Þjóðviljinn - 20.04.1989, Blaðsíða 9
birkio?
Gengið
norður
Laufás-
veginn
með
Asgeiri
Svanbergs-
syni
Gamalt og nýtt. Öðrum megin við Ásgeir er myndarlegt grenitré frá
1943, hinum megin heldur hann um ösp sem er orðin hátt á þriðja
metra þó hún sé aðeins þriggja ára. „Hún veður upp, öspin," segir
Ásgeir.
hér.
avönduríbirki.
ereinskonar
aamein í trénu.
Danskt beyki við Miöbæjarskólann.
bandinu á
num má skoða
lurafýmsutagi.
Hjá Erlingi Gtsla-
syni og Brynju
Benediktsdóttur
< birkihríslan upp
úr svalagólfinu.
gengur í bylgjum eins og rjúpn-
astofninn, hann fjölgar sér of-
boðslega svona á sjö til átta ára
fresti, svo gengur það yfir. En
það er eins með grenið og lim-
gerðin, það má ekki setja það
niður skammt frá götu. Þetta
verða hávaxin tré og ræturnar
verða að hafa nóg pláss, annars
falla þau."
Hvað verða þau há?
„Vonandi ná þau ekki 50 metr-
um eins og algengt er fyrir vestan.
Turninn á Borgarspítalanum er
40 metra hár!"
Þegar hér er komið sögu erum
við komiri að Miðbæjarskólan-
um. Austan í honum vex runni
sem nokkur gul blöð hanga enn-
þá á.
„Þetta er danskt beyki," segir
Ásgeir. „Það er sjaldséð og vex
hér yfirleitt ekki til þrifa. En hér
hefur það haft gott skjól og lifað.
Beykið sölnar á haustin en fellir
ekki laufið fyrr en á vorin. Það er
sérkenni þess að standa allan vet-
urinn með bliknaðan laufhadd."
Hvaða tegundir áfólk að rækta
sem býr til dœmis í Breiðholti?
„Það er margt hægt að rækta í
Breiðholtinu og fólk hefur gert
furðumikið í görðum uppi á
öræfum eins og í Seljahverfinu.
Ösp, birki og greni ganga vel, en
hlynurinn er erfiðari, hann þarf
alla þá hlýju sem hægt er að fá.
Borgin hefur verið að gera afar
merkilega hluti í trjárækt undan-
farin ár, og ég er ekki í vafa um
árangurinn. Eftir tíu til fimmtán
ár verður borgin allt önnur en nú
er."
Þegar hér er komið sögu erum
við komin framhjá raskinu í
Tjörninni og stöndum frammi
fyrir Vonarstrætishlyninum á
horni Suðurgötu og Vonarstræt-
is. Hann er með elstu trjám í
Reykjavík, reglulegur og fal-
legur.
Verður hann ráðhúsi að bráð?
„Þó að umferð aukist hér í
kring þola lauftré vel
loftmengun, en titringinn frá
þungri umferð þola þau verr.
Rykmengun fer líka illa með
þau."
Hlynurinn er sem sagt í hættu.
Næstur er Túngötuálmurinn.
Hann er stór og f agur, en of nærri
honum hafa verið sett tvö
reynitré og annað þeirra vex upp í
krónu álmsins.
Þetta er svolítið klaufalegt, er
það ekki?
„Jú, álmurinn er miklu eldri en
reynitrén, hann var gróðursettur
um 1906 og á eftir að lifa miklu
lengur en þau. Hann þyrfti að fá
að njóta sín og sýna hvað hann
getur orðið."
Á leiðinni suður Suðurgötu
spyrjum við Ásgeir hvort hann
eigi uppáhaldstré.
„Nei, ég ólst ekki upp með
trjám og á ekkert uppáhaldstré.
En þú mátt spyrja mig hvaða fisk-
ur sé uppáhaldsfiskurinn minn."
Hver er uppáhaldsfiskurinn
þinn?
„Það er steinbítur."
Grenilundir
Við göngum framhjá
Kirkjugarðinum við Suðurgötu
og nemum staðar við greni-
lundinn á horni Hringbrautar.
„Hér var ómerkilegur melur
þegar þessum grenitrjám var
plantað 1952," segir Ásgeir.
„Hér var ekkert torg og ansi næð-
ingssamt. En trén uxu vel. Því
miður hefur mannshöndin
skemmt sköpulag trjánna núna
með því að klippa neðstu
greinarnar. Við það misstu trén
mikinn grænan massa og bíða
þess auðvitað seint bætur. Það er
á við svæsna lúsaplágu að vera
svipt einum fjórða af græna yfir-
borðinu, því þau anda með grænu
blöðunum. Auk þess leggur kald-
an gust undir þau eftir að þetta
var gert, en ástæðan til þess var
að lundurinn var orðinn griða-
staður fyrir alls konar drjóla.
Við verðum núna vör við
skemmdir á grenitrjám sem ég
held að megi rekja til salts-
tormsins í vetur þegar hafið gekk
á land. Þær eru ljótar en vonandi
ekki varanlegar. Stormurinn hef-
ur drepið endana á greinunum en
þar eiga að koma nýjar nálar."
Við endum ferðalagið inni í
Fossvogsdal í gróðurlendi Skóg-
ræktarfélags Reykjavíkur. Þar er
annar grenilundur, eldri en sá í
vesturbænum. „Þetta eru meðal
elstu grenitrjáa í Reykjavík, þau
eru frá 1943," segir Ásgeir.
Hvað eru þau orðin há?
„Þau eru núna tólf metrar. Við
skulum bíða í hundrað ár í viðbót
og athuga hvað þau verða orðin
há þá!"
Trjáræktarmenn fengu stærri
skammt af þolinmæði í sinn hlut
en blaðasnápar - við getum
ómögulega beðið svo lengi. í lok-
in má geta þess að væntanleg er á
næstunni endurútgáfa bókarinn-
ar Tré og runnar eftir Ásgeir
Svanbergsson frá Erni og Örlygi.
SA
Aðalskipulag Reykjavíkur 1984-2004
Greinargerð og kort
Er til sölu á eftirtöldum stöðum:
Bókabúð Braga, Laugavegi 118
Bókabúö Lárusar Blöndal, Skólavörðustfg 2
Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18
Bókaverslun ísafoldar, Austurstræti 10
Bóksala studenta, Studentaheimilinu við Hringbraut
Penninn, Austurstræti 10, Kringlunni 10 og Hallarmúla 2
Borgarskipulag Reykjavlkur, Borgartúni 3 (þriðju hæð)
Borgarskipulag Reykjavíkur
Fimmtudagur 20. apríl 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9