Þjóðviljinn - 31.05.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.05.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 31. maí 1989 96. tölublað 54. órgangur Forsœtisráðherra Fallið fra fyrirvara Islendingar hyggjast róa aðþvíöllum árum að vígbúnaður hafanna komist á dagskrá afvopnunarviðrœðna þóttmálinu hafi verið fálega tekið á leiðtogafundi Nató Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra vísaði því á bug í gær að íslensku fuiltrúarnir á leiðtogafundi Nató í Briiss'el hefðu dregið til baka tillögur sínar um afvopnun í og á höfun- um. - Staðreyndin er sú að við drógum til baka fyrirvara sem við höfðum haft á því að fallast á lokasamþykkt fundarins ef hún hefði ekki að geyma yfirlýsingu um að setja vígbúnað hafanna á dagskrá afvopnunarviðræðna. Þetta er hvorki óeðlilegt né óalg- engt. T.d. má nefna að Vestur- Þjóðverjar féllust á lokaplaggið þótt þar væri ekki minnst á út- rýmingu skammdrægu flauganna eða hina svonefndu „þriðju núll- lausn," sagði forsætisráðherra við Þjóðviljann í gær. Hann kvaðst að sönnu hafa kosið að afvopnun á og í höfun- um hefði fengið inni í lokaálykt- uninni sem hann væri þó sáttur við svo langt sem hún næði. En á móti hefði komið að hann hefði vakið máls á nauðsyn þessa, bæði í ræðu sinni og lokaorðum, og til- kynnt aðalframkvæmdastjóra Nató, Manfreð Wörner, að ís- lendingar hygðust róa að því öllum árum að málið kæmist á dagskrá hið allra fyrsta. ks Lífeyrissjóðir Ekkert virkt eftirlit Fjármálaráðuneytið: Hefur lítinn sem engan grundvöll undir rannsókn sína á starfsemiLífeyrissjóðs Vesturlands. Bókhaldið íólagi. Verkalýðsfélögin á Vesturlandi safna undirskriftum til að knýja á um skjóta úrlausn Svo virðist sem ekkert virkt eft- irlit sé með starfsemi lífeyris- sjóða sem þó velta miljörðum króna og fá um 30% - 40% af öllum skyldusparnaði lands- manna á ári hverju. Þessi skortur á virku eftirliti með starfsemi þeirra hefur þegar valdið vissum erfíðleikum í fjármálaráðuneyt- inu í þeirri rannsókn sem þar fer fram á starfsemi Lífeyrissjóðs Vesturlands að kröfu þriggja að- ildarfélaga hans. Að sögn Ara Edwald lögfræð- ings í fjármálaráðuneytinu hefur ráðuneytið skyldum að gegna í málinu þar sem það staðfestir reglugerðir sjóðanna og veitir þeim starfsleyfi. Að öðru leyti háir það að vissu marki rannsókn málsins að ekkert virkt eftirlit er fyrir hendi með starfsemi lífeyris- sjóðanna og ekki Ijós grundvöllur sem starfsmenn ráðuneytisins geta byggt á. Á síðustu tveimur þingum hefur verið tilbúið frum- varp um stofnun eftirlits með starfsemi lífeyrissjóða en ein- hverra hluta vegna var það aldrei lagt fram. Vonir standa þó til að það verði gert á næsta Alþingi. Aðspurður um rannsóknina á tarfsemi Lífeyrissjóðs Vestur- lands sagði Ari að henni miðaði að vonum en ljóst væri að bók- hald sjóðsins væri í ólagi. Málið væri hvernig og hversu hratt væri hægt að koma því til betri vegar fyrir sjóðinn og félagsmenn hans. Ari sagði að þeir sem hefðu kraf- ist rannsóknar á starfsemi hans myndu heyra frá ráðuneytinu „Pað er svo blautt hérna að ég er farinn!" Þessum bíl var ekið ofan í Tjörnina í Reykjavík í gær. Okumann mun ekki hafa sakað. Þjóðviljinn Mörður og Silja hætta ÁrniBergmann einn ritstjóriÞjóðviljansfyrstum sinn. Gengiðtil samninga við starfsfólk um endurráðningu. Helgi Guðmundssonform. útgáfustjórnar: Framtíðarskipulag blaðsins og ritstjóramálráðastá nœstunni Mörður Árnason og Silja Aðal- steinsdóttir gefa ekki kost á endurráðningu sem ritstjórar Þjóðviljans nú um mánaðamótin þegar ráðningartími þeirra renn- ur út. Árni Bergmann verður því einn ritstjóri á Þjóðviljanum fyrst um sinn. Ritstjóramál Þjóðviljans komu til umræðu á fyrsta fundi nýrrar útgáfustjórnar blaðsins sl. sunnu- dag. Ritstjóramálin urðu ekki út- rædd á þeim fundi og var ákveðið að halda annan fund í gærkvöldi. Á fundinum á sunnudag var Helgi Guðmundsson kjörinn for- maður blaðstjórnar og Hrafn Magnússon endurkjörinn vara- formaður. Þá hefur fram- kvæmdastjóri blaðsins, Hallur Páll Jónsson, verið endurráðinn og var honum ásamt Árna Berg- mann, falið að ganga til viðræðna við starfsfólk á ritstjórn um end- urráðningu og Halli Páli jafn- framt falið að ganga til viðræðna við annað starfsfólk blaðsins um endurráðningu. Þegar ljóst var eftir fund útgáf- ustjórnar á sunnudag að mikil óvissa ríkti um ritstjóramál á blaðinu í sumar fóru starfsmenn á ritstjórn þess á leit við útgáfu- stjórn að rætt yrði við þau Mörð og Silju um að þau gegndu áfram ritstjórastörfum fyrst um sinn. Þau Mörður og Silja gerðu hins- vegar starfsmönnum grein fyrir því að þau gætu ekki orðið við þeim tilmælum. Helgi Guðmundsson sagði við Þjóðviljann í gær að nú tæki við tímabil þar sem mótuð yrði fram- tíðartilhögun um skipulag á rit- stjórn. „Þar er m.a. til umræðu hversu marga ritstjóra blaðið hefur og hvernig við að öðru leyti munum skipta verkum á blaðinu. En það mun ekki bara reyna á starfs- menn og stjórnendur blaðsins nú á næstu vikum ,heldur verðum við á þessu tímabili, sem hingað til, að treysta á velvild og þolinmæði lesenda blaðsins, þar sem við höf- um ekki á næstunni bolmagn til að auka þjónustuna við þá. Ég vona að þetta tímabil verði ekki langt, og að því loknu hafi okkur tekist að skapa nýjar aðstæður til sóknar fyrir Þjóðviljann. Þar sem tveir félagar okkar, þau Mörður Árnason og Silja Aðalsteinsdóttir, eru nú að Iáta af störfum sem ritstjórar, færi ég þeim þakkir fyrir það samstarf sem ég hef átt við þau undanfarin misseri og þakkir stjórnarinnar fyrir vel unnin störf í þágu blaðs- ins." -Sáf Sjá síðu 2 innan tíðar og jafnvel eftir viku. Verkalýðsfélögin á Vestur- landi hafa þegar farið af stað með söfnun undirskrifta til að knýja á um skjóta úrlausn á málefnum líf- eyrissjóðsins og hafa undirtektir verkafólks við þeim verið firna- góðar. Enda hefur félagsfólk ekki fengið að vita neitt um stöðu sinna mála hjá sjóðnum undan- farin ár. -grh Menntamál \\\y\ Ný námskrá grunnskóla I gær kom út aðalnámskrá grunnskóla 1989. Hún leysir af hóimi námskrána sem tók gildi á árunum 1976 og 77. Sú aðalnám- skrá átti að koma út endurskoðuð 1982 en ákveðið var að hún héldi gildi sínu áfram óbreytt um tíma. Aðalnámskráin er unnin af starfsfólki skólaþróunardeildar menntamálaráðuneytisins og ýmsum starfshópum á þess veg- um. Skráin er gefin út í handhægu broti og nú í einni bók í stað margra bæklinga áður. Aðalnám- skrá túlkar ákvæði laga og kveður á um það sem skal vera samræmt fyrir alla íslenska grunnskóla. Aðalnámskráin skiptist i 19 kafla þar sem m.a. er fjallað um hlutverk og meginmarkmið grunnskólans, framvindu náms, námsgreinar og nýjungar. Kveð- ið er á um að jafnréttisfræðsla verði fastur liður í skólastarfinu. Nemendur eiga að hafa jöfn tækifæri til náms og starfs í skól- anum, hafa sömu réttindi og gegna sömu skyldum. Draga verður fram nauðsyn þess fyrir lýðræðisþjóðfélag að konur gegni ábyrgðarstörfum í samfélaginu til jafns við karla og karlar fái tæki- færi til þess að sinna börnum sín- um til jafns við konur. í umfjöll- un um jafna stöðu kynja má ekki missa sjónar á gildi hvers ein- staklings án tillits til kynferðis. Menntamálaráðuneytið og skólaþróunardeild hafa einnig gefið út lítið kynningarrit fyrir foreldra barna sem eru að byrja í skóla, og er tilgangur þess að veita upplýsingar um skólastarfið framundan og koma á tengslum milli foreldra og nemdenda. í riti þessu er lögð rík áhersla á þann stuðning sem börn þurfa frá fullorðnum þegar þau eru að stíga sín fyrstu skref á menntabrautinni og brýnt fyrir foreldrum að vera með og efla samstarfið við skólana. Aðalnámskránni og kynning- arritinu er dreift í ríflegu upplagi til skóla þannig að þar eru þessar bækur aðgengilegar og bráðlega verða þær til sölu í bókabúðum á vægu verði. eb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.