Þjóðviljinn - 20.04.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.04.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Greenpeace Kafbáturinn tímasprengja :w*ii Grœnfriðungar lögðu ekki síður áherslu á mengunarmál en hvali á blaðamannafundi íReykjavík ígœr. Rose Reeve: Island hentugra til herferðar gegn hvölum enJapan. Viðrœður við forsœtisráðherra ídag Fulltrúar Greenpeace lögðu nokkurnveginn jafna áherslu á mengunarmál og hvalavernd á blaðamannafundi sínum í Reykjavík í gær, og sögðu þar meðal annars að svo mikil hætta stafaði af sovéska kafbátnum á hafsbotni við Bjarnarey að helst væri líkjandi við tímasprengju. Grænfriðungarnir tveir ræða við við Steingrím Hermannsson for- sætisráðherra í dag. Þetta eru þau dr. Rose Reeve, enskur talsmaður samtakanna í hvalamálum, og dr. Gerd Leipold, framkvæmdastjóri Greenpeace í Þýskalandi og skipuleggjandi herferðar samtak- anna fyrir „kjarnorkulausum út- höfum." A blaðamannafundi þeirra á Holiday Inn í gær kom fram að þau hefðu komið hingað til lands til að útskýra betur starf og stefnu samtakanna sem al- hliða náttúruverndarsamtaka, sem legðu mesta áherslu á bar- áttu gegn mengun og kjarnorku- vá þótt hvalavernd skipti vissu- lega miklu máli. Leipold hóf fundinn á fyrir- lestri um hættuna af kjarnorku á höfunum og taldi að menn skyldu gjalda varhug við yfirlýsingum um að engin geislunarhætta staf- aði af rússneska kafbátnum við Bjarnarey. Fyrr eða síðar komi að því að geislavirk efni leki úr kafbátnum og hafstraumar muni síðan dreifa efninu hundruð kfló- metra á hverju ári. Aðspurðir neituðu Greenpeace-fulltrúarnir að hvala- og selaherferðir samtak- anna hefðu verið notaðar í fjáró- flunarskyni í Þýskalandi, en við- kenndu að sú væri raunin í Bandaríkjunum. Evrópubúar væru betur að sér um umhver- fismál en Bandaríkjamenn og því þyrfti að beita einfaldari aðferð- Gerd Leipold f ramkvæmdastjóri Greenpeace í Þýskalandi sýnir mynd- ir úr starfi samtaka sinna á blaðamannafundinum í gær. Talsmaður Greenpeace í hvaladeilunni, Rose Reeve, við hlið hans. (Mynd: þóm). um til að vekja áhuga vestra. Rose Reeve sagðist vera and- snúin viðskiptabanni á f slendinga eins og Greenpeace hefði beitt, en þetta væri neyðarúrræði sam- takanna. Þau viðurkenndu hins vegar að það væri „taktískt" val samtakanna að beina spjótum sínum að íslandi fremur en Jap- an, enda hefði herferð samtak- anna gegn Japan Airlines mis- heppnast, en Island hefði einnig kosið að standa í fylkingarbrjósti fyrir vísindaveiðum. phh List og gagnrýni Andinn fer á flug ið köllum þetta symposium, "cnn Lisa von Schmalensee, einn af forsvarsmönnum mál- þings um lisí og gagnrýni sem verður sett í kvöld. „Symposium þýðir samdrykkja, en í þeirri merkingu að fólk drekki nógu mikið til að andinn fari á flug og fólk geti sagt það sem það segir ekki undir venjulegum kringum- stæðum, en ekki svo mikið að það fari að hiksta!" Málþingið sækja gestir frá Norðurlöndum og Bretlandi og má nefna Jörn Donner kvik- myndagerðarmann og rithöfund, Hilary Finch tónlistargagnrýn- anda The Times í London, Atle Kittang prófessor frá Bergen og Per Olof Enquist rithöfund og gagnrýnanda sem er eiginlega heiðursgestur þingsins. „Ég lít á það sem heiður að Enquist skyldi fást til að koma," sagði Lisa. „Hann hefur lítinn áhuga á að koma fram og tekur ekki oft þátt í svona samkom- um." Leikhúsið í Álaborg kemur hingað af þessu tilefni með sýn- ingu á leikriti hans, „Heima hjá afa" sem Enquist sér í fyrsta skipti í Reykjavík. „Þessi upp- færsla Stefáns Baldurssonar hef- ur fengið mest lof allra sýninga á þessu verki og það er gaman að Enquist skuli sjá hana hér á landi. Hingað kemur líka leikhússtjóri Borgarleikhússins í Álaborg, sem nýlega keypti sýningarréttinn á Degi vonar eftir Birgi Sigurðs- son, sem Stefán á líka að setja upp," sagði Lisa. Aðstandendur þingsinsleggja áherslu á að þingið sé opið öllum áhugamönnum um list og gagnrýni. „Þarna á ekki að hittast hópur fólks sem bara les hvert annað heldur vonum við að al- menningur sýni lifandi áhuga á efninu," sagði Einar Jóhannes- son sem er í undirbúningsnefnd. „Það er mikil hætta á stöðnun bæði í list og gagnrýni hér á landi, en að fá svona góða gesti hleypir nýju lofti inn til okkar." SA Dagskrá: Föstudagurinn 21. apríl: Myndlist kl. 9.00-12.00. Else Marie Bukdahl, Hans Jacob Bruun, Tryggvi Ólafsson. Pallborðsumræður. Leiklist kl. 13.30-16.00. Pallborðs- umræður með þátttöku Per Olof Enquist, Edvard Hoem, Thomas Bredsdorff o.fl. Laugardagurinn 22. aprfl: Bókmenntirkl. 9.00-12.00. Atle Kitt- ang. Pallborðsumræður. Um siðfræði dagblaða kl. 13.30: As- ger Lund Sörensen. Kvikmyndir kl. 14.30-17.30: Jörn Donner. Pallborðsumræður. Sunnudagurinn 23. aprfl: Tónlist kl. 9.30-13.00: Carl Gunnar Áhlén, Jens Brincker. Pailborðsum- ræður. Ópera og ballett kl. 14.30-18.00: Hil- ary Finch. Pallborðsumræður. Lögreglumenn Vilja verkfallsréttinn aftur Lögreglumenn funda með sammnganefnd ríkisins á morgun, og er enn óljóst um ganga mála. Lögreglumenn eru ósáttir við þær bætur sem þeir fengu fyrir verkfallsréttinn á sín- um tíma, og vil.ja fá verkfallsrétt aftur auk kjaraleiðréttinga. „Við afsöluðum okkur verk- fallsréttinum 1986 og fengum í staðinn svokallaða viðmiðunar- reglur, þar sem bera átti laun okkar saman við sérstaka viðmið- unarhópa tvisvar á ári og jafna þann mismun sem kynni að myndast. Við þetta var ekki stað- ið og við erum að leita leiða til að hægt verði að tryggja að þessar viðmiðunarreglur virki eins og til stóð. En við gerum jafnframt kröfu til að fá verkfallsréttinn aft- ur," sagði Þorgrímur Guðmunds- son, formaður Landssambands lögreglumanna í samtali við Þjóðviljann í gær. „í fyrsta lagi viljum við verk- fallsréttinn aftur, því við afsöluð- um okkur honum gegn þessum viðmiðunarreglum, sem svo hef- ur ekki verið staðið við. En ríkið virðist ekki tilbúið að afhenda okkur verkfallsréttinn aftur og þá hljóta þeir að koma með ein- hverja viðunandi lausn á að þessi viðmiðun verði rétt reiknuð og á réttum tíma," sagði Þorgrímur. 1,63% hækkun lánskjara Lánskjaravísitalan fyrir maí er 2433 og hefur hún hækkað um 1,63% frá fyrra mánuði. Um- reiknuð til árshækkunar er hækk- un vísitölunnar í mánuðinum 21,4% en miðað við síðustu 6 mánuði er hækkunin 14,7%. Borgin undirbúi nýja samninga Félagsfundur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar hefur skorað á borgaryfirvöld að nýta það samningstímabil sem nú er fram- undan til endurskoðunar og sam- ræmingar á kjórum starfsmanna sinna. Borgarstarfsmenn telja að laun sfn séu í mórgum tilvikum lægri en gerist hjá öðrum opin- berum starfsmönnum og mun lakari en þekkist á almennum vinnumarkaði í borginni. Þá vilja starfsmennirnir einnig að borgin beiti öllum mætti sínum til að tryggja eðlilegt atvinnuástand og varar við öllum hugmyndum ríkisvaldsins um niðurskurð á framkvæmdum borgarinnar. Engar sérsýningar Framkvæmdaráð Öryrkjabanda- lagsins segir að allar hugmyndir um sérstakar kvikmyndasýningar fyrir fatlaða séu í algjöru ósam- ræmi við þá samskipun sem fatl- aðir eigi rétt á í nútíma samfélagi. Hugmyndir um slíkar sérsýningar fyrir fatlaða komu í framhaldi af því að fótluðu barni og móður 4 --^'¦¦¦¦:¦-^k ' " 'ji'**" W^^m ¦ I yl Þ rVt * *T1 l i\ H Sykurmolarnir með kveðjutónleika áður en lagt verður í langt og strangt hljómleikaferöalag um víða veröld. Sykurmolarnir í Tunglinu Sykurmolarnir héldu kveðjutónleika á Akureyri í gærkvöld og höfuð- borgarbúar fá einnig að kveðja molana að sinni í Tunglinu á föstudags- og laugardagskvöld. Strax eftir mánaðamótin halda Sykurmolar í vík- ing til Evrópu, Rússlands og Bandaríkjanna gagngert til tónleikahalds. Ásamt Molunum koma fram á tónleikunum ýmsir listamenn og hljóm- sveitir sem sýnt hafa Smekkleysu umburðarlyndi á undanfönum mán- uðum, segir m.a. í tilkynningu frá Smekkleysu s.m. þess var vísað af kvikmyndasýn- ingu í einu af kvikmyndahúsum borgarinnar á dögunum. Stórgróði Járnblendi- félagsins Hagnaður af rekstri íslenska járnblendifélagsins hf. á síðasta ári nam 487 miljónum króna. Með þessari góðu afkomu hefur unnist upp það tap sem orðið hef- ur á rekstri fyrirtækisins, síðan það var endurskipulagt fjárhags- lega árið 1984. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins er einnig mjög gott eða tæpar 585 miljónir. Afkoman það sem af er þessu ári lofar góðu að sögn forráðamanna fyrirtækis- ins. Arður til ríkisins af reksti fyrra árs nam um 75 miljónum. Friðun Norðurhafa eina lausnin Eina raunhæfa svarið gegn þeirri hættu sem stafar af sívaxandi víg- búnaði í Norðurhöfum er að vinna af alefli að friðun Norður- hafa, segir í ályktun Miðnefndar Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna kjarnorkuslyssins í Nor- egshafi. Miðnefndin hvetur þing- menn til að samþykkja tillögu þá sem liggur fyrir alþingi, þess efnis að íslendingar efni til alþjóð- legrar ráðstefnu um afvopnun í Norðurhöfum og heitir jafnframt á stjórnvöld að vinna ötullega að því að slík ráðstefna verði haldin sem allra fyrst. Friðarfundur undirbúinn Forsætisráðherra hefur skipað sérstaka undirbúnings- og fram- kvæmdanefnd vegna fyrirhugaðs alþjóðafundar um friðar- og ferðamál í Reykjavík. Formaður nefndarinnar er Heimir Hannes- son en aðrir nefndarmenn; Júlíus Hafstein, Lúðvíg Hjálmtýsson og Sigurður Helgason framkvæmda- stjóri. Stúdentar vilja samninga strax Aðalfundur Félaes stúdenta í heimspekideild Hl hefur skorað á ríkisvaldið að hefja þegar í stað viðræður við Félag háskólakenn- ara og „koma til móts við rétt- látar launakröfur þeirra áður en til verkfalls kemur", eins og segir í ályktun fundarins. Stúdentar segjast kvíða afleiðingum verk- falls, ef af verður, en geri sér j af n- framt grein fyrir því að leiðrétting á kjörum háskólakennara sé löngu tímabær. Auschwitz á afmæli Hitlers í dag, 20. apríl, gefur Alþýðu- leikhúsið út bókina „Hvað gerð- ist í gær?" eftir Isabellu Leitner í íslenskri þýðingu Guðrúnar Bachmann, en þann dag eru liðin 100 ár frá fæðingu Adolfs Hilters. Bókin er endurminningar Isa- bellu Leitner en hún er ungver- skur gyðingur sem lifði af hörm- ungarnar í Auschwitz. Leikrit það sem Alþýðuleikhúsið sýnir nú í Hlaðvarpanum og ber sama nafn er byggt á þessari bók, en leikverkið er einungis % hlutar bókarinnar. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Fimmtudagur 20. apríi 1989 /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.