Þjóðviljinn - 31.05.1989, Page 7

Þjóðviljinn - 31.05.1989, Page 7
MENNING Helga Steffensen og Sigríður Hannesdóttir með nokkra vini barnanna í Brúðubílnum. Þar má til dæmis sjá bæði Ljónið og frú Mímí. Mynd:-þóm „Hvar er pabbi minn?“ Nýr söngleikur frumsýndur hjá Brúðubílnum Brúðubfllinn er að fara í enn eina ferðina, þá tíundu, svo börn- in geta farið að hlakka til. Frum- sýning sumarsins er í Haliargarð- inum í Reykjavík á morgun, fímmtudag, kl. 14, og það er söngleikurinn „Hvar er pabbi minn?“ eftir Helgu Steffensen sem þar verður sýndur. „Hvar er pabbi minn?“ er um það þegar dýrin í Afríku koma í heimsókn í Brúðubflinn: ljónið, slangan, strúturinn Mímí og sonur hennar. Auk þeirra kemur lítill óvæntur gestur sem er búinn að týna pabba sínum og þarf á hjálp barnanna að halda við að finna hann. Helga Steffensen samdi söng- leikinn, bjó til brúðurnar og leik- stýrir verkinu. Vísurnar eru eftir Óskar Ingimarsson. Magnús Kjartansson útsetti tónlistina og flytur hana. Leiktjöld eru eftir Snorra Svein Friðriksson. Unt raddir brúðanna sjá Arnar Jóns- son, Árni Blandon, Edda Heiðrún Backmann, Sigríður Hannesdóttir og Helga Steffen- sen. Þær Sigríður og Helga sjá einnig um hreyfingar brúðanna. Sýningar eru tvær á dag, klukk- an 10 og 14. Mynd og Ijóð eru blá Einar Melax Óskiljanleg kúla. Myndir: Kristbergur Pétursson. Smekkleysa 1988 Petta er ekki fyrsta bók Einars og vonandi ekki sú síðasta. Undarleg kúla er málmslegin, kápan úr blikki, fóðruð að innan með svörtu flaueli. Bókin er bæði hörð og mjúk og mynd fylgir hverju ljóði og er hvort tveggja prentað í sama lit, ljóð og mynd. Textar Einars bera með sér suðlægan blæ og miðjarðarhita, þrátt fyrir kuldalegt útlit bókar- innar. Lítum á Miðjarðarhaf, mynd og ljóð eru blá. Takið eftir samspili titilsins og ljóðsins, eink- um niðurlagsins. Miðjarðarhaf Grikkjastrákur stúlkan þín er falleg. Grikkjastelpa þú ert bjútiful. Má ég strjúka tungu yðar með löngutöng lauga yljar þínar með þumlum mínum Affródíta nú ríð ég þér neðansjávar með baugfingri. í þessu íturvaxna ljóði er ekki skafið utanaf ástaratlotum og un- aði kynlífsins. Stúlka á götu breytist í ástar og siglingagyðjuna Afródítu. Ástin er víðar á ferð- MAGNÚS GESTSSON inni í þessari heitu bók og eitt ljóðið nefnist einfaldlega Ást- arljóð. Ástarljóð Yfirleitt er of mikið að sjá fólk. Stundum má líta á það ef til vill eiga við það eitt orð en sjaldnar drekka með því kaffibolla. Þú ástin mín viltu njótast með mér að eilífu. Amen. Þarna er skorið á öll tengsl við alla aðra en þann sem elskaður er. Vín, barir og drykkja eru áber- andi þættir í ljóðum Einars. Fyrsta ljóð bókarinnar heitir Límonaðibar og fast á eftir koma Eyðimerkurkrá og Fjallasýn. Eyðimerkurkrá minnir mig á Dag Sigurðarson í orðfæri. Lítum á dæmi: Þar/þrákarl á spákerlingu/ i lá ská við að fá. Fjallasýn hefst með tequila að morgni og mávar fljúga kerfis- bundið yfir dauðu fólki. Þetta er sérstætt ljóð vegna þess að meg- intextinn fjallar alls ekki um fjallasýn. Það er titillinn sem opnar okkur sýn inn í víðáttur fjallanna. Fjallasýn Ég set salt í morgunsárið og sötra tequila. Stéttin er grá og framliðið fólk á förnum vegi. í dag hnitar mávurinn marga hringi og kvöldið það er agúrka. Ég get ekki stillt mig um að nefna eitt ljóð til viðbótar. Það heitir Sálmur og er hógvær og hlýleg ábending til ungs fólks. Sámur Að skrifa er ekki fyrir ungt fólk. Ungt fólk œtti ekki að skrifa nema ástarbréf eða undir skuldabréf. Ungt fólk á að leika sér. Leika sér sem lömbin. Þegar á heildina er litið geta þeir félagar verið stoltir af bók- inni því heildarsvipur er góður og myndirnar vinna vel með ljóðun- um. Haydn-tónleikar í dag eru 180 ár síðan tón- skáldið Josef Haydn lést. Af því tilefni verða haldnir tónleikar í hliðarsal Hallgrímskirkju kl. 20.30 í kvöld. Þar verða flutt tvö næturljóð fyrir litla kammersveit, tríó fyrir tvær flautur og selló og divertimento í C dúr Hob II nr. 17. Haydn samdi þessi verk á ár- unum 1760-1790 og hafa fæst þeirra heyrst áður hér á landi. Flytjendur á tónleikunum eru Guðrún S. Birgisdóttir og Marti- a.1 Nardeau á flautur, Kristján Þ. Stephensen á óbó, Kjartan Ósk- arsson og Óskar Ingólfsson á klarinett, Þórhallur Birgisson og Kathleen Bearden á fiðlur, Helga Þórarinsdóttir og Anna Maguire á víólur, Þorkell Jóelsson og Anna Sigurbjörnsdóttir á horn, Nóra Kornblueh á selló og Ric- hard Korn á kontrabassa. Bylting Sandinista Út er komin bókin Byltingin í Nicaragua með raeðum og ritum Sandinista. Útgefandi er Sigur- laug S. Gunnlaugsdóttir. Árið 1979 gerði alþýðan í Nic- aragua uppreisn og steypti ein- ræðisherranum Somoza af stóli í júlí það ár. Landið var fátækasta land Mið-Ameríku ásamt Hond- úras, þó var því ójafnt skipt sem til skiptanna var, á móti fjöl- mennri bláfátækri alþýðu, eink- um til sveita, voru fáir stórauðug- ir menn. Spænskir nýlenduherrar kúguðu Nicaragua-búa fram undir lok 19. aldar, en í meira en öld hafa Bandaríkin ráðið lögum og lofum í landinu. Handbendi þeirra var fyrrnefndur Somoza, einn illræmdasti harðstjóri í þess- um heimshluta, og er þá langt til jafnað. í bókinni er m.a.inngangur um landið og byltinguna eftir Gylfa Pál Hersi sem dvaldi um skeið í Nicaragua og grein eftir Daníel Ortega forseta um kontrastríðið: „Fyrir friði með reisn“. SA ALÞÝDUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið - Fundur um utanríkismál: Störf Alþingis og stefna ríkisstjórnarinnar Alþýðubandalagið boðar til fundar um utanríkismál þriðjudaginn 6. júní kl. 20:30 í Miðgarði, Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1. Stjórnarsáttmálin og framkvæmd utanríkisstefnu. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins og fjár- málaráðherra. 2- Alþingi og utanríkismál. Hjörleifur Guttormsson alþingismaður. 3 Hver er stefna Alþýðubandalagsins? Vigfús Geirdal sagnfræðingur. 4 Umræður. Starfshópur um utanríkismál Alþýðubandalagið í Reykjavík Aðalfundur ABR Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 31. maí kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Skýrsla formanns. Reikningar og tillaga um árgjald 1989. Lagabreytingar. Kosning stjórnar önnur mál. Félagar fjölmennið og munið félagsgjöldin. Stjórn ABR ABR Tilkynningar vegna aðalfundar ABR Vegna aðalfundar ABR 31. maí nk. tilkynnist eftirfarandi: 1) Frestur til að skila inn tillögum vegna lagabreytinga rann út 24. maí. Framkomnar tillögur liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með deginum í dag. 2) Tillaga uppstillingarnefndar vegna stjórnarkjörs mun liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með sunnudeginum 28. maí. Skrifstofan verður opin frá kl. 16-18 þann dag. Frestur félagsmanna til að leggja fram aðrar tillögur rennur út þriðjudaginn 30. maí kl. 20.30 Félagar munið að greiða félagsgjöldin. Opið alla virka daga frá kl. 16-18 fram að aðalfundi. Ath: Breyttan skrifstofutíma Stjórn ABR Fundir á Austurlandi Hjörleifur Guttormsson alþingismaður verður á opnum fundum á Austurlandi á næstunni sem hór segir: Neskaupstað, Egilsbúð, miðvikudaginn 31. maí kl. 20.30. Egllsstöðum, Valaskjálf, fimmtudaginn 1. júní kl. 20.30. Breiödal, Staðarborg, föstudaginn 2. júní kl. 20.30. Höfn í Homafirði, í Miðgarði, laugardaginn 3. júní kl. 13. Fundarefni: Störf Alþingis og hagsmunamál byggðarlaganna - Fyrirspurnir og umræður. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið Hjörleifur Aðalfundur SAMBANDS ÍSLENSKRA SAM- VINNUFÉLAGA verðurhaldinndagana 5. og 6. júní 1989 íSambandshúsinu, Kirkjusandi. Fundurinn hefst kl. 9 árdegis $ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.