Þjóðviljinn - 24.05.1989, Qupperneq 5
VIÐHORF
Allir í sama kórinn?
Það er líkt og gripið úr tækifær-
isræðu, þegar spurt er, hvort
Norðurlönd séu hluti af Evrópu
eða ekki. Vitaskuld getum við
ekki rætt um þennan heimshluta
okkar án þess að Norðurlönd séu
meðtalin. Jafnfráleitt væri hitt,
að líta á Svíþjóð, Danmörku,
Noreg, ísland og Finnland sem
einhvers konar sérstaka
heimsálfu. Og þá ekki síður fár-
ánlegt að ímynda sér Evrópu án
Póllands, Úngverjalands eða
Eystrasalts- og Balkanlandanna.
Og hvernig geta menn í raun
látið sér til hugar koma að setja
fram spurningar af þessu tagi?
Ekki hygg ég, að spurningin sé
komin frá aðskilnaðarsinnum
nokkurrar gerðar. Og ekki held-
ur, að verið sé að spyrja „út í
loftið“. Sú Evrópa, sem menn
hafa í huga, þegar talað er á
þennan hátt, er ekki heimkynni
okkar, ekki Evrópa sem landf-
ræðileg heild, heldur hugarburð-
arfyrirbæri, drög að ríkismynd-
un, bunki af samningum, reglu-
gerðum og ályktunum og auk
þess eins kyns drög að framtíð-
aráætlunum. Það er stofnanafyr-
irbærið Evrópa, Evrópa stofnan-
anna.
Þessi greinarmunur skiptir öllu
máli. Fari svo, að við ruglum
þessu tvennu saman, grautum við
jafnframt öllum öðrum hug-
myndum okkar.
Fjögur atriði vil ég benda á í
tengslum við hugarburðinn
„Stofnana-Evrópu“, eins og hún
er nú í þróun í Brússel, Stras-
bourg og Lúxembúrg.
Byrjum á því, sem augljósast
má vera. Fyrirbærið „Stofnana-
Evrópa" er ekki öllum ætlað; hér
er um að ræða „klúbb“, sem í
raun ætti að standa öllum opinn,
en hefur sett allstrangar reglur
um það, hver eiga skuli inngöngu
og hver ekki. Þetta leiðir að sjálf-
sögðu til klofnings. Óhjákvæmi-
lega er þjóðum þessarar
heimsálfu okkar skipt í tvennt,
þær sem eiga aðild að „klúbbn-
um“ og þær sem utan hans
standa.
Ástæður þess, að þjóð heldur
sig utan slíks félagsskapar, geta
verið af ýmsum toga. Þjóð velur
e.t.v. að hafna aðild að furðufyr-
irbæri sem þessu að eigin ósk.
Eins er til, að þjóð sé of snauð til
að fullnægja kröfunum um aðild.
Ástæðan kann einnig að vera sú,
að Sovétríkin telji ekki hentugt
að tiltekin þjóð gerist aðili, og
loks er það til að hlutleysishefð
deyfi áhuga þjóðar á aðild með
öllu.
En erfitt er að gera sér í hugar-
lund, hvernig nokkur þessara of-
angreindu aðstæðna gæti á nokk-
urn hátt orðið til að rýra gildi
einnar evrópskrar þjóðar
gagnvart annarri. Gleymum
ekki, að u.þ.b. tuttugu þjóðir eru
nú utan sameiginlegs markaðar
tólf þjóða. Og ættu það að vera
nægileg rök gegn öllum fullyrð-
ingum um það, að Brússel sé orð-
in að fulltrúa heimsálfunnar
gagnvart öðrum hlutum heims.
I öðru Iagi miðast EB við efna-
hagslega herkænsku, annað ekki.
Það er öllum ljóst. Svo hefur far-
ið eftir lok styrjaldarinnar, að hér
í álfu hefur þróast heimsveldis-
stefna án heimsveldis.
Evrópska heimsveldið, sem
var, hefur ekki aðeins glatað ný-
lendum sínum, heldur einnig
þeim áhrifasvæðum, sem það bjó
áður að. í staðinn komu risaveld-
in nýju, og reyndu hvort um sig
eftir megni að nýta skerf sinn af
Evrópu í þágu eigin hagsmuna,
þótt þessum nýju „verndarsvæð-
um“ í austri og vestri hafi auðvit-
að verið sinnt með óiíkum hætti.
Hitt kom þó fljótt á daginn, að
það reyndist þrautin þyngri að
gera Evrópu að nýlendu. Þótt
Evrópubúar væru mjög háðir
Hans Magnus Enzenberger skrifar
innflutningi og útflutningi varn-
ings, tókst þeim að ná furðu góð-
um árangri á heimsmarkaði. Á
hinn bóginn mátti greina, að
stjórnskipan einstakra þjóðríkja
Evrópu mundi, þegar fram í
sækti, verða til þess að þrengja að
vaxtarmöguleikum vesturevr-
ópsks kapítalisma.
Og EB er í raun ekki annað en
tilraun til þess að leysa þennan
vanda kapítalismans og beita þar
pólitískum aðferðum. Hagsmun-
irnir, sem að baki liggja, eru ljós-
ir. Fyrst komu kola- og stálsamn-
ingarnir árið 1956, og ári síðar var
ljóst hvert hugmyndum stefndi:
Ætti Evrópa að vera efnahagslegt
stórveldi áfram, dugði ekki
minna til en að Evrópubúar legðu
af séreinkenni sín og höfnuðu
hverju því, sem gert hafði álfuna
sérstæða í fjölskyldu þjóðanna.
Ætti evrópskur kapítalismi að
standa sig í samkeppninni, varð
að mynda nýtt risaveldi, lipurra í
vöfum, stærra og öflugara en
nokkurt einstakt þjóðríki álfunn-
ar gat orðið. Aðfellaallt.íeinn og
sama farveg, það urðu lausnar-
orðin þá. Framtíðarsýn efna-
hagsspámanna þeirra tók ekki
síst mið af Bandaríkjunum og
Japan.
Þriðja atriðið, sem ég vil taka
hér fram og tel mikilvægast að því
er varðar Evrópustofnanirnar, er
í raun rökrétt afleiðing forsendn-
anna, sem ég hef rakið. Þessar
stofnanir eru ólýðræðislegar með
öllu og stjórnarfarslegt réttmæti
þeirra einskis vert.
Um gervalla Evrópu kvarta
menn nú vegna skrifræðisins í
Bruússel, þar sem engum er
lengur ratljóst í öilum völundar-
húsum hvers kyns stjórnarskrif-
stofa, nefnda, undirnefnda og
sendinefnda, þar sem ákvarðað
er um styrkveitingar, stjórastöð-
ur og reglugerðir. En rangt væri
að skella allri skuldinni á skrif-
ræðisþrælana. Án þeirra verður
ekki stjórnað þeim þjóðfélögum,
sem við erum vön.
Sannleikurinn er raunar mun
uggvænlegri. Hér í Evrópu, nú
undir lok tuttugustu aldar, blasir
við okkur afturhvarf til þeirra
stjórnarhátta sem tíðkaðir voru
áður en raunveruleg réttarríki
komu til sögunnar. EB er stjórn-
að í fyllsta samræmi við þá stjórn-
arhætti, sem tíðkanlegir voru
fyrir árið 1830. Og þessu má lýsa í
fáum orðum:
Fram er komið þing, sem menn
kjósa fulltrúa til, en sjálft hefur
þetta þing aðeins táknrænt gildi.
Skrautfjöður. Þegar best gegnir
getur þetta þing krafist þess að
taka ágreiningsmál til umræðu og
leita ráðgjafar einstakra ríkis-
stjórna, en raunveruleg völd þess
eru í raun lítil sem engin. Sjálfir
stjórnendurnir eru hvorki kjörnir
af þinginu né með beinum kosn-
ingum. Þeir eru valdir að tjalda-
baki af örlitlum hópi valdhafa.
Þingið á þess engan kost að hafa
áhrif á þá meðferð mála eða að
hafna nefndum valdahafanna.
Og afnumin hafa verið elstu for-
réttindi evrópskra þjóðþinga,
réttur til ákvörðunar skatta og
samningar fjárlaga.
Þannig er nú niðurstaða
þriggja áratuga tilburða til sam-
einingar Evrópuríkja. Ég á ekki
von á, að þjóðir Evrópubanda-
lagsins hafi gert sér fulla grein
fyrir þessu. Hitt er þó staðreynd,
að almenningur er nú farinn að
tSla um þingið í Strasbourg eins
og hvern annan lélegan brand-
ara, og það bendir að minnsta
kosti til að almennir kjósendur
hafi þegar nokkurt hugboð um
það, hvernig málunt er komið.
Ýmislegt fleira bendir til þess,
að þegar til lengdar lætur muni
Evrópubúar ekki sætta sig við að
búa við stjórnarhætti þeirra alda,
þegar lýðræði var enn ekki til.
Tilviljun er það varla, að hörð-
ustu ádeilur á „Evrópuhugmynd-
ina“ berast einmitt frá þeim
löndum álfunnar, sem lengst hafa
búið við lýðræðislega stjórnar-
hætti. Gleymum ekki heldur
þeirri ákvörðun Norðmanna að
hafna innlimun í EB árið 1972.
Þótt vera kunni, að rómantísk og
þjóðernisleg sjónarmið hafi ráðið
þar nokkru um, er enginn vafi á
því, að kjósendum þar var ljóst
að lýðræðisleg réttindi þeirra
voru í húfi.
Hið sama má segja um hina út-
breiddu andstöðu Dana gegn
EB. Og að því er Sviss varðar,
ræður hefðbundið hlutleysi
landsins og efnislegir hagsmunir
allmiklu um andúð kjósenda í
garð EB. En hitt er ekki síður
ljóst, að þeir eru þess ófúsir að
fórna lýðréttindum sínum á altari
svonefndrar sameiningar.
Og þótt það veki mér velgju að
þurfa að vera sammála frú Thatc-
her í nokkru máli, hlýt ég að
viðurkenna réttmæti þess, þegar
hún neitar að fá fullveldi þjóðar
sinnar í hendur stofnun, sem á
engan hátt er kjörin að hætti rétt-
arríkja. í því felst fleira en þjóð-
remban ein.
Sérfræðingar á sviði evrópskr-
ar löggjafar telja, að innan næsta
áratugar verði u.þ.b. 70% allra
laga EB verða sett af Evrópu-
stofnunum, þ.e.a.s. án þess að
lýðræðislegar aðferðir komi þar
nokkurs staðar nærri.
Síðasta atriðið má setja fram í
formi spurningar. Hvað hafa
stofnanir EB, sem sniðganga allt
lýðræði, afrekað til þessa og
hverjar eru framtíðarhorfur
þeirra? Fyrri spurningunnii hygg
ég að sé auðsvarað. Ekki ætla ég
reyndar að neita því, að ýmislegt
nytsamlegt hefur verið unniö í
Brússel. Sameiginlegar reglur og
staðlar geta sem best orðið til
hagnýtis fyrir alla. En neikvæðu
áhrifin, hörmulegustu áhrifin af
starfi stofnana EB, er öllum ljós.
Engum hefur leynst skipbrot
landbúnaðaráforma EB, og eins
er það óumdeilanlegt að Brússel
ber ábyrgð á umhverfisspjöllum,
sem næstum má jafna við glæp-
samleg skemmdarverk.
Og þar er ekki um að ræða van-
rækslu af vangá. Slík áföll heyra
til eðli stjórnkerfis EB. Þar sem
allt lýðræðislegt aðhald skortir og
ekki er um að ræða neitt í ætt við
öfluga andstöðuhópa á þingi,
verður niðurstaðan sú, að
ákvarðanir eru teknar af tveimur
hópum: Annars vegar „lobbýist-
unum", fulltrúum fjölþjóða-
banka og fjölþjóðafyrirtækja;
hins vegar af atvinnustjórnmála-
mönnunum.
Og í augum hvorra tveggja er
Brússel paradís á jörð. Þar eru
þeir lausir við þá, sem hvimleið-
astir reynast einatt stjórnendum
og „mönnum ákvarðananna".
Þeir eru lausir við afskipti fólks-
ins í Evrópu. „Það sem hentar
stjórninni í Brússel, hlýtur að
henta heiminum sem best líka“.
Slíkt er hugarfarið í þessum nýju
Evrópustofnunum.
Von mín er sú, að hinn ímynd-
aði styrkur þessarar hugaróra-
stofnunar muni að lokum reynast
meginveikleiki hennar. Hún
virðist sigurstrangleg sem stend-
ur, en langlífi spái ég henni ekki.
Fólkið í Evrópu mun ekki unna
henni lífs, það er málið. Til þessa
hafa menn yfirleitt haldið að sér
höndum og leyft skriffinnunum í
Brússel að fara sínu fram. Og
ástæðan er sú, að verk þeirra hafa
verið ntönnum lítt sýnileg. Eftir
árið 1992 munu afleiðingarnar
verða mun augljósari, jafnvel
sinnulausustu íbúum EB-
ríkjanna.
Þau verða sár, vonbrigðin,
þegar mönnum verður ljóst, að
félagslegum réttindum þeirra,
umhverfi þeirra, menningu og
lífsvenjum er stefnt í voða vegna
pólitískrar refskákar, sem al-
menningur á engan kost á að taka
þátt í.
Eitt er það, að stofnanir EB
munu þá mæta feikilegri and-
stöðu, en ég tel að EB muni ekki
síður hnjóta um þverstæðurnar í
öllum grundvallarsjónarmiðum
sínum. Það er ekki hægt að
stjórna samfélagi nú á dögum á
sama hátt og miðstýrðu risafyrir-
tæki. Þann sannleika hafa stjórn-
endur Sovétríkjanna vanrækt að
íhuga og sopið rækilega seyðið af
því.
Að lokum: Sú hugsun, að hægt
sé að steypa þessa heimsálfu okk-
ar alla í eitt og sama mótið, - sú
hugsun er draumsýn í alverstu
merkingu þess orðs. Ef þessi
heimshluti á sér yfirleitt eitthvert
forskot gagnvart öðrum, felst það
forskot einmitt í fjölbreytileikan-
um, því hve sundurleit við erum
og auðug að ólíkum skoðunum
og hefðum.
Og því er það skoðun mín, að
EB-liðið muni ekki bera sigur af
hólmi. Þegar að því kemur að
Evrópubúum verður kleift að
velja milli Brússel og Evrópu,
mun valið ekki vefjast fyrir þeim.
(Þýðing: Jón Gunnarsson).
Hans Magnus er þýskur rithöfundur.
Greinin er upphaflega fyrirlestur sem
hann flutti í Stokkhólmi í fyrra.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Bæjarmálaráösfundur
Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði ABH, þriðjudaginn 30. maí kl. 20.30
í Skálanum, Strandgötu 41.
Dagskrá: 1 )Staðan í bæjarmálunum.
2) Útgáfumál.
3) Félagsstarfið Formaður
Alþýðubandalagið Akureyri
Aðalfundur ABA
Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldinn þriðjudaginn 30.
maí kl. 20.30 í Lárusarhúsi.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Mætum öll. Stjórnin
Alþýðubandalagið I Reykjavík
Aðalfundur ABR
Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn
31. maí kl. 20.30 að Hverfisgötu 105.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Skýrsla formanns.
Reikningar og tillaga um árgjald 1989.
Lagabreytingar.
Kosning stjórnar
Önnur mál.
Félagar fjölmennið og munið félagsgjöldin.
Stjórn ABR
ABR
Tilkynningar vegna aðalfundar ABR
Vegna aðalfundar ABR 31. maí nk. tilkynnist eftirfarandi:
1) Frestur til að skila inn tillögum vegna lagabreytinga rennur út í dag 24.
maí. Framkomnar tillögur liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með
deginum í dag.
2) Tillaga uppstillingarnefndar vegna stjórnarkjörs mun liggja frammi á
skrifstofu félagsins frá og með sunnudeginum 28. maí. Skrifstofan
verður opin frá kl. 16-18 þann dag.
Frestur félagsmanna til að leggja fram aðrar tillögur rennur út þriðiudaqinn
30. maí kl. 20.30
Félagar munið að greiða félagsgjöldin. Opið alla virka daga frá kl. 16-18
fram að aðalfundi.
Ath: Breyttan skrifstofutíma
Stjórn ABR
„Ætti Evrópa að vera efnahagslegtstórveldi
áfram, dugði ekki minna til en að Evrópubúar
legðu af séreinkennisín og höfnuðu hverju
því, sem gert hafði álfuna sérstœða ífjöl-
skyldu þjóðanna. “
Miðvikudagur 24. maí 1989 ÞJÓÐVILJiNN — SÍÐA 5