Þjóðviljinn - 04.05.1989, Side 9
MENNING
>. 't *' / '# »' ' . v -
Þögult tunglið
þráir fyllingu sína
Þóra Jónsdóttir: Á hvítri verönd
Bókaútgáfan Brún 1988
Fyrir jólin kom út fimmta
ljóðabók Þóru Jónsdóttur, Á
hvítri verönd. Fyrsta bók Þóru,
Leit að tjaldstœði, kom út 1973. í
öllum bókum sínum gefur hún
lesendum hluta af reynslu sinni af
að vera sú sem hún er: íslending-
ur á síðari hluta 20. aldar, borgar-
búi, kona sem þroskast og eldist
en á lifandi minningar um að vera
ung kona og lítil stelpa.
Kannski verður stelpan henni
nákomnari með árunum, til þess
benda sum ljóðin í fyrsta hlutan-
um sem heitir meira að segja
„Mömmuleikir“. Þetta er lengsti,
áhrifamesti og flóknasti hluti
bókarinnar og hefst á ljóði um
ljóðið. Það fylgir henni hvert sem
hún fer, hún sér jafnvei andliti
þess bregða fyrir í bakspegli, en
samt óttast hún ekkert meira en
að það yfirgefi hana. Hún er
hrædd um að skáldgáfan reynist
endaslepp og það vekur henni
kvíða.
Ljóðin í þessum hluta lýsa hlut-
skipti stúlkna og kvenna. Sum
eru heiðskír eins og Tvö höfuð á
sama kodda (10), önnur flókin,
jafnvel með óhugnanlegum blæ
eins og Hlutverk (9). Lífið í ljóð-
unum er oft innantómt, dapur-
legt, stundum eirðarlaust, stund-
um tregablandið og kyrrt.
Draumar eru jafngildur þáttur af
veruleikanum og vakan. Ljóðið
sem bókin dregur nafn sitt af er
gott dæmi (12):
Á HVÍTRI VERÖND
/svefni kleif hún stigu nœturinnar
draumar flæktust í hári hennar
urðu í vöku endurminning
ekki greind frá deginum
Hún leitar húss
með hvítri verönd
Pví gluggar hennar snúa út að
engu
SIUA
AÐALSTEINSDÓTTIR
í þessum aðstæðum verður
vonin um að næsta kynslóð hljóti
betra hlutskipti nokkur huggun
um hríð (Sleginn vefur, 13), en
varanlegri huggun er ljóðlistin þó
að ekki kunni allir að meta hana,
myndirnar sem „Þú hreifst... af
veggjum sala þinna“ en voru
einnig fuglar sem flugu burt „og
hafa gert sér hreiður á annar-
legum stöðum" (25).
Miðhluti bókarinnar heitir
„Fánadagar" og í samræmi við
það eru þar ljóð um landið og
tilfinningarnar til þess. Þarna eru
margar fallegar myndir, en ljóðin
eru helst til ópersónuleg og sjálf-
virk. Herslumuninn vantar til
dæmis á að Myndir árstíðanna
(34) verði persónuleg upplifun,
einkum af því að svanurinn í lok-
in verður klisja miðað við hina
persónugervingana.
í síðasta hlutanum, „Morgunn-
inn gengur hjá“, er ort um hverf-
ulleika - morgun, nótt - líf,
dauða - æsku, elli - fortíð, minn-
ingar, framtíð. Eðlilegur tregi
litar ljóðin sem þó vantar stund-
um virka óhamingjuna í bestu
ljóðum fyrsta hlutans. Best tekst
hér til í ljóðinu Næturferð (54);
í morgun þakti jörðina
jafnfallinn snjór
ég kom úr næturferð
aftur í tímann
og dvaldi um hríð
í einskismannslandi
uns dagurinn bauð mér að stíga
ný spor í fönnina
Og gæti hugsast að einhverjum
detti í hug erótískt ljóð Vilborgar
Dagbjartsdóttur um sporaslóð-
ina í snjónum „frá mínum dyrum
að húsi þínu“. En næturferð Þóru
er ekki í hlýjan faðm, allt ljóðið
túlkar einsemd og kuldinn um-
lykur það.
Ljóðin í Á hvítri verönd eru
ekki alltaf auðskilin. Stundum
kemur það til af því að skáldið vill
ekki stafa boðskap sinn fyrir les-
Þóra Jónsdóttir.
anda, stundum tekst henni ekki
að láta orðin segja það sem hún
ætlar þeim að segja. En bestu
ijóðin í bókinni bera skýr boð um
hlutskipti manna, eða eins og
Þóra sýnir með náttúrumyndum í
Vaxandi tungli (24):
Þögult tunglið þráir fyllingu sína
hverfur á bak við ský
stjarna hrapar
SA
Astraldjass
Búá
bíbopp
Ellefu Júpíters-menn á
stórdansleik í Casa-
blanca
Astraldjasssveitin Júpíters
leikur alla tónlist nema bíbopp á
stórdansleik sem boðaður hefur
verið í Casablanca á Skúlagötru
annað kvöld.
Ellefu manns skipa sveitina,
sem kennir sig við heimsálfurnar
sjö og úthöfin fimm, og segir í
frétt frá sveitinni að í framlóinu
standi blásararnir Hjalti Arm-
sterki, Goggi, Stráksi, Nonni
nunna og Biddí bíbopp-hatari en
rytmadeild er skipuð ívari
grimma, Abdul, Ómari animal,
Herði blómi og Kidda kræsler.
Einkunnarorð Júpíter-sveitar-
innar að þessu sinni eru „bú á
bíbopp", en hljómleikarnir ann-
að kvöld hefjast um 22.30.
Kabarett
Nýfútúrískt dada
Inferno 5 á 22 með skáldskap og danshvata
Nýfútúrískur dadaandi kabar-
etthefðarinnar er eitt af því sem
fjöllistamenn í hópnum „Inferno
5“ ætla að særa fram í Veitinga-
húsinu Laugavegi 22 í kvöld og
annað kvöld.
Kabarett Inferno-hópsins á
„22“ er fram færður í tilefni vænt-
anlegrar forfrömunar listahóps-
ins í Kaupinhafn þarsem hann
sýnir á næstunni sjónleikina
„Rykdjöfla“ og „Klumbudans-
inn“ á hátíðinni „Fremtidens
rum“.
í kabarettinum eru gerningar
og tónlist, og að auki koma fram
skáldin Bragi Ólafsson, Einar
Melax og Þorri, en að lokum
verður leikið fyrir dansi. Dagskrá
hefst um klukkan tíu bæði kvöld-
Tannhauser án Tannhauser
Rut Magnússon skrifar
Norbert Orth - röddin þornaði
Á fimmtudaginn var stóð Sin-
fóníuhljómsveit íslands fyrir
konsertuppfærslu á óperunni
Tannháuser eftir Richard Wagn-
er. Mikil alúð var lögð í þessa
uppfærslu. 90 manna hljómsveit
undir stjórn Petri Sakari aðal-
hljómsveitarstjóra fengu til liðs
við sig 9 einsöngvara, innlenda og
erlenda, 70 manna kór íslensku
óperunnar og erlendan kór-
stjóra. Æft var í hálfan mánuð.
Uppselt var á fyrstu tónleikana
og allir biðu með eftirvæntingu
fyrsta flutnings hér á landi á
Tannháuser, enda búið að bíða
lengi eftir því, þar sem óperan var
frumflutt í Dresden árið 1845.
Óperan er í þremur löngum þátt-
um, og í öðrum þætti var
auðheyrt að tenórinn Norbert
Orth, sem söng titilhlutverkið
átti skyndilega við raddlegt
vandamál að stríða. Fram-
kvæmdastjóri hljómsveitarinnar,
Sigurður Björnsson, tilkynnti í
lok síðara hlés, að allir útlendu
söngvararnir hefðu kvartað yfir
þurru lofti í Háskólabíói sem
varð til þess að sækja þurfti lækni
fyrir tenórinn og óvíst væri um
framhald á flutningi óperunnar.
Eftir nokkra bið var 3. þáttur
fluttur án Tannháusers. í tilkynn-
ingu Sigurðar kom fram að
þurrkurinn í húsinu væri ástand
sem hljóðfæraleikarar hljóm-
sveitarinnar búa við daglega og
hefðu einnig kvartað undan árum
saman. Svona „óhapp“ á tónleik-
um hér á landi er langt frá því að
vera einsdæmi.
Undanfarin ár hef ég varið tals-
verðum tíma í að skipuleggja tón-
leika og hef á þeim tíma orðið
reynslunni ríkari hvað varðar al-
menna aðstöðu til tónleikahalds
hér. Söngvarar sem koma kvarta
alltaf undan þurrki í tónleikasöl-
um. Strengjaleikarar sem koma
kvarta undan því að hljóðfæri
springi og tónninn í þeim breytist
af sömu ástæðum. Við erum sem
sagt hvað eftir annað að koma í
veg fyrir að tónlistarmenn geti
gert það sem þeir eru ráðnir til að
gera, vegna þess að ekki finnast
lágmarksaðstæður í tónleikasal.
En hingað til hefur enginn þeirra
farið fram á skaðabætur vegna
þessa. Þótt hér séu nefndir út-
lendingar skulum við ekki
gleyma, að íslenskir tónlistar-
menn búa við sama ófremdará-
stand árum saman, leggja sig
fram um að þroska og þróa sína
list en hafa fyrir löngu gefist upp á
því að kvarta. Við kaupum hvað
eftir annað dýra flygla og eftir
nokkurra vikna dvöl hér þorna
þeir upp og tónninn breytist.
Og það er ekki aðeins rakastig
sem veldur erfiðleikum. Fyrir
stuttu hélt píanósnillingurinn
Ruth Slenczynska tónleika í ís-
lensku óperunni á nýjan flygil
sem óperan og Tónlistarfélagið
hafði keypt og hljómaði mjög vel
að sögn viðstaddra. Sl. mánu-
dagskvöld hélt Selma Guð-
mundsdóttir tónleika á sama stað
á sama flygil. Orðrétt stendur í
DV skrifað af tónlistargagnrýn-
anda blaðsins, Sigurði Guðjóns-
syni: „Leikur hennar var daufur,
kraftlaus, einbeitingarlaus og
verulega karakteilaus. Hún var
best í Páli (ísólfssyni). Af því að
Páll er svo daufur, kraftlaus, ein-
beitingarlaus og verulega karakt-
erlaus í sinni músík.“ Að sögn
viðstaddra, þar á meðal fremstu
píanóleikara okkar, var það tau í
metravís sem breitt var yfir
leikmyndina á sviðinu og gjör-
breytti hljómburði til hins verra.
En gagnrýnanda DV hugkvæmd-
ist ekki að sú gæti verið ástæðan,
en skellir skuldinni á tónskáldið
og píanóleikarann. Þetta er enn
eitt dæmi, en af nógu er að taka.
Nú eru 6 ár síðan fjölmenn
Samtök um byggingu tónlistar-
húss voru stofnuð og enn hljómar
rödd þeirra eins og rödd hróp-
andans í eyðimörkinni. Samtökin
hafa lýst sig reiðubúin að koma til
móts við yfirvöld um byggingu
tónlistarhúss í Reykjavík og afla
helmings þess fjár sem þarf, og
hafa nú þegar sýnt að þeim er
alvara. Tugir tónlistarmanna
hafa gefið vinnu sína til styrktar
þessu nauðsynjamáli og lýst sig
reiðubúna til þess í framtíðinni
þar til húsið rís. Nauðsyn á tón-
listarhúsi er ekki umdeild en sagt
að kostnaðarsamt viðhald á opin-
berum byggingum og frágangur
Þjóðarbókhlöðu þurfi að ganga
fyrir. Gott og vel, en það er
ábyrgðarlaus húseigandi sem
ekki gerir ráð fyrir eðlilegu við-
haldi bygginga sinna, og bók-
hlaðan væri löngu búin ef farið
hefði verið að lögum.
Að bjóða tónlistarmönnum
upp á núverandi aðstæður til
tónlistarflutnings má líkja við að
setja Chagall-sýninguna á síðustu
Listahátíð inn í húsnæði sem
fyrirfram væri vitað að myndi
valda skemmdum á málverícun-
um, enda voru þau málverk tryggð
fyrir 300 milljónir. Er menntun
og þekking tónlistarmanna,
hljóðfærin og mannsröddin
minna virði? Og hvað um tónlist-
ina sjálfa? Hvenær öðlast ráða-
menn skilning á gildi tónlistar-
menningar okkar og þörfum
hennar? Eins og er minnir skiln-
ingsleysið á orð borgarstjórans í
Liverpool þegar hinn frægi
Amadeus-strengjakvartett var
ráðinn til að spila á hans vegum
og hann þakkaði þeim með að
óska þeim velfarnaðar í framtíð-
inni „svo þeim tækist að stækka
litlu hljómsveitina sína“!
28. aprfl 1989
Rut Magnússon