Þjóðviljinn - 17.05.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.05.1989, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Vigdís gerir víöreist Vigdís Finnbogadóttir forseti fór í morgun áleiðis til Ítalíu þar sem hún mun haida erindi á alþjóða- þingi um framtíðarsýn við há- skólann í Bologna, en þing þetta er lokaþáttur í tilefni af 900 ára afmæli háskólans. Frá ftalíu held- ur forsetinn til Bandaríkjanna þar sem hún veitir viðtöku heið- ursdoktorsnafnbót og flytur aðal- ræðu við útskrift kandidata við háskóla Luther College í Decor- ah í Iowa, þar sem margir lands- menn stunda nám. Þá mun Vigdís skoða verksmiðju Iceland Sea- food í Harrisburg og á þriðjudag í næstu viku heilsar hún uppá Ge- orge Bush í Hvíta húsinu og heimsækir síðan höfuðstöðvar veitingahúsakeðjunnar Long John Silver. Ferðinni lýkur í Lou- isville í Kentucky þar sem til- kynnt verður um stofnun vísinda- sjóðs í samstarfi háskóla borgar- innar og Háskóla íslands. Nýr flotaforingi hersins Yfirmannaskipti fóru fram hjá herliðinu á Miðnesheiði í gær- morgun. Nýr yfirmaður herliðs- ins er Thomas F. Hall, en hann var einn af yfirmönnum herliðs- ins hérlendis á árunum 1982-85. Frávik frá heiðni Norski sérkennslufræðingurinn Knut Östrem flytur fyrirlestur í Kennaraháskólanum á morgun fimmtudag kl.16.30 sem hann nefnir: Norræn viðhorf til frávika frá heiðni til vorra daga. í erind- inu fjallar Östrem um sögulega þróun hugmynda um frávik og viðbragða við afbrigðilegu fólki í Noregi og víðar á Norður- löndum, allt frá heiðnum sið. Leitar hann víða fanga, m.a. all- mikið í íslenskar heimildir. Fyrir- lesturinn er öllum opinn. Eftirlitið og Október í Duus Hljómsveitirnar Eftirlitið og Október halda tónleika í Duus húsi í kvöld og hefjast þeir stund- víslega kl. 22.30. Það er landslið- ið af pönkelliheimilinu sem er uppistaðan í Október-sveitinni og er þetta í fyrsta sinn sem hljómsveitin kemur fram opin- berlega. Eftirlitið mun m.a. kynna efni af væntanlegri plötu sveitarinnar á tónleikunum í kvöld. Jón Baldvin til Finnlands Utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, fer ásamt eigin- konu sinni í opinbera heimsókn til Finnlands í næstu viku í boði Pertti Paasio, utanríkisráðherra Finnlands. Ráðherra mun m.a. hitta að máli þá; Harri Holkeri forsætisráðherra, Nauno Koi- visto forseta Finnlands og Pertti Salolaninen, utanríkisviðskipta- ráðherra. Barnahátíð í Norræna húsinu í tengslum við sýningu á teikning- um og vatnslitamyndum eftir Sjómenn varist kemísk efni Stýrimannafélagið hefur mælst til þess við alla íslenska sjómenn að þeir takmarki eins og mögulegt er notkun kemískra hreinsiefna um borð í skipum sínum. Röskun lífríkisins í sjónum við strendur landsins af völdum slíkra efna getur haft hinar ægilegustu afleiðingar fyrir landsmenn alla segja stýrimenn og minna sjómenn á að fleira er mengun en fljótandi rusl. sænsku listakonuna Ilon Wikland í Norræna húsinu, sem opnuð var sl. laugardag, verður dagskrá fyrir börn í sýningarsal hússins á morgun kl. 16.00. Þar ætlar Wik- land að teikna fyrir börnin á með- an þær Silja Aðalsteinsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Sig- rún Hallbeck lesa úr bókum eftir Astrid Lindgren. Sigrún les á sænsku og Vilborg úr nýrri bók sem kemur út í haust. Vinnumiðlun í Vitanum Hafnarfjarðarbær hefur komið á laggirnar vinnumiðlun fyrir skólafólk í Firðinum, 16 ára og eldra. Miðlunin er til húsa í æsku- lýðsmiðstöðinni Vitanum þar sem er opið frá 10-12 og 13-16 alla virka daga. M-hátíð á Austurlandi Menntamálaráðuneytið efnir til menningarhátíðar á Austurlandi í samvinnu við sveitarstjórnir í kjördæminu og hefst hátíðin á föstudaginn kemur og stendur allt fram til 20. ágúst n.k. Hátíð- arhöldin hefjast kl. 18.00 á Egils- stöðum með ávarpi menntamála- ráðherra, en þar verður einnig opnuð sýning á verkum úr Listas- afni íslands. Um kvöldið verður síðan samfelld dagskrá um austfirska höfunda í samantekt og flutningi félaga í Leikfélagi Fljótsdalshéraðs og Tónlistarfé- lagsins á Héraði. Fiskvinnslu- skólalög verði endurskoðuð Fiskiðn, fagfélag fiskiðnaðarins, telur brýnt að 18 ára gömul lög um Fiskvinnsluskólann verði þegar tekin til endurskoðunar. í samþykkt félagsins segir m.a. að á tæpum tveimur áratugum hafi margt breyst í skipulagi fisk- vinnslumála og því nauðsynlegt að endurskoða lög um skólann, auk þess sem kynna þurfi betur fyrir þjóðinni starfsemi skólans svo hann verði fýsilegri valkostur fyrir ungt fólk en hann er nú. Fram meistari meistaranna íslandsmeistarar Fram unnu Bikarmeistara Vals í meistara- keppni KSÍ í gærkvöld. Leikur- inn var háður á gervigrasinu í Laugardal og lauk með tveggja marka sigri Fram, 3-1. Guð- mundur Steinsson skoraði tvíveg- is fyrir Fram og Ómar Torfason einu sinni. Valsmenn náðu ekki að minnka muninn fyrr en um miðjan síðari hálfleik. Lárusi Guðmundssyni var þá brugðið innan vítateigs. Birkir Kristins- son varði vítaspyrnu Atla Eð- valdssonar en Atli náði knettin- um á ný og í seinna skiptið urðu honum ekki á nein mistök. Þrátt fyrir ágæt marktækifæri undir lok leiksins náðu Valsmenn ekki að minnka muninn frekar og Fram- arar teljast því meistarar meistar- anna. Heiðurslaun BÍ Listir og beitarþol Tveir listamenn, skákmaður og vistfræðingur fá alls 11 mánaða starfslaun Hlífar Sigurjónsdóttur fíðlu- leikara, Guðjóns Pedersen leikara og leikstjóra, Hannesar Hlífars Stefánssonar skákmeistara og Andrésar Arnalds vistfræðings sem fæst við rannsóknir á beitar- þoli landsins. Hlíf Sigurjónsdóttir fiðlu- leikari hlaut heiðurslaun í 2 mán- uði til að búa sig undir alþjóðlega samkeppni fiðluleikara í Rotter- dam 1989. Guðjón Pedersen leikari og leikstjóri hlaut heiðurslaun í 3 mánuði í því skyni að auðvelda honum að fullnuma sig í leik- stjórn. Hann ætlar að fylgjast með störfum í leikhúsum í Þýska- landi. Hannes Hlífar Stefánsson skákmeistari hlaut heiðurslaun í 2 mánuði í því skyni að auðvelda honum þátttöku í skákmótum er- lendis. Hannes Hlífar er í Moskvu og bróðir hans veitti laununum viðtöku fyrir hans hönd. Andrés Arnalds beitarþols- fræðingur og doktor í vistfræði hlaut heiðurslaun í 4 mánuði til að taka saman efni og upplýsing- ar um hvað þurfi til að koma gróðurverndarmálum hér á landi í viðunandi horf. Andrés er staddur erlendis og faðir hans veitti verðlaununum viðtöku fyrir hans hönd. eb Kópavogur Bæjarstjómin svarar fyrir sig Samvinnasveitarfélaga verður að byggjastágagnkvœmu tilliti, segja fulltrúar meirihlutans Skipulagsforsendur hugsan- legrar Fossvogsbrautar eru gjörbreyttar frá þeim tíma þegar hugmyndin um þessa fram- kvæmd varð til, segja þrír fulltrú- ar bæjarstjórnarmeirihlutans i Kópavogi í svarbréfi, sem Þjóð- Norðmenn minnast þess í dag að 175 ár eru liðin frá því stjórnarskrá landsins var sam- þykkt á Eiðsvelli. Mikil hátíða- höld hófust í Osló í gær og meðal viðstaddra eru Guðrún Helga- dóttir forseti Sameinaðs Alþingis og Friðrik Óiafsson skrifstofu- viljanum hefur borist við áskorun þriggja fyrrverandi bæjarstjórn- arfulltrúa um að sverðin verði slíðruð í stríðinu við borgarstjór- ann í Reykjavík. Hinar breyttu forsendur taka bæði til umhverf- stjóri Alþingis. Norðmenn búsettir hérlendis halda einnig hátíð í dag. Minn- ingarathöfn verður kl. 9.30 í Fos- svogskirkjugarði en síðan sérstök barnahátíð kl. 10.30 við Norræna húsið og í kvöld verður 17. maí- veisla í Naustinu. isþáttarins og umferðarþarf- anna, segir I bréfinu. „Þrátt fyrir margítrekaðar samþykktir bæjarstjórna í Kópa- vogi um útivistarsvæði í Foss- vogsdal hafa talsmenn Reykja- víkurborgar haldið fast við að braut skyldi lögð um dalinn ef „umferðarleg" þörf reyndist á. Það hefur gengið svo langt, að um skeið var brautin sýnd á stað- festu aðalskipulagi Reykjavíkur- borgar inni í landi Kópavogs. Fé- lagsmálaráðherra lét þó taka þann hluta brautarinnar burt við síðustu staðfestingu og sýndi þar með réttum landeigendum til- hlýðilegan sóma,“ segir í bréfinu. Ennfremur segir að „ekki þurfi öldungaráð til að sjá, að nauðsynlegt er að sveitarfélög geti haft með sér giftusamlega samvinnu. En sú samvinna tveggja verður ævinlega að byggjast á gagnkvæmu tilliti og gerir kröfu til að jafnan sé leitað þeirra leiða sem, skynsamlegast- ar geta talist miðað við þekkingu og hugmyndir tímans. Arangurs- laust höfum við leitað samkomu- lags við Reykjavíkurborg um sameiginlegt skipulag Fossvogs- dals sem útivistarsvæðis. Þess vegna áttum við ekki annarra kosta völ en að ítreka yfirlýsingar bæjarstjórnar svo að ekki gæti misskilist.“ Undir bréfið rita þeir Guð- mundur Oddsson, formaður bæjarráðs, Heimir Pálsson, for- seti bæjarstjórnar, og Skúli Sig- urgrímsson bæjarfulltrúi. Afmœli Hátíð hjá Norðmönnum Ingi R. Helgason forstjóri Brunabótafélags Islands afhendir Guðjóni Pedersen leikara og leikstjóra heiðurs- laun. Mynd Jim Smart. Igær voru veitt árleg heiðurs- laun Brunabótafélags íslands. Að þessu sinni var þeim skipt milli fjögurra manna, þeirra 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.