Þjóðviljinn - 25.07.1989, Síða 3

Þjóðviljinn - 25.07.1989, Síða 3
FRETTIR Slökkviliðið Geymt en ekki gleymt Hótanir um brottvikningu ekki þoldar. Borgarráði látið valdboðið eftir. Gengurí berhögg við eigin samþykktir Fundur brunavarða á Slökkvi- stöðinni í Reykjavík, sem haldinn var laust fyrir helgi, harmar þá ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur að ráða til afleys- inga mann sem engan veginn stenst þær faglcgu kröfur sem gerðar eru til starfans. „Ákvörðun þessi“, segir í ályktun fundarins virðist „til- komin að hluta til vegna umsagna og afstöðu yfirmanna slökkvist- öðvarinnar, og gerð með fullri vitund og vilja þeirra. í samtölum yfirmanna við trúnaðarmenn starfsmanna hefur komið fram að borgarráð muni reka hvern þann brunavörð sem neiti að gegna skráningu með þeim afleysinga- manni sem hér um ræðir.“ Bendir fundurinn á að borgar- ráð hafi með ráðningunni snið- gengið þau ákvæði samþykktar um Slökkvilið Reykjavíkur er varða skilyrði sem afleysinga- menn verða að uppfylla og ráðið samþykkti í maí sl. Þá segir í ályktuninni að bruna- verðir hafi afráðið að láta borg- arráði eftir vinnubrögð einhliða valdboðs sem gangi þvert á vilja brunavarða. Mistök hafi verið gerð og þau sé óþarfi að endur- taka. Hins vegar er borgarráði bent á að fastráðning viðkomandi starfsmanns komi ekki til greina og muni brunaverðir fylgja mál- inu fast eftir og leita stuðnings viðkomandi stéttarfélaga. -rk Neftóbak Ófínt að snússa sig Neftóbakskarlar sjaldséðir fuglar. Neftóbakssalan2% afallritóbakssölunni. Af sem áður var - þriðjungur um aldamótin r Aþessum síðustu og verstu eru ncftóbakskarlar orðnir harla sjaldséðir fuglar. Aðeins 4% ís- lenskra karla á aldrinum 15-79 ára snússa sig reglulega. Flestir eru ncftóbakskarlarnir komnir yfir fimmtugt - einn af hverjum tíu sem komnir eru yfir miðjan aldur taka í nefið. Þessar upplýsingar koma fram í síðasta tölublaði Heilbrigðis- mála, þar sem greint er frá niður- stöðum könnunar sem Krabbam- einsfélagið fékk gerða í fyrra. Svör bárust frá 1159 körlum og konum. Könnun leiddi m.a. í ljós að engin kona var í hópi þeirra sem taka að staðaldri í nefið, hins veg- ar höfðu örfáar látið af þeim „arma“ sið. Hins vegar sögðust 6% karla hafa vanið sig af fíkn- inni og þar af voru flestir á eldri aldurstigum. Af þessu má ráða að neftób- aksbrúkun hafi verið mun meiri á árum áður, sem ljósast sést á því að notkunin er einkum bundin við þá sem eldri eru. Neftób- aksnotkun var áður algeng hér á landi. Uppúr síðustu aldamótum nam neftóbaksinnflutningurinn um þriðjungi af heildarinnflutn- ingi tóbaks, en nú er sala neftó- baks aðeins um 2% tóbaks- sölunnar. Það jafngildir því að hvert mannsbarn á landinu taki 70 grömm í nefið á ári. Á fimmta áratugnum nam neftóbakssalan um 380 grömmum á ári á hvern fullorðinn íbúa. -rk Stólakaup Háskólabíós Staöfesting á bágri samkeppnisstöðu Satt að segja er forsvarsmönn- um Háskólabíós gert að reka stofnunina fyrir pínlega skammt- að fé. Því er ekki að undra að sá kostur sé valinn að skoða lægsta tilboð þótt það komi erlendis frá, sagði Svavar Gestsson menntamálaráðherra um fyrir- huguð stólakaup í viðbyggingu Háskólabíós. Eins og kunnugt er af fréttum íhugar byggingarnefndin tilboð frá þýsku fyrirtæki í þau átta- hundruð sæti sem fyrirhuguð eru í viðbótabyggingunni. Eitt til- boðanna sem barst var frá ís- lenskum húsgagnaframleiðanda um smíði á stólunum. Að sögn forráðamanna bíósins er íslenska tilboðið óaðgengilegt sökum þess hve það er hátt. Svavar sagði að þetta sýndi öðru fremur hve samkeppnis- staða íslensks húsgagnaiðnaðar væri slæm. - Auðvitað ber að kosta kapps að taka íslenskum til- boðum ef þau standast tilboðum um erlenda framleiðslu snúning. Jafnframt verður að gera ráðstaf- anir til þess að erlendir fram- leiðendur geti ekki undirboðið ís- lenska framleiðslu, sagði Svavar. -rk „Lítilsvirt og vanþakklát störf ‘ Launajöfnuður er hugtak sem flestir virðast jánka í orði en fæst- ir vilja á borði. Samt sem áður hleypur venjulegu daglaunafólki, sem rétt skrimtir af mánaðarhý- runni, kapp í kinn þegar fréttist af himinháum launagreiðslum til einstakra manna eða starfsstétta, - launagreiðslur sem fljótt á litið virðast úr öllum takt við það sem gengur og gerist á vinnumarkaði. Undanfarin misseri hefur nokkur slík dæmi rekið á fjörur fjölmiðla og alþjóð fengið pata af. Ekki alls fyrir löngu birti fjármálaráðuneytið lista yfir 100 tekjuhæstu einstaklinga í þjón- ustu ríkisins á síðasta ári. Þar hlupu mánaðarlegu launag- reiðslurnar ekki á tugum þús- unda heldur hundruðum. Sömu- leiðis greindi fréttatímaritið Þjóðlíf nýlega frá upplýsingum úr launakönnun Hagvangs þar sem fram kom að hæstu laun næmu litlum 656.000 krónum á mánuði. Fyrir skemmstu sagði Þjóðvilj- inn frá því að algeng laun bæjar- stjóra væru á bilinu 200 til 250.000 krónur á mánuði í það heila tekið og dæmi væru um að launagreiðslurnar næmu yfir 300.000 krónum á mánuði. Sam- kvæmt þessu verða bæjarstjórar að teljast með ýmsum hátekju- hópum, s.s. yfirmönnum ríkis- stofnana, sendiherrum, flugum- ferðarstjórum, sjúkrahúss- og heilsugæslulæknum, forstjórum fyrirtækja og ýmsum þeim sem kallast sérfræðingar. Að vera með rettlætingarnar á hreinu Hér skal ekkert mat lagt á það hvort launakjör bæjarstjóra séu réttmæt eða ekki, - ekki frekar en launakjör annarra starfshópa sem svipað er ástatt um. Hitt er þó ljóst að bæjarstjórar eru sama marki brenndir og aðrir þeir sem skipa hærri tekjuhópana þegar talið berst að laununum. Á réttlætingunum stendur yfirleitt ekki: þeir segjast ekki of sælir af sínu, þeir vinni fyrir sínum launum - ef ekki gott betur - og þeir unni sér helst aldrei hvfldar. Hjá þeim bæjarstjórum sem Þjóðviljinn náði tali af, var sama viðkvæðið hjá flestum: starfið sem ég vinn er í raun illa launað miðað við þær kröfur sem gerðar eru, oft á tíðum þurfum við að taka ákvarðanir sem kunna að vera illa þokkaðar af mörgum og koma mönnum misjafnlega. Starfið er því lítilsvirt og van- þakklátt. Hvað sem slíkum staðhæfing- um líður til rættlætingar á launum bæjarstjóra, virðist ekki hægt að grípa á neinum þeim atriðum sem lögð eru til grundvallar því hvaða laun bæjarstjórar skuli hafa. Þeir sveitarstjórnarmenn sem blaðið ræddi við kunnu fæstir nokkur skil á því hvað væri lagt til grund- vallar launamatinu þegar samn- ingar væru gerðir við bæjarstjóra, nema ef vera kynni samanburður við það sem gjaldgengt væri með- al annarra bæjarfélaga og þau launakjör sem gilt hefðu fyrir þann sem gegndi stöðu bæjar- stjóra næstur á undan. Sigurðar J. Sigurðssön, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, sagði í samtali við blaðið að líklegast væri að mið væri tekið af umfangi starfsins, stærð og veltu sveitar- félagsins. - Bæjarstjórar vinna nánast ómælda yfirvinnu. Þeir verða að vera boðnir og búnir til að svara öllu kvabbi og sitja fundi hvenær og hvar sem er. Jafnframt ber þess að geta að bæjarstjórar eru ráðnir lengst til fjögurra ára. Oft á tíðum er verið að dekstra menn til að taka að sér starfið og fá þá til að taka sig upp með fjöl- skyldu og yfirgefa það starf sem þeir hafa gegnt. Það er því ekki að undra þótt það verði að meta þetta einhvers við menn og launa þá í samræmi við það, sagði Sig- urður. Sigurður, sem og ýmsir aðrir þeir sveitarstjórnarmenn sem rætt var við, sögðu að oftast nær réðust launakjör bæjarstjóra af því hvernig kaupin gerðust á eyr- inni í öðrum bæjarfélögum, sem og þeim samningum sem gilt hefðu við fráfarandi bæjarstjóra. Launapukur hjá ríki og bæ Eitt af því sem utanaðkomandi verða fljótlega áskynja þegar þeir reyna að rýna í laun þeirra sem grunur leikur á að teljist til hinna tekjuhærri, er að menn vilja ógjarna ræða þau laun sem þeir hafa. Þeim mun hærri laun sem menn hafa, þeim mun passa- í BRENNIDEPLI samari virðast þeir vera um að launin komist ekki í hámæli. Það er kunn staðreynd að á hinum almenna vinnumarkaði hefur lengstum ekki þótt við hæfi að stjórnendur fyrirtækja og aðr- ir hátt settir hrópuðu um launa- kjör sín á torgum. Þannig hafa atvinnurekendur í raun getað launað þá sem þeir telja verðugra eftir allt öðrum mælistikum en þá sem verða að hlíta því að þiggja laun samkvæmt kjarasamning- um. Gagnstætt almenna vinnu- markaðnum hafa menn hneigst til tröllatrúar á því opinbera og talið það ganga á undan með góðu fordæmi. Á þeim bæ tíðkist ekki slíkt launapukur. Því kemur mönnum það dálítið í opna skjöldu þegar í ljós kemur að sömu lögmál virðast vera í fullu gildi hjá ríki og bæ. Þannig hefur ríkisvaldið brugðist þeirri lagalegu skyldu sinni að birta árvisst með fjárlag- afrumvarpi skrá yfir opinbera starfsmenn og eftir hvaða launakjörum þeir eru ráðnir. - Það er skýrt kveðið á um þetta í lögum frá 1974, sagði Páll Hall- dórsson, formaður BHMR, - skráin birtist framan af með fjárlagafrumvörpum, eða allt til Pví hœrra sem menn eru launaðir, þeim mun passasamari eru þeirmeð að launin komist ekki í hámæli. ársins 1985, en síðan ekki söguna meir. - Öll slík upplýsingaleynd elur á allskyns sögusögnum. Því hlýtur það að vera öllum til hags- bóta að upplýsingar um launanið- urröðun ríkisstarfsmanna séu op- inberar, sagði Páll. Páll sagði að miklu skipti fyrir stéttarfélög opinberra starfs- manna að hafa aðgang að upplýs- ingum um launaniðurröðunina. - Meðan þessum upplýsingum er haldið leyndum getum við til að mynda ekki séð hversu mörgum starfsmönnum hins opinbera er raðað af ráðherrum og hve marg- ir hlýta niðurröðun samkvæmt kjaradómi. Slíkar upplýsingar skipta vitanlega miklu máli í sam- bandi við alla kjarasamninga- gerð, sagði Páll. Páll sagði að það fengi ekki staðist, eins og haft hefur verið eftir hagsýslustjóra, að tæknilegir örðugleikar væru á því að birta starfsmannaskrána árlega. í for- mála að starfsmannaskránni frá 1979 segir að framvegis eigi að vera hægt að gefa út skrána með eins mánaðar fyrirvara hvenær sem er á árinu „með lítilli auka- vinnu fyrir Launadeild.“ - Manni virðist að stjórnar- stofnanir hafi tilhneigingu til að lúra á upplýsingunum. Almennt séð reikna ég með að tilgangur þessa pukurs sé að koma í veg fyrir að launagreiðslur til hærra launaðra starfsmanna komist í hámæli. Ég reikna ekki með því að lægra settum starfsmönnum sé raðað af ráðherrum, sagði Páll. Svipuðu máli virðist gegna meðal bæjarfélaganna. Sumir þeirra bæjarstjóra sem rætt var við sögðu laun sín ekki koma utanaðkomandi við. Sömu sögu er að segja varðandi svör sem fengust á nokkrum bæjarskrif- stofum. Launin voru sögð trún- aðarmál sem ekki væru gefin upp. En það eru ekki aðeins utanað- komandi sem ekki fá að vita um iaun bæjarstjóranna. Heimir Ingimarsson, bæjarfultrúi Al- þýðubandalagsins á Akureyri, sagði til að mynda að minnih- lutinn hefði ekki fengið laun bæ- jarstjóra uppgefin þótt eftir hefði veri leitað. Fleiri bæjarfulltrúar kunnu að greina frá hliðstæðum sögum. - í raun varðar alla bæjarbúa um launakjör bæjarstjórans, ekki aðeins bæjarfulltrúa. Sama gildir einnig um alla aðra embættis- menn bæjarfélagsins. Fyrst störf bæjarfulltrúa eru lögð undir dóm bæjarbúa í kosningum, er ljóst að menn geta ekki metið störf þeirra nema að því tilskildu að allir hafi jafnan aðgang að öllum upplýs- ingum sem bæjarfélagið varða. Það á jafnt við um laun bæjar- stjóra sem aðrar upplýsingar, sagði einn þeirra bæjarfulltrúa sem rætt var við. _rk Þriðjudagur 25. júlf 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.