Þjóðviljinn - 21.06.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.06.1989, Blaðsíða 2
 FRETTIR Varnarsvœðin Enn lekur olía 30þúsund lítrar af dieselolíu íjörðina. Olíu- leiðsla ryðguð ísundur. 75þúsund lítrarfóru 1987. Oddur Einarsson, bœjarstjóriíNjarð- vík: Gerum kröfu til að Bandaríkjamenn borginýja vatnsveitu, þarsemsterkarlíkur eru á að mengun vatnsbólanna sé þeirra sök Um 30 þúsund lítrar af dieselol- íu runnu í jörðina úr tveimur olíutönkum þegar olíuleiðsla gaf sig sökum ryðs og tæringar. Eru vatnsból Njarðvíkinga í hættu sökum þessarar mengunar. Útifundur fyrir utan bandaríska sendiráðið í gær krafðist þess að heræfingunum yrði hætt og hermennirnir kvaddir heim. My„d : Jim Smart. HemÓmSSVæðÍn Sérsýning fyrir heimamenn Erlendirfréttamenn fá að fylgjast með heræfingunum öllum. íslenskir fréttamennfá sérsýningu undir leiðsögn. Mótmælafundur við sendiráð Bandaríkjanna krefst þess Þjóðviljinn f ‘ ‘ ' hefur heimildir fyrir því að í nótt hafi komið til landsins hópur erlendra frétta- manna sem verði heimilað að fylgjast með heræfingum Banda- ríkjahers frá upphafi til enda. ís- lenskum fjölmiðlum hefur hins vegar aðeins verið heimilað að vera á svæðinu einn tiltekinn dag undir leiðsögn fulltrúa hersins. Útifundur fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í gær krafðist þess að liðsauki bandaríkjahers yrði þegar kallaður til heima- landsins og hafíst yrði handa við að fækka í setuliðinu á Keflavík- urflugvelli. f ályktun útifundarins eru stríðsleikir í ætt við þá sem bandaríski herinn ástundar nú hérlendis, sagðir tímaskekkja, og að brottför bandaríska hersins héðan yrði mikilvægur áfangi í að tryggja heimsfriðinn. Fjögur stutt ávörp voru haldin á fundin- um. Atli Gíslason hæstarétt- arlögmaður sagði að sjálfstæði þjóðarinnar hefði margsinnis verið misboðið, m.a. þegar Al- þingi var sniðgengið þegar herinn kom tii landsins 1951. Nú væri hins vegar látið nægja að gefa út auglýsingu um bann við umferð íslendinga á eigin landi, og að heræfingunum verði hætt byggði á lögum sem engan veginn stæðust. Silja Aðalsteinsdóttir rithöf- undur rifjaði upp þegar ungir ís- lendingar skáru niður danska fána í Reykjavík 1913, eftir að danskur skipstjóri hefði gert slíkt hið sama við bláhvíta fánann á litlum árabáti. Nú þætti her- mönnum á vellinum nóg komið af blakti íslenska fánans. Erlendur her í sjálfstæðu landi gæti aldrei talist eðlilegur en því væri hægt að breyta, því ekkert væri eilíft í sögunni, fslendingar gætu rekið herinn. Aðrir ræðumenn á fundinum voru Gerður Gestsdóttir og Þór- unn Friðriksdóttir. Að ávörpum loknum var ályktun fundarins af- hent starfsmanni sendiráðsins. -hmp Söluskattsvanskil Lokanir halda áfram Aðgerðir stjórnvalda vegna vangoldins söluskatts halda áfram og fyrirtækjum niisk- unnarlaust lokað ef þau eru í skuld. Eigendur margra fyrir- tækja sem lokað var í fyrradag og í gær, munu hafa lagt leið sína til tollstjóra og greitt skuldina. Þuríður Halldórsdóttir lög- fræðingur Tollstjóraembættisins sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að ljóst væri að mörg fyrir- tæki gætu ekki greitt sína skuld og myndu því að öllum líkindum ekki opna aftur. Mikil örvænting hefði gripið um sig hjá mörgum fyrirtækjum sem sæju fram á að geta ekki bjargað sér út úr þessu. Árangur þessara aðgerða, að sögn Þuríðar, væri góður, jafnvel mun betri en menn hefðu búist við. Lokanir halda að öllum lík- indum áfram út þessa viku. Á Akureyri voru 40 fyrirtæki á vanskilalista og að sögn Elíasar I. Elíassonar bæjarfógeta á Akur- eyri, hafa 8 fyrirtæki greitt skuld- ina, 7 fyrirtæki eru gjaldþrota, nokkur væru hætt, en aðeins einu fyrirtæki hefði verið lokað. Ann- ars lokuðu þeir öllu sem hægt væri að loka, aðgerðir væru í full- um gangi. Á ísafirði er sami fjöldi fyrir- tækja á vanskilalista og á Akur- eyri, 40 talsins. Pétur Kr. Haf- stein bæjarfógeti á ísafirði, sagði að ekki hefði þurft að koma til neinna lokunaraðgerða núna. Þau fyrirtæki sem á listanum væru hefði hann verið í sambandi við undanfarnar vikur, og mörg þeirra gert upp skuldina, en öðr- um gefinn frestur sem rennur út næstu daga. Þessum aðgerðum, sem núna væru í gangi hjá stjórnvöldum, hefðu þeir á ísa- firði beitt í þó nokkrum mæli síð- ustu mánuði, og hefðu gefið góða raun. ns. Haustið 1987 runnu um 75 þús- und lítrar af dieselolíu út í jarð- veginn og var ástæðan þá einnig biluð olíuleiðsla. En ætla bæjar- yfirvöld í Njarðvík að fara í skaðabótamál vegna þessara ítrekuðu mengunarslysa? „Það er alveg ljóst að sam- kvæmt íslenskum lögum er meng- unarvaldur bótaskyldur og það er skýrt hver mengunarvaldurinn er í þessum tveimur til vikum, “ sagði Oddur Einarsson, bæjarstjóri í Njarðvík í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Sagði Oddur að það væri hægt að sanna hver væri bótaskyldur í málinu. „En við rekum ekki þetta mál á þeim grundvelli, því þá segja þeir á móti sem svo að við skulum bara' bora rannsóknarholur og fylgjast með hvert olían fer. Þegar olían verður farin að nálgast vatnsbólin kannski eftir 20-50 ár - þá skulum við tala saman. Það hefur engin mengun komið fram í vatnsból- unum, heldur hefur jarðvegur mengast á varnarsvæðunum og það er ekki einu sinni okkar lög- saga,“ sagði Oddur. Sagði Oddur að í stað þess að fara í mál við bandaríska herinn út af þessari mengun og þeirri trikloretylen-mengun sem mælst hefði í vatnsbólunum hefði verið ákveðið að fara aðra leið. Það væri mjög erfitt að sanna beint að mengunin sem mælist í vatnsból- unum væri bandaríska hernum að kenna. „Hins vegar hníga mjög sterk rök að því að svo sé og á grundvelli þess gera Njarðvíkur- bær og Keflavíkurbær kröfu til að Bandaríkjamenn borgi nýja vatnsveitu og eru samningar um það mál nú á lokastigi,“ sagði Oddur. Keflavíkurbær og Njarð- víkur stofnuðu í febrúar á þessu ári fyrirtækið Vatnsveitu Suður- nesja og er verkefni þess fyrir- tækis að vinna að framgangi þessa máls og reka vatnsveituna, komist hún á koppinn. phh Fyrsti hvalurinn veiddur Hvalur 8 kom með fyrstu lang- reyð þessarar vertíðar til Hval- stöðvarinnar í Hvalfirði í gær-, morgun. Þegar hvalnum hafði verið landað hélt áttan aftur á miðinn. Að sögn manna í Hval- stöðinni er skyggni slæmt á mið- unum og síðdegis í gær hafði nían ekki enn náð sínum fýrsta hval. Alls má veiða 68 langreyðar á vertíðinni. Brynja, forseti BIL Brynja Benediktsdóttir leikstjóri var kjörin forseti Bandalags ís- lenskra listamanna á aðalfundi samtakanna 15. júnísl. Áfundin- um var samþykkt áiyktun þar sem lýst var stuðningi við þá kröfu myndlistarmanna að farið verði að lögum um Listskreyt- ingasjóð en framlög til hans hafa verið stórskert frá setningu laganna. Þá var lýst stuðningi við byggingu Tónlistarhúss og skorað á stjórnvöld að sýna vilja sinn í verki og sjá til þess að áform um byggingu hússins verði að veruleika. Búskapur í Arbæ Það eru ekki bara dauðir safngripir í Árbæjarsafni því frá og með deginum í dag geta gestir skoðað þar íslensk húsdýr, kýr, kindur, hesta, ketti, hunda og hænsni og verða öll dýrin með afkvæmi sín. Þá verður daglega eitthvað um að vera sem tengist búskaparháttum fyrri tíma, fóðrun dýra, rúning, mjaltir og smölun. Um hádegi í dag mun sólstöðugangan koma við í Árbæj arsafni og fá þar mysu og annað fornt íslenskt góðgæti. Sýningunni á íslenskum búskaparháttum lýkur 25. júní. Telemann í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20.30 verða haldnir tónleikar í hliðarsal Hallgríms- kirkju þar sem eingöngu verða flutt tónverk eftir Georg Philipp Telemann. Flytjendur eru: Mart- ial Nardeau flauta, Kristján Þ. Stephensen óbó, Kjartan Ósk- arsson og Óskar Ingólfsson klar- enettur, Þórhallur Birgisson og Kathleen Bearden fiðlur, Sarah Buckley víóla, Nora Komblueh og Lovísa Fjeldsted selló, Páll Hannesson og Richard Korn kontrabassar og Elín Guðmunds- dóttir semball. Heimaþjónusta fyrir fatlaða Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra og Landssamtökin Þroska- hjálp telja að stórlega skorti á lagalegan grandvöll heimaþjón- ustu við fatlaða, en Alþingi tryggði öldruðum slíkan rétt í vor. í ályktun frá Sjálfsbjörg og Þroskahjálp segir að brýn nauð- syn sé til að nú þegar verði hafinn undirbúningur að því að sett verði löggjöf, sem tryggi fötluð- um nauðsynlega liðveislu. „Með því er þeim gert mögulegt að lifa sjálfstæðu lífi á eigin heimili og annarsstaðar, þar sem þeir lifa og starfa.“ Notaðar rafhlöður úr umferð Mikil umhverfismengun getur stafað af notuðum rafhlöðum, bæði kvikasilfursmengun og ka- dmíumsmengun. Þrátt fyrir það hafa rafhlöður hingað til verið urðaðar með húsasorpi á sorp- haugum. Reykjavíkurborg hefur því ákveðið að vinna að innsöfn- un notaðra rafhlaðna í Reykja- vík, en Katrín Fjelsted lagði fram tillögu þess efnis á fundi borgar- ráðs sl. haust. Verður farið þess á leit við forráðamenn bensín- stöðva, matvöru- og ljósmynda- vöruverslana, að þeir veiti mót- töku rafhlöðum í þar til gerð fiát en starfsmenn hverfamiðstöðva munu losa flátin reglulega. Þá hafa borgaryfirvöld gefið út bæk- ling um umhverfisvemd. Víkingur vann Fylki Víkingur sigraði Fylki 4-0 á Vík- ingsvellinum í gærkvöldi. Andri Marteinsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks, en í síðari hálfleik bættu Björn Bjartmarz, Goran Micic og Atli Einarsson við sínu markinu hver. Sigur Víkinga var þó alltof stór, miðað við gang leiksins, og eftir þennan sigur hafa þeir hlotið sex stig, en Fylkir hefur enn fjögur stig. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 21. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.