Þjóðviljinn - 31.05.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.05.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Tímasprengjan í hafinu Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson skrifar: „Það er sorglegt hvernigflest okkar brugðust viðfréttinni um díoxínið í lýsinu. Þarna erþófyrsta aðvörunarljósið að kvikna, ogþá grófum við höfuðið ísandinn... “ Þegar bókin „Silent Spring", sem kölluð var Raddir vorsins þagna í ágætri íslenskir þýðingu, kom út fyrir allmörgum árum í Bandaríkjunum má segja, að hún hafi rifið upp skjáina á fólki gagnvart þeirri spillingu um- hverfisins, sem virðist óhjá- kvæmilegur fylgifiskur iðnaðar- og neyslusamfélagsins. Fram til þess tíma höfðu þær raddir, sem bent höfðu á mengunina og hugs- anlegar og sjáanlegar afleiðingar hennar, verið fáar og hjáróma og áttu satt að segja lítinn hljóm- grunn hjá öllum almenningi. Eins og fyrr segir, neyddi fyrrgreind bók fólk til að horfast í augu við hinn ömurlega veruleika; okkar bíður ekkert annað en að drukkna í eigin skít, og það fyrr en varir, verði ekkert að gert. Að sjálfsögðu reis stærsti mengunar- valdurinn, efnaiðnaðurinn, upp á afturfótunum og mótmælti efni bókarinnar, en þá komu margir vísindamenn fram í dagsljósið, sem höfðu ýmist unnið að rann- sóknum á þessu sviði í kyrrþey eða verið þaggaðir niður, og hröktu fullyrðingarnar jafnóðum með gildum rökum. Þótt sem bet- ur fer sjái ekki enn fyrir endann á þeirri vakningu, sem af þessu leiddi, hefur árangur af baráttu fólks á þessu sviði orðið sorglega lítill. Ef til vill er árangur þó verð- mætastur í þeirri hugarfarsbreyt- ingu, sem orðið hefur. Fólk gerir sér í æ ríkara mæli ljóst, að hreint drykkjarvatn er engan veginn sjálfsagður hlutur, og til þess að öðlast það, verða menn að um- gangast vatnið af meiri virðingu, en til þessa hefur verð gert, svo dæmi sé tekið af umhverfisþætti, sem er okkur öllum nálægur. Það er hinsvegar sorgleg stað- reynd, að yfirvöldum í flestum löndum og í raun öllum almenn- ingi stendur á sama um iðnaðar- úrgang og sorp, svo framarlega sem fólk hefur slíkt ekki fyrir augunum. Er í raun dæmalaus sú árátta mannskepnunnar að nota aðferð strútsins í þessum efnum. í þessu ssambandi komum við að Íieim umhverfisþætti, sem okkur slendinga skiptir væntanlega mestu, hafinu. Þau ókjör af iðnaðarúrgangi og sorpi, sem búið er að varpa í Atl- antshafið, bæði frá Ameríku og Evrópu, veit sennilega enginn um hve mikil eru eða hvernig samansett. Ekkert opinbert eftir- lit er til með því í hvaða umbúð- um eiturefni eru, sem sökkt er í hafið, né hvort þau geta valdið vistfræðilegu stórslysi. Er víst hægt að fullyrða án nokkurs minnsta vafa, að þarna er í raun tímasprengja, sem enginn veit hvenær springur, eða hvort hún er þegar sprungin. Hér á landi hefur mestöll mengunarumræða verið á því stigi, að við höfum talið þetta annarra þjóða vanda, sem snerti okkur ekki, við byggj- um hér í nánast mengunarlausu umhverfi. Það ersorglegt hvernig flest okkar brugðust við fréttinni um díoxínið í lýsinu. Þarna er þó fyrsta aðvörunarljósið að kvikna, og þá gröfum við höfuðið í sand- inn eins og bandarísku efnaiðn- aðarrisarnir og fordæmum Svía fyrir að hampa svona tittlinga- skít. Staðreyndin er hinsvegar sú, að eitrun Atlantshafsins fer dag- vaxandi, og sú staðreynd blasir við, að innan tiltölulega skamms tíma verður hún komin á það stig, að allar þær sjávarlífverur, sem við höfum til þesa haft lífsfram- færi okkar af, verða orðnar svo eitraðar, að þær verða alls óhæfar til neyslu. Lífsframfæri okkar er því veruleg hætta búin, hvað þetta snertir, og því miður verður að segjast eins og er, að allar líkur benda til þess að hér verði um áþreifanlega staðreynd að ræða innan ótrúlega skamms tíma. Því miður er eiturefna- og úrgangs- losunin í Atlantshafið orðin slík, að hjá þessu verður ekki komist. Spurningin er ekki lengur hvort, heldur hvenær. Það er því mikil nauðsyn fyrir okkur íslendinga að huga að því í tíma, að við höfum eitthvað ann- að okkur til framfæris, þegar þessa auðlind þrýtur með öllu. Við þurfum því að gera ýmislegt, ekki á morgun eða seinna, heldur strax í dag. í fyrsta lagi þurfum við að beina kröftum okkar að því að stöðva þá miklu mengun, sem á sér stað á landinu þegar, og koma henni niður með öllum til- tækum ráðum að því leyti, sem við ráðum við slíkt sjálf. Við þurfum líka að vinna markvisst að því á alþjóðavettvangi að fá aðrar þjóðir til að vinna að meng- unarvörnum á skipulegan hátt. í því sambandi er rétt að minna á þau alþjóðlegu samtök, sem mest hafa unnið á þessu sviði, en það eru Greenpeace-samtökin, sem óprúttnir hagsmunaðilar hér á landi hafa talið fólki trú um að séu nánast á sama plani og IRA og PLO. Hið rétta er hinsvegar, að þessi samtök hafa náð virð- ingu almennings í þeim löndum, sem nú þegar er harðast |eikin af mengun. Eiturefnaauðvald beggja vegna járntjalds hefur. hinsvegar barist hart gegn þeim, og er það nöturlegt fyrir okkur, sem eigum svo mikið undir um- hverfisvernd, að hafa skipað okk- ur við hlið þeirra, sem berjast af mestri óbilgirni fyrir þeim „rétti“ sínum, að mega óhreinka lönd og höf að vild, til hámörkunar gróða síns. - En svo vikið sé aftur að nauðsynlegum framtíðarmark- miðum okkar, þá þurfum við að vinna að því hörðum höndum að byggja upp nýjar atvinnugreinar, sem byggja ekki á sjósókn, held- ur t.d. ræktun nytjafiska í meng- unarlitlu eða mengunarlausu um- hverfi, sem okkur gæti tekist að skapa með markvissu umhverfis- verndarstarfi hér heima. Við þurfum líka að gæta okkar í sam- bandi við landbúnaðinn. Inn- flutningsauðvaldið vill hann að sjálfsögðu feigan, því það hefur ekki þær tekjur af landbúnaðar- vörum, sem það kysi. Með blekk- ingavef hefur þeim tekist að telja fólki trú um, að hann sé okkur með öllu óþarfur og lang hag- kvæmast væri að flytja allar land- búnaðarvörur inn. Þetta er þjóð- hættuleg stefna. Með þeirri rýrn- un lífskjara, sem leiða mun af fyrirsjáanlegri eitrun úthafanna, myndi okkur verða nauðsynlegra en nokkru sinni, að framíeiða af inniendum aðföngum sem mest af fæðu okkar. Gjaldeyrisöflun okkar dugar ekki í dag til þessa innflutnings, hvað þá eftir það hrun útflutningstekna, sem kem- ur til með að leiða af sjávar- eitruninni. Vafalaust telja flestir, sem þetta nenna að lesa, það vera al- gjört svartsýnishjal. Sá, sem þetta ritar, yrði manna fegnastur, ef svo reyndist. Því miður eru hinsvegar mestar líkur á hinu gagnstæða. Guðbr. Þorkell Guðbrandsson Sauðárkróki r Sölutjöld 17. júní 1989 í Reykjavík Þeir sem óska eftir leyfi til sölu úr tjöldum á þjóðhátiðardaginn 17. júní 1989 vinsamlegast vitjið umsóknareyðublaða að Fríkirkjuvegi 11, opið kl. 08.20-16.15. Athygli söluhafa er vakin á þvi að þeir þurfa að afla viðurkenningar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvæðis á sölutjöldum og leyfi þess til sölu á viðkvæmum neysluvörum. II! Umsóknum sé skilað í síðasta lagi mánudaginn 5. júní kl. 12.00. m Frá menntamála- ráðuneytinu Innritun nemenda í framhaldsskóla í Reykjavík fer fram í Miðbæjarskólanum í Reykjavík dagana 1. og 2. júní n.k. frá kl. 9.00-18.00. Umsóknum fylgi Ijósrit af prófskír- teini. Þeim nemendum 9. bekkjar sem þess óska er gefinn kostur á persónulegri námsráðgjöf fyrir og samhliða innrituriinni. Námsráðgjöfin fer fram í Miðbæjarskólanum og hefst mánu- daginn 29. maíkl. 9.00 og stendurtilkl. 16.00föstudaginn2. júní. Þeir sem óska eftir að tala við námsráðgjafa þurfa að skrá sig í viðtal með nokkrum fyrirvara. Skráning í viðtöl ferfram á sama tíma og sama stað, sími 16491. tws w Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboöum í sjálfvirkt brunaviövörunarkerfi fyrir Nesjavalla- virkjun. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri aö Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboöin veröa opnuö á sama staö miðvikudaginn 14. júní kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 Útboð Styrking og malarslitlög í Húna- vatnssýslu 1989 m Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint r verk. Magn 19.000 m3. Verki skal lokið 29. ágúst 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 29. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 12. júní 1989. Vegamálastjóri Útboð Norðfjarðarvegur, Beljandi - Háhlíðarhorn Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 2,9 km, skeringar og fyllingar 86.000 m , burðarlag 23.000 m3. Verki skal að fullu lokið 1. ágúst 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 31. maí n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 12. júní 1989. Vegamálastjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.