Þjóðviljinn - 26.07.1989, Side 6
ERLENDAR FRÉTTIR
Snvé.tríkin
Verkföll
á enda
Tugþúsundum saman héldu
sovéskir námamenn til vinnu
sinnar í gærmorgun og virðist því
sem lengstu og alvarlegustu
vinnudeilu frá því á bernsku-
dögum Sovétríkjanna sé lokið. En
ekki er ein báran stök þar eystra
því í gær fylktu Georgímenn liði
og gengu um götur Tbílísí annan
daginn í röð og kröfðust sjálf-
stæðis lýðveldisins.
Embættismaður í Donbass í
Úkraínu, helsta kolanámusvæði
Sovétríkjanna, skýrði frá því að
námamenn í Dónetsk hefðu snú-
ið til vinnu í gærmorgun. Nikolaj
Ryzhkov forsætisráðherra hefði
sent þeim kveðju og heitið að
ganga að þorra krafna þeirra.
„Aðaltorgið er alveg autt. Þeir
héldu allir til vinnu í rnorgun,"
sagði embættismaðurinn í símtali
við Reuter. Aðaltorgið í Dónetsk
var helsti samkomustaður verk-
fallsmanna. Starfsmaður á náma-
svæðinu staðfesti þetta, nám væri
hafið í öllum kolanámum við
Dónetsk.
Georgíumenn héldu í gær
uppteknum hætti frá því í fyrra-
dag, gengu þúsundum saman um
götur Tbílísí og kröfðust sjálf-
stæðis lýðveldisins. Georgíu-
menn héldu sérstakan sorgardag í
gær til minningar um landa sína
sem fallið hafa í valinn í átökum
við Abkhaza. Mótmælendur
veifuðu svart/hvítum fánum hins
skammlífa Georgíuríkis sem inn-
limað var í Sovétríkin 1921.
í Moskvu er mikið bollalagt
hvaða afleiðingar verkföll kola-
námamanna muni hafa fyrir um-
bótastefnu Míkhaíls Gorbatsjovs
og félaga. Er það mál manna að
þótt þau verði stjórnvöldunum
dýrkeypt reynsla hafi þau hleypt
nýju blóði í perestrojku. Og þótt
Gorbatsjov hafi þurft að þræða
einstigið milli hagsmuna ríkis og
verkamanna í vinnudeilunni þá
hafi hann ekki beðið skipbrot
einsog fjendur hans í flokki og
skrifræði. Þvert á móti.
„Verkföllin voru áfall fyrir
efnahagslífið en algjört reiðar-
siag fyrir skriffinnskubáknið,“
sagði Viktor Losjak, aðstoðarrit-
stjóri Moskvufrétta, í gær.
Breytingar þær sem Margrét
Thatcher gerði á ríkisstjórn
sinni í fyrradag eru þær róttæk-
ustu á miðju kjörtímabili frá því
hún varð forsætisráðherra 1979.
Þær hafa mælst vel fyrir í röðum
íhaldsmanna sem gera sér vonir
um að ný andlit og nýtt blóð stem-
mi stigu við fylgistapi flokksins.
Nýr formaður íhaldsflokksins,
Kenneth Baker, sagði að
breytingarnar myndu hvessa klær
ríkisstjórnarinnar. Almennt eru
íhaldsmenn undrandi á því hve
viðamiklar breytingarnar eru en
„Vinnudeilurnar hafa orðið vatn
á myllu umbótanna og Gorbat-
sjov getur notfært sér það.
Verkamenn hafa blásið nýju lífi í
áætlun sem var komin að fótum
fram.“
Ýmsir spá því að Gorbatsjov
muni sæta færi og ganga á milli
bols og höfuðs á óvinum sínum í
stjórnmálaráði flokksins og
víðar, mönnum á borð við Jegor
Lígatsjov, Lev Zaíkov og Viktor
Tsjerbítskíj. íhaldsmenn hafa
reynt að færa sér verkföllin í nyt
segjast sáttir við þær því flokkur-
inn verði að snúa vörn í sókn þar
sem hann hafi sjaldan verið jafn
óvinsæll og nú.
Ósætti um stefnu gagnvart
Evrópubandalaginu, vaxandi
verðbólga og hækkandi vextir,
vinnudeilur í iðnaði og víðar, um-
deild nýmæli í heilbrigðisþjón-
ustu og áætlanir um einkavæð-
ingu vatnsveitunnar, allt stuðlaði
þetta að því að íhaldsflokkurinn
fékk skell í kosningunum til Evr-
ópuþingsins í fyrra mánuði og má
muna sinn fífil fegri í fylgiskönn-
með því að kenna perestrojku um
vöru- og matvælaskort en enginn
ljær þeim eyra. „Verkamenn láta
ekki blekkjast af þessurn áróðri.
Enda hafa þeir sýnt að þeir eru
þess umkomnir að skipuleggja
eigin baráttu gegn skrifræðinu
fyrir raunverulegum umbótum,"
er haft eftir Anatólíj Rybakov,
höfundi „Arbat-barnanna“, róm-
aðrar skáldsögu um stalínstím-
ann sem selst hefur í risaupp-
lögum.
Reuter/ks
unum.
Það kom á óvart að John nokk-
ur Major skyldi skipaður utan-
ríkisráðherra í stað Sir Geoffrey
Howe sem verður varamaður
Thatchers og leiðtogi íhalds-
manna í fulltrúadeild þingsins.
Major var ekki í sviðsljósinu fyrir
umskiptin, hægri hönd Nigels
Lawsons fjármálaráðherra og sá
um að halda útgjöldum ríkissjóðs
í lágmarki. Einsog margir skjól-
stæðinga Thatchers er hann ekki
hefðbundinn yfirstéttar „toríi“
heldur fyrrum byggingaverka-
England
Erfingi útnefndur
Thatcher stokkar spilin oggefuráný íkjölfarfylgistaps íhaldsflokksins
Kúba
Lausnarorðið
er agi
Kúbanskir ráðamenn kunna aðeins eittráð
við útbreiðslu spillingar og glœpa: hert
viðurlög og hertan aga. Alþýða manna er
valdalaust vitni að innbyrðis uppgjöri œðstu
manna
Réttarhöldin, dauðadómar og
aftökur Arnaldos Ochoas
hershöfðingja og þriggja söku-
nauta hans fyrir aðild að eitur-
smygli kólómbískra kókaínbar-
óna til Bandaríkjanna hafa valdið
mikilli umræðu um útbreiðslu
glæpa og spillingu á Kúbu. For-
seti þjóðsamkomunnar, löggjaf-
arþings Kúbana, Severo Aguirrc,
og varnarmálaráðherra landsins
og næstráðandi til sjós og lands,
Raúl Kastró, hafa báðir viðrað
þau viðhorf sín að herða þurfi
viðurlög við dreifingu og sölu
fíkniefna og hverskyns spiilingar-
glæpum.
Samkvæmt kúbönskum hegn-
ingarlögum er refsað fyrir ofan-
nefnd afbrot með 1-20 ára inni-
lokun í fangelsi. Ochoa og félagar
voru hinsvegar dæmdir af herfor-
ingjum við herrétt sem fóru að
herlögum.
„Mál þar sem fjallað er um
smygl og dreifingu fíkniefna
heyra til undantekninga á Kúbu
en ef við hertum viðurlög við
spillingu er ég hræddur um að
ansi margir yrðu lokaðir á bak við
lás og slá um lengri eða skemmri
tíma“, hefur Reuter eftir emb-
ættismanni í Havana sem ekki vill
láta nafns síns getið. „Vandinn er
sá að þótt við getum státað af
miklum þjóðfélagslegum fram-
förum þá er spillingin gífurleg,
allt frá svartamarkaðsbraski með
smotterí og þjófnuðum á eigum
ríkisins uppí allsherjar misnotk-
un valds hið efra þar sem hver
skarar eld að sinni köku.“
Kvikmyndaskáld og ákafur
byltingarsinni, að sögn Reuters,
staðhæfir að á Kúbu sé skortur á
öllu en um leið sé allt fáanlegt, í
ríkisverslunum glotti auðar hillur
framaní viðskiptavini en svarta-
markaðsbraskarinn geti orðið
þeim úti um hvaðeina sem hann
skorti. „Það er ekkert leyndar-
mál hér að húsamálning er ófáan-
leg í byggingarvöruverslunum en
auðfengin á svörtum markaði
fyrir 35 pesos gallónið (c. 2.400
kr.). Og henni hefur örugglega
verið stolið frá ríkinu. Sömu sögu
er að segja af varahlutum í bif-
reiðar og nánast allt sem nöfnum
tjáir að nefna.“
Fídel Kastró forseti hefur árum
saman lagt sig fram um að upp-
ræta spillingu, reynt að höfða til
Arnaldo Ochoa, bugaður maður, fyrir herrétti í beinni sjónvarpsút-
sendingu.
hins betri manns í þegnum sínum
og skara í glæður byltingareld-
móðsins. í ræðu sem hann flutti
1986 sagðist hann vera orðinn
áhyggjufullur vegna miður æski-
legra tilhneiginga sem farið væri
að gæta í fari þjóðarinnar, svo
sem agaleysis, ábyrgðarleysis og
spillingar. „Við verðum að vinna
bug á þessu áður en þetta verður
að þjóðarmeini.“
En afdrif Ochoas (fyrrum
þjóðhetju á Kúbu og náins vinar
Kastrós frá því á dögum bylting-
arinnar) og annarra sakborninga
hafa beint sjónum landsmanna
að valdahópnum eða „byltingar-
aðlinum" sem svo er nefndur.
Óvenju hreinskilin grein í mál-
gagni hersins, Verde Olive, benti
nýverið á eitt afsprengi hinnar
kúbönsku nómenklatúru, spillt
og ofdekruð börn háttsettra
manna eða hin svonefndu „ninos
papas“.
Hermt er að þetta unga fólk
kæri sig kollótt um fábreytt og
fórnfúst líferni í anda byltingar-
innar og sé hvergi nærri jafn frá-
bitið hofmóði og drembilæti og
æskilegt geti talist. „Alþýða
manna hefur þær hugmyndir um
þessi ungmenni að þau aki um í
embættisbifreiðum feðra sinna,
klæðist erlendum tískufatnaði og
eigi nýjustu hljómflutningstæki.
Það er ennfremur almannarómur
að fæst þeirra hafi orðið að gegna
herþjónustu og berjast í Ang-
óla.“
En Kastró og félagar virðast fá
bjargráð kunna önnur en að
herða aga og viðurlög og reka
áróður fyrir „hreinleika bylting-
arinnar". Sjálfir lúra þeir á alræð-
isvaldi einsog ormur á gulli og
efnahagslífið er ekki uppá marga
fiska. Og hvorki bólar á glasnosti
né perestrojku. En hætt ervið því
að þolinmæði almennings þrjóti
fyrr en síðar fái hann ekki að hafa
hönd í bagga með þróun þjóðfé-
lags sem hann stjórnar í orði
kveðnu. Fólk veit sem er að Oc-
hoa var aðeins hin opinbera
ásýnd spillingarinnar, ekki spill-
ingin sjálf.
Reuter/Information/ks
Pólland
Walesa
vill umboð
Walesa hvetur
Jaruzelskí til þess að
fela Samstöðu
myndun ríkisstjórnar
Lech Walesa, leiðtogi Sam-
stöðu, gekk á fund Wojciechs Jar-
uzelskís, forseta Póllands, í gær
og hvatti hann til þess að fela sam-
tökum sínum að mynda ríkis-
stjórn.
En hann sagðist jafnframt ekki
eiga von á því að Kommúnista-
flokkurinn féllist á að Samstaða
tæki við valdataumum, að
minnsta kosti ekki enn sem kom-
ið væri. Hann bætti því við að
hann myndi ekki bregða fæti fyrir
þá félaga samtaka sinna sem féll-
ust á að taka sæti í ríkisstjórn sem
lyti forræði Kommúnistaflokks-
ins, svo fremi þeir gerðu það ekki
í nafni Samstöðu.
Að fundi ioknum kvaðst Wa-
lesa hafa tjáð forsetanum að
bregðast þyrfti skjótt við og
mynda ríkisstjórn sem væri í
stakk búin til þess að takast á við
þá djúptæku kreppu sem þjakaði
landsmenn, bæði í þjóðlífi og
efnahagslífi. Samstaða hefði unn-
ið glæsilegan sigur í þingkjörinu í
fyrra mánuði, þjóðin treysti sam-
tökunum til þess að fara með
völdin og því bæri að fela þeim að
mynda ríkisstjóm.
Reuter/ks
maður og atvinnuleysingi sem
hætti námi 16 ára gamall en
braust til auðs og áhrifa. Hann er
46 ára gamall. Fréttaskýrendur
segja augljóst á skipun hans í
embætti utanríkisráðherra að
Thatcher hefur tekið ástfóstri við
hann og hyggst búa svo um hnúta
að hann erfi ríki sitt.
Reuter/ks
Mexíkó
Skuldar-
sættir
Lánardrottnar sam-
þykktu aðfella niður
35 % skuldar Mexíkó-
stjórnar
Samningar tókust með Mex-
íkóstjórn og helstu lánardrottn-
um hennar á sunnudag um nýja
greiðsluskilmála og niðurfeliingu
hluta skuldarinnar. Mexíkó er
eitthvert skuldugasta ríki heims
(erlendir bankar áttu fyrir samn-
ing rúma 50 miljarða dollara hjá
Mexíkóstjórn) en jafnframt i hópi
hinna fátækustu, hagvöxtur hef-
ur verið lítill sem enginn á þcssum
áratug.
Samningaviðræður Mexíkó-
manna og lánardrottna þeirra
höfðu staðið óslitið í þrjá mánuði
og verið mjög strangar.
Stjórnvöld höfðu farið þess á leit
við skuldareigendur að þeir féll-
ust á að fella 55% upphæðarinnar
niður en bankarnir boðið 15%.
Samningar tókust um 35%.
Þetta er í fyrsta skipti að lánar-
drottnar fallast á að gefa ríkis-
stjórn í þriðja heiminum upp svo
stóran hluta skuldar. Forseti
Mexíkó, Carlos Salinas de Gort-
ari, var ánægður með niðurstöð-
una: „Mexíkómenn hafa nú lagt
skuldakreppuna að baki. Þetta er
stór stund í sögu Mexíkó."
Reuter/ks
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 26. júlí 1989