Þjóðviljinn - 31.05.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 31.05.1989, Blaðsíða 11
LESANPI VIKUNNAR Langar þig að sjá eitthvað í bíó? „Já, ætli ég reyni ekki að kom- ast á Regnmanninn þegar hann er kominn í K sal eða eitthvað!" En í sjónvarpi? „Nei, ekkert sérstakt.“ En í útvarpi? „Ekkert sérstakt heldur. Ég hlusta bara í bílnum og þá helst á Rás 2 og Útvarp Rót.“ Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? „Ég hef bara kosið einu sinni- og kaus þann sama!“ Hvaða stjórnmálamann langar þig mest til að skamma? „Ég hef lítinn áhuga á stjórnmálum, en ætli mig langi ekki einna mest til að skamma Eyjólfur Jóhannsson, tónlistarmaður. Mynd:Jim Smart Framtíðarlandið er fullt af poppmúsík Hvað ertu að gera núna, Eyj- ólfur? „Ég er að taka upp plötu með hljómsveitinni Síðan skein sól og undirbúa fyrstu ferð okkar um gjörvallt ísland. Við förum af stað 19. júní og verðum á ferðinni fram í júlí. Stefnum að því að spila á 21 stað á 21 degi! Við ætl- um ekki að fara sem rokkhljóm- sveit með allar græjur því þá komumst við ekki á minnstu stað- ina - það myndi kosta okkur hýr- una næstu árin. Við ætlum að láta okkur nægja þrjá kassagítara - ég leik á einn þeirra - og ásláttar- hljóðfæri. Pað hefur verið nóg að gera hjá okkur í hljómsveitinni. Við spil- uðum tvisvar til þrisvar í viku frá því í lok nóvember og fram í marsbyrjun, þá ákváðum við að hætta til að geta unnið að nýju plötunni. Við spilum eigin lög og texta. Fyrst verðum við með róm- antískan ástarsöng á safnplötu 17. júní, svo ætlum við að senda hluta af upptökunum til Eng- lands með upptökumanninum okkar, Tony Clarke, og athuga hvort einhver hefur áhuga á þeim þar. Platan kemur svo út í haust hér heima. Það er gaman að vera poppari, en ofsalega erfitt að lifa á því - maður eyðir svo óreglulega!" Hvað varstu að gera fyrir tíu árum? „Fyrir tíu árum - þá var ég 15 ára. Ég hef verið að ljúka sam- ræmdu prófunum í Hagaskóla. Þau gengu ágætlega. Svo fór ég í Fjölbrautaskólann í Breiðholti en hætti þar fljótlega til að fara að spila." Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór? „Fram til tíu ára aldurs var ég ákveðinn í að verða flugmaður. Pað var draumastarfið, ekkert annað kom til greina. Þegar ég var tíu eða ellefu ára kynntist ég dreng sem kynnti mig fyrir popp- tónlist og ég var fljótur að falla fyrir henni. Þá ákvað ég að verða poppari og flugmannsdraumur- inn flaug. Kannski kemur hann aftur seinna, annars eru engin aldurstakmörk í poppinu og ég ætla að vera í því alveg þangað til ég hætti." Hvaða frístundagaman hef- urðu? „Ég vinn við áhugamál mitt, allur tíminn fer í það. Þó var stofnað fótboltafélag í fyrravor þar sem ég lék af fótum fram. Vonandi verður það endurvakið í sumar. Ég hef gaman af að sparka í leðurbolta þó að ég geti ekki mikið." Hvaða bók ertu að lesa núna? „Ég er rúmlega hálfnaður með Farewell my Lovely eftir Ray- mond Chandler. Og næst á undan henni las ég The Long Good-Bye eftir sama höfund. Ég er sokkinn ofan í sögur af einkaspæjurum eins og er og finnst ofsalega gam- an að þeim.“ Hvað finnst þér best að lesa í rúminu á kvöldin? „Ég les ekki í rúrninu." Hvaða bók myndirðu taka með þér á eyðiey? „í bili myndi ég taka með mér stórbók með fjórum skáldsögum Chandlers. Ég treysti mér til að lesa þær oft, því maður er alltaf ,að finna eitthvað nýtt í þeim.“ Hver var uppáhaldsbarnabók- in þín? „Uppáhaldsbókaflokkurinn minn var ævintýrabækurnar eftir Enid Blyton. Ég las þær oft og mörgum sinnum og hélt mest upp á þá fyrstu, Ævintýraeyjuna. Ekki hef ég trú á að þetta séu neitt óhollar bækur.“ Hvað sástu síðast í leikhúsi? „Maraþondansinn. Því miður var hann sýndur á Broadway sem var vondur staður fyrir svona verk. Þarna hafa verið sýndir gleðileikir en þetta var mjög sorglegt stykki. Fólk átti ekki von á því og stemmningin var í sam- ræmi við það. Á Broadway er líka bara einn góður staður til að sitja á, beint fyrir framan sviðið, ann- ars staðar er fólk alveg utanveltu. Þetta var gott leikrit og vel leikið, fannst mér, en það var erfitt að komast inn í það við þessar að- stæður.“ Er eitthvað í leikhúsi núna sem þú ætlar ekki að missa af? „Mig langar til að sjá Gregor eða Hamskiptin hjá Frú Emilíu og Að byggja sér veldi hjá Þí- bilju, ég hef heyrt vel af þeim látið.“ Ólaf Ragnar, hann getur verið svo leiðinlegur." Hvernig myndir þú leysa efna- hagsvandann? „Mér líst illa á hann, en ég get ekki leyst hann, því miður." Hvernig á húsnæðiskerfið að vera? „Ég vildi helst að hver og einn gæti leigt sér íbúð fyrir lítið fé. Að ríkið byggði hús og leigði út á sanngjörnu verði. Það er geð- veiki að borga jafnvel 400 þúsund krónur í fyrirframgreiðslu fyrir eitt ár eins og fólk neyðist til að gera. Svo finnst mér fráleitt að fólk sem á húseignir sé á sama biðlista og hinir sem ekkert eiga. Ég skil bara ekki hvers vegna þetta er svoleiðis." Hvaða kaffitegund notarðu? „Ég nota Café. Noir. Það er frekar sterkt kaffi og til að það njóti sín sem best helli ég bara upp á einn bolla í einu í sérstakri expressó kaffivél. Ég bý til ofsa- lega gott kaffi.“ Hvað borðarðu aldrei? „Mysing. Ég æli ef ég finn lykt- ina af honurn." Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á íslandi? „Ég gæti vel hugsað mér að búa í Kaupmannahöfn, eða einhvers staðaríDanmörku. Annarsgetur mér liðið vel alls staðar. Ef ég fæ gott kaffi og hef eitthvað að gera sem mér finnst gaman að er mér sama hvar ég bý.“ Hvernig finnst þér þægilegast að ferðast? „Mér finnst þægilegt að fljúga - þar örlar á æskudraumnum um flugmannsstarfið. “ Hvernig sérðu framtíðarlandið fyrir þér? „Fullt af poppmúsík! Nei nei! Ég sé fyrir mér þessar ódýru leiguíbúðir sem ég var að tala um, í fallegum borgum með stórum gróðursvæðum þannig að aldrei sé langt að komast á gras. Ég er borgarbarn og verð að hafa fullt af fólki í kringum mig, en ég vil hafa gras líka. Og poppmúsík!" Hvaða spurningu langar þig til að svara að lokum? „Um það hvernig mér líði.“ Hvernig líður þér, Eyjólfur? „Ég er ástfanginn.“ SA í DAG Þiódviuinn Sósíalistafélag Reykjavíkur heldurfélagsfundíAlþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld kl. 8.30 síðdegis. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Sigfús Sigurhjartarson flytur erindi: „ Flokkurinn - verklýðsfé- lögin-neytendahreyfingin". Um- ræðuráeftir. 3. Önnurmál. Fé- lagar! Minnið h ver annan á fund- inn. Fyllið salinn stundvíslega. Stjórnin. 31.MAÍ miðvikudagur í sjöundu viku sumars.tólftidagurskerplu, 151. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 3.25 en sest kl. 23.28. Tungl minnkandi á fjórða kvartili. VIÐBURÐIR Alþjóða barnadagurinn. DAGBÓK APÓTEK Reykjavik. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúða vikuna 26. maí-1. júní er í Ingólfs Apóteki og Lyfjabergi. Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar og annast naeturvörslu alla daga 22-9 (til 10 f rídaga). Síðarnef nda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík simi 1 11 66 Kópavogur...........sími 4 12 00 Seltj.nes...........sími 1 84 55 Hafnarfj............sími 5 11 66 Garðabær............sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík...........sími 1 11 00 Kópavogur...........simi 1 11 00 Seltj.nes...........sími 1 11 00 Hafnarfj............simi 5 11 00 Garðabær............sími 5 11 00 L4EKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í sima 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsimi vaktlæknis 985-23221. Kef lavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspitalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratimi 19.30- 20.30. Öldrunariækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 dagiega. St. Jósefsspitali Hafnarfiröi: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spftalinmalladaga 15-16og 18.30-19. Sjúkrahúsið Akureyri: alladaga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyju m: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sáifræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Simi 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virkadaga frá kl. 8-17. Síminn er 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaövarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími21500, símsvari. Sjalfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er I upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Simsvari á öðrum timum. Síminn er 91-28539. Félageldri borgara. Opið hús í Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga ogsunnudagakl. 14.00. Bilanavakt (rafmagns- og hitaveitu:s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakts. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260 alla virka daga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, erveitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús" krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimm'.udögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja viö smitaöa og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið i síma91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 30. maí 1989 kl. 9.15. Sala Bandarikjadollar.......... 57,39000 Sterlingspund............. 89,97900 Kanadadollar.............. 47,57700 Dönskkróna................. 7,33650 Norskkróna................. 7,93670 Sænskkróna................. 8,50600 Finnsktmark............... 12,85330 Franskurfranki............. 8,43470 Belgískurtranki............ 1,36420 Svissn.tranki............. 32.67290 Holl. gyllini............. 25,33720 V.-þýskt mark............. 28,55220 (tölsklíra................. 0,03950 Austurr. sch............... 4,05910 Portúg. escudo............. 0,34480 Spánskur peseti............ 0,44760 Japanskt yen............ 0,40017 Irsktpund................. 76,39500 KROSSGATA 1 2 [3 □ 4 5 1 3 m s i i 9 ið 11 12 fí» 14 • u 18 L. J D 18 19 20 n 22 □ 24 □ • 2S ' } 1 ] Lárétt: 1 fjötrar 4 hland 8 hólmganga 9 hæð 11 mjög12vond14eins 15 óhreinkar 17 menn 19eðja21 gruna22 goð 24 sigaði 25 drakk Lóðrétt: 1 hitta2dylja 3 skerfur 4 kös 5 kona 6 siðað7afmarkar10 karlmannsnafn 13 snaáðir16blauða17 eyða18megnaði20 konu23þröng Lausnésfðustu krossgátu Lárétt: 1 fólk4ögra8 eyðslan 9 Æsir 11 kæna 12gortar i4an 15iðar17stóll 19jós 21 óna 22 atóm 24 part 25 álag Lóðrétt: 1 træg 2 Ieir3 kyrtil4öskra5glæ6 rana7ananas 10 sortna13aðla16rjól 17sóp18óar20óma 23 tá Mlðvlkudagur 31. maí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.