Þjóðviljinn - 24.05.1989, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 24.05.1989, Qupperneq 11
LESANDI VIKUNNAR Helga Þorsteinsdóttir, húsmóðir. Mynd:Jim Smart. hvað stúlkan var kjarkmikil, hún stóð á sínu og gafst ekki upp.“ En í útvarpi? „Ég get lítið hlustað á útvarp, ég heyri orðið svo illa.“ Hvaða stjórnmálamann langar þig mest til að skamma? „Þeir eru nú ýmsir, en mest hefur mig um ævina langað til að skamma Bjarna Benediktsson. Ég lét höfða mál á hendur ríkinu vegna meðferðar lögreglunnar á Arna eftir árásina. Lögreglu- þjónarnir hentu honum meðvit- undarlausum með blæðandi höfuð inn í lögreglubíl. Ég tapaði málinu af því ég gat ekki „sann- að“ að blæðingarnar hefðu aukist við þessa meðferð. Þá hringdi ég í dómsmálaráðherra, Bjarna Ben- ediktsson, sem ég hafði þekkt síðan ég var stelpa, og spurði hvernig væri hægt að dæma svona. „Þetta eru greindir menn svo það hlýtur að vera rétt hjá þeim,“ svaraði Bjarni og bætir svo við: „En það verður að gera eitthvað fyrir ykkur Árna.“ Hef skapið frá Önnu á Stóru-Borg Hvað ertu að gera núna, Helga? „Eg er að bíða eftir sólskini til að geta farið út í garð að sinna plöntunum mínum, hreinsa kringum þær og skipta þeim til að fá fleiri. Ég hef alltaf átt garð, bæði við sumarbústað sem við áttum í Hveragerði og í Reykja- vík, og hef átt ómældar ánægju- stundir í görðum. Garðurinn í Hveragerði var stór og mikið af grjóti í honum. Það notuðum við til að byggja stórt víkingaskip sem danskur kunningi okkar setti háls og haus á. Við fylltum það af rauðum og bleikum blómum en gróðursettum blá blóm í kring. Þegar þau sprungu út var eins og skipið væri á floti." Hvað varstu að gera fyrir tíu árum? „Ég á mann sem fór illa út úr líkamsárás og hef hugsað um hann í nærri fjörutíu ár. Eg komst ekki út af heimilinu til að vinna vegna hans en hafði fyrir okkur og tveim börnum að sjá. Það gerði ég með saumaskap heima. Það var alltaf gestkvæmt hjá okk- ur og þegar fólk kom spurði það stundum: Ert þú nokkuð að vinna? Nei nei, ansaði ég, og vann svo langt fram á nætur! En fyrir nákvæmlega tíu árum, vorið 1979, kom frænka mín í heim- sókn frá Ameríku, og við heim- sóttum kirkjuna á Narfeyri þar sem ég fæddist. Það varð til þess að við söfnuðum fyrir málningu á hana. Guðrún Jónsdóttirarkitekt sá um litavalið og kirkjan var svo máluð, fyrst að innan og svo að utan nokkrum árum seinna." Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór? „Ég held að ég sé fædd með einhverjar hugmyndir um list. í fyrstu endurminningunni er ég að dansa á tánum. Svo fékk ég snemma á tilfinninguna að ég myndi giftast fiðluleikara eða pí- anóleikara, og það gekk eftir. Á balli eftir tombólu hjá Heimdalli þegar ég var ung stúlka spiiaði hljómsveit Karls Ottós Runólfs- sonar og píanóleikarinn í hljóm- sveitinni var Árni Björnsson. Skömmu seinna hittumst við niðri í bæ í góðu veðri. Ég var á leið á fund hjá glímufélagi Ár- manns en hann taldi mig á að koma frekar með sér í bíó. Ég var staðin að verki þegar við komum út af bíóinu, en ég sá ekkert eftir því samt.“ Hvaða frístundagaman hef- urðu? „Ég var mikið í íþróttum þegar ég var yngri, í handbolta, leikfimi og gekk mikið á skíðum. Einu sinni gekk ég á Snæfellsjökul að næturlagi með fleira fólki. Það var dásamleg reynsla. Ég heyri enn hvernig syngur í skíðunum á leiðinni niður jökulinn. Núna er helsta tómstundastarf mitt að hugsa um nóturnar hans Árna, hann hefur samið mikið af lögum en hafði ekki hugsað um að halda þeim saman. Það hefur verið gíf- urleg vinna að safna þeim á einn stað og skrá þau.“ Hvaða bók ertu að lesa núna? „Æviminningar Huldu Á. Stef- ánsdóttur. Þær eru vel skrifaðar og fullar af fróðleik." Hvað finnst þér best að lesa í rúminu á kvöldin? „Ég get ekki lesið þar, ég sofna um leið! Ef ég er spennt í bók hreiðra ég um mig í eldhúskrókn- um, maula kex og les fram á morgun ef því er að skipta." Hvaða bók myndirðu taka með þér á eyðiey? „Biblíuna. Ég hef alveg trassað að lesa hana.“ Hver var uppáhaldsbarnabók- in þín? „Ég man ekki eftir neinni sér- stakri bók, en ég var sólgin í bækur um yfirnáttúrulega hluti. Vinkonur mínar voru myrkfæln- ar en ég hef aldrei fundið fyrir neinu vondu í myrkrinu. Einu sinni stillti ég mér upp sérstak- lega í koldimmu herbergi og stóð þar góða stund ein, en ég fann ekki til ótta.“ Hvað sástu síðast í leikhúsi? „Ég hef ekkert farið í leikhús í vetur, en við förum alltaf á sin- fóníutónleika. Nú er Jón Leifs næst, hann var góður vinur okkar Árna.“ Langar þig að sjá eitthvað í bíó? „Nei, ég fer ekki í bíó.“ En í sjónvarpi? „Ég horfi aldrei á hryllings- myndir. Næturganga eftir Svövu Jakobsdóttur fannst mér mjög góð mynd. Það var gott að sjá „Bjarni Benediktsson," sagði ég þá, „ég bið um réttlæti en ekki ölmusu." Og ég talaði ekki við hann upp frá því. Engar bætur fékk ég og ekki hafa tryggingarn- ar borgað svo mikið sem ný gler- augu handa Árna þó að ég hafi hugsað um hann heima öll þessi ár.“ Hvernig myndir þú leysa efna- hagsvandann? „Það er afleitt hvað íslenskur auður er kominn á fárra hendur. Það væri öllum til góðs að skipta kökunni betur.“ Hvernig á húsnæðiskerfið að vera? „Því er ég alveg ókunnug.“ Hvaða kaffitegund notarðu? „Ýmist nes eða uppáhelling og þá oftast Gevalia.“ Hvað borðarðu aldrei? „Fuglakjöt. Mér þykir svo vænt um fugla.“ Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á Islandi? „Sennilega í Bretlandi þar sem Björg dóttir mín býr. Annars hef- ur Vínarborg lengi verið draumastaðurinn - ekki eins og hún er núna heldur fyrir 100 árum!“ Hvernig finnst þér þægilegast að ferðast? „Hvernig sem er nema ekki á skipi. Ég er sjóveik. Best hefur mér þótt að ferðast á hestbaki." Hvernig sérðu framtíðarlandið fyrir þér? „Eins og í Vín fyrir 100 árum. Óspillt náttúra og falleg músík - eitthvað annað en þessi ömurlegi hávaði sem nú er. Kurteist fólk og bjart og fagurt yfir að líta. Ég lifði mig alltaf inn í annan heim með tónlistinni þegar ekki var til fyrir reikningunum." Hvaða spurningu langar þig til að svara að lokum? „Hvort ég hefði viljað eiga fyrirhafnarlaust líf?“ Hefðirðu viljað eiga fyrirhafn- arlaust líf, Helga? „Nei, ég hefði ekki viljað vera án þess að upplifa þessa erfið- leika. Þeir hafa verið mér ómetanleg reynsla. Ég er þrett- ándi ættliður frá Önnu á Stóru- Borg og Hjalta, og þó að ég hafi alltaf verið langminnst af mínu fólki hef ég skapið frá Önnu. Það hefur bjargað mér.“ SA I DAG þlÓDVILJINN FYRIR50ÁRUM Sovétríkin ein styðja málstað Kína. Alvarleg ófriðarblika í Danzig. -- Nazistarfrá Þýzka- landi streyma til borgarinnar Alþýðusambandið grípur til ör- þrifaráða til þess að hindra úr- sögn Bjarma á Stokkseyri. 24. MAÍ miðvikudagur í sjöttu viku sumars.fimmtidagurskerplu, 144. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 3.45 en sest kl. 23.07. Tungl minnkandi á þriðja kvartili. APÓTEK Reykjavik. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöavikuna 19.-25. maí er í Apóteki Austurbæjar og Breiöholts Apóteki. Fyrrnefnda apótekiö eropiö um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga) Siðarnefnda apótekið er opiö á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur...............sími 4 12 00 Seltj.nes...............sími 1 84 55 Hafnarfj................sími 5 11 66 Garðabær................sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík...............sími 1 11 00 Kópavogur...............sími 1 11 00 Seltj.nes...............sími 1 11 00 Hafnarfj................sími 5 11 00 Garðabær................sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiönir, simaráöleggingar og tima- pantanir i síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar i sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vaktvirkadagakl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eöa ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan simi 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamiö- stööinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavik: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspitalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, ogeftirsamkomulagi. Fæðingardeild Landspitalans: 15-16. Feöratimi 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðinvið Barónsstíg opin alladaga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspitali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfiröi: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- 8pitalinn:alladaga 15-16 og 18.30-19. Sjúkrahúsið Akureyri: alladaga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið DAGBÓK Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsiðHúsavik.alladaga 15-16og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Simi: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráögjöf í sálfræðilegum efnum.Sími 687075. MS-félagið Áland, 13. Opið virka daga frá kl. 8-17. Síminn er 688620. Kvennaráðgjötin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími21500, simsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500, símsvari. Úpplýsingar um eyðni. Simi 622280, beint samband viö lækni/hjúkrunarfræðing ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafaveriðofbeldi eöa orðið fyrirnauögun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags-og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Simsvari á öðrum tímum. Siminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opið hús í Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga ogsunnudagakl. 14.00. Bilanavakt (raf magns- og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260 alla virka daga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, felags laga- nema, er veitt I síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimm'udögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja viö smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í sima 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 23. maí 1989 kl. 9.15. Sala Bandarikjadollar.......... 56,67000 Sterlingspund............. 89,55800 Kanadadollar.............. 47,32400 Dönsk króna............... 7,25380 Norskkróna................ 7,86480 Sænskkróna................ 8,40240 Finnsktmark............... 12,69770 Franskurfranki............ 8,33570 Belgískurfranki........... 1,34920 Svissn.franki............. 31.73900 Holl. gyllini............. 25,05690 V.-þýsktmark.............. 28,24040 ftölsk lira............... 0,03901 Austurr.soh............... 4,01360 Portúg. escudo............ 0,34310 Spánskur peseti........... 0,45230 Japansktyen............... 0,40035 Irsktpund................. 75,53300 KROSSGÁTA I Lárétt: 1 viðlag4ans8 gjarnan9ánægður11 suðu12tröppur14flas 15steintegund 17 synja19hestur21 hvíldu 22 rauðleit 24 kvista 25 aular Lóðrétt: 1 sæti 2styrki 3 upphæðin 4 hangsa 5 kýs6þræta7samt10 hugði13siðar16skaði 17 sleiö 18óðagot20 tryllta 23 samþykki Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 rusl4glös8 véf rétt 9 flet 11 átta12 tertan 14um 15 alir 17 kárni19ósa21 æti22 nasa24 4iða25fall Lóðrétt: 1 raft2sver3 réttan4Gráni5lét6 öttu 7 stampa 10 legáti 13 alin 16rósa 17kær 18 rið 20 sal 23 af 1 2 pi 4 6 é 7 í^j ■ 9 10 L3 11 12 13 14 • l j 1 B r^i L. J 17 19 r^ u 19 20 71 □ 22 ±3 □ 24 29 ’ Miðvikudagur 24. maí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.