Þjóðviljinn - 27.06.1989, Page 12
þJÓÐVIUINN
Þriðjudagur 27. júní 1989 111. tölublað 54. örgangur
SÍMI 681333
Á KVÖLDIN
C04040
ÁLAUGARDÖGUM
681663
ÍSBLISS
Nýr tjáskiptabúnaður
Nýtt myndrœnt tjáskiptaform sem auðveldar fötluðum og þeim sem
eiga við talörðugleika að stríða að tjá sig
Trúðurinn á þessari mynd virkar þannig, að eftir því sem tíðni hljóðsins er hærra því meira brosir hann.
—SPURNINGIN—
Ef þú ættir eina ósk í dag,
hvers myndir þú óska
þér?
Jóhanna Sigmarsdóttir
starfsmaður á Hrafnistu:
Það er allt of erfitt að svara þessu
á einni mínútu. En ætli ég óski
þess ekki að það verði svona gott
veður í allt sumar, bæði norðan-
lands og sunnan.
Eyjólfur Bragason
kennari:
Ég myndi færa landið til á hnettin-
um, færa það aðeins sunnar.
Óskar Árnason
hjúkrunarfræðingur:
Lífshamingju, þess að vera
heilbrigðurog lifa mannsæmandi
lífi.
Sigrid Hálfdánardóttir
húsmóðir:
Að það væri alltaf svona gott
veður. En ég hef þó ekki trú á að
svo verði.
Ólafur Jóhannsson
nemi:
Að það verði gott veður á íslandi
sem eftir er, helst betra en það er
núna.
Lífið hefur ekki verið auðvelt
fyrir þá sem eru fatlaðir, hreyfi-
hamlaðir eða eiga við einhvers
konar tjáskiptaörðugleika að
stríða. Fötluri þeirra kemur oft í
veg fyrir að þeir geti tjáð sig á
eðlilegan hátt; geta kannski ekki
skrifað, talað eða komið til skila
sínum hugsunum og tilfinning-
um. Það geta allir ímyndað sér
hvernig það hlýtur að vera. Dæmi
er jafnvel til um að ung stúlka,
sem álitin var vangefin og var afar
mikið fötiuð og því ekki reynt að
kenna henni eitt eða neitt, var
þegar til kom bráðvelgefin, var
orðin læs af sjálfsdáðum og orti
Ijóð. Sem betur fer er þetta sjald-
gæft og vonandi einsdæmi.
Fyrir nokkrum árum kom til
sögunnar nýtt kennslutæki fyrir
tal- og hreyfihamlaða, sem byggt
er á alþjóðlegu táknmálskerfi og
heitir Bliss. Þetta kerfi hefur ver-
ið í stöðugri þróun og nú hefur
verið þróað sérstakt kerfi á ís-
landi sem kallast ÍSBLISS. Það
er Jón Hjaltalín Magnússon sem
hannaði þennan hugbúnað í sam-
starfi við Reiknistofnun Há-
skólans og íslensku Bliss-
nefndina.
Upphaf Bliss-táknkerfisins má
rekja til Charles Bliss sem var
austurrískur og fæddist rétt fyrir
síðustu aldamót. Hann fékk
snemma áhuga á að búa til al-
þjóðlegt mál sem allir skildu, og
hafði þar í huga eitthvað svipað
kínverska myndletrinu. Charles
eyddi mestum hluta ævi sinnar í
að útfæra hugmyndir sínar og
árið 1949 gaf hann út bók þar sem
hann kynnti hið myndræna tjá-
skiptakerfi sitt. Charles Bliss
gerði sér vonir um að þetta nýja
táknmálskerfi mætti nota til að
efla alþjóðleg samskipti, en
undirtektir voru dræmar. Það var
svo fyrst um 1970 að kerfið var
„uppgötvað“ í Kanada og farið
var að reyna það sem tjáningar-
form fyrir mál- og hreyfihömluð
börn.
Upp frá því hefur þróunin ver-
ið hröð, sífellt hafa bæst við ný
tákn og með tölvuvæðingu
heimsins var farið að hanna
tölvuhugbúnað fyrir BIiss. Það
hefur reynst mjög vel, því fatlaðir
eiga auðvelt með að nota tölvur.
Bliss er sem sagt táknmálskerfi
þar sem orð og hugtök eru túlkuð
með rökréttum, teiknuðum tákn-
um. Kerfið byggir á um það bil 50
grunntáknum sem svo er hægt að
ráða saman á ólíka vegu og
mynda þannig ný sérstök tákn
sem þýða bæði orð og setningar.
Þessum táknum er raðað upp á
töflu og fer fjöldi þeirra og upp-
röðun í hverri töflu eftir þöráim
notandans, greind hans, skynjun
og hreyfigetu. En þar sem Bliss er
lifandi táknkerfi og í stöðugri
þróun bætast við ný tákn með
jöfnu millibili. Einstaklingurinn
tjáir sig svo með því að benda á
viðeigandi tákn. Við bendingarn-
ar notar hann þann líkamshluta
sem hann hefur mesta stjórn á,
t.d. fingur, hönd, höfuð eða fót
og stundum með hjálp einhvers
konar tækja eða tölvubúnaðar.
Nýlega kom til sögunnar nýr
tjáskiptabúnaður, íslenskur, sem
byggir á Bliss-táknmálinu. Það er
IBM sem setti þennan búnað á
markað og hann gerir fötluðum
enn auðveldara fyrir en áður að
tjá sig. Búnaður þessi nefnist
„Speech Viewer“ og hann er
einkum ætlaður talkennurum og
öðrum þeim sem þjálfa einstak-
linga sem eiga við tal- og heyrnar-
örðugleika að stríða. Kennsla fer
þannig fram að notaður er hljóð-
nemi sem nemur hljóð nemand-
ans, brýtur það samstundis niður,
greinir hin mismunandi hljóð og
gefur svörun. Myndrænar upp-
lýsingar sem birtast á skjánum
gefa til kynna ýmsa þætti málsins,
eins og tónhæð, hljóðstyrk og
tímasetningu. Mörg verkefnanna
eru í leikjaformi og eru sérstak-
lega skemmtileg, sérílagi fyrir
börn auðvitað. Viðstöðulaus
svörun tölvunnar örvar bæði
nemanda og þjálfara, og búnað
þennan er hægt að nota við þjálf-
un nánast allra. Ef dæmi er tekið
af mjög fötluðum einstakling,
einhverjum sem getur ekki tjáð
sig eða hreyft nema einungis
blikkað auga, þá er hægt að setja
nema við augað og þá getur ein-
staklingurinn stjórnað búnaðn-
um með hreyfingu augans.
Þar sem tölvuvæðing er orðin
eins algeng og raun ber vitni, má
jafnvel búast við enn frekari þró-
un í búnaði til hjálpar fötluðum,
en einnig til hjálpar öllum þeim
sem eiga við einhvers konar erf-
iðleika að stríða í tali eða tjá-
skiptum.
Þessi tölvujeikur" ernotaðurtilaðörvaogþjálfaeinstökhljóð. (þessu tilfelli er þaö „i“, og fer þjálfunin
þannig fram að ef nemandi segir hljóðiö rétt, fer apinn upp í tré og kökoshneta fellur til jarðar. Myndir:
Jim Smart.