Þjóðviljinn - 04.05.1989, Page 16
Hvað fannst þér um fund
kennara og Olafs Ragn-
ars Grímssonar í fyrra-
dag?
b a b b
Ellert Magnússon lyfjafræðingur: Það sem ég sá í fréttum var þa sem við er að búast. það lítur íll út hjá kennurum og ég stend me þeim, þeir verða auðvitað a hafa mannsæmandi laun.
Sigríöur Pálsdóttir kennari. Því miður ég sá hann ekki, þann ig aö ég er ekki dómbær á hann -
iSl
Stefán Karlsson
stjórnmálafræöingur.
Ég var svo stutt á honum að ég
get ekki dæmt alveg um það. Ég
vil heldur ekki tjá mig að svo
stöddu.
Ragnheiður Indriðadóttir
sálfræðingur.
Ég missti af honum því miður.
Mér er sagt að Ólafur hafi verið
svivirðilegur.
Eyþór Helgason
nemi í verkfalli í Iðnskólanum.
Skítsæmilegur fundur. Það sem
óg heyrði þegar var þegar verið
var að svívirða Ólaf og hlæja að
honum. Mér finnst að kennarar
ættu að vera í verkfalli í allt sumar
og það kauplaust.
þiómnuiNN
Rmmtudoouf 4. maf 1989 82. tölubta* 54 óroangur
ÁKVÖLDIN
•81348
Á LAUGARDÖGUM
681663
Alaugardaginn halda sagn-
fræðingar ráðstefnu um
gagnrýni og hefst hún kl. 14.00 f
Odda. Meðal fyrirlesara eru tveir
ungir sagnfræðingar, Þórunn
Valdimarsdóttir og Margrét Guð-
mundsdóttir. Við spurðum þær
hvers vegna sagnfræðingar
þyrftu að ræða um gagnrýni?
„Gagnrýni er ekki bundin við
listir, hún er menningarpólitík,“
segir Þórunn. „Og það er mjög
skýr menningarpólitík ef sagn-
fræði er ekki sinnt af
gagnrýnendum eins og okkur
finnst brenna við. Fjölmiðlar
snobba fyrir bókmenntum og list-
um en afgreiða sagnfræðina með
því að hún sé leiðinleg."
„Við getum því miður ekki
lifað á að skrifa fyrir hvert annað,
hópur sagnfræðinga er of lítill til
þess,“ segir Margrét. „Sjóðirnir
eru líka margir og við verðum að
skrifa fyrir almennan markað.
Þess vegna verðum við að vita
hvernig hann er, og þá skiptir al-
mennileg umfjöllun um verk
okkar í fjölmiðlum meginmáli.
En ef við skoðum menningar-
þætti ljósvakamiðlanna verðum
við fljótt vör við að þar er aldrei
minnst á sagnfræði. Hún er ekki
hluti af íslenskri menningu.“
„Það er undarleg þversögn í
því,“ segir Þórunn, „að annars
vegar leita til dæmis kvikmynd-
agerðarmenn ekki til sagnfræð-
inga þó að þeir séu að gera mynd-
ir sem eiga að gerast í fjarlægri
fortíð, og öllum virðist standa á
sama um vitleysurnar sem þeir
gera - hins vegar er ungur sagn-
fræðingur afhausaður fyrir kann-
ski meinlausa villu í riti og þorir
aldrei að skrifa framar! Það þarf
að athuga ýmislegt í almennum Þórunn Valdimarsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir, ungir og vaskir sagnfræðingar.
Menningarpólitík
Sagnfræði er líka menning
Sagnfræðingar og gagnrýnendur heyja einvígi á ráðstefnu á laugardag. Þórunn Valdimarsdóttir:
Öttinn við gagnrýni kyrkir gleðina við sköpunina
hugmyndum manna um sagn-
fræði."
„Fjölmiðlar móta skoðanir
fólks og hugmyndir, einkum
sjónvarpið. Þeir móta skoðanir
fólks á því hvernig bækur eiga að
vera,“ segir Margrét. „Og þær
eiga að vera skemmtilegar. Það
var áberandi til dæmis í skrifum
um bók Illuga og Hrafns Jök -
ulssona um nasistana að þar færu
ungir og hressir blaðamenn sem
kynnu að velja sér efni. Þetta gef-
ur hugmynd um andstæðuna,
gamla, fúla, fræðilega og þurra
sagnfræðinga sem kunna ekki að
velja sér efni! En sagnfræðingar
eru ung og vösk stétt. Sjáðu bara
tímaritin Nýja sögu og Sagnir,
full af skemmtilegum greinum
sem fólk veit ekki um vegna þess
að það er ekki talað um þau en
myndi hafa mjög gaman af.“
„Gagnrýnendur meta ekki
frjómagn fræðanna,“ segir Þór-
unn. „Sagnfræðin er eins og bók-
menntirnar í stöðugri þróun í stíl,
hugmyndum og formi. En held-
urðu að ritdómarar finni það?
Fjalla þeir um listrænt gildi text-
ans eða hvernig sagnfræðingur-
inn endurmetur fortíðina? Nei,
það eina sem þeir gera er að
reyna að finna villur! Svo eiga
þeir svo einkennilega erfitt með
að hrósa því sem vel er gert.“
„Það er líka mjög erfitt,“ bætir
Margrét við. „Við fengum í námi
það verkefni einu sinni að fara
yfir texta frá yngri nemendum.
Fyrst áttum við að finna villur hjá
þeim og það var enginn vandi.
Svo áttum við að finna eitthvað
gott við verkefnin og hrósa höf-
undum fyrir það. Þá fórum við öll
í hnút! En það er ergilegt að þeg-
ar ritdómarar eru kannski með
tímamótaverk í höndunum sem
gefur nýja sýn á fortíð lands og
þjóðar þá skuli allt lenda í
sparðatíningi."
Hvað œtlið þið að tala um sjálf-
ar?
„Ég ætla að tala um tilfinningar
þess sem skrifar bók og fær j
gagnrýni, bæði út frá eigini
reynslu og annarra sem ég
þekki,“ segir Þórunn sem hefur
skrifað tvö sagnfræðirit, Sveitina
við sundin og ævisögu Einars Ól-
afssonar í Lækjarhvammi. „Það
er bæði óvirðing og niðurlæging
við höfund að fá fljótvirknislegan
dóm þegar hann er búinn að
liggja óralengi yfir verki sínu og
finnst það kannski hafa sérstakt
gildi fyrir þjóðarsálina."
Margrét ætlar að tala um
gagnrýni á sagnfræðirit í fjölmiðl-
um og hefur kynnt sér ritdóma frá
síðustu árum. „Það er upp og
ofan hvort það eru sagnfræðingar
sem ritdæma. Fólk í pólitík skrif-
ar um stjórnmálasögu, prestar
skrifa um presta - yfirleitt er talið
best að starfsstéttir skrifi hver um
aðra! Það er varla hægt að kalla
þetta gagnrýni, nær að taia um
umfjöllun eða auglýsingar.“
„En forlögin eru ánægð ef
bókar er getið í fjölmiðlum, alveg
sama hvernig. Og svo fer að lok-
um að fræðin eru kyrkt í stað þess
að gagnrýnin örvi fræðimenn til
dáða. Fólk óttast svo að gera ein-
hverjar smávillur að það kyrkir
gleðina af sköpuninni.“
Hverjir tala fleiri á ráðstefn-
unni?
„Lisa Schmalensec talar al-
mennt um gagnrýni, og svo verða
einvígi sagnfræðinga og
gagnrýnenda," segir Þórunn.
„Við ætlum að draga tvo
gagnrýnendur á pall og láta þá
hitta höfunda. Eiríkur Guð-
mundsson hefur skrifað hvassa
gagnrýni um bók Gísla Ágústs
Gunnlaugssonar, Sögu Ólafsvík-
ur, og þeir ræða saman um hana,
og Sigurður Pétursson ræðir við
Þorleif Friðriksson um bækur
hans, Gullnu fluguna og Undir-
heima íslenskra stjórnmála.
Helgi Skúli Kjartansson á að
ganga á milli, draga saman niður-
stöður og stjórna umræðum.“
SA