Þjóðviljinn - 04.05.1989, Síða 13

Þjóðviljinn - 04.05.1989, Síða 13
Varnarleikur Framhald af bls. 7 ingu fyrirtækjanna bakdyra- megin. Fyrir nokkrum árum var borgaraleg ríkisstjórn í Svíþjóð. Hún þjóðnýtti meira á fjórum árum en Jafnaðarmenn höfðu gert á fjörutíu árum. Frjáls- hyggjuliðið í Sjálfstæðisflokkn- , um ber alla ábyrgð á fjörbrotum þessara fyrirtækja. Því miður munu þeir ekki reynast borgun- armenn fyrir þeim reikningum, ef þeim væri framvísað og þó. Hagnaður banka og sparisjóða á s.i. ári var svipaður og halli sjáv- arútvegsins er metinn nú. En þeir ættu að sjá sóma sinn í að hafa hægt um sig, meðan aðrir sinna björgunarstörfum á slysstað: Það var nefnilega ekki bara að þeir sinntu ekki slysavörnum; þeir bjuggu til slysagildrur. Þeir ættu því ekki að nefna snöru í hengds manns húsi - en það er fjárm- agnskostnaðurinn í Valhöll íhald- sins. 5. Verðbólgan: Allir vita að gengisfelling virkar sem olía á eld verðbólgunnar svo að enn reynist særingaþula íhaldsins óráð hið mesta. Verðbólga verður ekki kveðin niður nema með sam- ræmdum aðgerðum á mörgum sviðum: T.d. með því að koma á jafnvægi á peningamarkaði og opna hann fyrir erlendri sam- keppni; með því að reka ríkissjóð án halla; með því að vinna kerfis- bundið að lækkun tilkostnaðar í opinberum rekstri; með lækkun nícisútgjalda. * Sjálfstæðisflokkurinn lætur mikinn um nauðsyn þess - í orði; í ríkisstjórn reyndist hann hins vegar þungur á fóðrum í þágu sér- hagsmuna og fyrirgreiðslupots. Athafnasöm umbótastjórn Alþýðuflokkurinn lætur frýj- unarorð þeirra Sjálfstæðismanna um stefnubrigði sem vind um eyrun þjóta. Við munum ekki hlaupast frá borði þótt eitthvað bjáti á um sinn. Það hvarflar ekki að okkur að leggjast í hugsýki með barlómskórnum. Þessi ríkisstjórn mun sitja út kjörtímabilið og stýra skipi sínu heilu í höfn. Við munum ótrauðir vinna áfram að því að leysa fjárhags- kreppu útflutningsfyrirtækjanna án þess að fórna markmiðum um stöðugleika í efnahagsumhverf- inu með ótímabærum gengis- kollsteypum. Þetta gerum við með skuldbreytingu, fjárhags- legri endurskipulagningu og sam- runa fyrirtækja, endurskipulagn- ingu fjármagnskerfisins og opnun þess, lækkun vaxta og fjármagns- kostnaðar. Ríkisstjórnin vinnur að því í kyrrþey að skapa forsendur fyrir hóflegum kjarasamningum sem ætlað er að draga úr kaupmáttar- fallinu án þess að stofna atvinnu- örygginu í hættu. Aðgerðir til að treysta atvinnuöryggi: Sumarat- vinna unglinga, skógrækt, land- græðsla, auknar félagslegar íbúð- abyggingar. Verkin sína merkin. Mála- fjöldinn á borðum þingmanna Rannsóknaskip Sovéskt til sýnis Áhöfnin á Akademik Krylof, hafrannsóknaskipi sovéska flot- ans, sem nú liggur hér við bryg- gju, býður öllum sem áhuga hafa að skoða skipið laugardaginn ó.maí frá klukkan 15.00 Mönnum gefst kostur á að skoða skipið og rannsóknarstofur þess og spyrja leiðangursmenn um rannsóknir þær sem það stundar. Skipsleikhúsið sýnir leikritið Búff. Skipstjóri á Akademik Krilof er Vladímír ívanof en leiðangurs- stjóri Viktor Oblivanov. VIÐHORF sannar að hér er að verki umbóta- stjórn sem hugsar fram í tímann, þótt stjórnarandstaðan vilji æðr- ast í fortíðinni. Hugsýki í hálfleik Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi reynst draughræddur í ríkisstjórn og særingarþulur hans reynst máttlausar í stjórnarandstöðu, verður að vona að honum takist ekki að draga þjóðina með sér ofan í þunglyndiskast að ástæðu- lausu. Það kemur fyrir góð keppnis- lið, eins og núv. ríkisstjórn er, að falla í hugsýki í hálfleik. Réttu viðbrögðin eru hins vegar að endurskipuleggja sóknarleikinn, hvetja liðið til dáða, svo að það einbeiti sér að því að vinna seinni hálfleik. Ríkisstjórnin mun sitja út kjörtímabilið, enda ríkir þar góð- ur vinnuandi. Þetta er umbóta- stjórn sem á mörgum verkum ó- lokið. Árangur Með myndun núv. ríkisstjórn- ar á elleftu stundu á s.l. hausti tókst að koma í veg fyrir stöðvun fjölda fyrirtækja í útflutnings- greinum og þar með bægja frá hættunni á fjöldaatvinnuleysi sem frjálshyggjupostularnir spáðu að yrði á bilinu 10-15 þús. manns á þessum vordögum. Það hefur tekist í stórum dráttum að tryggjafulla atvinnu. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að greiða fyrir sumaratvinnu skóla- fólks með fjárframlögum til skó- græktar og landgræðslu. í athug- un er að verja þegar á þessu ári auknu fjármagni til nýfram- kvæmda við íbúðabyggingar innan félagslega kerfisins. Með því að hafna gengislækkunark- ollsteypum hefur ríkisstjórnin skapað forsendur fyrir friðsam- legum lausnum á vinnumarkaðn- um og vinnur nú í kyrrþey, í sam- starfi við aðila vinnumarkaðarins að því að ljúka kjarasamningum án kollsteypu. Nær fullvíst má telja að framundan séu talsverðar verðhækkanir á erlendum fisk- mörkuðum sem muni duga til að vega upp brottfall sérstakra verð- bóta á frystar fiskafurðir. Þannig hefur ríkisstjórninni, þrátt fyrir örðugar kringumstæð- ur tekist að heyja varnarbaráttu með viðunandi árangri. Þetta eru nokkur dæmi um verk athafnasamrar umbóta- stjórnar. Framundan bíða mörg stór verkefni, sem hrinda þarf í framkvæmd fyrir lok kjörtíma- bilsins. Ég nefni nokkur dæmi: * Ríkisfjármál: Á næsta þingi þarf að tryggja framgang nýrri löggjöf um skattlagningu eigna- og fjármagnstekna og fylla þar með upp í gat í íslenskri skattal- öggjöf, en taka upp skattareglur á þessu sviði til samræmis við það sem tíðkast í grannlöndum okk- ar. Jafnframt gefst þá tilefni til að draga úr eignasköttum. A minni tíð í fjármálaráðu- neytinu var vinna hafin við endurskipulagningu innheimtu- kerfis skatta í því skyni að tryggja mun betri skattframkvæmd, í samræmi við tillögur „skattsvik- anefndarinnar“. Þær hugmyndir snerust um skipulagsbreytingar á innheimtukerfinu, auknar heim- ildir til hertra innheimtuaðgerða gagnvart söluskattasþjófnaði, strangari kröfur um leyfi til verslunar- og viðskipta (og þ. m. t. heimildir til þess að vera vörslu- aðilar söluskattsfjár) og heimildir til sviptingar slíkra leyfa við endurtekin brot. Að loknu þinghléi ber nauðsyn til að fjármálaráðuneytið einbeiti sér að tillögugerð um hagræðingu í opinberum rekstri og lækkun ríkisútgjalda. Fyrir liggja í fjár- málaráðuneytinu frá minni tíð fullbúin frumvörp um sjálfstæði ríkisstofnana. Þessi ríkisstjórn þarf að horfast í augu við að það kerfi allsherjar ríkistryggingar á framleiðslu og sölu landbúnað- arafurða, sem hinn vanhugsaði ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA og meingallaði búvörusamningur felur í sér, er sprungið. Þetta út- heimtir mikla vinnu og um leið vilja til samkomulags um ásættanlegar málamiðlanir. * Húsnæðismál: Með nýrri lag- asetningum kaupleiguíbúðir og húsbréfakerfi hillir loks undir frambúðarlausnir í húsnæðismál- um. Að íslendingar geti búið við sæmilega skilvirkt og manneskju- legt kerfi varðandi fjármögnun íbúðarhúsnæðis. * Lífeyrisréttindi: Á næsta þingi ber að leggja fram frum- varp, sem fullbúið var í fjármála- ráðuneytinu um endurskoðun á löggjöf um lífeyrissjóði og líf- eyrisréttindi. Við jafnaðarmenn munum leita samkomulags við samstarfsaðila okkar um þær hugmyndir sem við settum á oddinn í seinustu kosningabar- áttu um einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn og samræmingu líf- eyrisréttinda. * Kerfisbreyting í atvinnulífi: í ljósi þeirra kerfislægu erfiðleika sem sjávarútvegurinn hefur gengið í gegn um á undanförnum árum þurfa stjórnarflokkarnir nú að leggja fram mikla vinnu við endurskoðun stefnunnar í sjávar- útvegsmálum í heild. í því felst að taka grundvallarþætti kvótakerf- isins til endurskoðunar, að útfæra nánar hugmyndir sjávarútvegs- ráðherra um aflamiðlun og fisk- vinnslustefnu og tengja þetta hvorttveggja skipulögðu átaki í markaðsmálum okkar. * Sjálfstæð utanríkisstefna: Þessi ríkisstjórn hefur þegar sýnt í verki að hún hefur burði til að reka sjálfstæða utanríkisstefnu og leggja sjálfstætt mat á íslenska hagsmuni í samskiptum við aðrar þjóðir. f tillögum um endurskip- ulagningu utanríkisþjónustunnar er lögð megin áhersla á aukið starf að umhverfisverndarmálum og alþjóðlegum samskiptum á því sviði; leggja ber höfuðáherslu á verndun lífríkis hafsins og ís- lenskt frumkvæði, í samstarfi við bandalagsþjóðir okkar, að til- lögum um afvopnun á og í höfun- um. * Fjölskyldustefna: Eitt af mikilvægari verkefnum þessarar ríkisstjórnar er að móta og fram- kvæma samræmda fjölskyldu- stefnu. Það er veigamikill þáttur í þeirri viðleitni að festa velferð- arríkið í sessi og gera það mann- eskjulegra. Fjölskyldustefna hlýtur að taka á þáttum eins og vinnutíma, hlut kvenna á vinn- umarkaði, dagvistun barna, átaki við byggingu félagslegra íbúða, samræmingu á lífeyrisréttindum aldraðra o.fl. Að snúa vörn í sókn Það á að vera metnaður þessar- ar ríkisstjórnar að sýna í verki, að hún ráði ekki aðeins fram úr stundarerfiðleikum í efna- hagsmálum heldur skilji hún eftir sig umbótamál, sem treysta und- Samvinnuskólanum á Bifröst var að veqju slitið 1. maí sl. Að þessu sinni útskrifuðust 29 nemendur með Samvinnuskólap- róf sem jafnframt er stúdentsp- róf. Hæstu einkunn á Samvinnu- skólaprófi að þessu sinni hlaut Hildur Sólveig Pétursdóttir - 9,7 - og kom fram í ræðu Jóns Sig- urðssonar, skólastjóra, við skólaslitin, að það væri hæsta meðaleinkunn sem nokkru sinni hefur náðst við Samvinnuskólann frá stofnun hans 1918. irstöður velferðarríkisins og festa það í sessi. Það er í erfiðleikunum sem reynir á menn og flokka. Við jafnaðarmenn erum staðráðnir í því að hlaupast ekki frá verkum okkar í miðjum klíðum. Það er hlutskipti þessarar ríkisstjórnar að skipuleggja varnarbaráttu við erfiðar aðstæður. Hingað til hef- ur henni tekist það stóráfallalítið. Við höfum komið í veg fyrir stöðvun útflutningsatvinnuveg- anna og afstýrt fjöldaatvinnu- leysi. Við eygjum nú bjartari tíma framundan. Hingað til hefur ríkisstjórnin orðið að einbeita sér að lausn skammtímavandamála, sem hrannast hafa upp á löngum tíma. Á næstunni mun gefast betra ráðrúm til að undirbúa framkvæmd hinna þýðingar- miklu umbótamála, sem hún nú hefur á dagskrá. Þannig mun þessi ríkisstjórn snúa vörn í sókn og sigla skipi sínu heilu í höfn, eftir viðburðaríka og sögulega sjóferð. Við skólaslitin voru nokkur ávörp flutt og skólanum bárust gjafir og kveðjur. f lokaræðu skólastjóra kom fram að hér eftir starfar Samvinnuskólinn ein- vörðungu sem sérskóli á há- skólastigi, en nemendum mun nokkuð fjölga á næsta vetri. frá því sem var nú í vetur. Framhaldsdeild Samvinnu- skólans í Reykjavík verður slitið 12. maí nk. og er það einnig í síðasta skipti sem stúdentar munu útskrifast þaðan. 13 ‘SS? ~ ~—-—__ Nú stendur yfir dreifing á sumarstarfs- bæklingi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Að vanda er í bæklingnum að finna upplýsingar um nánast alla þá starfsemi sem félög, samtök og stofnanir í Reykjavík gangast fyrir nú í sumar. sirniar? Bæklingnum er dreift til allra nemenda grunnskólanna í borginni og eru foreldrar hvattir til að kynna sér vel ásamt börnum sínum þá möguleika sem þar er að finna. Innritun í starf á vegum fþrótta- og tómstundaráðs hefst á sérstakri innritunarhátíð í Laugardalshöll laugardaginn 20. maí kl. 13.00-17.00. Samvinnuskólinn Hæsta próf frá upphaf i Síðustu stúdentarnir útskrifaðir frá Samvinnuskólanum. Mun starfa eftirleiðis sem sérskóli á háskólastigi

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.