Þjóðviljinn - 04.07.1989, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 04.07.1989, Qupperneq 7
IÞROTTIR 1. deild Mótið enn nokkuð jafnt Deíldin er jöfn og opin þótt Valur hafi þriggja stigaforskot. Framarar sex stigum frá toppnum eftir tap í Frostaskjóli Að sjö umferðum loknum í 1. deild karla er staðan enn mjög jöfn og í raun lítið hægt að spá um framgang mála á næstunni. Mest- ur er stigamunurinn á toppnum en þar hafa Valsmenn þriggja 2. deild Úrslit Völsungur-ÍBV 3-6 Selfoss-ÍR 1-0 Tindastóll-Leiftur 1-2 Einherji-UBK 3-2 Stjaman-Víðir 0-1 Staðan ÍBV 6 5 0 1 16-8 15 Víðir 6 4 2 0 10-5 14 Stjarnan 6 4 1 1 17-7 13 Selfoss 6 3 0 3 6-7 9 Leiftur 6 2 2 2 5-7 8 UBK 6 2 1 3 12-11 7 Einherji 6 2 1 3 9-17 7 Tindastóll 6 1 1 4 7-11 4 ÍR 6 1 1 4 5-9 4 Völsungur .... 6 1 1 4 12-17 4 Sund Aðeins eitt íslandsmet Ragnheiður Runólfsdóttir setti eina íslandsmetið á Sund- meistaramóti íslands sem fram fór í Laugardalslauginni um helg- ina. Það sætir tíðindum að aðeins eitt met skuli líta dagsins Ijós á móti sem þessu en venjulega skipta þau tugum. Þess ber þó að gæta að aðstæður voru ekki sér- lega góðar og ekki er endalaust hægt að bæta við íslandsmetum. Ragnheiður setti íslandsmet í 400 metra fjórsundi, synti á 5.12,35 mínútum og sló þannig eigið met. Hún vann einnig besta afrek mótsins en það vann hún í 200 metra bringusundi. Að auki vann sunddrottningin sigur í 100 metra bringusundi og 100 metra baksundi. Af öðrum sem stóðu sig vel á mótinu má nefna Arnþór Ragn- arsson sem vann sigur í þremur greinum og Eðvarð Þór Eðvarðs- son og Ragnar Guðmundsson unnu til tveggja verðlauna hvor. stiga forskot á næstu lið, sem eru lið Skagamanna og KR-inga. Þrjú stig verða fyótt að engu þeg- ar illa gengur og því má segja að baráttan sé mikii á toppnum sem og annars staðar í deildinni. KR-Fram...................1-0 Stórleikur sjöundu umferðar var leikur KR og Fram sem leikinn var í Frostaskjólinu á sunnudagskvöld. Bæði Uð höfðu 10 stig fyrir Ieikinn og þarsem Valur hafði náð 16 stigum var mjög mikilvægt fyrir liðin að ná þremur stigum úr þessari viður- eign. Það gerðu KR-ingar og skildu þannig íslandsmeistarana eftir í miðri deild. Vesturbæing- arnir voru nokkuð heppnir að þessu sinni og áttu stigin þrjú varla skilin. Þótt furðulegt megi virðast léku Framarar einn sinn besta leik á mótinu, sérstaklega í síðari hálfleik þegar þeir nánast yfirspiluðu KR-inga. En það er ekki nóg að leika vel úti á vellinum þegar engin skorast mörkin. Fyrri hálfleikur var markalaus og heldur tíðindalítill. Strax í upphafi síðari hálfleiks skoraði Pétur Pétursson eina mark leiksins eftir að Þorsteinn Þorsteinsson hafði misst knöttinn á klaufalegan hátt. Björn Rafns- son komst upp að endamörkum, sendi á Pétur sem var óvaldaður í markteig og skoraði auðveldlega. Eftir markið komust Framarar betur inn í leikinn og lá jöfnunar- mark þeirra í loftinu allt þar til slakur dómari leiksins, Eyjólfur Ólafsson, flautaði til leiksloka. Sóknir Framara hefðu þó mátt vera markvissari því oft léku þeir mjög vel allt að vítateig KR-inga en komust ekki lengra. Skömmu fyrir leikslok var Ragnar Mar- geirsson felldur í dauðafæri innan vítateigs en Eyjólfur lokaði augunum fyrir vítaspyrnu. Um sama leyti fékk Ríkharður „júní- or“ Daðason einnig ákjósanlegt marktækifæri en hitti knöttinn illa og var langt frá því að skora. KR-ingar fögnuðu stigunum þremur innilega en Framarar voru að vonum mjög óánægðir með úrslitin. Það má segja Fram- liðinu til hróss að samleikur leik- manna var sérstaklega skemmti- legur. En þótt liðið hafí marga annálaða markaskorara í sínum röðum gekk dæmið ekki upp að þessu sinni. Fram er nú sex stig- um á eftir Val en sú staða getur breyst snögglega ef meistaramir ná að leika eitthvað í líkingu við síðasta ár. Pétur Arnþórsson átti mjög góðan leik og var besti mað- ur vallarins en aðrir vom nokkuð jafnir. KR verður greinilega í topp- baráttunni í sumar en liðið leikur mjög árangursríka knattspymu. Vömin var sterk gegn Fram þótt heppnin hafi einnig ráðið nokkru þar um og sóknarmennimir Pétur Pétursson og Björn Rafnsson em mjög hættulegir með Rúnar Kristinsson fyrir aftan sig. KR hefur skorað flest mörk allra liða í deildinni og er til alls líklegt. Víkingur-ÍBK.............2-3 Nokkuð óvæntur sigur Keflvíkinga sem átt hafa í mesta basli það sem af er. Þeir hafa átt erfitt með að skora mörk en á laugardag skomðu þeir þrjú mörk áður en Víkingar náðu að svara fyrir sig. Kjartan Einarsson skoraði eftir aðeins sjö mínútna leik og skömmu síðar skoraði Óli Þór Magnússon mjög glæsilegt mark með því að vippa yfir Guð- mund markvörð Hreiðarsson. Rétt fyrir leikslok skoraði Jón Sveinsson síðan þriðja markið og úrslitin virtust nær ráðin. Það munaði þó ekki miklu að Víkingum tækist að jafna en Andri Marteinsson skoraði tví- vegis áður en yfir lauk. Síðara markið skoraði hann beint úr aukaspyrnu á mjög snyrtilegan hátt. Þessi þrjú stig eru Keflvíkingum mjög mikilvæg í komandi fallbaráttu. Þeir unnu þarna sinn fyrsta sigur og haldi Tommamótið þeir áfram að berjast eins og ljón eiga þeir alla möguleika á að halda sér uppi í deildinni. Víking- ar þurfa hins vegar að fara að hugsa sinn gang eigi þeir ekki að lenda í sömu fallbaráttunni og í fyrra. Lið þeirra virðist nógu sterkt til að halda sér uppi en það hefst ekki nema með meiri bar- áttu en á laugardag. ÍA-FH.....................0-0 Markalaust jafntefli í jöfnum og fjörugum leik. Bæði lið fengu ákjósanleg marktækifæri en fóru illa með þau og þurfa að sætta sig við eitt stig úr þessari viðureign. FH-ingar hljóta að vera nokkuð ánægðir með þau úrslit því það er jafnan erfitt að ná stigum á Skipa- skaga. Þór-Valur.................0-1 Sigur Valsmanna á Þórsurum var nokkuð öruggur þótt þeir næðu aðeins einu sinni að koma boltanum í netið. Það gerði markakóngur 1. deildar 1988, Sigurjón Kristjánsson í upphafi síðari hálfleiks. Gamli Þórsarinn Halldór Áskelsson sendi knött- inn þá frá hægri fyrir mark Þórs- ara og eftir að þeim hafði mistek- ist að hreinsa frá skaut Sigurjón í slá og inn. Eftir þennan leik eru Valsmenn efstir með 16 stig en Þórsarar neðstir með 5 stig. Hinir síðarnefndu verða að líkindum í miklu basli á komandi vikum. Víkingur og Fram unnu Knattspyrnuhátfð yngstu kyn- slóðarinnar, Tommamótið, var haldið í Vestmannaeyjum um helgina. Alls tóku um 800 peyjar þátt í mótinu sem fór á allan hátt vel fram. Víkingur sigraði í keppni A- liða. Liðið vann Fram í úrslitaleik með þremur mörkum gegn einu. Andri Ásgrímsson og Tryggvi Björnsson skoruðu fyrir Víking í fyrri hálfleik og Haukur Úlfars- son bætti því þriðja við. Freyr Karlsson minnkaði muninn fyrir Fram en sigur Víkinga var ekki í i hættu. KR hreppti þriðja sætið i með 1-0 sigri á KA en ÍBK sigraði IA 1-0 í keppni um fimmta sætið. Fram lék einnig til úrslita í keppni B-liða og sigraði þá KR, 5-3. Framarar komust í 3-0 fyrir leikhlé og síðan 5-1 þannig að sig- urinn var aldrei í hættu. Viðar Guðjónsson skoraði fjögur marka Fram og Birgir Sigurðsson það fimmta. Guðmundur Steindórsson skoraði tvö fyrir KR og Guðni Þorsteinsson eitt. Afturelding hafnaði í þriðja sæti eftir 1-0 sigur á KA en FH vann fimmta sætið með 4-1 sigri á Fylki. -þóm Staðan Valur 7 5 1 1 9-2 16 ÍA 7 4 1 2 9-6 13 KR 7 4 1 2 12-9 13 FH 7 3 2 2 7-7 11 Fram 7 3 1 3 6-7 10 KA 7 2 3 2 10-8 9 Víkingur. 7 2 1 4 11-9 7 Fylkir 7 2 1 4 7-13 7 ÍBK 7 1 3 3 7-12 6 Þór 7 1 2 4 5-10 5 Sálfræðingur óskast Fræðsluskrifstofa Norðurlands eystra, Ráðgjaf- ar- og sálfræðideild, óskar eftir sálfræðingi til starfa frá 1. sept. n.k. Nánari upplýsingar um starfið veita fræðslu- stjóri, Trausti Þorsteinsson og forstöðumaður sálfræðideildar, Már V. Magnússon. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist fræðslustjóra fyrir 15. júlí n.k. Sérkennari Stöður sérkennara við Starfsdeildirnar að Löngumýri 9 og 15 eru lausar til umsóknar. Upplýsingar veitir Trausti Þorsteinsson fræðslustjóri í síma 2 46 55. Breyting á skíptikjöruml. júU Samkvæmt nýjum lögum um verðtryggingu, verða bankarnir nú að breyta ákvæðum skiptikjarareikninga að hluta. Það er gert á þann veg, að verðtryggingarviðmiðunin gildir fyrir þann hluta innstæðu sem staðið hefur óhreyfður heilt samanburðartímabil. Eftir sem áður munum við kappkosta að bjóða eigendum skiptikjarareikninga bestu fáanleg kjör. Alþýðubanklnn hf 0 lónaðaiDankinn úo op, Útvegsbanki íslands hf V/fRSLUNRRBRNKINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.