Þjóðviljinn - 06.04.1989, Page 1
Fimmtudagur 6. aprfl 1989 66. tölublað 54. órgangur
BSRB
Vilja öniggar tryggingar
Ríkisstjórnin getur ekki boðiðfastgengi néfulikomna verðstöðvun. BSRB fundaði ígœrkvöldi um afstöðu
ríkisstjórnarinnar og áframhald samningaviðrœðna. Ögmundurjónasson: Geirnegldar tryggingar.
TalVSI efnahagslegt stórslys
Við viijum fá tryggingar fyrir
að umsaminn kaupmáttur
haldi, geirnegldar. Því er hafnað
að gengi verði haldið föstu og
varðandi verðstöðvum er ríkis-
stjórnin reiðubúin að kalla saman
fund til að ræða þær kröfur frek-
ar. Ríkisstjórnin hefur einnig lýst
sig reiðubúna til að ræða aðrar
leiðir til að bæta kaupmátt í sam-
ræmi við verðlagsþróun. Þessar
hugmyndir eru enn óljósar og
ómótaðar, en við bíðum eftir að
sjá hvað hangir á spýtunni, sagði
Ogmundur Jónasson formaður
BSRB í gærkvöldi.
í gær höfðu samninganefndir
BSRB og ríkisins náð samkomu-
lagi um öll helstu atriði nýs kjar-
asamnings er gildi frá 1. apríl til
15. október - að uppfylltum skil-
yrðum um tilskildar tryggingar.
Samningsuppkastið felur í sér
2000 króna launahækkun þann 1.
apríl, 6500 króna orlofsauka sem
kæmi til útborgunar 1. júní og
2500-3000 króna greiðslu í ágúst
eða september, auk smávægi-
legra tilfærslna í launaflokkum.
Þessar hækkanir hafa verið metn-
ar upp á 9-10%.
Steingrímur Hermannsson,
Arnarflug
Farseðlar
fyrir hlutafé
Aðalfundur eftir viku,
m.a. „um meðferð
hagnaðar eða taps
félagsins á reikningsár-
inu“
Arnarflugsmenn leggja nótt við
dag að afla þess 100 miljarða
hlutafjár sem ríkið setti að skil-
yrði þvi að félaginu yrði veitt op-
inber fyrirgreiðsla. Þjóðviljinn
hefur fyrir því heimildir að
mönnum hafi verið falboðið 50
þúsund króna hlutabréf með
myndarlegum kaupauka: tveim
farmiðum til Evrópu í sumar að
eigin vali, fram og til baka. Auk
þessa fylgdi skattaafsláttur einsog
lög gera ráð fyrir: kr. 17 þúsund.
Halldór Sigurðsson, blaðafull-
trúi Amarflugs, kvað rétt vera að
slík hlutabréf væm til sölu en að-
eins starfsmönnum flugfélagsins.
Þegar honum var bent á að starfs-
vettvangur heimildarmanns væri
allt annar sagði hann skýringuna
ugglaust þá að hann væri annað
hvort vinur eða ættingi starfs-
manns.
Aðaifundur Arnarflugs verður
haldinn eftir viku. í fundarboði
kemur fram að stjómin hyggst
afla sér heimildar til þess að auka
hlutaféð um 315 miljónir króna.
Fundarmenn eiga jafnframt að
ákveða þóknun til stjórnarmanna
og endurskoðenda fyrir liðið
starfsár og leggja línur um „með-
ferð hagnaðar eða taps félagsins á
reikningsárinu.“
ks
forsætisráðherra sagði eftir fund
með forystumönnum BSRB í
gærkvöld að verðstöðvun kæmi
til greina ef um það næðist breið
samstaða. VSÍ hefði hins vegar
alfarið hafnað því. VSÍ ætti vissu-
lega ekki að hafa síðasta orðið en
það yrði að taka tillit til þeirra
sem annarra.
Ólafur Ragnar Grímsson, fjár-
málaráðherra sagði að það lýsti
frekar prinsippafstöðu en efnis-
ágreiningi þegar ríkisstjórnin
hefði ekki getað lofað að gengi
yrði haldið stöðugu. „Við erum
sammála BSRB í því að halda
gengi og verðlagi stöðugu. Við
buðum upp á að ræða mjög vand-
lega verðlagsþróun á næstunni og
hvaða tæki eru best til að hindra
verðhækkanir. Ég tel að samn-
ingaviðræðurnar síðasta sólar-
hring hafi skilað miklum árangri.
En málflutningur atvinnurek-
enda og árásir þeirra á þessa
vinnu er furðulegur og á sér
greinilega rætur í pólitískum ráð-
hring í Garðastræti og Valhöll.
Ég mun gera allt í mínu valdi til
að þessir samningar takist," sagði
Ólafur Ragnar.
Ögmundur Jónasson sagði að
sér fyndist óhugnanlegt tal VSÍ-
manna um að kröfur BSRB væru
„efnahagslegt stórslys“. „Það má
frekar segja að afstaða VSÍ sé
efnahagslegt stórslys. Það lýsir
algjöru ábyrgðarleysi af hálfu
VSÍ-manna, sem sjálfir eru á
háum launum og stefna að kjara-
skerðingu íslenskrar alþýðu að
tala svona,“ sagði Ögmundur
Jónasson.
phh
ögmundurJónassoneftirfundmeðformönnumstjórnmálaflokkannaí gærkvöldi: Viljum geimegldar kaupmáttartryggingar. Mynd Jim
Smart.
BHMR
2000 komnir í verkfall
Engin hreyfingfyrren daginnfyrir verkfall. PállHalldórsson: Tíminn runninnfrá okkur
Boðað verkfall 11 félaga há-
skólamenntaðra ríkisstarfs-
manna tók gildi á miðnætti. Nær
tvö þúsund ríkisstarfsmenn í ýms-
um tækni- og þjónustugreinum
eru komnir í verkfall, flestir
þeirra eða um 1400 eru félags-
menn í Hinu íslenska kennarafé-
lagi og eru allt skólastarf í fram-
haldsskólum landsins meira og
minna í lamasessi.
Þrátt fyrir fjölmarga fundi
samninganefndar ríkisins og
BHMR-félaganna undanfarnar
vikur, var það ekki fyrr en í fyrra-
kvöld að einhver hreyfing komst
á viðræður deiluaðila, að sögn
Páls Halldórssonar formanns
BHMR. Lítið varð hins vegar úr
viðræðum í gær og gærkvöld þar
sem aðilar biðu eftir niðurstöðu í
viðræðum BSRB við forystu-
menn stjórnarflokkanna. Tíminn
er runninn frá okkur og verkfall
því óumflýjanlegt, sagði Páll.
Ljóst er að verkfall háskóla-
manna mun hafa töluvert víðtæk
áhrif víðar en í skólum. Þannig
hefur orðið að rýma sjúkrarúm á
ríkisspítölum, verðurfréttir falla
niður og öll rannsóknastarfsemi
ríkisins lamast. Þá má búast við
röskun í grunnskólum landsins í
dag þar sem Kennarasamband fs-
lands hefur hvatt félagsmenn sína
til að gefa sér tíma í dag á vinnu-
stöðum til að ræða stöðu kjara-
málanna. -Ig.
Sjá síðu 2
Vinnuveitendasambandið
Öllu er stefnt í voða!
VSI: Tilboð ríkisins erefnahagslegtstórslys. Engirpeningartil. ASI:
Viljum viðrœður á BSRB grundvellinum
Forystumenn VSÍ brugðust í
gær ókvæða við tilboði því
sem samninganefnd ríkisins hefur
gert BSRB. Segir Þórarinn V.
Þórarinsson framkvæmdastjóri
VSÍ, að gangi sömu hækkanir yfir
alla línuna þýði það 15 miljarða í
aukin launaútgjöld. Slíkt sé efna-
hagslegt stórslys, sem kalli á óða-
verðbólgu, hækkun vaxta og at-
vinnuleysi.
Á samningafundi ASÍ og VSÍ í
gær lögðu Alþýðusambands-
menn til að viðræður aðila tækju
mið af þeim samningsgrundvelli
sem náðst hafði í viðræðum
BSRB og ríkisins. Sagði Ás-
mundur Stefánsson að það væri
skýlaus krafa sem atvinnrekend-
ur gerðu sér fulla grein fyrir að
félagsmenn í Alþýðusambandinu
fengju ekki minni kjarabætur en
ríkið semdi um við sína starfs-
menn.
Vinnuveitendasambandið seg-
ist ekki tilbúið til viðræðna um
BSRB-samkomulagsdrögin og
hefur einnig lagst eindregið gegn
tillögum verkalýðshreyfingarinn-
ar um verðstöðvun og vaxtalækk-
un. Samninganefndir ASÍ og VSÍ
munu hittast aftur síðdegis í dag.