Þjóðviljinn - 20.04.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.04.1989, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRÉTTIR Kína Oánægja með Deng Stúdentar krefjast lýðrœðis. Lífskjör rýrna afvöldum verðbólgu Sí'ðan á mánudag hefur verið iniki'ð um kröfugöngur í Pek- ing. Háskólastúdentar eru þar í forustu, en margir aðrir hafa slegist í hópana. Göngumenn krefjast lýðræðis og hylla Hu Ya- obang, fyrrmn leiðtoga kínverska kommúnistaflokksins sem lést á laugardag s.l. Hu var einn þeirra í kínversku forustunni, sem lengst vildu ganga í frjálsræðisátt, en var vik- ið frá völdum í jan. 1987. Var hann sakaður um „borgaralega frjálshyggju," sem bendir til þess að hann hafi verið talinn um of hrifinn af vestrænum stjórnar- háttum. Deng Xiaoping, valda- mesti maður Kína í rúman ára- tug, tók undir þessa gagnrýni, og var hann þó aðalmaðurinn á bak við þá þróun í átt til frjálsræðis á ýmsum sviðum, sem hófst á síð- ustu árum áttunda áratugar. Ólgan í höfuðborginni nú eftir dauða Hus vitnar ásamt með öðru um vaxandi óánægju veru- legs hluta almennings í fjölmenn- asta ríki heims. Vinsældir Dengs virðast vera á undanhaldi. Þær voru miklar, meðan stefna hans leiddi til batnandi lífskjara fyrir mikinn þorra landsmanna og aukins tjáningarfrelsis. En minnkandi miðstýringu og auknu frjálsræði í efnahagsmálum hefur Deng Xiaoping - nú eru flöskur brotnar. fylgt mikil verðbólga, sem kemur hart niður á fjölmennum þjóðfé- lagshópum. Brandari sem nú gengur í Peking er á þá leið að allt fari hækkandi nema Deng sjálf- ur. Er þar sneitt að því hve smár kallinn er á vöxt, en líkamshæð hans er 152 sentimetrar. Aðrar ástæður til óánægju eru mikil spilling embættis- og fjár- glæframanna og aukin glæpat- íðni. Námsmenn og kennarar telja að alltof lítið hafi verið gert til umbóta í fræðslumálum. Ólg- an út af þessu hefur Ieitt til þess að íhaldssamari aðilar í kommún- istaflokknum hafa eflst að áhrif- um undanfarið. Þeir halda því fram að frelsið sé orðið of mikið, nú verði að grípa í taumana ef allt eigi ekki að fara úr böndunum. Óeirðirnar í Tíbet fyrir skömmu urðu og vatn á myllu þeirra. Xiaoping kvað á kínversku tal- máli þýða „lítil flaska." Meðan Deng var sem vinsælastur, var mikið um það að menn stilltu smáflöskum upp á áberandi stöð- um honum til heiðurs. Nú er sagt að menn gangi um brjótandi flöskur af minni stærðum. Þá er hermt að jafnt þeir, sem vilja meira frelsi, og hinir sem telja að meira en nóg sé komið af svo góðu séu alluggandi út af því hvað taki við, þegar Deng er all- ur. Hann er nú 84 ája, sæmilega hress eftir aldri og sagður halda enn allfast í stjórnartaumana bakvið tjöldin. En margir óttast að við lát hans komi til valdabar- áttu milli hinna og þessara aðila í flokknum og að óánægja ýmissa þjóðfélagshópa brjótist út í Ijós- um loga, kannski með þeim af- leiðingum að lokum að herinn taki völdin. International Herald Tribune/-Reuter/-dþ. Frakkland Evropuraöherra gagniýnir Bandankin Kveðurþau standa sem höggdofa gagnvartsókn Japana íefnahags- og viðskiptamálum og abbast ístaðinn upp á Evrópubandalagið útaf Edith Cresson, Evrópumála- ráðherra í Frakklandsstjórn, gagnrýndi Bandaríkin nýlega fyrir að veita Japan nánast tak- markalausan aðgang að atvinnu- lífi súiii, eins og hún orðaði það, jafnframt því sem þau væru að rffast í Evrópubandalaginu út af smámunum viðvíkjandi við- skiptum sínum við það. Sagði frú Cresson að i efnahags- og við- skiptamálum ættu Bandaríkin og Efnahagsbandalagið við sam- eiginlegan andstæðing að etja, þar sem Japan væri, og ættu að sameinast gegn þeim andstæðingi í stað þess að vera að deila um smámuni. Bandaríkjamenn, sagði Cres- son í viðtali við fréttamenn, standa að því er virðist ráðþrota gagnvart innrás Japana í efnahagslíf lands síns og fá útrás fyrir gremju sína út af þessu með nöldri út í Evrópubandalagið, sem þeim virðist standa betur til höggsins. Ótti Bandaríkjanna við smamunum Edith Cresson - samstaða Vest- urlanda gagnvart Japan brýn nauðsyn. að Evrópubandalagið muni setja hömlur við fjárfestingum Banda- ríkjamanna og viðskiptum við þá er innri markaður þess verður að veruleika sé á fólskum rökum reistur. Meira að segja gæti verið EvróDsk samstaöa gegn Mafíu Carlo Ciampi, yfirbankastjóri ítalska seðlabankans, hvatti í vikunni til þess að öll Vestur- Evrópuríki tækju upp eftirlit með fjármálastofnunum til að koma í veg fyrir, að Mafían gæti fjárfest illa fenginn gróða sinn í löglegum atvinnurekstri. Italski seðlabankinn skipaði árin 1986-88 sérstaka umboðs- menn yfir tíu banka í Suður- ítalíu, þar sem Mafían hefur lengi riðið húsum, í þeim tilgangi að bægja henni frá bönkunum, en seðlabankinn hefur enn ekkert vald, lögum samkvæmt, til slíks eftirlits með öðrum fjármála- stofnunum en bönkum. Ciampi sagði að „peningaþvottur" Mafí- unnar yrði alvarlegra vandamál fyrir Vestur-Evrópu alla er innri markaður Evrópubandalagsins kæmi til sögunnar, því að þá myndi fjármagn flæða hindrunar- laust yfir landamærin milli að- ildarríkjanna. Reuter/-dþ. að Japanir hefðu spanað þann ótta upp í þeim. Cresson kvað sig gruna að svo væri komið, að Bandaríkjamenn væru farnir, án þess að átta sig á því sjálfir, að berjast fyrir hags- munum Japana í Evrópu. Benti hún í því sambandi á að Banda- ríkjamenn hefðu látið í ljós áhyggjur af hvort japanskir bílar, framleiddir í Bandaríkjunum, fengju frjálsan aðgang að mark- aði Evrópubandalagsins. Þannig eru Bandaríkjamenn farnir að vinna verkin fyrir þá í Tókíó, sagði ráðherrann. Hún tók fram, að hún teldi ekki að hægt væri að hindra sókn Japana á þessum vettvangi með hömlum á fjárfestingum og við- skiptum. Bandaríkin og Vestur- Evrópa ættu hinsvegar sameigin- lega að einbeita sér að því að bæta framleiðslu sína. Vand- ræðin á þessum vettvangi í sam- skiptum Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu væru að vísu síðamefnda aðilanum að veru- legu leyti að kenna, þar eð mikið vantaði á að Evrópubandalagið hefði kynnt þá þróun, er þar ætti sér stað í efnahags- og viðskipta- málum, af nægilegri ýtni fyrir bandarískum almenningi. Cresson lét þess ennfremur getið í viðtalinu að nauðsyn bæri til að Bandaríkin og Vestur- Evrópa samræmdu stefnu sína betur ekki einungis gagnvart Jap- an, heldur og þriðja heiminum. Frúin er að vísu ekki meðal áhrifameiri ráðherra frönsku stjórnarinnar, en hún hefur á sinni könnu samninga við önnur ríki Evrópubandalagsins og er náinn samverkamaður Mitterr- ands forseta. International Herald Tribune/-dþ. HLADVARPINN Vesturgötu 3 Kvennabókmenntir Helga Sigurjónsdóttir og Helga Thorberg fjalla um bækur sínar í laugardagskaffi Hlaðvarpans 22. apríl kl. 11.00 fyrir hádegi. Laus staða Laus er til umsóknar staða sérfræðings í íslenskri málfræði við (slenska málstöð. Verkefni einkum á sviði hagnýtrar málfræði, málfarsleg ráðgjöf og fræðsla og ritstjórnarstörf. Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar oig rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar mennntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 16. maí nk. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ 14. apríl 1989 FLOAMARKAÐURINN ÞJÓDVILJINN - SÍDA 13 Utvarp Rót vantar fólk í úthringingavinnu á kvöldin og um helgar. Upplýsingar í símum: 24439 (Sigvarður), 39517 (Soffía) og 623666 (Rót). Vel upp alin læða 10 mánaða fæst gefins. Mjög fal- leg, hvít með svart í rófu. Upplýsing- ar í síma 623605. Subaru '79 til sölu. Verð tilboð. Góð vél, gott pústkerfi. Upplýsingar í síma 39361 og 79365 eftir kl. 19.00. Myndlistarmaður og söngvari Þessa menn vantar íbúð. Helst 3 herbergja sem næst miðbæ, sem fyrsf eða fyrir 1. júní. Meðmæli og öruggar greiðslur. Upplysingar í sima 23404. Ný fótaaðgerðarstofa Veiti almenna fótsnyrtingu, fjarlægi líkþorn, meðhöndla inngrónar negl- ur, fótanudd. Guðríður Jóelsdóttir med. fótaaðgerðarsérfræðingui, Borgartúni 31, 2. h.h., sími 623501. íbúð óskast Ung hjón með bam vantar 3ja her- bergja íbúð frá 1. júní Vimsam- legast hafið samband í síma 32814. Framhaldsskólanemar athugið! Tek að mér að kenna framhalds- skólanemum ensku og frönsku í aukatímum. Tala íslensku. Hafið samband við David Williams í síma 686922 eða 33301. Flóamarkaður Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 14 - 18. Enda- laust úrval af góðum og umfram allt ódýrum vörum. Gjöfum veitt mót- taka á sama stað og tíma. Flóa- markaður SDÍ Hafnarstræti 17, kjallara. Peugeout 504 árg. '77 til sölu til uppgerðar eða niðurrifs. Skoðaður '88. Þarfnast viðgerðar. Verð samkomulag. Upplýsingar í síma 681331 eða 681310 á skrif- stofutíma. Húsnæðl óskast Par sem á barn í vændum óskar að taka íbúð á leigu sem allra fyrst. Greiðslugeta 25-30.000 á mánuði. Mjög góð umgengni og skilvísarv greiðslur. Sími 52446 og 44494 á kvöldin. Peningaskápur óskast Bráðvantar lítinn og traustan pen- ingaskáp. Upplýsingar í síma 621440. Frystikista Til sölu 250-260 lítra frystikista, ný- leg, selst á hálfvirði. Upplýsingar í síma 51643. Trjáklippingar Klippi tré og runna. Veiti alhliða garðyrkjuþjónustu. Upplýsingar í síma 16679, Jón Július garð- yrkjufræðlngur. Fjallahjól til sölu Upplýsingar í síma 75990. Fjallahjól tíl sölu Hvítt og blátt Kynast, 18 gíra, 10 mánaða gamalt. Verð 20-23.000. Upplýsingar í síma 75990. Gefins Hvítmálaður stóll með svampsetu fæst gefins. Sími 18999. Scháffer hundur Af sérstökum ástæðum fæst gullfallegur 1 y2 árs gamall Scháffer hundur gefins á gott heimili. Sími 30659. Ritvél til sölu Silver Reed EZ 20 til sölu á 12.000 kr. (Verð út úr búð er 20.000). Vélin er 6 mánaða gömul og í mjög góðu ástandi. Upplýsingar í síma 20834. Kanínur Dverg+holdakanínur (blandaðar) og ungar til sölu. örfáar eftir á 1000 kr. stykkið. Símar 23681 og 621440. Barnapössun 13 ára stelpa óskar eftir að fá að passa barn 1 -4 ára í sumar eða ein- hver kvöld í viku, helst í Langholts- hverfi. Upplýsingar í síma 82983. Einkakennsla í íslensku óskast Útlendingur óskar eftir að fá einka- kennslu í íslensku. Upplýsingar í síma 685655 milli kl. 8 og 19. AXIS fataskápar Fjórir lítt notaðir fataskápar frá AXIS til sölu ódýrt. Stærðir: 2 stk. 80 sm, 1 stk. 40 sm, 1 stk. 50 sm. Hæðin er 210 sm. Upplýsingar í síma 612092 á kvöldin. Til sölu s/h Blaupunkt sjónvarpstæki 26" í mjög góðu standi. Verð kr. 4.000. Á sama stað er til sölu Daihatsu Char- ade '80 og Grundig úvarpsfónn á kr. 7.000. Upplýsingar í síma 45864, Gunnar. Svalavagn Óska eftir vel með förnum svala- vagni. Upplýsingar í síma 15176. Frímerkjasafnarar Dönsk stúlka óskar eftir að komast í samband við íslenska frímerkja- safnara með skipti í huga. Vinsam- legast skrifið til Lissy Christiansen, Kirkebakken 43,8270 Klarup, Dan- mark. Óska eftir borðstofuborði úr maghogny. Upplýsingar í síma 45366. íbúð óskast Feðgin óska eftir að taka á leigu 2-3 herbergja íbúð, helst í Hólahverfi eða nágrenni. Upplýsingar í síma 79216 eftirkl. 19.00. Barnavagn Til sölu er splunkunýr, ónotaður, þýskur barnavagn. Úpplýsingar í síma 24432 eftir kl. 17.00. Ræstlngastarf óskast Ég er 35 ára og óska eftir ræstinga- starfi fyrir hádegi. Upplýsingar í síma 79563. Til sölu lítill skápur frá IKEA (Boj). Selst á hálfvirði. Upplýsingar í síma 641141. Tölva og prentari Amstrad PC 1512 með s/h skjá, 20 mb hörðum diski, 2 drifum og mús. Einnig Epson LQ 86 prentari. Upp- lýsingar i síma 622618. Áskriftarkaffið frá Nikaragua er nú aftur fáanlegt. Þeir sem áhuga hafa geta komið við á skrifstofu okkar að Mjölnisholti 14 (sama hús og Útvarp Rót) milli kl. 5 og 7 síð- degis eða hringt á sama tíma í síma 17966. Míð-Ameríkunefndin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.