Þjóðviljinn - 27.06.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR
Landsbankinn
Rugl í Sverri
Seðlabankinn: Frá og með næstu mánaðamótum ná skiptikjörin
aðeins til óhreyfðrar innstæðu til ársloka. Sverrir Hermannsson líkir
þessu við eignaupptöku. Birgir Arnason: Rugl íSverri
Auðvitað koma þessi viðbrögð
Sverris ekkert á óvart en eru
bara rugl. Landsbankanum er
Sýslumannsembættið í Rangár-
vallasýslu hefur beðið við-
komandi innheimtumenn ríkis-
sjóðs að innsigla tæki og tól verk-
takafyrirtækisins Hagvirkis þar
sem þau eru í notkun til að knýja
fyrirtækið að greiða þær 153
Kafbátsslysið
Hættunni
boðið heim
Kvennalistinn krefst þess að ís-
lensk stjórnvöld mótmæli harð-
lega gáleysislegum siglingum
skipa risaveldanna á hafsvæðinu
kringum Island og í norður-
höfum, segir m.a. í ályktun sam-
takanna í tilefni frétta í gær um að
eldur væri laus í sovéskum kjarn-
orkukafbát fyrir norðan Noreg í
annað skiptið á skömmum tíma.
f ályktuninni segir jafnframt að
kafbátaslysin minni á að daglega
sigli kafbátar búnir kjarnorku-
vopnum um hafið kringum ís-
land. „Það þarf ekki að segja fs-
lendingum að kjarnorkuslys í
grennd við ísland myndi ógna
öllu lífi sjávarins og kippa grunn-
inum undan lífinu í þessu landi.“
-rk
illa við öll afskipti af starfsemi
sinni en vandinn er bara sá að
bankarnir virðast ekki við núver-
miljónir sem það skuldar í sölu-
skatt. Ef það gengur eftir er við-
búið að framkvæmdir Hagvirkis
stöðvist til dæmis við Blöndu-
virkjun, veitingahúsið á Öskju-
hlíð og við íþróttahúsið í Hafnar-
firði.
Að sögn Kjartans Þorkels-
sonar fulltrúa sýslumanns í Rang-
árvallasýslu hefur embættið þurft
að innsigla vélar og tæki minni
verktakafyrirtækja í sýslunni
vegna vangoldins söluskatts. Að-
spurður hvernig þeir hefðu tekið
þessum aðgerðum sagði Kjartan
að þeir hefðu tekið því vel og
jafnvel haft á orði afhverju emb-
ættið hefði ekki gripið til þessara
aðgerða fyrr.
Aðalskrifstofur Hagvirkis í
Hafnarfirði voru innsiglaðar á
föstudag og hefur stjórn fyrirtæk-
isins ákveðið að láta hart mæta
hörðu og greiða ekki meinta
skuld þess við ríkissjóð. Þess í
stað hefur Hagvirki kært málið til
bæjarþings Hafnarfjarðar.
Forráðamenn Hagvirkis halda
því fram að meint söluskattsvan-
skil fyrirtækisins við ríkissjóð út
af vega- og virkjunarfram-
kvæmdum hafi verið undanþegin
söluskatti og hefur krafan verið
til meðferðar að undanförnu hjá
dómstóla- og ríkisskattanefnd.
Um 300 manns hafa unnið hjá
fyrirtækinu að undanförnu.
-grh
andi aðstæður ráða við það að
lækka raunvexti af sínum útlán-
um og skiptikjarareikningum er
þar að hluta til um að kenna. Því
eru þessir reikningar í rauninni
markaðsbrestur sem stjónvöld-
um ber að leiðrétta, sagði Birgir
Árnason aðstoðarmaður banka-
málaráðherra.
Seðlabanki íslands hefur til-
kynnt breytingu á skiptikjara-
reikningum frá næstu mánaða-
mótum þannig að skiptikjörin nái
aðeins til óhreyfðrar innstæðu til
ársloka. Að öðru leyti ber inn-
stæða hvers reiknings tiltekna
vexti samkvæmt ákvörðun hlut-
aðeigandi innlánsstofnunar.
Þessu líkir Sverrir Hermannsson
bankastjóri Landabanka íslands
við eignaupptöku ríkisins á spari-
fé landsmanna og að bankinn
muni berjast gegn þessum áform-
um ríkisstjórnarinnar og Seðla-
banka í lengstu lög.
Að sögn Birgis Árnasonar er
um eignaupptöku að ræða þegar
komið er í veg fyrir að sparifé í
banka haldi verðgildi sínu sem er
ekki með þessum breytingum á
skiptikjarareikningum. Hins veg-
ar sé það bankanna að tryggja að
sparifé í þeirra umsjá hafi viðun-
andi ávöxtun þótt ekki sé um
skiptikjör að ræða.
I byrjun mánaðarins óskaði
viðskiptaráðherra eftir tillögum
frá Seðlabanka íslands varðandi
ýmsa þætti vaxtamála og í svari
bankans til ríkisstjórnarinnar
kemur fram eindreginn vilji Seðl-
abanka að leggja beri niður skipt-
ikjarareikninga. En kjör þeirra
eru ýmist verðtrygging eða vextir
eftir því hvort hagstæðara reynist
innistæðueigendum og hefur
Seðlabankinn átt viðræður við
innlánsstofnanir að undanförnu
um það mál. Tilefni þeirra við-
ræðna eru nýsett lög um verð-
tryggingu, en þar segir að inn-
stæður skuli því aðeins njóta
verðtrygginga „að bundnar séu í
sex mánuði eða lengur“, en flestir
skiptikjarareikningar eru
óbundnir. -grh
Hagvirki
Tæki og tól innsigluð
Sýslumaðurinn íRangárvallasýslu: Beiðni til
innheimtumanna að innsigla vélar og tæki Hagvirkis
þarsem þau eru ínotkun. Fyrirtækið neitar að greiða
meinta söluskattsskuld uppá 153 miljónir króna. Um
300 manns vinna hjá Hagvirki hf
Ævintýranámskeið
Skátar, Landssamtökin Þroska-
hjálp og Öryrkjabandalag ís-
lands standa fyrir fjórum ævintýr-
anámskeiðum fyrir fatlaða í
sumar. Hvert námskeið er í sex
daga, frá mánudegi til laugardags
og hófst það fyrsta í gær. Á nám-
skeiðinu gefst kostur á að kynn-
ast ýmsum þáttum skátastarfs,
auk leikja, útivistar og ýmis kon-
ar fræðslu. Leiðbeinendur eru
allir reyndir skátaforingjar og
hafa reynslu af starfi með börn-
um og unglingum, fötluðum sem
ófötluðum. Meðal leiðbeinenda
eru þau Ólafur Steinn Pálsson
sálfræðingur og Unnur A. Krist-
jánsdóttir fóstra. Þátttakendur
hittast í Skátahúsinu, Snorra-
braut 60, alla morgna kl. 10.00 og
eru saman við leik og störf fram
til kl. 16.00. Upplýsingar fást á
skrifstofu Útilífsskólans í Skáta-
húsinu í síma 15484.
Skyndihjálp
í kvöld kl. 20.00 hefst námskeið í
skyndihjálp á vegum Reykjavík-
urdeildar Rauða Kross íslands.
Stendur námskeiðið í fimm
kvöld. Námskeiðið er haldið að
Öldugötu 4 og er öllum 15 ára og
eldri heimil þátttaka.
Leiðbeinandi er Guðlaugur
Leósson og hægt er að skrá sig í
síma 28222.
Útskriftarhópurinn ásamt kennurum og forstöðumanni.
Utskrifaö úr starfsþjálfun
í vor var í annað skiptið útskrifað frá Starfsþjálfun fatlaðra, en hún tók
til starfa í október 1987. Nemendur útskrifast eftir þriggja anna nám í
tölvunotkun, ritvinnslu, tölvuteiknun, tölvubókhaldi, bókfærslu, versl
unarreikningum, íslensku, ensku og samfélagsfræði. Tilgangur starfs-
þjálfunarinnar er að tryggja fötluðum jafnrétti, bætta aðstöðu og sem
best skilyrði til eðlilegs lífs í samfélaginu. Starfsþjálfunin er einkum
ætluð fólki sem hefur náð 17 ára aldri og hefur fatlast vegna slysa eða
sjúkdóma. í vor útskrifuðust 12 nemendur. Einn hefur þegar hafið
nám við framhaldsskóla en hinir hyggj a ýmist á frekara nám í haust eða
eru að leita sér starfa á vinnumarkaðinum. Nýr hópur nemenda hóf
nám um áramót og innritun er nú að ljúka fyrir haustönn sem hefst í
september og eru alls um 26 nemendur í starfsþjálfun hverju sinni.
Henning Cristophersen og Jón Sigurðsson á blaðamannafundi í gær.
Mynd: Jim Smart.
Ísland-Evrópubandalag
Varaforseti
framkvæmdaraðs
í heimsókn
Síðan 24. þ.m. hefur Henning
Cristophersen, varaforseti
framkvæmdaráðs Evrópubanda-
lagsins, verið ásamt konu sinni,
Jytte Cristopherscn, í opinberri
heimsókn hér á landi í boði Jóns
Sigurðssonar, viðskipta- og iðn-
aðarráðherra. Lýkur heimsókn-
inni í dag.
Á fundi sínum, sem setinn var
af fleiri íslenskum embættis-
mönnum, ræddu þeir Cristop-
hersen og Jón Sigurðsson þróun
mála í Evrópu, sérstaklega með
tilliti til í hönd farandi innri mark-
aðar Evrópubandalagsins. Jón
Sigurðsson rakti viðbrögð íslend-
inga við þeim breytingum sem
eru að verða á viðsiciptaháttum í
Evrópu og þau áform sem uppi
eru hér á landi um aðlögun að
þessum breytingum. Hann ítrek-
aði þá sérstöðu íslendinga
gagnvart Evrópubandalaginu
sem hlýst af mikilvægi sjávarút-
vegs í íslenskum þjóðarbúskap og
lýsti því samstarfi sem íslending-
ar eru í annars vegar á vettvangi
Norðurlandanna og hins vegar
EFTA um viðræður við Evrópu-
bandalagið. Ennfremur lagði við-
skiptaráðherra fram á fundinum
sameiginlega áætlun Norður-
landanna um aðlögun að þróun
mála í Evrópu á árunum 1989-
1992. Áætlun þessi var samþykkt
á fundi samstarfsráðherra Norð-
urlanda í Thisted 5. júní s.l. og
stýrði Jón Sigurðsson þeim fundi
Ólafur settur inn
í embætti biskups
Ólafur Skúlason var settur inn í
embætti biskups við athöfn í
Dómkirkjunni í fyrradag. Flestir
prestar landsins voru viðstaddir
athöfnina auk fulltrúa erlendra
kirkjustofnana. Það var herra
Pétur Sigurgeirsson, sem lætur af
embætti biskups 1. júlí, sem ann-
aðist altarisþjónustu ásamt Ólafi
biskupi, sr. Hjalta Guðmunds-
syni, dómkirkjupresti og sr. Jóni
Einarssyni prófasti. Eftir guðs-
þjónustuna voru hátíðartón-
leikar í Hallgrímskirkju.
Reiðnámskeið
fatlaðra
í sumar verður starfrækt
reiðnámskeið fyrir fatlaða við
Reykjalund í Mosfellsbæ. Nám-
skeiðið stendur öllum fötluðum
einstaklingum til boða. Þátttak-
endum verður skipað í barna- og
unglingahópa en fullorðnir verða
í sérflokki. Fullt tillit verður tekið
til hvers og eins. Landssamtökin
Þroskahjálp og Öryrkjabandalag
íslands styrkja námskeiðin. Að-
standendur námskeiðanna eru
þær Hjördís Bjartmars og Sigur-
veig Magnúsdóttir en þær hafa
margra ára reynslu af reiðþjálfun
fatlaðra. Nánari upplýsingar eru
sem samstarfsráðherra og for-
maður norrænu ráðherranefnd-
arinnar.
Áætlunin er byggð upp af 82
verkefnum sem skiptast í eftirfar-
andi kafla: 1. Norrænn heima-
markaður. 2. Samgöngur og
flutningar. 3. Menningar- og
menntamál. 4. Réttindi Norður-
landabúa ásamt vinnumarkaðs-
málum. 5. Umhverfismál. 6.
Vinnuumhverfi.
í viðræðunum við viðskiptar-
áðherra fjallaði Cristophersen
um fund æðstu manna aðildar-
ríkja Evrópubandalagsins sem nú
stendur yfir í Madrid, en þar eru
meðal helstu viðfangsefna mynd-
un evrópsks efnahags- og mynt-
bandalags og möguleikar á sam-
stöðu Evrópubandalagsríkja
gagnvart skuldavandamálum
ríkja Suður-Ameríku og fleiri
ríkja.
Á blaðamannáfundi af tilefni
heimsóknarinnar kom fram,
áhugi af hálfu béggja aðila, ís-
lands og Evrópubandalagsins,
fyrir auknu samstarfi viðvíkjandi
rannsóknum á fiskistofnum og
varðveislu þeirra. - Cristopher-
sen hefur í heimsókninni auk
annars rætt við Steingrím Her-
mannsson, forsætisráðherra, Jón
Baldvin Hannibalsson, utanríkis-
ráðherra og Ólaf Ragnar Gríms-
son, fjármálaráðherra og gengið
á fund Vigdísar Finnbogadóttur,
forseta íslands. dþ.
veittar í síma 667126 á mánu-
dögum og miðvikudögum á milli
kl. 10 og 12 f.h. og á
fimmtudögum frá kl. 18-20.
Magnús dæmdur
frá embætti
Borgardómur Reykjavíkur hefur
kveðið upp úrskurð í áfengis-
kaupamáli Magnúsar Thorodd-
sen hæstaréttardómara. Magnús
var dæmdur frá embætti en jafn-
framt féllst borgardómur á kröfu
Magnúsar að ríkissjóður greiddi
honum full laun, en þegar honum
var vikið frá embætti voru honum
greidd hálf laun. Magnús fær því
tæp 390 þúsund krónur auk vax-
ta. Málskostnaður var látinn falla
niður. Magnús hefur ákveðið að
áfrýja til Hæstaréttar.
Kafbátaslys
við Noreg
Aðfaranótt mánudags kom upp
eldur í sovéskum kjarnorku-
knúnum kafbát um 100 írílómetra
norður af Norður-Noregi. Norð-
menn buðust til að aðstoða So-
vétmenn en sú hjálp var ekki þeg-
in. Áhöfninni tókst að ráða nið-
urlögum eldsins og var svo siglt til
heimahafnar kafbátsins á Kóla-
skaga.
m
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 27. júní 1989