Þjóðviljinn - 31.05.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.05.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Grásleppa Kanadamenn guggnuðu á verðinu Kanadískir verkendur grásleppuhrogna halda ekki gert samkomulag við íslendinga um lágmarksverð á grásleppuhrognum. Bjóða tunnuna á 920þýsk mörk í stað 1100. Landssamband smábátaeigenda krefst skýringafrá kanadíska sjávarútvegsráðuneytinu. Góð grásleppuveiði hefur verið víðast hvar á landinu Landssamband smábátaeigenda hefur óskað skýringa á því frá sjávarútvegsráðuneytinu í Kana- da afhverju þarlendir verkendur grásleppuhrogna hafa ekki staðið við það hrognaverð sem sam- komulag varð um á fundi þeirra og Islendinga í janúar sl. Samkomulagið gerði ráð fyrir að verð fyrir hverja hrognatunnu yrði ekki lægra en 1100 þýsk mörk en Kanadamenn selja tunn- Vínkaupin Krafist upplýsinga um heimildarmenn í gær var réttað í máli Magnús- ar Thoroddsens fyrrverandi hæstaréttardómara. Ýmislegur fróðleikur kom þar fram um á- fengiskaup ráðherra, m.a. hafði Steingrímur Hermannsson fengið senda heim 15 kassa af áfengi, mest léttu víni, meðan hann var utanríkisráðherra, til nota í veislum á vegum ríkisins í heima- húsum. Þá hafði Halldór Ásgrímsson fengið sent heim áfengi til nota í tengslum við samkomur Fram- sóknarflokksins. Engar reglur virðast vera til um áfengiskaup á kostnaðarverði. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Magnúsar, krafðist þess að Arnari Páli Haukssyni fréttamanni Ríkisútvarpsins yrði gert skylt að gefa upp heimildar- mann sinn að frétt um á- fengiskaup Magnúsar Thoro- ddsens. Petta er fyrsta dæmið um slíka kröfu hér á landi, en þær verða æ algengari erlendis. Ur- skurður í því máli verður kveðinn upp í dag. una á sama verði og í fyrra eða á 920 mörk. Að sögn Arnar Pálssonar framkvæmdastjóra Landssam- bands smábátaeigenda er skýr- ingin á þessu framferði Kanada- manna einna helst sú að þeir eru hræddir við að missa eitthvað af markaðshlutdeild sinni með því að hækka verðið um 15% frá síð- ustu vertíð eins og fslendingar gerðu. Örn sagði ennfremur að svo virtist sem stærstu kanadísku verkendurnir væru hræddir um að geta ekki haldið verðinu uppi vegna undirboða smærri aðila. - Það er Ijóst af þessu að það þarf að undirbúa þessi mál betur en gert var og vonandi tekst það fyrir næstu vertíð," sagði Örn Pálsson. Nýlokið er fundi fulltrúa frá Landssambandinu með Norð- mönnum þar sem rætt var um frekari útfærslu á hugmynd LS um skiptingu heimsmarkaðarins á milli íslendinga og Kanada- manna. Norðmenn tóku hug- myndinni vel og standa því vonir til að þessar þjóðir komi sér sam- an um sameiginlegt hrognaverð á næstu vertíð. Saman ráða þessar þjóðir yfir um 90% af heimsfram- leiðslu grásleppuhrogna. Um miðjan mánuðinn voru komnar á land 6.500 tunnur og er það heldur meira en á sama tíma í fyrra. Veiði hefur verið ágæt frá Vopnafirði til og með Húsavík, en þar fyrir vestan hefur dregið úr henni allt til Stranda, en þar virð- ist veiði vera nokkuð góð það sem af er. Á Vestfjörðum, Breiðafirði og Faxaflóa er veiði nýhafin og hefur gengið vel. Á fyrrnefnda svæðinu, Vopnafjörð- ur-Húsavík, hafa menn að mestu hætt veiðum, og drógu netin upp.í góðri veiði. Astæðan er sölu- tregða. Þar hafa menn nú þegar veitt upp í þá sölusamninga sem fyrir hendi eru og vilja með þessu koma í veg fyrir offramboð sem gæti síðan leitt til verðlækkana. -grh Fyrir ferðamenn Saðsamir sumarréttir á vægu verði Veitingastaðir innan Sambands veitinga- og gistihúsa bjóða í sumar sérstakan matseðil. Það eru 35 veitingahús víðast hvar á landinu sem standa fyrir þessu átaki um bætta þjónustu við ferðamenn og er markmiðið að fá innlenda sem erlenda ferðamenn til þess að borða á veitingahúsum á ferðum sínum um landið. Það er ekkert leyndarmál að verðlag á mat hérlendis er óheyri- lega hátt þar sem við búum við hæsta söluskatt og eitt hæsta hrá- efnisverð veraldar. Þessi sértilboð sumarsins standa frá 1. júní til 15. septemb- er og er gert ráð fyrir því að góður hádegisverður sem samanstend- ur af forrétti, fisk- eða kjötrétt og kaffi, kosti á bilinu 600-750 kr., og kvöldverður muni kosta 850- 1200 kr.. það eru sannarlega góð tíðindi fyrir svanga barnafjöl- skyldu að börn undir 6 ára fá ókeypis mat og þau sem ekki eru orðin 12 ára fá helmings afslátt. Þeir veitingastaðir sem bjóða sumarrétti þessa bjóða einnig upp á venjulegan matseðil. Hótel Holiday Inn við Sigtún hefur tekið að sér að kynna þetta átak undir stjórn Willhelms Wessman veitingamanns. Á skrifstofu Sambands veit- inga- og gistihúsa að Garðastræti 42 er hægt að fá nánari upplýsing- ar um veitingahúsin. eb Eiga ráðamenn Fiskveiðasjóðs að taka mið af því að ákvarðanir þeirra kunna að ráða því hvort heilu byggðarlögin - t.d. Stöðvarfjörður - lifa eða deyja? Hlutafjársjóður Peningana eða lífið Hlutafjársjóður Byggðastofn- unar hefur grisjað þær um- sóknir sem honum bárust frá fyrirtækjum um fyrirgreiðslu úr 32 niður í 13 og má búast við að sjóðurinn taki fyrstu umsóknirn- ar til afgreiðslu jafnvel í næstu viku. Starfsemi Hlutafjársjóðs á mikið undir viðbrögðum lánar- drottna og virðist sem ákveðinnar tregðu kunni að gæta meðal ein- hverra þeirra að taka þátt í starf- semi sjóðsins. Mörg ef ekki flest fyrirtækjanna sem sótt hafa um fyrirgreiðslu eru í sjávarútvegi og gegnir því Fiskveiðasjóður lykil- hlutverki sem lánardrottinn um hver framtíð þeirra verður. Svavar Ármannsson, aðstoð- arforstjóri Fiskveiðasjóðs, sagði að sú stefna hefði verið mótuð að taka ákvörðun á grundvelli hvers tilviks fyrir sig, en sagði jafnframt að Fiskveiðasjóður hefði al- mennt gert strangar kröfur til veða. „Þar af leiðir að slíkur aðili ætti kannski að hafa það góðar tryggingar að hann ætti ekki að þurfa mikið á svona viðskiptum að halda.“ Aðspurður um hvaða mat stjórn Fiskveiðasjóðs legði á erindi Hlutafjársjóðs, þ.e. hvort hún liti eingöngu á hvemig fjár- munum sjóðsins væri best borgið eða hvort hún tæki tillit til þess að með afgreiðslu í gegnum Hlutafj- ársjóð væri hugsanlega verið að viðhalda starfsemi í lykilfyrir- tækjum í heilum byggðarlögum, sagði Svavar Ármannsson að það hlyti að vera verkefni starfs- manna og stjórnar Fiskveiða- sjóðs að gæta hagsmuna hans. Það væri kannski spurning hversu þröngt ætti að túlka þá hagsmuni. „Það getur verið að hagsmunir sjóðsins liggi í öðru en að líta aö- eins á eina tiltekna kröfu.“ Helgi Bergs, fyrrum banka- stjóri Landsbankans og formaður stjórnar Hlutafjársjóðs, sagði í viðtali við Þjóðviljann að enn væri ekki farið að reyna á við- brögð Fiskveiðasjóðs við erind- um Hlutafjársjóðs. Markmið sjóðsins væri að reyna að leysa vanda viðkomandi fyrirtækja á annan hátt en þann að Hlutafjár- sjóður eignaðist fyrirtækin. „Hugsunin er að efla heimamenn til rekstrar fremur en að stefna að því að Hlutafjársjóður yfirtaki reksturinn." Hann byggist hins vegar við ákvörðunum frá Fisk- veiðasjóði í næstu viku, en þá verður haldinn þar stjórnarfund- ur. Skuldum breytt í hlutafé Starfsemi sjóðsins er í grófum dráttum á þann veg að skuldum fyrirtækja sem uppfylla tilskilin skilyrði er breytt í hlutafé í gegn- um sjóðinn. Á orði hefur verið haft að um sé að ræða fyrirtæki sem séu það illa stæð að Atvinnu- tryggingasjóður hafi ekki treyst sér til að taka þau í viðskipti eða séu m.ö.o. á barmi gjaldþrots. Um er að ræða að sjóðurinn endurreisi þau fyrirtæki ellegar að ný fyrirtæki rísi á rústum hinna gömlu. „Hlutverk sjóðsins er að taka þátt í fjárhagslegri endur- skipulagningu útflutningsgreina með kaupum á hlutabréfum í starfandi fyrirtækjum og þátt- töku í stofnun nýrra fyrirtækja er taki við starfsemi eldri útflutn- ingsfyrirtækja," segir í reglugerð um sjóðinn. f BRENNIDEPLI Hlutafjársjóður semur við kröfuhafa hins bágstadda fyrir- tækis um að þeir kaupi svokölluð hlutdeildarskírteini af sjóðnum fyrir upphæð sem jafngildi skuld fyrirtækisins við þá og Hlutabréfasjóðurinn eignast þar með hlutabréf í fyrirtækinu fyrir samsvarandi upphæð. Þar með fæst aukið eigið fé í fyrirtækið og lífslíkur þess aukast. Lánardrott- nar eiga að fá skuldir sfnar greiddar, eða eins og segir í 11. grein reglugerðarinnar: „Hlutafj- ársjóður endurgreiðir hlut- deildarskírteini með verðbótum frá kaupdegi til greiðsludags. Sem mikilvœgur lánardrottinn fyrirtækja ersótthafa umfyrirgreiðslu hjá Hlutafjársjóði, er Fiskveiðasjóður í lykilhlutverki um framtíð ekki aðeins þeirrafyrirtækja heldurog Hlutafjársjóðs sjálfs. Fiskveiðasjóður virðist hins vegar vera óviss um hvort kröfum hans er nœgilega vel borgið með kaupum á hlutdeildar- skírteinum Hlutafjársjóðs. Sama kann að vera uppi á teningnum með aðra sjóði og banka Endurgreiðsla hefst eigi síðar en sex árum eftir kaupdag og greiðist samkvæmt ákvörðun sjóðstjórnar. Skulu hlutdeildar- skírteini endurgreidd eftir því sem lausafjárstaða sjóðsins leyfir. Andvirði hlutdeildarskírt- eina skal að fullu endurgreitt innan 12 ára frá kaupdegi þeirra.“ Hlutdeildarskírteinum er síðan skipt í tvo flokka A og B og munu „kröfuhafar sem eru með fullnægjandi veð í kröfum sínum áður en til fjárhagslegrar endur- skipulagningar fyrirtækja kemur að jafnaði eiga kost á A- hlut- deildarskírteinum," og er veitt ríkisábyrgð á verðbættu nafnvirði þeirra allt að upphæð 600 miljón- ir króna. B-hlutdeildarskírteini eru án ríkisábyrgðar. Samviskuspurning Það er í þessum endur- greiðsluákvæðum sem skýring- una á tregðu Fiskveiðasjóðs og hugsanlega annarra kröfuhafa er að finna. Fiskveiðasjóður veitir ekki lán til fiskiskipa án þess að hafa tryggingu í fyrsta veðrétti og telur hagsmunum sínum einfald- lega betur borgið með þeim hætti og að hann fái betri ávöxtun sinna fjármuna en með einhverju möndli við Hlutafjársjóð. Kröfu- höfum eins og Fiskveiðasjóði er boðið upp á að fá kröfur sínar greiddar með verðbótum en vaxtalausar í fyrsta lagi eftir sex ár og kannski ekki fyrr en eftir 12 ár. Núverandi fyrirkomulag tryggir þeim hins vegar greiðslur með miklu skjótvirkari hætti. Hlutafjársjóður er tilraun stjórnvalda til að tryggja áfram- haldandi atvinnu og starfsemi í heilum byggðarlögum eða starfs- greinum, enda er fyrsta skilyrði Hlutafjársjóðs fyrir því að hann taki fyrirtæki til afgreiðslu að það „teljist vera meginuppistaða í út- flutningi og atvinnurekstri á við- komandi starfssvæði eða í við- komandi atvinnugrein.“ Sam- kvæmt lögum er hlutverk Fisk- veiðasjóðs að „efla framleiðslu og framleiðni í fiskveiðum, fiski- ðnaði og skyldri starfsemi,“ með lánveitingum. Það kann því að vera ráðamönnum Fiskveiða- sjóðs sem og annarra sjóða og banka í sambærilegri aðstöðu nokkur samviskuspurning hvern- ig þeir eigi að bregðast við erind- um Hlutafjársjóðs. Eiga þeir að horfa stíft í hvernig einstökum kröfum verður best borgið eða eiga þeir að taka mið af þeirri staðreynd að ákvarðanir þeirra kunna að ráða því hvort heilu byggðarlögin lifa eða deyja. Pen- ingana eða lífið. phh Miðvikudagur 31. maí 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.