Þjóðviljinn - 26.07.1989, Side 3

Þjóðviljinn - 26.07.1989, Side 3
FRETTIR Ferðamál Enginn barlómur Ferðalöngum á Suður- og Vesturlandi ekkert fœkkað þráttfyrir rigningu og kulda. Jóhannes Sigmundsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurlands: Sami fjöldi og áður Prátt fyrir kulda og vaetutíð sunnan- og vestanlands bera þeir sig vel sem sjá um ferðamál á þessum stöðum. Svo virðist sem ferðalöngum hafi ekkert fækkað, hvorki íslenskum né erlendum. Jafnvel að þeim erlendu hafi Qölgað ef eitthvað er. Að sögn Jóhannesar Sig- mundssonar, formanns Ferða- málasamtaka Suðurlands, var vertíðin frekar róleg framan af júní, en seinnipart júnímánaðar og í júlí hefur verið mikið um ferðamenn. Veðrið virðist ekki hafa áhrif á ferðaskap fólks og á Flúðum hefur bæði verið fullt á hótelinu og tjaldstæðinu. Jóhannes sagði að það væru aðallega útlendingar sem gistu á hótelum, en íslendingar í tjöld- um. íslendingarnir stæðu þó skemur við og héldu lengra í austur í leit að sól. Fjöldi ferða- langa virðist vera hinn sami og hefur verið undanfarin ár. Sömu sögu er að segja af Vest- urlandi og að sögn Sigríðar Gísla- dóttur, hótelstýru á Búðum, er ástandið harla gott. Að vísu fór maímánuður alveg forgörðum vegna kulda, en töluverður fjöldi var í júní. Mikið er um bókanir út sumarið og sama og ekkert hefur verið afpantað. Sigríður sagði að umferð um Búðir hefði verið meiri en áður, og taldi ástæðu þess vera lokanir á hálendinu. Fólk sem hefur ætlað í hálendis- ferðir hefur ekki komist, og því orðið eftir á Búðum. Það er greinilega enginn barlómur í fólki þrátt fyrir allt. Bókasafnið ísafirði Lyklar á aldarafmæli Bœjarbókasafnið komið með lyklavöld að gamla sjúkrahúsinu. Óljóst hvenærflutt verðurinn þarsem mikilla lagfœringa erþörf á húsinu Bæjarbókasafnið á ísafirði varð 100 ára 13. júlí s.l. og í tilefni af því afhentu bæjaryfir- völd Jóhanni Hinrikssyni yfir- bókaverði lyklana að gamla sjúkrahúsinu, þar sem bókasafn- ið á að vera í framtíðinni ásamt héraðsskjalasafni og listasafni Isafjarðar. Húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni og byggt 1921. Það þarfnast töluverða lag- færinga og breytinga og segist Jó- hann ekki mjög bjartsýnn á að safnið flytji inn á næsta ári. Jóhann sagði í samtali við Þjóðviijann að bókasafnið væri stærsta bókasafn landsbyggðar- innar, að frátöldu Amtsbókas- afninu á Akureyri, og teldi safnið yfir 65 þúsund bindi. Skylduskil hefðu verið til Bæjarbóka- safnsins allt fram tii 1977. Bóka- safnið keypti aliar íslenskar bækur sem kæmu út, en vegna bágrar fjárhagsstöðu væri ekki hægt að kaupa mörg bindi af öllu. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri á ísafirði, sagði engar fjárveitingar til viðgerða á gamla sjúkrahúsinu í ár. Ekki væri útséð um næsta ár, þar sem fjárhags- áætlun væri ekki komin á dagskrá og kostnaðaráætlun vegna endur- bóta og breytinga lægi ekki fyrir. Bæjarbókasafnið er nú til húsa í um 250 fermetra húsnæði í Sundhöll ísafjarðar. Gamla sjúkrahúsið er hins vegar um 900 fermetrar og bjóst Jóhann við að þar væri hægt að koma megninu að bókasafninu upp, en aðeins væri hægt að hafa frammi um helming þess við núverandi að- stæður. Safnið hefði fengið arki- tekt það verkefni að gera tillögur um breytingar og viðgerðir á hús- inu og lögð yrði áhersla á að halda því sem næst upprunalegu útliti. „Við ætlum ekki að rústa húsið,“ sagði Jóhann. Vandamál- ið væri að illa gengi að fá fé til framkvæmda sem ekki væru styrktar af ríkinu. -hmp Fjölnotaforritið Works Út er komin íslensk bók um m. þetta vinsæla forrit. Fæst í bókaverslunum. Sendum einnig um allt land. Tölvuval Sími36073 Hvalveiðum íslendinga í vísindaskyni er lokið að sinni og óvíst hvenær sá næsti verður skorinn i Hvalstöð- inni í Hvalfirði. Dýriœyptum hvalveiðum lokið Hinum umdeildu hvalveiðum íslendinga í vísindaskyni lauk í síðustu viku þcgar komið var með síðasta hvalinn inn á aðgerð- arplanið í Hvalfirði. Þá höfðu veiðst 68 langreyðar og hafa aldrei verið færri dýr drepin á vertíð frá því þær hófust hér við land á ný eftir lok síðustu heimsstyrjaldar. Ógerlegt er að segja nokkuð til um það hvort hvalveiðar verða stundaðar hér við land á ný á þessari stundu en hitt stendur óhaggað að enginn hvalur verður skotinn á íslands- miðum á næsta ári. Þáttaskil 1986 Árið 1986 urðu þáttaskil í hval- veiðum hér við land þegar ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðs- ins um allsherjarstöðvun hval- veiða í atvinnuskyni árin 1986 - 1990 gekk í gildi. Jafnframt ákváðu íslensk stjórnvöld að efna til hvalveiða í vísindaskyni árin 1986 - 1989 í samræmi við áætlun stofnunarinnar um gagngert átak í hvalrannsóknum og heimildará- kvæði þar að lútandi í stofnsátt- mála Alþjóðahvalveiðiráðsins. Af hálfu Hafrannsóknastofnunar miðast rannsóknirnar við að efla þekkingu á ástandi og veiðiþoli hvaiastofna við ísland og kanna þátt stórra og smárra hvala í líf- ríki hafsvæðisins hér við land. í samræmi við rannsóknaáætl- unina og samstarfssamning við 'Hval hf. voru leyfðar tilrauna- veiðar á 80 langreyðum sumarið 1987, en í samræmi við sam- komulag íslenskra og banda- rískra stjómvalda voru aðeins leyfðar veiðar á 20 sandreyðum í stað 40 árið 1986. Veiðar og rann- sóknir við stöðina í Hvalfirði stóðu yfir á tímabilinu 16. júní til 27. september og vom Hvalur 8 og Hvalur 9 notaðir til veiðanna. Hié var gert á veiðunum dagana 20. júlí til 16. september. Veiðarnar 1988 hófust 22. júní og var á ný gert samkomulag ís- lenskra og bandarískra stjórnvalda um minnkun veiði- þáttar rannsóknaáætlunarinnar og aðeins leyfðar veiðar á 68 langreyðum og 10 sandreyðum. Auk hvalveiða í vísindaskyni hafa og fara fram yfirgripsmiklar hvalatalningar fyrir forgöngu ís- lendinga í samvinnu við nokkrar þjóðirsumrin 1986,1987,1988 og nú í sumar. Með hvalatalningun- um hafa samkvæmt Hafrann- sóknastofnun fengist yfir- gripsmiklar upplýsingar um hvalgengd í Norðaustur Atlants- hafi og má búast við að meira safnist í sarpinn að fengnum nið- urstöðum úr þeirri talningu sem nú stendur yfir. Dýrkeypt vísindaáætlun Þegar íslensk stjómvöld ákváðu að veiða hval í vísinda- skyni árið 1986 eftir að bann Al- þjóðahvalveiðiráðsins um veiðar í atvinnuskyni tók gildi, bjuggust væntanlega fáir við því að það mundi hafa jafn afdrifaríkar af- leiðingar fyrir sölu íslenskra sjáv- arafurða á erlendum mörkuðum og þó aðallega í Bandaríkjunum og í Evrópu eins og raun varð á. Það var ekki aðeins að innan Al- þjóðahvalveiðiráðsins væru skiptar skoðanir um þetta fram- tak íslenskra stjórnvalda heldur hafa samtök Grænfriðunga beitt sér af alefli gegn vísindaveiðun- um. Mótmæli þeirra hafa að mestu verið friðsamleg með ör- fáum undantekningum og hafa aðallega beinst gegn kaupum bandarískra og evrópskra neytenda á íslenskum sjávaraf- í BRENNIDEPLI urðum. Á tímabili miðaði Græn- friðungum það vel að þýsk stór- fyrirtæki sögðu hvert á fætur öðru upp sölusamningum við Sölu- samtök lagmetis auk þess sem stór og smá fyrirtæki í Bandaríkj- unum kipptu að sér höndum á kaupum á ísienskum fiski. Þó minna hafi farið fyrir mótmælum Grænfriðunga að undanförnu berast þó enn fregnir af aðgerð- um þeirra og ákvörðunum skóla- yfirvalda í Bandaríkjunum að hætta að kaupa íslenskar sjávar- afurðir út af hvalveiðum fslend- inga. Erfitt er að gera sér grein fyrir því hvað vísindaveiðarnar hafa kostað þjóðarbúið í töpuðum mörkuðum en án efa er hér um miljarða tjón að ræða fyrir utan þá slæmu ímynd sem íslendingar hafa fengið í erlendum fjölmiði- um. Að auki telja innlendir vís- indamenn á sviði umhverfismála sem andvígir eru hvalveiðum í vísindaskyni að veiðarnar hafi skemmt all verulega þann góða orðstír sem íslenskir vísindamenn höfðu áunnið sér erlendis. Martröð lagmetis- framieiðenda Vaxandi áróður Grænfriðunga Göslaragangur ís- lenskra stjórnvalda í hvalamálinu hefur orðið þjóðinni dýr- keyptur og vonandi hefur það opnað augu þeirrafyrirþví að ísland er aðeins eyland í landfrœði- legri merkingu en ekki að öðru leyti. gegn íslenskum vörum vegna hvalveiðistefnu íslendinga fór að skila sér fyrir alvöru á miðju ár- inu 1988 og fyrsta stóra áfallið kom í október þegar þýska versl- unarkeðjan Tengelmann hætti viðskiptum og var áætlað sölutap vegna þess um 200 miljónir króna. Síðan reið hvert áfallið á fætur öðru yfir íslenska lagmetis- framleiðendur og í upphafi ársins 1989 hættu tveir stærstu kaup- endur íslensks lagmetis í Þýska- landi Aldi Suður og Aldi Norður að kaupa lagmeti héðan enn- fremur sem sölutegðu fór að gæta hjá ýmsum smærri kaupendum. Samkvæmt áætlunum Sölusam- taka lagmetis þá var sölu- og markaðstapið allt að 1400 miljón- um króna. Því til viðbótar misstu fjölmargir atvinnuna þar sem nokkrar verksmiðjur urðu að hætta eða draga verulega úr starf- semi sinni. Núna hefur ástandið batnað að nokkru eftir því sem áróður Grænfriðunga hefur minnkað en einnig virðist sem íslensk stjórnvöld hafi með betri upplýs- ingaöflun og samvinnu við stjórnvöld í Þýskalandi og Japan snúið vörn í sókn. F ramtíðarhorfur Eins og áður sagði er ómögu- legt að spá nokkru fyrir um það hvað næsta framtíð muni bera í skauti sér varðandi hvalveiðar hér við land eftir að heildarúttekt á hvalastofninum liggur fyrir sem nú er verið að vinna að. íslensk stjórnvöld eru varkár í svörum um málið en hafa hins vegar stað- hæft að hvalir muni verða veiddir hér áfram, en spurningin er bara hvenær. En hitt er alveg ljóst að í framtíðinni verða íslensk stjórnvöld að horfast í augu við það að þó ísland sé eyland í landf- ræðilegri merkingu erum við það ekki í efnahagslegu- né stjórnmálalegu tilliti. í þeim efn- um erum við hluti af stærri heild sem við verðum að taka mið af, en ekki böðlast áfram eins og við séum einir í heiminum. Á meðan vísindamenn karpa um það sín í milli hversu mikið er af hval í hafinu í kringum landið virðist vera nóg af honum ef marka má það sem sjómenn hafa haldið fram. Á síðustu loðnuver- tíð kom það fyrir oftar en einu sinni að loðnuskipin urðu frá að hverfa vegna ágangs hnúfubaks sem sótti í loðnuna, 68 langreyð- ar veiddust á þremur vikum þrátt fyrir lélegt skyggni á miðunum nær allan tímann og hrefnuveiði- menn segja allt fullt af hrefnu. Þeir halda því fram meira í gríni en alvöru að ef veiðar verði ekki leyfðar von bráðar á hrefnu á nýj- an leik og ef enginn hvalur verði veiddur á næstunni geti svo farið að siglingaleiðin fyrir Öndverð- arnes teppist. -grh

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.