubrautinni lagði brælu frá bflaumferðinni sem ekkert lát virtist á.“ Hreinsunarbún- aður alger óþarfi Og María heldur áfram: „Fyrir stuttu birtust sölutölur yfir bensín sem sýndu að mun færri kaupa blýlaust bensín en 98 oktan bensín á bfla sína. Blýlaust bensín kom hér á markað fyrir hálfgerða slysni og lítið hefur ver- ið hvatt til notkunar þess. Hér á landi er fátítt að bflar^ finnist með hreinsunarútbúnaði á útblæstri. Hann virðist vera tal- inn algjör óþarfi og er gjarnan tekinn úr bflum sem koma hingað til lands. Hann er talinn til þess eins að minnka orku og auka eldsneytisþörf. Talið er að 95% af blýmengun í andrúmsloftinu séu frá bensíni en eins og kunnugt er getur blý- mengun valdið alvarlegu heilsu- tjóni. Hreinsunarbúnaður bif- reiða (katalysator) hreinsar mik- inn hluta útblástursloftsins en að sjálfsögðu er skilyrði að notað sé blýlaust bensín.“ Þetta er nú allt samræmið milli manns og náttúru. Og svo er auk þess að koma í ljós að við kunn- um ekki að sjóða niður matvöru og eyðileggjum sjálf dýrmæta markaði með subbuskap. Norræna húsið í Havana Nýjasta hefti af tímaritinu Rétti er helgað Kúbu. Ingibjörg Haraldsdóttir skáld segir þar í grein frá endurnýjuðum kynnum af Kúbu í sumar leið, en þar bjó hún um nokkurra ára skeið. Kúbumenn eru nú komnir að Ha- vana í viðreisnarstarfi sínu, en þar eiga þeír erfitt um vik vegna þess að gamli bæjarhlutinn er friðaður, UNESCO lýsti hann „arfleifð mannkyns" eins og pír- amídana fyrir sex árum. En smám saman er verið að gera gömul illa farin hús upp og leyfa þeim að endurheimta fornan glæsileik. Ingibjörg segir enn- fremur: „Alþjóðahyggja Kúbumanna kemur fram með skemmtilegum hætti í þessu endurreisnarstarfi í gömlu Havana... opinberir aðilar í öðrum löndum hafa veitt aðstoð til þess að gera upp ákveðin hús sem síðan eru helguð viðkomandi landi eða menningarsvæði: Afr- íkuhús, Mexíkóhús, Arabahús. í Afríkuhúsinu sem stendur við götuna Obrapía gaf að líta glæsi- lega sýningu á listmunum frá ýmsum Afríkulöndum og var kjarni þeirrar sýningar gripir sem Fidel Castro voru gefnir þegar hann ferðaðist um Afríku árið 1977. Auk sýningarinnar fer margskonar starfsemi fram í hús- inu og tengist öll Afríku, listum og menningu álfunnar. Við sömu götu stendur niðurníddur hús- kumbaldi sem í býr fjöldi manns enn sem komið er. Það á þó eftir að breytast, því að þarna verður Norræna húsið í framtíðinni. Á næstu árum fá Norðurlandaþjóð- irnar tækifæri til að leggja sitt af mörkum til þess að gera þetta hús sem glæsilegast svo að það megi hýsa sýningar, gestaleiki, fyrir- lestra osfrv. Undirbúningur er þegar hafinn, búið er að teikna húsið einsog það á að verða og vináttufélögin á Norðurlöndum eru þegar farin að velta fyrir sér hvert þeirra framlag geti orðið.“ Læknabús Ingibjörg talar líka um menn- ingarhús eða eins konar fé- lagsheimili í öllum hverfum þar sem listelskur almenningur syng- ur og leikur og börn teikna og dansa. Og af því að við höfum verið að skrifa um heilbrigðis- málin á íslandi er fróðlegt að heyra hvað Kúbumenn eru að gera í þeim efnum: „Læknahúsin - Casa del me- dico - eru líka ný. Þau rísa nú með eldingarhraða um gjörvalla eyjuna, byggð í sjálfboðavinnu af íbúum hverfanna þar sem við- komandi læknar eiga að starfa. Þetta eru yfirleitt ekki stór hús, oft tveggja hæða, uppi er íbúð fyrir lækninn (og stundum önnur fyrir hjúkrunarfræðinginn) og niðri er læknastofan. Hver hverf- islæknir þjónar 600-700 manns. Á morgnana tekur hann á móti þeim sem til hans leita með kvilla sína, og síðdegis fer hann í heim- sóknireftirþörfum. Hverfislækn- arnir sjá um að koma fólki á sjúkrahús þegar það á við, útvega því viðtöl vjð sérfræðinga og þeir fylgjast með öldruðum, börnum og sjúklingum. Þessi þjónusta er viðbót við heilsugæslustöðvarnar sem fyrir voru, en jafnframt hafa þær orðið sérhæfðari en áður var, þær eru semsé næsta stig fyrir ofan hverfislækninn." Hvað með afa þinn? Ingibjörg lýsir líka heilsu- gæslustöð og fleiri fyrirbærum á Kúbu, en hún á ekki bara fróð- legar greinar í heftinu. Þar eru líka ljóð eftir kúbanska þjóð- skáldið Nicolás Guillén í þýðingu hennar. Hið seinna er á þessa leið: Ef marka má það sem þú segir, Fabio, var afi þinn erkiengill í augum þrœla sinna. Afi minn var aftur á móti djöfull í augum húsbœnda sinna. Þinn var kyrktur með háls- járni. Minn var hengdur. SA Þjóðviljinn Síðumúla 6 -108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar:Árni Bergmann, MörðurÁrnason, SiljaAðalsteinsdóttir. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar (pr.), Elísabet Brekkan, Guðmundur RúnarHeiðarsson, HildurFinnsdóttirípr.), Jim Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, Magnús H. Gíslason.Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), SævarGuðbjörnsson, Þorfinnur Ömarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Augiýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Eria Lárusdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsia: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Utkeyrsla, afgreiðsia, ritstjórn: Siðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 80 kr. Nýtt Helgarblað: 110 kr. Askriftarverð á mánuði: 900 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.