Þjóðviljinn - 20.04.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 20.04.1989, Blaðsíða 14
DAGSKRÁ ÚTVARPS OG SJÓNVARPS VIÐ BENDUM Á Sumar! Rás 1, fimmtudaginn 20. aprfl í dag er Sumardagurinn fyrstí og við fögnum honum innilega eftir harðan og langan vetur. í skólum landsins eru settar upp leiksýningar í tilefni dagsins þar sem Vetur konungur kemur með klakahröngl og heldur að hann sé ósigrandi, en kátir krakkar í grænum búningum hrekja hann á flótta undir brosandi stjórn vors- ins með töfrasprota sinn. Og allir syngja Vorið er komið og Ó, blessuð vertu sumarsól... Rás 1 heldur upp á daginn frá morgni til kvölds, allt frá því að Inga Jóna Þórðardóttir formaður útvarpsráðs heilsar sumri klukk- an 8.00 um morguninn og Herdís Þorvaldsdóttir leikkona les Sumarkomuljóð eftir Matthías Jochumsson. Kl. 8.25 eru leikin sumarlög undir samheitinu Vorgyðjan kemur. Kristinn Hallsson, Guð- mundur Jónsson, Kristján Jó- hannsson og fleiri syngja. Kl. 9.20 verður „Vorhljóm- kviðan“ eftir Schumann leikin af Fílharmoníusveit Vínarborgar, undir stjórn Leonards Bernstein. Kl. 13.30 er Sumarkveðja, dagskrá um Pál Ólafsson skáld sem í hugum margra er sumar- skáld okkar íslendinga fyrir ljóð eins og Ó, blessuð vertu sumar- sól. í þættinum verður sagt frá ævi hans og ljóð hans lesin, leikin og sungin.Umsjón með þættiri- um hafa Margrét Thorarensen og Þorgeir Ólafsson. Kl. 16.20 heldur Barnaútvarp- ið upp á Sumardaginn fyrsta í um- sjón Kristínar Helgadóttur. Kl. 20.20 verður útvarpað Landsmóti íslcnskra barnakóra 1989 í Háskólabíói. Slfk mót eru haldin annað hvert ár og nú síðast helgina 11-12. mars. Þá komu saman 15 kórar, alls 550 söngvar- ar, æfðu samsöng og slógu á létta strengi. Lokatónleikana fáum við að heyra í kvöld. Líney Jóhannesdóttir Æðar- vaipið Sjónvarpið, fimmtudag kl. 17.45 Sjónvarpið lætur heldur ekki sitt eftir liggja og sýnir börnunum nýja íslenska leikbrúðumynd eftir sögu Líneyjar Jóhannesdótt- ur um það sem gerist í æðarvarpi eitt sumar. Líney er frá Laxamýri í Aðaldal og náttúrulýsingar hennar anga. SJÓNVARPIÐ Fimmtudagur 17.00 Á framabraut (Fame) Bandarískur myndaflokkur. Lokaþáttur. 17.45 Æðarvarpið Ný íslensk leikbrúðu- mynd gerð eftir sögu Líneyjar Jóhanns- dóttur I flutnlngí brúöuleikhússins María netta. 18.00 Stundin okkar - endursýning. 18.25 Heiða (43) Teiknimyndaflokkur byggður á skáldsögu Jóhönnu Spyri. 18.50 Táknmálsfréttir. 19.00 Hver á að ráða? (Who’s the Boss?) Bandarískur gamanmyndaflokkur. 19.25 Ambátt (Escrava Isaura). Brasilísk- ur framhaldsmyndaflokkur gerður eftir sögu Bernardo Guimaráes I leikstjórn Hervals Rossano. Myndaflokkurinn verður sýndur tvisvar í viku á mánu- dögum og fimmtudögum kl. 19.25. 19.54 Ævintýri Tinna. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Úr fylgsnum fortíðar 1. þáttur - Valþjófsstaðahurðin. Litið inn á Þjóðminjasafnið undir leiðsögn Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar. 20.45 I tilefni dagsins Þáttur í sumarbyrj- un. 21.10 Fremstur i flokki Áttundi þáttur. Breskur framhaldsmyndaflokkur í liu þáttum. 22.05 Island og umheimurinn Annar þáttur - Herfræðin og hafið ( þessum þætti er staða íslands flóttuð inn i þróun heimsmála frá fyrri heimsstyrjöld til dagsins i dag. 22.45 íþróttasyrpa Umsjón Ingólfur Hannesson. 23.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Föstudagur 18.00 Gosi (17) (Pinocchio)Teiknimynda- flokkur um ævintýri Gosa. 18.25 Kátir krakkar (9) (The Vid Kids) 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Austurbæingar (Eastenders) Breskur myndaflokkur í léttum dúr. 19.25 Benny Hill Nýr breskur gaman- myndaflokkur með hinum óviðjafnan- lega Benny Hill og félögum. 19.54 Ævintýri Tinna. 20.0p Fréttir og veður. 20.35 Unglingaþáttur. 21.05 Derrick Þýskur sakamálaflokkur með Derrick lögregluforingja sem Horst Tappert leikur. 22.05 Meðan vonin lifir (Thursday’s Child) Bresk sjónvarpsmynd frá 1983. Aðalhlutverk Gena Rowlands, Don Murray, Jessica Walter og Rob Lowe. Myndin, sem er byggð á sannsögu- legum atburðum, fjallar um 17 ára pilt sem greinist með alvarlegan hjarta- galla. Eina von hans er að fá nýtt hjarta og hefst þá leit að hjartagjafa. 23.40 Útvarpsfréttir i dagskrárlok. STÖD 2 Fimmtudagur 15.45 Santa Barbara. 16.30 Með afa. 18.05 Bylmingur Breski tónlistarheimur- inn. 19.00 Myndrokk. 19.19 19.19 20.25 Landslagið I kvöld heyrum viz sjötta þeirra tíu laga sem komust í úrslit í Söngvakeppni íslands, Landslaginu. 20.30 Morðgáta Murder She Wrote. Sak- amálaþáttur með hinni vinsælu Angelu Lansbury í aðalhlutverki. 21.25 Forskot á Pepsí pokk. 21.35 Þríeykið Rude Health Breskur gam- anmyndaflokkur um lækna sem gera hvert axarskaftið á fætur öðru. 22.00 Spilling innan lögreglunnar Prince of the City. Aöalhlutverk: Treat Williams, Jerry Orbach, Richard For- onjy og Don Billett. Alls ekki við hæfi barna. 00.50 Dagskrárlok. Föstudagur 15.45 Santa Barbara. 16.30 David Copperfield. David Cooperf- ield er að koma heim eftir þriggja ára útlegð og minnist liðinna tíma með trega. Tilveran verður þó bjartari er hann hittir Agnesi, æskuvinkonu sína aftur. Aðalhlutverk: Robin Phillips, Pa- mela Franklin, Edith Evans og Emlyn Williams. 18.20 Pepsí popp íslenskur tónlistarþátt- ur. 19.19 19.19. 20.25 Landslagið I kvöld heyrum við sjö- unda þeirra tíu laga sem komust í úrslit í Söngvakeppni íslands, Landslaginu. 20.30 Klassapíur Golden Girls Gaman- myndaflokkur um hressar miðaldra kon- ur sem búa saman I Flórída. 21.05 Ohara Spennumyndaflokkur um litla, snarpa lögregluþjóninn og sér- kennilegar starfsaðferðir hans. 21.55 Kastalinn Riviera. Kelly, fyrrum stárfsmaður alríkislögreglunnar, skríður úr fylgsni sínu til að bjarga kastala föður slns í Suður-Frakklandi. Aðalhlutverk: Ben Masters, Elyssa Davalos, Patrick Bauchau og Richard Hamilton. 23.30 Betty Midler Divine Madness. Stór- kostleg mynd sem tekin var af söng- og leikkonunni Bette Midler á nokkrum tón- leikum sem hún hélt I kringum 1980. 01.00 Heiður að veði Gentleman’s Agreement. Gregory Peck fer með hlut- verk blaðamanns sem faliö er að skrifa grein um gyðingahatur. Aðalhlutverk: Gregory Peck, Dorothy McGuire, John Garfield, Celeste Holm og Anne Re- vere. Lokasýning. 02.55 Dagskrárlok. RÁS 1 FM, 92,4/93,5 Fimmtudagur Sumardagurinn fyrsti 8.00 Sumri heilsað a. Ávarp formanns útvarpsráðs, Ingu Jónu Þórðardóttur. b. Sumarkomuljóð eftir Matthias Joc- humsson Herdís Þorvaldsdóttir les. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfréttir. Dagskrá. 8.25 Vorgyðjan kemur Kór Langholts- kirkju, Kristinn Hallsson, Magnús Jóns- son, Guðmundur Jónsson, Þorsteinn Hannesson, Kristján Jóhannsson, Mar- ía Markan o.fl. syngja vor- og sumarlög. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn „Glerbrotið” eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Anna Kristín Arngrímsdóttir lýkur lestri sögunnar. 9.20 Sinfónía nr. 1 í B-dúr op. 38. „Vor- hljómkviðan", eftir Robert Schu- mann Fílharmoníusveit Vlnarborgar leikur; Leonard Bernstein stjórnar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Skátaguðsþjónusta í Hallgríms- kirkju Kristín Bjarnadóttirskátahöfðingi prédikar. Séra Sigurður Pálsson þjónar fyrir altari. 12.10 Dagskrá. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist. 13.30 „Sumarkveðja” - Dagskrá um Pál Ólafsson skáld. Umsión: Margrét Thor- arensen og Þorgeir Ólafsson. 14.30 Jarðlög - Inga Eydal. 15.15 Leikrit vikunnar: „Næturgestur" eftir Andrés Indriðason. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leikendur: Jó- hann Sigurðarson, Ragnheiður Arnar- dóttir, Pálmi Gestsson og Róbert Arnfinnsson. 16.00 Fréttir 16.03 Dagbókin Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið Sumardagurinn fyrsti í Barnaútvarpinu. Umsjón: Kristín Helgadóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Gewandhaus-hljómsveitin i Leipzig leikur. „Fidelio”, forleik op. 72c. og Sinfónfu nr. 6, „Pastorale”, eftir Ludwig van Beethoven. Kurt Masur stjórnar. 18.00 Að utan 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilynningar. 19.32 Kviksjá Umsjón: Halldóra Friðjóns- dóttir. 20.00 Litli barnatíminn - „Glerbrotið” eftir Ólaf Jóhann Sigurösson Anna Kristín Arngrímsdóttir lýkur lestrinum. 20.20 Landsmót íslenskra barnakóra 1989 í Háskólabíói Útvarpað verður tónleikum sem haldnir voru 12. mars sl. Þar komu fram kórar frá 13 grunn- skólum og tónlistarskólum víoa af landinu, allt frá Hafnarfirði og Reykjavík til Dalvíkur og Mývatnssveitar. Kynnir: Anna Ingólfsdóttir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Glott framan í gleymskuna. Frið- rik Rafnsson fjallar um mið-evrópskar bókmenntir. Annar þáttur. 23.10 Fimmtudagsumræðan. Umsjón: Einar Kristjánsson. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur Umsjón: Leifur Þórar- insson. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sam- tengdum rásum til morguns. Föstudagur 6.45 Veðurfregnir. Bæn, dr. Einar Sigur- björnsson flvtur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárlð. með Ingveldi Ól- afsdóttur. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn - „Úlfhildur” eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson Hólmfríður Þórhallsdóttir les. 9.20 Morgunleikfimi Umsjón: Halldóra Björnsdóttir. 9.30 Kviksjá -. Um ítalska listamanninn Angelo Branduardi Annar þáttur. Um- sjón: Halldóra Friðjónsdóttir. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Maðurinn á bak við bæjarfulltrú- ann Umsjón: Erna Indriðadóttir. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur Umsjón: Anna Ing- ólfsdóttir. 11.53 Dagskrá 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurtregnir. Tilkynningar. 13.05 I dagsins önn - Starfsmenntun unglinga. Umsjón: Ásgeir Friðgeirsson. 13.35 Miðdegissagan: „Riddarinn og drekinn" eftir John Gardner Þorsteinn Antonsson þýddi. Viðar Eggertsson les. 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Ljúflingslög Svanhildur Jakobs- dóttir kynnir. 15.00 Fréttir. 15.03 Samantekt Umsjón: Guðrún Eyjólfsdóttir. 15.45 Þingfréttir 16.00 Fréttir 16.03 Dagbókin Dagskrá 16.15 Veðurfregnir 16.20 Barnaútvarpið - Símatími Sigur- laug Jónasdóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síödegi - Glinka, Smet- ana, Brahms og Mussorgskí Vals fant- asía eftir Michail Glinka. Tékkneskir dansar eftir Bedrich Smetana. Ung- verskir dansar eftir Johannes Brahms. Forleikur og „Dans persnesku þræl- anna” úróperunni „Kovanshchina” eftir Modest Mussorgskí. 18.00 Fréttir 18.03 Þingmál Umsjón: Atli Rúnar Hall- dórsson. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. 19.33 Kviksjá Umsjón: Friðrik Rafnsson og Halldóra Friðjónsdóttir. 20.00 Litli barnatíminn - „Úlfhildur” eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson Hólmfrlður Þorhallsdóttir les. 20.15 Hljómplöturabb Þorsteins Hann- essonar. 21.00 Kvöldvaka a.Ættir og óðal Andrés Björnsson les úr frásögnum Jóns Sig- urðssonar á Reynistað. Einnig flutt gamalt viðtal Stefáns Jónssonar við Jón. b. Tónlist c. Úr sagnasjoði Árn- astofnunar Hallfreður Orn Eiríksson flytur þáttinn. Umsjón: Gunnar Stefáns- son. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Danslög 23.00 í kvöldkyrru Þáttur í umsjá Jónasar Jónassonar. 24.00 Fréttir. 00.10 Tónlistarmaður vikunnar - Krist- ján Jóhannsson óperusöngvari. Um- sjón: Anna Ingólfsdóttir. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sam- tengdum rásum til morguns. o o Heyrðu mig. Hvað þykist þú vera að gera þarna á bak við rúmið? Ég er langtífrá svartsýnis maður. En það er aldrei sagt frá neinu nema niðrávið. Efnahagsvandi, stjórnarkreppa, kjarnorkuvá, kjaraskerðing, eyðnifaraldur, byggðaröskun, hormónakjöt, skattabyrði, sumardagskrá sjónvarps... tannlæknakostnaður,] ósónlagseyðing, I verðbólguholskefla... / 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.